Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Ég kveð yndislega
konu, sem mér þótti
mjög vænt um og sem
var mikill áhrifavaldur í lífi mínu til
góðs. Þegar ég byrjaði að vinna
sem nýútskrifaður leikskólakennari
við Heyrnleysingjaskólann var ég
svo heppin að fá að vinna með
henni og unnum við saman í mörg
ár. María var þá nýkomin úr fram-
haldsnámi frá Noregi.
María var mikill reynslubolti og
mikil fagmanneskja og var sívak-
andi yfir velferð nemenda sinna.
Hún var róleg, umburðarlynd, þol-
inmóð og ákaflega umhugað um
nemendur okkar og foreldra þeirra
og bar mikla virðingu fyrir þeim.
Það var ákaflega gaman að vinna
með Maríu. Hún sá spaugilegu hlið-
arnar á málunum og oft var glatt á
hjalla.
Ég er mjög fegin að hafa fengið
tækifæri til að segja Maríu hvað
mér þótti vænt um hana. Ég fór
seinni árin á Þorláksmessu með
smá gott í körfu til hennar, bara til
þess að fá tækifæri til að hitta hana
og spjalla. Það var notalegt að
koma til hennar á Bjarkargötuna.
Heimili hennar var smekklegt og
heimilislegt. Við fórum líka stund-
um niður á Hótel Borg og fengum
okkur kaffisopa. Þá var mikið talað,
rifjað upp og hlegið, manstu þetta
og manstu hitt.
Að lokum vil ég þakka Maríu
samfylgdina og þá dýrmætu
reynslu sem hún gaf mér.
Díana Arthúrsdóttir.
María Kjeld var í þeim hópi sem
settist við fótskör Jóns Böðvars-
sonar fljótlega eftir að hann hóf
námskeið sín um íslenskar fornsög-
ur. Sá hópur varð geysifjölmennur
áður en yfir lauk, en í fyrstu var
þar fámennt. Þetta var góður fé-
lagsskapur. Mikið var ferðast á
vettvang sagnanna og margt til
gamans gert. María var áhugasam-
ur og tryggur þátttakandi í ferða-
lögum og viðburðum jafnt sem
sögulestrinum sjálfum.
Þegar við, nokkrar konur úr
þessum hópi, tókum okkur til og
fórum að lesa Sturlungu saman var
María þar að sjálfsögðu með. Við
höfum nú lesið saman hátt á annan
áratug, Sturlungu oftar en einu
sinni og fjölmargar aðrar bækur frá
fyrri öldum. Og ekki höfum við van-
rækt að ferðast saman og kynna
okkur söguslóðirnar.
Við kölluðum okkur af miklu lítil-
læti Elíturnar.
Og nú er Maríu Kjeld sárt sakn-
að úr Elítuhópnum. Hún var frábær
félagi, hógvær, vönduð og traust og
kom hvarvetna fram til góðs.
Við sendum fjölskyldu hennar
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Elíturnar,
Ásdís, Guðrún, Hólmfríður,
Hanna Dóra, Anna, Sólveig,
Theódóra, Steinunn The.,
Ragnheiður, Þóra, Steinunn
M. og Hildur.
Mikil baráttukona María Kjeld,
ein af frumkvöðlum í kennslu
heyrnarlausra á Íslandi, stofnfélagi
í Félagi íslenskra sérkennara, og
síðar mikill brautryðjandi sem
skólastjóri hjá Fullorðinsfræðslu
fatlaðra er fallin frá.
Fyrsta heyrnarstöðin á Íslandi
var opnuð árið 1962. María var auk
Erlings Þorsteinssonar læknis eini
starfsmaður stöðvarinnar. María
var sú fyrsta á Íslandi sem fór í alla
barnaskóla Reykjavíkurborgar og
María Ester Kjeld
✝ María Ester Kjeldfæddist í Tjarn-
arkoti í Innri-
Njarðvík 2. mars
1932. Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans, Landakoti, 8.
október 2010.
Útför Maríu fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 19.
október 2010.
mældi heyrn allra sjö
til tólf ára barna.
Síðar menntaði
María sig í Noregi í
kennslu heyrnar-
lausra og var ein af
allra fyrstu kennurum
Íslands með þá sér-
menntun. María var
kennari af guðs náð.
Hún bar ákaflega
mikla virðingu fyrir
nemendum sínum og
var vakin og sofin yfir
velferð þeirra.
Ég kynntist Maríu
árið 1969 þegar ég hóf kennslu við
Heyrnleysingjaskólann. Ég fann
strax að hún var mikil fagmann-
eskja sem alltaf var gott að leita til.
María var einnig ákaflega göfug-
lynd, virðingarverð og gefandi
kona.
Þó hún hætti kennslu við Heyrn-
leysingjaskólann á blómaskeiði
starfsferils síns þá veit ég að hún
bar alltaf hag heynarlausra og
heyrnardaufra nemenda sinna fyrir
brjósti.
Við María hittumst af og til síð-
ustu árin og met ég þær stundir
mikils. Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til fölskyldunnar og sysk-
inabarna sem hafa misst svo góða
og umhyggjusama systur og
frænku.
Blessuð sé minning eins af frum-
kvöðlunum í kennslu og málefnum
heynarlausra á Íslandi, Maríu
Kjeld.
Dóra Pálsdóttir.
Lífið blasti við okkur nýútskrif-
uðum fóstrum vorið 1953. María
Kjeld var ein af átta ungum stúlk-
um, sem hittust í Steinahlíð á
haustdögum tveim árum áður til að
hefja nám um uppeldi barna og
störf á mismunandi dagvistarheim-
ilum. Þessar ungu stúlkur komu
hver úr sinni áttinni, en hópurinn
náði vel saman og hver og ein naut
sín í þessu skemmtilega námi, hvort
sem það var bóklegt eða verklegt.
Að námi loknu tóku við hefð-
bundin störf á dagvistarheimilum
hjá Maríu eins og okkur hinum.
Fljótlega fór hún þó til frekara
náms og hélt reyndar áfram að
mennta sig jafnt og þétt alla sína
starfsævi. Kennsla barna, sem áttu
við ýmiss konar fötlun að búa, varð
sérsvið Maríu og síðar stjórnun
slíkrar kennslu. Hún kom víða við á
þeim vettvangi og ávann sér hvar-
vetna traust og trúnað skjólstæð-
inga sinna, enda leiðbeining og
hlýja aðalsmerki hennar.
Vinátta okkar skólasystranna
hefur enst gegnum árin og treyst-
um við böndin með því að hittast
mánaðarlega á vetrum eftir að allar
höfðu haslað sér völl í starfi. María
var traustur hlekkur í hópnum með
sína notalegu viðveru. Hún var
ráðagóð í hógværð sinni og miðlaði
af fjölbreyttri reynslu af sínum
starfsvettvangi. Margvíslegar uppá-
komur tengdar starfinu og félagi
okkar voru hluti af tilverunni og
farið var í ferðalög bæði innanlands
og utan.
María átti rætur í Færeyjum og
ræktaði samband við frændfólk og
vini þar. Eftirminnilegt er sjötugs-
afmæli hennar, hve margir stigu
færeyskan dans og settu svip á dag-
inn.
Við skólasysturnar minnumst
Maríu í fallegu íbúðinni sinni með
listaverkum frá Færeyjum, góðum
bókakosti og myndum af fjölskyld-
unni, sem var henni svo kær.
María var heilsteypt persóna og
var fátt, sem kom henni úr jafn-
vægi. Hún naut sín í góðra vina
hópi og áhugamál átti hún mörg og
sinnti þeim vel. Við syrgjum nú
vegna fráfalls Maríu, en huggum
okkur við allar góðu minningarnar.
Elsku María, hvíl þú í friði.
F.h. skólasystra,
Margrét Schram.
Árið 1973 var af foreldrum og
sérfræðingum settur mikill þrýst-
ingur á stjórnvöld að stofna dag-
heimili fyrir nokkur fjölfötluð börn
á forskólaaldri sem engin þáverandi
stofnun treysti sér til að sinna.
Reykjavíkurborg lagði til hús á Bú-
staðavegi, ráðið var starfslið og
skipuð stjórn með læknunum Sæv-
ari Halldórssyni og Hauki Þórð-
arsyni, helstu sérfræðingum á
þessu sviði. Ráðgjafi um innra starf
var ráðin María Kjeld sem þekkti
öll börnin frá starfi sínu á Heyrn-
ardeild Heilsuverndarstöðvarinnar.
Hugmyndafræðina að innra starf-
inu sótti María einkum til dr. Ing-
rid Liljeroth, prófessors við háskól-
ann í Gautaborg. Íslensk þýðing
hennar á bók þeirra Liljeroth og
Axeheim „Þjálfunaráætlanir handa
þroskaheftum“ var gefin út af
Ríkisútgáfu námsbóka árið 1975 og
hafði mikil áhrif hér á landi. Í til-
efni útkomu bókar Axeheim og Lilj-
eroth komu höfundarnir til Íslands í
janúar 1976 og héldu 20 tíma nám-
skeið fyrir starfslið á stofnunum
fatlaðra. Í erindum sínum kynntu
þær hugmyndir sínar um normal-
iseringu og integreringu þroska-
heftra. Þátttakendur í námskeiðinu
voru 260 talsins. Þá heimsóttu Ax-
eheim og Liljeroth fjölda stofnana
og áttu fundi með foreldrum. Áhrif-
in af veru þeirra hér urðu mjög
mikil á viðhorfin til fatlaðra og
kennslu þeirra. Þessa þróun má
rekja til Maríu.
María varð árið 1982 skólastjóri
Þjálfunarskóla ríkisins í Kópavogi.
Sama ár lauk við háskólann í
Mainz tilraun sem gerð var í sér-
skóla í Landstuhl af dr. Haupt og
dr. Frölich um örvun ofurfatlaðra
barna. Skýrsla háskólans bar með
sér að um stórmerka nýjung var að
ræða. Safamýrarskóli og Þjálfunar-
skólinn í Kópavogi sameinuðust um
að flytja aðferðafræði Haupt og
Frölich til Íslands. Safnað var fé til
að þýða skýrsluna, senda fimm
kennara undir stjórn Eyjólfs Mel-
sted í tíu daga námsferð til Lands-
tuhl, breyta síðan námsaðstæðum í
skólunum og hefja starfið.
Tveir af kennurunum kynntu
seinna aðferðafræðina í menntasetri
kennara fatlaðra í Dronninglund
þaðan sem þekkingin fluttist til
Norðurlandanna.
Loks vil ég nefna aðild Maríu að
íslenskri stöðlun málþroskaprófs
Reynell (Reynell Developmental
Scales).
María lauk ævistarfi sínu sem
skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatl-
aðra og var á því sviði einnig braut-
ryðjandi.
Það verða margir sem minnast
Maríu með þakklæti og virðingu,
bæði þeir sem nutu góðs af verkum
hennar og við sem unnum með
henni í lengri eða skemmri tíma.
Með Maríu E. Kjeld er fallinn í
valinn merkur brautryðjandi í
skólamálum fatlaðra.
Ættingjum hennar er vottuð
samúð.
Þorsteinn Sigurðsson, fv.
skólastjóri Safamýrarskóla.
Kæra María, við vorum nýút-
skrifaðir kennarar þegar við hófum
starfsferil okkar undir þinni stjórn.
Þú varst skólastjóri í Þjálfunar-
skóla ríkisins í Kópavogi og betri
yfirmann var ekki hægt að fá. Þú
hvattir okkur áfram og varst alltaf
til í að hlusta á það sem við höfðum
fram að færa og sást til þess að
góðar hugmyndir kæmust í fram-
kvæmd.
Miklar breytingar og þróun áttu
sér stað í kennslu fatlaðra meðan
þú varst skólastjóri, fyrst í Þjálf-
unarskóla ríkisins sem síðan þróað-
ist yfir í Fullorðinsfræðslu fatlaðra
með sameiningu nokkurra skóla. Í
dag heitir skólinn Fjölmennt og
starfar enn í þeirri mynd sem þú
lagðir grunninn að.
Fyrst og fremst minnumst við
þín sem hlýrrar og góðrar mann-
eskju sem vildi öllum vel og þú
lagðir þig fram við að greiða götu
samferðamanna þinna.
Okkur langar að þakka þér fyrir
þau ár sem við störfuðum með þér
og fengum að kynnast þér. Þú ert
ein af þeim sem við tökum til fyr-
irmyndar og minnumst með hlýju.
Árni Einarsson og Ásta Ísberg.
Við afi Halli áttum
ófáar góðar stundir
saman. Það var alltaf
mjög gott að vera í
kringum hann, hann vildi allt fyrir
mann gera og hugsaði til manns oft
á dag.
Mínar fyrstu minningar um afa og
ömmu eru þegar ég kom að heim-
sækja þau í Álftamýrina. Ég var þar
oft þegar ég var polli. Þau voru ófá
skiptin sem ég fór til afa og ömmu
þegar ég var veikur og mamma og
pabbi þurftu að komast til vinnu.
Þeir dagar voru alltaf mjög
skemmtilegir. Afi sá til þess að ég
hafði nóg fyrir stafni og laumaði að
mér nóg af góðgæti meðan amma
var nú meira að hugsa um heilsuna
á manni og dældi í mann mat.
Ég man alltaf eftir því þegar fór
að vora og afi fór inn í skúr að pússa
„sportbílinn“ sinn sem var þá búinn
að vera inni í skúr allan veturinn á
meðan hann þjösnaðist á gömlu
Jettunni hennar ömmu. Það var nú
aldrei leiðinlegt að fara með afa í
bíltúr upp á golfvöll að sumri til í
eina Toyota Avensis-sportbíl í
heimi!
Það er afa að þakka að eitt af mín-
um aðaláhugamálum í dag er golf.
Ég var ekki gamall þegar honum
tókst að draga mig út á golfvöll. Þar
vorum við strákarnir saman að slá
úr fötum og afi að kenna mér að
halda á kylfunni og slá í kúluna. Það
tókst þó misjafnlega en ég var nú
ótrúlega fljótur að ná tökum á þessu
sporti og farinn að eyða heilu og
hálfu dögunum uppi á golfvelli. Það
leið þó ekki á löngu þar til afi var
farinn að hringja í mig og biðja mig
um að koma út á golfvöll að laga að-
eins hjá sér sveifluna. Þar með var
eggið farið að kenna hænunni og
hafði ég alltaf rosalega gaman af
því.
Aðfangadagskvöld var alltaf
svakalega notaleg stund hjá okkur
fjölskyldunni og vorum við krakk-
arnir svo heppin að fá að hafa afa og
ömmu hjá okkur. Afi var alltaf mikið
jólabarn í sér og æstur í að vita hvað
væri í pökkunum. Það var honum að
þakka að alla mína æsku fékk ég að
opna einn pakka fyrir matinn við
litla hrifningu mömmu og pabba.
Afi fylgdist alltaf með því sem við
barnabörnin tókum okkur fyrir
hendur og var um leið mjög stoltur
af okkur krökkunum.
Afi Halli á eftir að lifa lengi í
minningunni. Ég kveð þig með mikl-
Haraldur Þorsteinsson
✝ Haraldur Þor-steinsson fæddist
í Reykjavík 23. maí
1923, hann lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu 5. október
sl.
Útför Haraldar fór
fram frá Neskirkju
19. október 2010.
um söknuði en trúi því
um leið að þú sért
kominn á betri stað
þar sem amma og þú
getið passað hvort
upp á annað.
Bið að heilsa.
Þinn
Baldvin.
Hann afi Halli er
dáinn. Það leið ekki
langur tími á milli
þeirra afa og ömmu í
Álftamýri, en amma
Dista lést 9. maí síðastliðinn. Það er
nokkuð sérstök tilfinning að upplifa
kynslóðaskiptin sem brotthvarf
þeirra beggja hefur í för með sér.
Nú eru þau farin, báðar ömmur okk-
ar og báðir afar okkar. Þetta er víst
gangur lífsins.
Þótt vissulega séu þetta sorgleg
tímamót þá vekja þau líka ljúfar og
góðar minningar. Það er dýrmætt
að hafa fengið að njóta samvista við
afa fram á fullorðinsár. Undir það
síðasta hrakaði heilsunni hjá afa og
er hann því vel að hvíldinni kominn.
Afi Halli var hress og skemmtilegur
karl og það var sjaldan lognmolla
þar sem hann var staddur. Afi tók
lengi í nefið og angaði þá af mildum
tóbaksilm. Það var hressandi að
ræða við afa um málefni líðandi
stundar enda lá hann yfirleitt ekki á
skoðunum sínum.
Afi fylgdist stoltur með sínu fólki
og bar hag allra sinna mjög fyrir
brjósti. Afi var húsasmíðameistari
og starfaði lengst af sem slíkur.
Stundum fékk afastrákur að fara
með í eftirlitsferðir með afa, þær
voru til dæmis ófáar ferðirnar sem
farnar voru til að fylgjast með bygg-
ingu háskólabyggingarinnar Odda.
Afi var líka húsgagnasmiður og bar
heimili hans og ömmu þess glöggt
merki. Á heimili þeirra voru margir
kjörgripir sem hann smíðaði. Afa-
börn fengu líka að njóta þess hvað
hann var handlaginn. Hann smíðaði
barnarúm sem var fyrsta rúmið
okkar beggja, síðan gekk það áfram
til annarra barnabarna, og þau voru
fleiri húsgögnin sem hann smíðaði
fyrir okkur.
Afi var svolítill dellukarl, hann
hafði til dæmis mjög gaman af því
að spá í bíla og græjur, en hann fór
líka mjög vel með hluti sem hann
átti. Afi var alla tíð opinn fyrir nýj-
ungum, t.d. fékk hans sér tölvu og
var spenntur fyrir því að kynnast
því hvað hægt væri að gera með
slíkum græjum. Þá hafði afi yndi af
því að leika golf á Oddfellowvell-
inum með félögum sínum eftir að
hann komst á eftirlaun.
Á þessari stundu er efst í huga
þakklæti fyrir langa og góða sam-
fylgd. Guð blessi Harald Þorsteins-
son.
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
og Aðalheiður Sigurðardóttir.
Jarþrúður Soffía
Ásgeirsdóttir var allt-
af kölluð Fía frænka
alla sína ævi. Hún var
systir mömmu minn-
ar.
Fjölskylda hennar bjó lengi í
Laugardalnum stutt frá Hjallaveg-
inum þar sem mamma og pabbi
bjuggu. Þangað var létt að skokka
eða hjóla og koma við hjá Fíu, Jóni
og stelpunum og ávallt fékk maður
hlýja og góða móttöku og passað
Jarþrúður Soffía
Ásgeirsdóttir
✝ Jarþrúður SoffíaÁsgeirsdóttir
fæddist á Hömrum í
Eyrarsveit 3. apríl
1924. Hún lést á
Landspítalanum 27.
júlí 2010.
Útförin fór fram í
kyrrþey.
upp á að maður færi
aldrei svangur heim.
Fía var gift Jóni
Þorvaldssyni sem lést
fyrir mörgum áum og
var mikill samgangur
á milli fjölskyldnanna
sérstaklega þegar
þau bjuggu í Bræð-
raparti í Laugardaln-
um.
Fía er nú fallin frá
og er ég sannfærður
um að elskuleg
frænka mín hafi orðið
hvíldinni fegin enda
átt við mikið heilsuleysi að glíma
síðustu árin.
Ég votta frænkum mínum, börn-
um þeirra, barnabörnum og öðru
venslafólki innilega samúð.
Hvíl þú í friði, kæra frænka.
Ásgeir Þór Árnason.