Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Nú vantar illa mág
minn Rúnar hjá fjöl-
skyldunni okkar.
Tína systir mín kynnti hann fyrir
fjölskyldunni 1974 og átti eftir að
koma í ljós að foreldrar mínir voru
sérlega ánægð með tengdasoninn
sem var alltaf tilbúin að eiga sam-
verustundir við þau, ræða dæg-
urmálin við föður minn og sýna
móður minni mikla umhyggju, auk
þess sem hann hjálpaði þeim eftir
þörfum bæði heima og í sumarbú-
staðnum.
Við Rúnar áttum fjölda góðra
samverustunda í yfir 35 ár, þar
sem við áttum eftir að vinna saman
á sumarbústaðalandinu, skiptast á
að vinna hvor annan í skák eða
bara almennt njóta tímans saman.
Alltaf höfðingi heim að sækja og
verður skrýtið að hann verður ekki
á staðnum þegar við fögnum nýju
ári en alltaf hittist fjölskyldan hjá
þeim Björgu.
Allt hjá Rúnari fannst mér hafa
tilgang og hugsjón. Hann gaf sér
tíma fyrir fjölskylduna og fannst
mér Rúnar vera ánægðastur þegar
hann var með Björgu og börnin.
Hann hugsaði alltaf mikið um Ein-
ar, Mörtu og Sigrúnu og vildi að
þeim gengi sem allra best.
Maður sá alltaf að hann var
mjög stoltur af því að þeim vegnaði
vel, þótt aldrei mundi hann segja
það berum orðum. Einnig var hann
Rúnar I. Sigfússon
✝ Rúnar IngimarSigfússon fæddist
í Reykjavík 10. janúar
1949. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 5.
október 2010.
Rúnar var jarð-
sunginn frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
14. október 2010.
ánægður með að vera
kominn með tengda-
börn og vera orðinn
afi. Vinnulega var
hann einnig hug-
sjónamaður. Störf
hans í tengslum við
heilbrigðismál og
menntamál voru
vegna óskar um að
vinna að hlutum sem
höfðu tilgang, ekki að
einskisnýtu frama-
poti.
Góður maður er
farinn frá okkur, við
munum sakna hans mikið.
Björn Óli, Kristjana, Stefán
Barði, Marisa, Valter og
Gunnhildur.
Dag einn fyrir margt löngu þeg-
ar við hjónin vorum við nám í Sví-
þjóð hittum við á förnum vegi ung-
an mann í lopapeysu á hjóli. Þetta
var skarpleitur maður, grannholda,
jarphærður, fríður sínum og með
glettnisglampa í augum. Þarna fór
Rúnar Sigfússon verkfræðingur,
sem kominn var til framhaldsnáms
við háskólann í Linköping ásamt
unnustu sinni Björgu Hauksdóttur.
Núna 35 árum síðar þegar við
kveðjum Rúnar langt um aldur
fram er margs að minnast. Náms-
árin í Svíþjóð voru góður tími og
margt dreif á dagana. Samheldni í
„Íslendinganýlendunni“ var mikil
og áttum við margar ánægjustund-
irnar saman Íslendingarnir í Lin-
köping. Á góðri stund þegar fjör
færðist í leikinn var tekin létt
sveifla með Stuðmönnum en Sumar
á Sýrlandi kom eins og ferskur
norðanvindur inn í Íslendinga-
byggðina á þessum tíma. Rúnar
kom reyndar víða við í tónlistinni
og var vísnaöngur ofarlega á blaði
og oftar en ekki heyrðist í Cornelis
Vreeswijk eða öðrum ámóta snill-
ingum. Rúnar var skarpgreindur,
yfirvegaður, rólyndur og alltaf var
stutt í húmorinn. Minnisstætt er
þegar við félagarnir Þorsteinn Ein-
arsson, Rúnar og undirritaður
gengum í skákklúbb Linköpings
upptendraðir af einvígi Fischers og
Spasskí. Heldur urðum við hissa
þegar yngsti félaginn í klúbbnum
reyndist fæddur um aldamótin
1900 og blómaskeið klúbbsins var á
millistríðsárunum. Við hugsuðum
okkur gott til glóðarinnar en
skemmst er frá því að segja að
karlarnir rúlluðu okkur upp en það
var helst að Rúnar stæði í þeim.
Við Þorsteinn vorum heldur
sneyptir og fúlir eftir útreiðina en
Rúnar sá auðvitað skondnu hliðina
og gerði grín að öllu saman á sinn
einstaka hátt.
Eftir að við fluttumst heim héld-
um við hópinn og vorum við meðal
annars boðin í fermingar og út-
skriftir Einars, Mörtu og Sigrúnar.
Um hver jól borðuðum við sam-
an sænskan jólamat með síld, Jan-
sons frestelse, skinku, kjötbollum
og viðeigandi vísnasöng. Um síð-
ustu jól nutum við frábærra veit-
inga hjá þeim Rúnari og Björgu
þar sem Rúnar lék á als oddi þrátt
fyrir sín erfiðu veikindi. Þá er
minnisstæð heimsókn í fjölskyldu-
paradísina í Stóraskógi við Úlfarsá
en þar hafði Rúnar gróðursett mik-
inn fjölda trjáa á undanförnum
áratugum og árangurinn með ólík-
indum. Síðastliðinn ágústmánuð
heimsóttum við Þorstein og Ester
á Selfossi.
Þetta var sólríkur og fallegur
dagur þar sem fjallahringurinn
skartaði sínu fegursta og móttökur
einstakar. Þegar við kvöddumst á
Freyjugötunni bar Rúnar sig ein-
staklega vel og sagði af æðruleysi
með sínu rólynda yfirbragði; þetta
var góður dagur. Við þökkum góð-
um vini hlýhug og vináttu og vott-
um Björgu og börnunum innilega
samúð.
Guðrún og Eiríkur Briem.
Aðalheiður Klemens-
dóttir, Holtsgötu 31
Reykjavík, fæddist 21.
október 1910. Aðal-
heiður hefði orðið 100
ára í dag, en hún lést
26. október 1995. Hún
var elst fjögurra
systkina, sem voru,
Erlingur, f. 12. mars
1912, Valgarður, f. 2.
nóv. 1913, og Klem-
entína Margrét, f. 24.
mars 1917. Faðir
hennar var sjómaður
og féll frá í spánsku
veikinni 1918. Það var erfitt fyrir
móður hennar að koma upp fjórum
börnum á þessum tíma. Oft sagði
hún að þröngt hefði verið í búi hjá
móður sinni, en með dugnaði og út-
sjónarsemi hefði þetta blessast.
Árin liðu og systkinin uxu úr
grasi, bræður hennar fóru til sjós og
gerðust afburða togarasjómenn. Að-
alheiður kynntist eiginmanni sínum
Guðmundi Kristjáni Kristjánssyni
vélstjóra og bjuggu þau lengst af á
Holtsgötu 31. Guðmundur var
ekkjumaður og átti hann tvær dæt-
ur fyrir, þær Ingibjörgu, f. 9. ágúst
1927, d. 27. janúar 1985, gift Karli
Sigurði Sigfússyni, f. 13. ágúst 1923,
d. 16. maí 1987, eignuðust þau 6
börn og Kristínu, f. 16. apríl 1929, d.
22. júlí 1961, eignaðist hún 3 dætur.
Aðalheiður ól þær systur upp og
gekk þeim í móðurstað.
Brátt fjölgaði í kotinu og eignuð-
ust þau hjón sex börn og eru þau: 1)
Klemens, f. 10. nóv. 1934, kv. Astri
Flaglien, 2) Aðalheiður Margrét, f.
7. okt. 1937, d. 10. maí 1942. 3) Að-
alheiður Margrét, f. 11 maí 1942, gift
Jóni Helgasyni. 4) Hrefna, f. 9. sept.
1944, gift Óla Má Guðmundssyni, d.
21. mars 1997. 5) Kristján, f. 4. okt.
1945, kv. Elsu Baldursdóttur. 6)
Aðalheiður
Klemensdóttir
Margrét, f. 28. ágúst
1948, gift Geoffrey
Brabin. Barnabörn
Aðalheiðar eru 15,
barnabarnabörnin eru
27 og 3 barnabarna-
barnabörn.
Aðalheiður hafði
létta lund, hún var
söngelsk og á góðum
stundum var lagið tek-
ið á Holtsgötunni. Hún
hafði sungið í kórum á
sínum yngri árum og
hafði fallega altrödd.
Hún söng í Þjóðhátíð-
arkórnum sem söng á Lýðveldishá-
tíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944.
Eftir að barnabörnin fóru að
koma varð aðalsamkomustaður
þeirra hjá ömmu á Holtsgötunni.
Hún tók alltaf á móti þeim með
hlýju og ástúð. Þar var spjallað og
sagðar sögur. Hún fylgdist með
náminu hjá ungviðinu, lagði þeim
lífsreglurnar svo var hellt upp á
könnuna og unga fólkinu boðið upp á
kökur og kræsingar, var þá oft glatt
á hjalla.
Eftir að unga fólkið í fjölskyld-
unni fór að mennta sig og fara í
skóla erlendis var alltaf hringt og
ömmu sendar góðar kveðjur og þeg-
ar þessir námshestar komu heim var
fyrst farið „vestureftir til ömmu“ og
heilsað upp á hana. Aðalheiður var
ankerið í okkar fjölskyldu og hélt
þessum hóp sínum saman af kærleik
og trausti.
Þegar hún féll frá var hennar sárt
saknað af ömmubörnunum sem nú
gátu ekki farið vestur á Holtsgötu,
heimsótt hana og spjallað. Við hin
eldri minnumst skemmtilegra
stunda og þökkum henni fyrir allt
sem hún var okkur.
F.h. barna og tengdabarna,
Jón Helgason.
Það fer að verða æ
algengara að sam-
ferðamenn á svipuðu
reki leggi í þá ferð, sem
okkur er öllum ætlað
að fara. Andlát Jóhannesar Jónsson-
ar, eða Jóa rafvirkja, kom nokkuð illa
við mig. Ekki að það væri óvænt, eins
og heilsu hans var háttað, heldur
vegna þess að ég átti honum skuld að
gjalda. Ekki aðeins átti hann hjá mér
fleiri heimsóknir, þar sem hann dvaldi
á sjúkrastofnun, heldur er óuppgert
þakklæti, með meiru, fyrir ómetan-
lega sendingu sem barst á næstliðn-
um útmánuðum.
Þannig er mál með vexti að
snemma á tíunda áratugnum var far-
in eftirminnileg skíðaferð undir
dyggri fararstjórn Jóa rafvirkja. Lagt
var upp í blíðskaparveðri, gönguskíð-
in undir við Bláfjallaskála, gengið
suðvestur með Draugahlíðum. Upp
úr hádegi var kominn norðan-norð-
austan strekkingur. Áð var í ónefnd-
um gíg. Þegar áfram var haldið er
veðurhæðin orðin slík, að beita þurfti
þeirri öflugu bremsutækni – plógi, þó
farið væri upp snarbrattar brekkur.
Okkur bar, sem vænta mátti, nokkuð
af leið og heimkoman tafðist lítillega,
en verr hefði getað farið ef ekki hefði
verið fyrir hæfni og kunnáttu Jóa far-
arstjóra.
Nú kem ég aftur að sendingunni.
Hún innihélt tvær vatnslitamyndir
„signeraðar“ J.I.J. Þær eru listilega
gerðar, sýna gönguskíðafólk í stór-
Jóhannes Ingólfur
Jónsson
✝ Jóhannes Ing-ólfur Jónsson
fæddist 15. júlí 1939.
Hann andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Eir 1. október 2010.
Útför Jóhannesar
var gerð frá Árbæj-
arkirkju 11. október
2010.
viðri, plægjandi upp
bratta brekku. Þessi
listaverk ásamt minn-
ingunni um Jóa raf-
virkja eru mér miklir
dýrgripir.
Ég sé fyrir mér
ferðahóp í langri lest,
fyrstur fer vörpulegur
maður með prjóna-
húfu, áttavita í hendi,
klæddur svörtum vind-
buxum, – víðum. Fast á
eftir ganga konurnar,
þær hænast að þessum
– ekki smáfríða en
karlmannlega, fótstóra fararstjóra,
sem geislar af vilja, eins og stóðhest-
ur. Síðan koll af kolli og aftastur er
undirritaður, ef til vill að beiðni
ábyrgs undanfara.
Upp í hugann koma myndir að af-
loknum degi þar sem nestið og bik-
arinn eru með.
Það er hollt að staldra við og þakka
fyrir góða heilsu, þar sem það á við,
og undrast jafnframt hversu ranglega
því mesta dýrmæti er skipt.
Við Borga þökkum ómetanlegar
samverustundir og blessum minningu
trausts og góðs ferðafélaga.
Gísli Óskarsson.
✝
Okkar ástkæra,
ERLA KRISTÍN BJARNADÓTTIR,
áður Brekkustíg 29a,
Njarðvík,
andaðist mánudaginn 27. september.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð
og hlýhug við andlát hennar. Sérstakar þakkir
færum við starfsfólki Víðihlíðar sem annaðist hana
og veitti henni og okkur einstaka umhyggju og
hlýju.
Gunnlaug B. Jónsdóttir, Ásmundur Sigurðsson,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Guðbjörn Sigurjónsson,
Erla Sigurjónsdóttir, Sævar Sigurðsson,
Anna Halla Jóhannesdóttir,
Aðalbjörg Jóna Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku Gísli bróðir,
það eru engin lýsing-
arorð nógu sterk til að
lýsa þeim sársauka
sem fylgdi því að fá
fréttirnar af því að þú
hefðir dáið, að fá ekki
að sjá þig aftur. Þú
varst svo góður bróðir. Allir sem
þekktu þig elskuðu þig á einn eða
annan hátt. Ég hef sjaldan séð þig
eins hamingjusaman og fullan af lífi
og fjöri og síðustu vikur og mánuði.
Það hellast yfir mig minningar úr
lífi okkar saman sem hafa leitað á
hugann núna síðustu daga um þig á
öllum aldri, allt frá því þú varst
pínulítill og þangað til ég sá þig síð-
ast.
Þegar þú varst lítill þá fann ég oft
hvað fór mikið fyrir þér, orkumikill
og uppátækjasamur. Það var mikið
líf og fjör hjá okkur á Skúlagötunni
þar sem við ólumst upp. Það var
Gísli Theodór
Ægisson
✝ Gísli TheodórÆgisson fæddist í
Reykjavík 16.5. 1958.
Hann lést 3.10. 2010.
Útför Gísla fór
fram frá Landakirkju
14. október 2010.
margt brallað inni á
heimilinu enda oft líf
og fjör í stórum systk-
inahópi enda áttum
við góðar stundir á
Skúlagötunni þar sem
þú varst fljótur að
koma með hugmyndir
að prakkarastriki, það
eru til margar sögur
af þér sem fær mig til
að brosa. Unglingsár-
in og fullorðinsárin
tóku síðan við hjá okk-
ur systkinunum. Öll
þroskuðumst við og
eignuðumst fjölskyldur. Fjarlægðin
var þá meiri þar sem við systkinin
festum rætur á ýmsum stöðum inn-
anlands sem utanlands. En á síðustu
árum náðum við nánari tengslum
Gísli minn. Við ferðuðumst saman,
við tveir, og áttum góðan tíma sam-
an. Oft var glatt á hjalla og stutt í
húmorinn hjá okkur enda hafðir þú
svo góða nærveru. Síðustu vikur og
mánuði sem þú gistir hjá mér var
mikil tilhlökkun þar sem við náðum
svo vel saman. Það var alltaf gaman
að vera nálægt þér, Gísli minn. Átt-
um við þá dýrmæta tíma saman og
náðum við að styrkja tengsl okkar
enn frekar þegar þú komst í bæinn.
Þá var gaman að heimsækja systk-
inin okkar og hjálpa þeim við við-
gerðir. Þar varst þú á heimavelli,
það var alveg sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur, þér tókst að leysa
öll verkefni. Þessi tími var okkur
báðum til góðs. Þennan tíma okkar
saman mun ég varðveita um ókomin
ár í hjarta mínu, Gísli minn.
Ég kveð þig nú, bróðir minn, með
söknuði og þakka þér fyrir að vera
hjá okkur í þessu lífi. Við verðum
bræður að eilífu. Ég hlakka til að
hitta þig aftur. Megi góður Guð
styrkja ykkur kæru fjölskylda á
þessum erfiðu tímum, Guðbjörg,
Gunnar, Ægir, Guðmundur, Garðar,
Jóhann og Didda.
Þinn bróðir,
Ómar Ægisson.