Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 ✝ Anna María Guð-mundsdóttir fæddist á Eskifirði 22. mars 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. október 2010. For- eldrar hennar voru Guðmundur Karl Stefánsson vélstjóri frá Borgum í Eski- fjarðarkjálka, f. 2.4. 1894, d. 15.6. 1976, og Jóhanna Kristín Magnúsdóttir, f. á Stöðvarfirði 15.3. 1904, d. 8.2. 1996. Systkini Önnu Maríu eru: 1) Stefán Viðar, f. 9.6. 1927, d. 30.4. 1979. 2) Sæbjörn Reynir, f. 27.10. 1930. 3) Guð- mundur Kristinn, f. 21.9. 1933. 4) Bára, f. 3.9. 1936. Anna María, eða Mæja eins og hún var oftast kölluð, ólst upp á Eskifirði og byrjaði ung að vinna fyrir sér, eða um 16 ára aldurinn. Lagði hún ýmislegt fyrir sig og meðal annars var hún um skeið í Reykjavík þar sem hún var vinnu- kona á heimilum. Til þeirra starfa kom hún norður til Akureyrar og hóf síðar störf á netaverkstæði. Þar kynntist Mæja eiginmanni sínum, Pétri Sigurjóni Kristjánssyni frá Bót í Glerárþorpi. Þau settu saman heimili í húsinu Rósenborg á Akur- eyri. Mæja og Pétur bjuggu lengst í Glerárhvefinu, í húsi sem þau reistu við Langholt 10 og í tæpa tvo ára- tugi var heimili þeirra í Smárahlíð 7a. Frá árinu 2006 hafa þau átt heima í Einholti 16b. Börn þeirra hjóna eru: 1) Guðmundur Pét- ursson, f. 9.6. 1954, kvæntur Ágústu Ólafsdóttur, f. 21.5. 1954, búsett á Akureyri, börn þeirra eru: a) Sævar Guðmundsson, f. 25.6. 1972, hans börn eru: Sonja, Birta, d. 10.10. 2004, og Máni. b) Róbert Guðmundsson, f. 8.8. 1974, í sam- búð með Sigrúnu Hörpu Ingadótt- ur, f. 27.9. 1972, þeirra börn eru: Rakel, Patrik og Katrín. c) Elvar Guðmundsson, f. 7.5. 1985. 2) Magn- ús Pétursson, f. 22.5. 1956, d. 15.8. 1978. 3) Anna Péturs- dóttir, f. 3.2. 1958, bú- sett í Reykjavík, börn hennar með Steindóri Geir Steindórssyni, f. 6.3. 1953, eru: a) Steindór Stein- dórsson, f. 22.7. 1977, í sambúð með Ástu Guðlaugu Þorkels- dóttur, f. 28.7. 1979, dóttir þeirra er Ragn- heiður Perla. b) Anna María Steindórs- dóttir, f. 26.9. 1978, í sambúð með Karli Heiðari Vernharðssyni, f. 6.5. 1975, dóttir þeirra er Alexandra Dís. 4) Drífa Pétursdóttir, f. 23.1. 1959, gift Ólafi Péturssyni, f. 22.1. 1968, búsett á Akureyri, börn hennar frá fyrra hjónabandi með Helga Rúnari Jónssyni, f. 19.3. 1958, eru: a) Magnús Helgason, f. 28.9. 1980, í sambúð með Sigurbjörgu Ýri Guð- mundsdóttur, f. 30.6. 1980, þeirra börn eru Þórhildur Tinna og Magn- ús Máni. b) Barbara Helgadóttir, f. 30.4. 1986, í sambúð með Valdimari Heiðari Valssyni, f. 4.8. 1982, börn Drífu og Ólafs eru: c) Ólafur Pétur Ólafsson, f. 24.2. 1995. d) Tómas Daníel Ólafsson, f. 17.5. 2001. 5) Jó- hanna Pétursdóttir, f. 6.7. 1960, bú- sett á Akureyri, börn hennar með Friðriki Baldri Þórssyni, f. 29.6. 1955, eru a) Rósa Friðriksdóttir, f. 9.9. 1979, í sambúð með Sigurði Má Haraldssyni, f. 18.2. 1962, sonur hennar er Baldur Þór. b) Eva María Friðriksdóttir, f. 2.2. 1985, í sam- búð með Birgi Hólm Þórhallssyni, dóttir þeirra er Bríet Hólm. 6) Pét- ur Pétursson, f. 5.6. 1965, kvæntur Margréti Þórarinsdóttur, f. 28.1. 1967, búsett í Keflavík, börn þeirra eru: a) Tara Lind Pétursdóttir, f. 8.3. 2000. b) Magnús Pétursson, f. 15.1. 2002. c) Baldvin Þeyr Pét- ursson, f. 15.12. 1983, móðir hans er Halldóra Björg Sævarsdóttir, f. 12.7. 1965. Útför Önnu Maríu fór fram frá Glerárkirkju 15. október 2010 í kyrrþey. Elsku Mæja mín, Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn eiginmaður, Pétur. Elsku amma Mæja. Núna þegar þú ert farin, elsku amma mín, þá langar mig að skrifa litla minningu um þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í lífinu. Ég man nú ekki mikið eftir því þegar þú og afi bjugguð í Langholt- inu, þó rámar mig í einhver prakk- arastrik með Steindóri frænda. Úr Smárahlíð 7a á ég margar góðar minningar. Fyrstu minningar mínar þaðan eru síðan ég var lítill og var að fá að gista. Þá fékk ég alltaf að gista á milli þín og afa og man ég hvað mér fannst það notalegt. Seinna meir flutti ég til ykkar. Fyrst þegar mamma og Óli fluttu suður einn vet- ur og seinna þegar ég flutti norður eitt sumarið þegar ég var fyrir sunn- an í háskólanum. Fyrir það er ég afar þakklátur því það var gott að vera hjá ykkur og leið mér alltaf vel hjá ykk- ur. Maður var ýmist prinsinn eða kóngurinn á heimilinu, eins og afi sagði alltaf. Ég man að í fyrra skiptið sem ég bjó hjá ykkur þá spjölluðum við oft saman um heima og geima. Oftar en ekki þegar þú vildir hvíla þig á saumaskapnum, sem þú varst al- gjör snillingur í, spiluðum við Olsen Olsen. Það var yfirleitt þegar líða tók á seinni hluta kvölds undir ómi út- varpstækisins í eldhúsinu. Í útvarps- tækinu ómaði rödd Eiríks Jónssonar sem stjórnaði þættinum Kvöldsögur. Ég held að þér hafi þótt svolítið skemmtilegt að hlusta á þann þátt, og ég er ekki frá því að mér hafi þótt það gaman líka. Ég held að líf þitt hafi ekki alltaf verið dans á rósum og hlýtur eitt það erfiðasta sem þú hefur lent í að vera að kveðja þinn eigin son. Ég er afar stoltur af því að vera skírður í höfuðið á honum og fá að bera hans fallega nafn. Í vor fæddist einn gullmoli, Magnús Máni, sem mun ásamt öðr- um fjölskyldumeðlimum sem bera þetta nafn halda minningu hans á lofti. Til marks um hversu öflug og kraftmikil kona þú varst þá nægir að nefna fæðinguna hennar mömmu og hversu sterk þú varst í veikindum þínum undir það síðasta. Ég man þegar ég hitti þig í síðasta sinn, á spítalanum fyrir sunnan daginn eftir þrítugsafmælið mitt, þá leistu svo vel út og ekki óraði mig fyrir því að svona myndi fara. Þetta þýðir að þú verður ekki sjáanleg í næsta áramótapartíi, en ég veit að þú verður þar með okk- ur enda alltaf glatt á hjalla á áramót- unum hjá fjölskyldunni. Þegar við Sibba sögðum Þórhildi Tinnu að amma Mæja væri dáin þá hafði hún miklar áhyggjur af því að nú yrði afi einn. Hún sagðist vilja heimsækja afa og ömmu, ekki bara afa. Þrátt fyrir að þú sért búin að kveðja okkur þá veit ég að þú verður með honum afa og segir manni fréttir af fjölskyldunni þegar maður kíkir í heimsókn í Einholtið. Elsku amma Mæja, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Takk fyrir mig. Hvíl í friði. Magnús Helgason. Elsku besta amma okkar. Við vilj- um þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa á Akureryi, þar var allt leyfilegt. Við fengum að borða það sem við vildum í morgunmat, hvort sem það var speci- al eða marzipan. Þú kenndir okkur að föndra og gleymum við ekki þeim stundum sem við sátum við eldhús- borðið og föndruðum kort, myndir og máluðum. Við kveðjum þig með sökn- uði en við vitum að núna ertu orðin að engli og umvafin ljósinu. Við sendum þér bænina sem þú kenndir okkur og málaðir á mynd handa okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (Sigurbjörn Einarsson) Þín Tara Lynd og Magnús Pétursbörn. Anna María Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minn- ingargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar Veit ekki hvað vakti mig vil liggja um stund togar í mig tær birtan lýsir mína lund Þessi fallegi dagur þessi fallegi dagur Íslenskt sumar og sólin syngja þér sitt lag þú gengur glöð út í hitann inn í draumbláan dag Þessi fallegi dagur … Mávahvítt ský dormar dofið inn í draum vindsins er það ofið hreyfist vart úr stað konurnar blómstra brosandi sælar sumarkjólar háir hælar kvöldið vill komast að Þessi fallegi dagur … (Bubbi Morthens) Þegar ég kom á spítalann varstu farin, elsku amma mín. Ég trúi því að þá hafir þú verið gengin út um dyrnar í átt til ljóssins. Ég veit svo sem ekki hversu mikið þú hlustaðir á Bubba, en fallegar ljóðlínur kunnirðu vel að meta. Og dagurinn var sannarlega fallegur þegar þú kvaddir og ég efast ekki um að dagurinn hafi einnig verið það þegar þú fæddist. Segja má að líf þitt hafi verið fallegur dagur. Þú varst svo yndisleg og góð alltaf. Og þú gast búið á þínu heimili með afa allt til enda þessa lífs alveg eins og þú óskað- ir. Þið afi voruð bestu vinir í 62 ár og áttuð svo fallegt samband. Gæfa ykk- ar var að finna hvort annað og reynd- ar var það gæfa okkar afkomendanna Magnea Rósbjörg Pétursdóttir ✝ Magnea RósbjörgPétursdóttir fæddist á Ingjaldshóli við Hellissand 25.11. 1929. Hún lést á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi 21.9. 2010. Útför Magneu fór fram í kyrrþey. um leið. Minningarnar um þig eru margar og þær geymi ég í hjarta mínu. Það gleður mig að sjúkrahúslega þín varð ekki löng, því það hefðir þú ekki viljað. Þér fannst ekki að aðr- ir ættu að hafa fyrir þér, en þú vildir allt gera fyrir aðra og þannig varstu bara. Og þú kvartaðir sko ekki þótt heilsan væri stundum slæm og sér- staklega undir það síð- asta. Þú gast harkað af þér ef því var að skipta, þrátt fyrir að vera ljúf- mennskan holdi klædd að mér finnst. Alltaf skal ég muna það þegar þú færðir mér ljóðabókina frá ykkur afa á erfiðum tíma í mínu lífi. Þá brast einhver stífla og við grétum bæði í kór yfir því hvað lífið getur verið ósann- gjarnt. Svo þegar ég slasaðist komstu með brandarabækur handa mér. Ég sé það best núna hvílík snilld það var, því að maður má ekki missa sjónar á björtu hliðunum, enda slapp ég vel ef út í það er farið. Það var alltaf gaman að hittast og spjalla um eitt og annað. Oftast fylgd- irðu mér svo fram á stigaskörina þeg- ar ég var að fara. Í síðasta skiptið sem ég hitti þig, nokkrum dögum fyrir andlátið, fylgdirðu mér ekki, en lést mig lofa að fara ekki með vitið úr hús- inu. Með öðrum orðum, þú barst þig vel þótt heilsan væri nánast á þrotum. Takk fyrir að vera svona góð amma mín. Guðni Þór mun að ég held alltaf muna góðu langömmu sína í Kópa- vogi. Ljós þitt mun lýsa okkur áfram veginn til góðra verka. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Góða ferð, elsku amma mín, og frið- ur sé með þér. Takk fyrir allt. Ég sakna þín. Þinn Bjarki Þór. Þói frændi eins og við kölluðum hann hef- ur nú kvatt þennan heim. Hann hefur lagt í vegferð sem á fyrir okkur öllum að liggja. Þó að hann hafi ekki oft verið á mínu heimili hefur hann alltaf skip- að ákveðinn sess í hjarta mínu. Hann hafði mjúkan og viðkvæman mann að geyma sem bjó yfir ótrúlegum hæfileikum á sviði tónlistar. Ég hafði alltaf gaman af því að spjalla við hann, því hann hafði mik- inn áhuga á þjóðmálum og lá ekki á skoðunum sínum. Maður sem hafði að geyma góðan einstakling sem vildi öllum vel. Þói fór ungur að árum að stunda ævistarf sitt með spila- mennsku fyrst á Ísafirði þar sem hann fæddist og svo síðar víða um land. Strax á yngri árum hitti frændi fyrir Bakkus og náði sá að festa í hann klónum sem áttu eftir að fylgja honum meira og minna alla ævi. Þói var einn þriggja systkina. Systurnar lifa bróður sinn en þær eru Jósefína, búsett á Ísafirði, og Gréta, búsett í USA. Það þarf sterk bein fyrir ungan og óþroskaðan mann til að lifa öguðu lífi í heimi danshljómsveita sem spila gjarnan Þórarinn Þ. Gíslason ✝ Þórarinn Þor-bergur Gíslason fæddist á Ísafirði 9. maí 1947. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 3. október 2010. Útför Þórarins var gerð frá Ísafjarð- arkirkju 9. október 2010. fram á nætur helgi eft- ir helgi. Þói var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann hóf þá veg- ferð. Í þessum heimi hrærðist Þói meira og minna alla sína ævi þó hann hafi tekið að sér ýmis störf þess á milli en hann vann meðal annars um árabil hjá bróður mínum við veit- ingarekstur. Þói eignaðist þrjú börn á ævi sinni sem hann var alltaf í góðu sambandi við. Nú seinustu árin dundaði Þói sér við að skapa sér sína eigin tónlist sem hann hafði fullan hug á að gera að einhverri tekjulind þó honum hafi ekki enst aldur til þess. Þar kom berlega í ljós hve ótrú- legir hæfileikar hans voru á þessu sviði. En hinn harði húsbóndi lét allt- af á sér kræla með einum eða öðrum hætti og í kjölfar þess var oft erfitt fyrir Þóa að bera hönd fyrir höfuð sér, sem m.a. kom fram í langvarandi veikindum. Það kemur að því að eitt- hvað gefur sig eða lætur undan. Nýlega greindist hann með krabbamein í lungum sem leiddi hann til dauða aðeins 63 ára að aldri. Við sem eftir sitjum eigum minningu um góðan dreng sem var í senn list- fengur, bóngóður og virkur einstak- lingur í umræðu líðandi stundar. Eftir lifir músíkin hans og minning um fagurfræðilegt handbragð. Börn- um Þórarins og systkinum votta ég mína hinstu samúð en sameiginlega áttum við að dreng góðan. Sigurþór C. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.