Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 31
VELVAKANDI 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
STUNDUM LÍÐUR
MÉR EINS OG...
...ÉG GERI ÞETTA BARA AF
GÖMLUM VANA
EN SVO ÞEGAR HANN LENDIR Á
SPILABORGINNI HANS JÓNS,
ÞÁ MAN ÉG AFHVERJU ÉG HEF SVONA
GAMAN AÐ ÞESSU
MÉR MUNDI
HUNDLEIÐAST EF ÉG
VÆRI VINDHANI
SYSTIR MÍN OG MAÐURINN HENNAR ÆTLA AÐ KOMA Í
HEIMSÓKN, EN HVAR EIGA ÞAU AÐ GISTA?
HVAÐ MEÐ AÐ
VIÐ SKELLUM OKKUR Í
FRÍ OG LEYFUM ÞEIM
BARA AÐ GISTA
HÉRNA HEIMA
SÚKKULAÐIKANÍNUR
LIFA ÞVÍ MIÐUR
ALDREI AF PÁSKANA
VERTU NÚ EKKI
SVO VISS UM ÞAÐ.
SÉRÐU HVÍTU
SÚKKULAÐI-
KANÍNUNA ÞARNA?
ÞETTA ER HANN
FRÆNDI MINN
HANN HEFUR
LIFAÐ AF MARGA
PÁSKA, EN ÉG VEIT
EKKI HVERNIG HANN
FER AÐ ÞVÍ
SÆLL
FRÆNDI!
SVONA
SNÁFAÐU
STRÁKSI
ERTU
TILBÚIN AÐ
FARA MEÐ BÖRNIN
Í SKEMMTI-
GARÐINN?
ÉG ER BÚINN AÐ
FELA MIG NÓGU LENGI
KOMINN TÍMI TIL AÐ
SÆKJA PENINGANA MÍNA
KANNSKI
GETURÐU FENGIÐ
ÞÁ SENDA
TIL ÞÍN...
...Í
FANGELSIÐ!
KÓNGU-
LÓAR-
MAÐURINN!
HJÁLPAÐU MÉR AÐ KOMA
ÞESSU ÚT Í BÍLGETUM VIÐ
EKKI BARA
SLEPPT ÞVÍ AÐ
SPÁ Í ÞESSU Í
NOKKRA DAGA?
MIG
LANGAR
BARA AÐ
FORÐAST ÞAÐ
AÐ ÞURFA AÐ
BORÐA BRAUÐ
YFIR
HÁTÍÐARNAR
NÆSTUM
ÞVÍ, ÉG ER BARA AÐ
REYNA AÐ FINNA LEIÐ
FYRIR OKKUR AÐ
HALDA PÁSKAHÁ-
TÍÐINA HEILAGA
Um mannréttindi í
Kína og á Íslandi
Kínverjar eru merki-
leg þjóð, hógvær, frið-
söm, og seinþreytt til
vandræða. Þeir hafa,
ólíkt mörgum öðrum,
aðstoðað okkur í vand-
ræðum okkar, sem við
höfum komið okkur í.
Það er því nokkuð
þversagnarkennt, þeg-
ar við bregðumst við
vináttu þeirra með því
gagnrýna framgang
dómsmála í landi
þeirra. Í þessu sam-
hengi er sagt að þar í
landi séu menn fangelsaðir fyrir
pólitískar skoðanir og sérstaklega
einn maður sem nú hefur fengið
friðarverðlaun Nóbels.
Á sama tíma er hér á Íslandi,
fyrir forgöngu Alþingis Íslendinga,
krafist réttarhalda og í framhaldi
af því fangelsisdóms yfir manni,
sem framfylgdi sínum pólitísku
skoðunum í verki og framkvæmdi
eftir bestu getu. Manni sem aldrei
hefur mátt vamm sitt vita, heið-
arlegur í framkomu og starfi, og
ætti að vera öðrum mönnum fyr-
irmynd. Hann skal ákærast fyrir
að vera ekki alvitur og forspár, og
að hafa ekki útbreitt orð Davíðs
Oddssonar.
Kínverjar hafa flestum þjóðum
betur kynnst vestrænu réttlæti, og
er ekki furða þó þeir taki því með
fyrirvara. Má geta
þess í því sambandi,
að nýlega er lokið síð-
ustu eftirhreytum af
einu ógeðslegasta
stríði, sem háð hefur
verið á þessari jörð.
Það var þegar Bretar
afhentu Kínverjum
aftur Hong Kong.
Bretar stofnuðu þessa
nýlendu í lok stríðs
við Kína, sem var efnt
til vegna þess að Kín-
verjar höfðu nánast
upprætt ópíumneyslu
í landinu, en eftir að
hafa gjörtapað þessu
villimannlega stríði,
urðu þeir að leyfa frjálsa sölu
Breta á ópíum og láta eyna Hong
Kong af hendi.
Það er mikið afrek og erfitt starf
að halda uppi einingu og friði með-
al kínversku þjóðarinnar, og hjálp-
ar þó til að þeir eru að eðlisfari
friðsamir. Það yrði því mikð slys
fyrir allt mannkyn, ef vestræn úlf-
úð nær að grafa undan þeirra friði.
Við Íslendingar eigum að taka í
útrétta hönd þeirra, og segja eins
og Gunnar á Hlíðarenda: „Góðar
þykja mér gjafir þínar, en betri
þykir mér vinátta þín og sona
þinna.“
Kristján Hall.
Ást er…
… að breyta nýja húsinu
ykkar í heimili.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguhópur II kl. 10.30, vatnsleikfimi kl.
10.45, myndlist og prjónakaffi kl. 13,
bókmenntakl. kl. 13.15 og jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Handavinna kl. 9, smíði/
útskurður, boccia kl. 9.30, helgistund. kl.
10.30, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók-
band kl. 13, handavina allan daginn.
Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15, víd-
eóstund kl. 13.30.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Opið hús í á morgun kl. 13, fé-
lagsstarf vetrarins kynnt.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntakl. í kennarahúsi kl. 13.30.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9,
handavinna kl. 10, boccia kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn-
aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og
silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13 og
myndlistarhópur kl. 16.10.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna/
brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn, leð-
ursaumur og karlaleikfimi kl. 13, Garða-
kórinn, æfing kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund
kl. 10.30. Vinnustofur opnar frá hádegi,
m.a. myndlist, perlu- og bútasaumur.
,,Breiðholtsdagar“ verða 15.-21. nóv.,
ábendingar óskast. Uppl. í s. 575-7720.
Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong kl. 10,
leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, Helgi
Seljan með söng fyrir alla ásamt píanó-
undirleik kl. 13.30, félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur föstud. 22. okt., Þorvaldur
Halldórsson leikur og syngur.
Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10, hann-
yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30, kaffisala í
hléi. Böðun fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50, Stefánsganga og listasmiðja kl. 9,
leikfimi og spænska kl. 10, þegar amma
var ung kl. 10.50. Sönghópur Hjördísar
Geirs kl. 13.30, línudans kl. 15. Myndlist-
arsýning Hrafnhildar Baldvinsdóttur.
Ókeypis tölvuleiðb. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Boccia í Boð-
anum kl. 13., pútt við Kópavogslæk kl.
17. Uppl. í s. 554-2780 og á www.glod.is
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
listasmiðja með gleriðnað og tréútskurð
kl. 13 og sundleikfimi kl. 9.30.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur |
Leikfimi kl. 11.
Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9-16.
Vinnustofa í útskurði opin allan daginn.
Vesturgata 7 | Handavinna og gler-
skurður og ganga kl. 9.15, kertaskreyting
og kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, postulínsmálun, kl. 9, morgun-
stund kl. 9.30, boccia kl. 10, framhalds-
saga kl. 12.30, handavinnustofan opin,
spilað og stóladans kl. 13, myndasýning
kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450.
Óttar Einarsson er einn af góðvin-
um Vísnahornsins. Og full ástæða
til að fagna útkomu bókarinnar
Þorn og þistlar, sem hann sendi ný-
verið frá sér. Er kom að starfs-
lokum höfundarins við Mennta-
skólann á Laugarvatni vorið 2007
voru kveðjuorð Óttars, „svona bæði
í gamni og alvöru“:
Lagði í sölur líf og blóð,
lét af hendi framann,
til að mennta þessa þjóð
– það var ekki gaman.
Og enn kvað hann:
Loks ég hörfa lúinn má
lífs- úr örvabrýnum.
Klæddur lörfum kem ég frá
kennslustörfum mínum.
Það hafa fleiri Þyrnar komið við
kaunin á þjóðinni, en eins og alþjóð
veit var það heiti ljóðabókar skálds-
ins ástsæla Þorsteins Erlingssonar.
Þar á meðal er Guðsmyndin:
Hægt fær enn þinn herra séð,
hvernig öllu er varið,
þó að guðsmynd þína með
þú hafir illa farið.
Kenna mun sitt mark á þér
mannafaðirinn eini:
stofn af vígtönn enn þar er
og ögn af rófubeini.
Lárus H. Blöndal bókavörður og
afi umsjónarmanns hélt mikið upp á
Þyrna Þorsteins og skrifaði inn í
eintak af bókinni, sem undirritaður
fékk í jólapakka:
Þegar að vill heimur herða
og hjartað verður ljóðaþyrst;
alltaf Þyrnar Þorsteins verða
það sem höndin grípur fyrst.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af ljóðaþyrnum