Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 34
34 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010  Og aftur af fimmtudagsfjöri. Fimmtudagsforleikur Hins Hússins fer fram í kvöld kl. 20 en húsið verður opnað 19.30. Fram koma Sgt. Millers Misbehavious Daug- hter og The Assassin of a Beauti- ful Brunette. Aðgangur ókeypis, gengið inn frá Austurstræti. Fimmtudagsforleikur í Hinu Húsinu Fólk Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Nóvellan og ástarsagan Dagur kvennanna kemur út hjá Uppheimum. Sagan er eftir Þórunni Valdimars- dóttur og Magnús Þór Jónsson (Megas). Heyrst hefur af bókinni árum saman en af útgáfu hefur ekki orðið fyrr en nú. „Þrír útgefendur afþökkuðu fyrir átján árum, sagan þótti slík afhelgun,“ segir Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum, „en hún fann útgefanda í okkur.“ Mat hans er að á þeim tíma sem verkið var samið hafi það verið andstætt því and- rúmslofti sem ríkti í samfélaginu. Þórunn tekur undir orð Kristjáns og segir að bókin sé ástarsaga, fjalli eiginlega um Barbie og Ken, þótt þau beri nöfn dags og nætur í bókinni. „ Dagur og Máney lentu í frosti í kynjastríðinu, þegar árþús- unda gamalt samskiptamynstur riðlaðist. Upplýstar konur klæddu sig í afkynjandi föt og litu niður á vel snyrta kynveru á háum hælum. Karlar þorðu ekki lengur að daðra. Konan skyldi verða karlmannleg og gera karlinn mjúkan,“ segir Þórunn. „Dagur og Máney lentu við þetta í krísu.“ - En það er fleira sem gæti stuðað fólk, sagan ku vera bersögul í ástamálum. „Hún er hispurslaus gagnvart líkamanum, en ég held að fáum þyki sá sannleikur lengur dónalegur, því sá þröskuldur hef- ur lækkað,“ segir Þórunn. Aðspurð hvað hafi valdið ótta hjá útgefendum segist hún telja að þá hafi verið pólitískt rangt að grínast með hina helgu kvenna- baráttu. „En nú, þegar konur hafa náð æðstu emb- ættum, er gott að slaka á og hlæja að öllu saman.“ Bók eftir Megas kemur út eftir átján ár í kör Morgunblaðið/Kristinn Baldinn Megas ræðst gegn helgum véum.  Sjónvarpslausu fimmtudags- kvöldin í Slippsalnum - Nema For- um að Mýrargötu 2 hafa verið á blússandi siglingu undanfarnar vik- ur og verður engin breyting þar á í kvöld, enda missa menn ekki af neinu í sjónvarpinu. Fjörið byrjar kl. 20 og munu fram koma tónlist- armaðurinn Arnar Ólafsson, ný- yndissveitin Pascal Pinon og and- lyftutónlistarsveitin Elevator, ásamt ljóðskáldinu Kára Tulinius sem mun lesa ljóð sín, eins og því er lýst á fésbókarsíðu. Sérstakur gestakynnir verður Benóný Æg- isson og lýkur gleðinni kl. 23. Sjónvarpslaust í Slipp- salnum - Nema Forum  Danski kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg, handritshöf- undurinn Tobias Lindholm og framleiðandinn Morten Kaufmann hlutu í gær Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Submarino. Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur. Valdís Óskarsdóttir klippti myndina. Dómnefnd rökstuddi val sitt svo: „Submarino er óvægin en jafnframt áhrifamikil saga tveggja bræðra sem tengjast vegna ör- lagaríkra atburða í æsku. Myndin fjallar um bræður sem axla ábyrgð fullorðinna og um hvernig barn fær félagslegar aðstæður í arf, en einn- ig um von um betri framtíð. Í mynd- inni er fjallað um þemu eins og áföll, sekt og sættir. Submarino er einfalt en jafnframt flókið lista- verk, handritið er heilsteypt og leikstjórnin stílviss. Fínleg og þétt innri bygging sem gengur upp, ná- lægð í leiknum og snjöll notkun hljóðs og ljóss stuðla að því að skapa þessa áleitnu mynd af lífi fólks.“ Myndin var sýnd á RIFF. Submarino Vinterbergs þótti sú besta Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Gunnar Kr. Sigurjónsson hjá Hinu íslenska töframannagildi hefur flutt til landsins Lennart Green, einn af hinum frægari töframönnum í heim- inum í dag. Lennart Green mun sýna á vegum töfragildisins í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan 20:00 en kynnir kvöldsins er Eiríkur Fjalar (Laddi) áhugatöframaður. Hið ís- lenska töfragildi var stofnað 29. febrúar árið 2007. Stofnfélagar eru tólf manns, þar á meðal þekkt nöfn eins og leikarinn Björgvin Franz Gíslason, hinn landsþekkti töfra- maður Baldur Brjánsson og formað- ur félagsins Jón Víðis Jakobsson. Aðspurður hvernig menn komist í félagið segir Gunnar: „Meðlimur fé- lagsins hittir þann sem hefur áhuga á inngöngu og það er fljótt að koma í ljós hvort raunverulegur áhugi er á töfrabrögðum. Það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið að kunna töfra- brögð, það nægir að um brennandi áhuga sé að ræða. En flestir í félag- inu eru einnig töframenn þótt eng- inn vinni við það eingöngu enda erf- itt að hafa viðurværi sitt af þessu. Ég hef oft sagt við fólk sem spyr mig út í þetta að ég sé sjálfur amatör en amatör er komið af latneska orðinu amor sem þýðir í raun sá sem hefur ástríðu fyrir einhverju. Þannig að amatör er ekki slæmt og það nægir til að komast í félagið.“ Blaðamaður gabbaður Markmið félagsins er samt annað en að stækka það, þetta er fyrst og fremst vettvangur fyrir áhugamenn sem vilja auka við þekkingu sína með því að sækja fyrirlestra og þess háttar. En félagið fær á hverju ári til sín erlendan gest sem sýnir töfra- brögð eða heldur fyrirlestur. Og í ár er það stórstjarnan Lennart Green sem er mættur. Green sýnir blaða- manni Morgunblaðsins mjög magn- aða töfra með spilastokkum, pen- ingum og öðrum leikföngum þar sem ekkert er eins og það sýnist. Green segist samt ekki kalla sig töframann þrátt fyrir að hafa gabbað blaða- manninn fram og aftur, hann er ein- mitt meistari blekkingar og sjón- hverfinga. Hann skýrir út hvernig auga mannsins sé latt. Það einbeiti sér að einum hlut í sjónsviðinu og annað sem er innan sjónsviðsins veki ekki athygli nema það sé nýtt. Hann notfærir sér þessa leti augans með snilldarhætti þannig að þrátt fyrir þessa vitneskju er aldrei hægt að sjá við töfrabrögðum mannsins. Þegar Lennart Green vann heimsmeistara- keppnina var það í annað skiptið sem hann keppti. Í fyrra skiptið höfðu töfrabrögðin verið það ótrúleg að dómararnir töldu víst að hann hefði svindlað. Hann passaði sig á því að einungis dómarar kæmu ná- lægt honum í næstu keppni og fram- kvæmdi sömu töfrabrögð og vann. Síðan þá hefur hann eingöngu unnið við töfrabrögð en áður hafði þetta verið hlutastarf. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hjá fyrirtækjum undir nafninu; Hvernig á að leiða, af- vegaleiða og komast hjá því að vera afvegaleiddur. (How to lead, mislead and avoid being misled). Það er aug- ljóslega hægt að lifa góðu lífi á þessu eins og öðru ef menn ná langt. Blekkingunni boðið heim  Í kvöld töfrar Lennart Green en Laddi fer með grín  Green er meistari blekkingar og sjónhverfinga  Laddi er meistari brandara og afglapa Morgunblaðið/Árni Sæberg Galdrar Töframaðurinn Lennart Green mun sýna listir sínar í Salnum í kvöld klukkan 20. Green er heimsmeistari í töfrabrögðum. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Ég bað reyndar um að platan kæmi út á föstudaginn,“ segir Bragi Valdi- mar og bætir við kersknislega: „Þá eiga konan mín og mamma mín af- mæli. Þá hefði ég losnað við að leita uppi afmælisgjafir.“ Diskóeyjan er barnaplata, eða eig- inlega „barnaplata – en nei“ eins og Bragi og blaðamaður verða ásáttir um. Segir af prófessornum (Óttarr Proppé) sem rekur fágunarskóla fyrir börn á Diskóeyju við Diskóflóa. Þangað eru systkinin Daníel og Rut send og sækist þeim námið vel þar til ljóti kallinn birtist en hann hyggst breyta fágunarskólanum í tehús. „Kiddi (Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi „Hjálmur“) fékk hugstrump fyrir ca. tveimur árum um að gera eitthvað með Óttari,“ segir Bragi. „Við létum svo til skarar skríða í upphafi árs.“ Bragi segir að eftir að Óttari var rænt af borgarbúum hafi hann klár- að söguna, klambrað saman lögum og svo var hóað í nokkra góðkunn- ingja, Memfísmafíuna m.a., en svo leggja Eyþór Gunnarsson, Unn- steinn Manúel úr Retro Stefson og fleiri gjörva hönd á plóg. Margir af þeim sem koma við sögu voru og á hinni feikivinsælu Gilligill en Bragi segir Diskóeyjuna þó ekki vera framhald þeirrar plötu. „Gilligill gekk vonum framar vissulega, og þó að það hafi legið beint við að búa til nokkurs konar framhald fetuðum við ekki þá leið beint. En við fundum að prófess- orinn smellpassaði inn í þennan æv- intýraheim og um að gera að nýta hann á öðrum sviðum en á jað- arlendum íslenskrar tónlistar. Framvindan er líka öðruvísi, þetta er heil saga og það er sögumaður á milli laga. Þetta er meira svona í Gylfa Ægissonar-skólanum.“ Bragi segir að menn geti lesið samfélagsrýni og þvíumlíkt á milli lína, gefi þeir sig að því, en aðal- boðskapurinn sé þó fyrst og síðast að hafa hlutina svolítið skemmtilega enda er það skilyrðislaus skylda í fágunarskóla prófessorsins að „vera hress“. Prófessorinn ráðleggur …  Fönkóperan Diskóeyjan, eftir Braga Valdimar Skúlason, kemur út í dag Svakalegt Ábúendur Diskóeyju í öllu sínu veldi. Prófessorinn og hans fólk vita að það er bannað að vera í fýlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.