Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 36
Hátíðarsöngur Frostrósir Klassík, hátíðartónleikar á jólum, verða haldnir í Háskóla-
bíói 19. desember. Á þeim munu syngja Dísella Lárusdóttir, Gréta Hergils og Kristinn
Sigmundsson auk Garðars Thors Cortes og Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar.
Miðasala á tónleika Frostrósa hefur aldrei gengið eins
vel og í ár, að sögn skipuleggjenda. Um 15 þúsund mið-
ar seldust á tónleikana á rúmum sólarhring en forsala
hófst í fyrrdag og almenn miðasala í gærmorgun. Upp-
selt er á fjölda tónleika víða um landið, m.a. þrenna í
Reykjavík og ferna á Akureyri. Þá hefur verið bætt við
tónleikum í Reykjavík, í Laugardalshöll. Um kl. 13 í gær
höfðu yfir 15 þúsund miðar selst en svo margir miðar
hafa ekki selst á jafnskömmum tíma í níu ára sögu
Frostrósatónleika. 22 tónleikar eru á dagskrá og verða
þeir fyrstu haldnir 1. desember í Ólafsvík.
Metsala á Frostrósir
Morgunblaðið/Ernir
Sæla Félagarnir í hljómsveitinni Moses Higtower láta fara vel um sig á fagurgrænu túni.
Á túr Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bílalest út úr bænum er yfirskrift þrennra
tónleika ferðar hljómsveitanna Moses
Hightower og Jónas Sigurðsson og Ritvélar
framtíðarinnar (ferðin heitir eftir einu laga
Moses Hightower) en fyrstu tónleikarnir
verða haldnir í kvöld kl. 21 á veitingastaðn-
um Fjöruborðinu á Stokkseyri. Annað
kvöld verða svo haldnir tónleikar á Sódómu
Reykjavík kl. 23 og þriðju tónleikarnir á
Græna hattinum á Akureyri á laugardaginn
kl. 22. Hljómsveitin Jónas Sigurðsson og
Ritvélar framtíðarinnar gaf nýverið út
breiðskífuna Allt er eitthvað en fyrsta plata
Moses Hightower, Búum til börn, kom út í
júlí sl. Tónlist þessara tveggja sveita er
býsna ólík, Moses Hightower á angurværu
nótunum en Jónas og félagar í eins konar
marseringarrokki.
Andri Ólafsson úr Moses Hightower seg-
ir þó hljómsveitirnar ekki svo ósvipaðar.
„Hljóðfæraskipan er um margt svipuð og
báðar syngja á íslensku en tónlist Moses er
töluvert afslappaðri, á heildina litið,“ segir
Andri. Nálgun Jónasar á tónlistina sé þó
harðari en hjá Moses.
Sunnlendingar í sveitum
-Hvað kom til að þið ákváðuð að fara
saman í tónleikaferð?
„Lítilsháttar kunningsskapur og við vor-
um búin að heyra músíkina hjá hinum og
leist voða vel á þetta, ágætis dínamík í
þessu,“ svarar Andri. Þetta sé góður skali
fyrir tónleika, mismunandi tilfinning í tón-
listinni en þó allt á íslensku. „Við höldum
tónleika á Stokkseyri og við Jónas erum
báðir Sunnlendingar þannig að við höfum
stefnt að því að halda tónleika á Suðurlandi.
Það var bara snilld að geta slegið því sam-
an.“
-Þið eruð að gera þetta í samstarfi við
Rás 2, verður þessum tónleikum útvarpað?
„Þetta er aðallega samstarf um kynn-
ingu, það hefur ekki verið rætt um að taka
þetta upp en við verðum í Popplandi á
föstudeginum (á morgun), „live“ upptaka
og svo gerum við einhverja pistla sem
verða spilaðir í útvarpinu.“
-Báðar hljómsveitir eru með nýjar plöt-
ur, þið verðið væntanlega að flytja lög af
þeim?
„Já, Moses er svo mikið í útlöndum að
okkur hefur ekki gefist tími ennþá til að
fara í nýtt efni en það er í vinnslu þessa
dagana,“ segir Andri. Hann hlakki til að
fylgja plötunni frekar eftir um jólin.
-Fjöruborðið er frekar óvenjulegur tón-
leikastaður?
„Já, það er ekki mikið um tónleika þar,
einstaka viðburðir sem staðarhaldarar taka
að sér.“
-Ætlið þið af fá ykkur humar?
„Ójá.“
Moses og Jónas í bílalest
Hljómsveitirnar Moses Hightower og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíð-
arinnar halda í stutta tónleikaferð Ætla að fá sér humar á Fjöruborðinu
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA
HHHH
„ÞESSI LÆTUR KLÁRLEGA SJÁ SIG Á
ÓSKARNUM Á NÆSTA ÁRI.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
“ÞETTA ER EINFALDLEGA
BESTA MYNDIN SEM ÉG
HEF SÉÐ Á ÁRINU”
- Leonard Maltin
HHHH
“EF ÞAÐ ER TIL MYND
SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ,
ÞÁ ER ÞAÐ ÞESSI”
- Boxoffice Magazine
HHHH
“THE TOWN ER ÞRILLER EINS OG ÞEIR
GERAST BESTIR OG RÚMLEGA ÞAД
- Wall Street Journal
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHHH
- SJÁÐU/STÖÐ 2
HHHH
„BESTA MYND SINNAR TEGUNDAR
Á KLAKANUM OG HIKLAUST EIN AF
BETRI ÍSLENSKUM MYNDUM SEM
ÉG HEF SÉÐ.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- H.S. MBL
HHHH
„FRAMVINDAN SVO ÁREYNSLU-
LAUS OG SKEMMTILEG AÐ
ÁHORFANDINN GLEYMIR SÉR.“
- R.E. FBL
BESTA SKEMMTUNIN
ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10 FURRYVENGEANCE kl.6 -8 L
THETOWN kl.6 -8-10:40 16 DINNERFORSCHMUCKS kl.5:40-8-10:20 7
THETOWN kl.8 -10:40 VIP-LÚXUS GOINGTHEDISTANCE kl.8:30-10:40 L
SOLOMONKANE kl.10:20 16 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.63D L
SOLOMONKANE kl.5:40 VIP-LÚXUS
/ ÁLFABAKKA
ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 10
THE TOWN kl. 8 - 10:40 16
FURRY VENGEANCE kl. 6 L
ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA... kl. 63D L
STEP UP 3 kl. 8 7
INCEPTION kl. 10:10 Sýnd í síðasta sinn 21. okt. 12
/ KRINGLUNNI
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils fer fram
um helgina í Norræna húsinu. Hátíðin hefst
í dag kl. 17:00 en þá verður kokkteill í tilefni
opnunarinnar og síðan verður farið á Næsta
bar og haldið ljóðapöbbkviss. Ljóðaunn-
endur geta nú glaðst eftir marga fýluförina
á pöbbkviss sem virðist nánast alltaf snúast
um tónlist og ef bókmenntir rata í spurning-
arnar er það oftast Laxness. En nú geta
ljóðaunnendur búist við því að geta svarað
því hástöfum hver sé til dæmis grimmastur
mánaða.
Á föstudag og laugardag munu síðan upp-
lestrar fara fram; erlend skáld eins og Shar-
on Mesmer sem er svokallað flarf-skáld sem
klippir saman og vinnur með efni af netinu.
„Á laugardaginn er Angela Rawlings að
lesa sem er orðin ein af lókal ljóðskáldunum
á Nýhil,“ segir Kristín Svava sem er ein af
skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er
þriðja eða fjórða skiptið sem hún les á hátíð-
inni. Hún er mjög skemmtilegur lesari.“
Af íslenskum skáldum er helst að nefna
Anton Helga Jónsson, Ásgeir H. Ingólfsson
og Jón Bjarka Magnússon en Ásgeir og Jón
Bjarki hlutu nýlega styrk úr Nýræktarsjóði
fyrir skáldskap sinn. Jón Bjarki mun lesa úr
bókinni sem hann er að vinna að; Lömbin í
Kambódíu (og þú).
Kristín Svava segir að umfang hátíð-
arinnar sé ekki það kostnaðarsamt að hrun-
ið hafi haft áhrif á hana. Styrkir frá Nor-
ræna húsinu og mennta- og
menningarmálaráðuneytinu hafi nægt til að
hún færi fram. Nánari dagskrá má nálgast á
nordice.is.
Morgunblaðið/Golli
Nýhil Gunnhildur Hauks og Óttar Norð-
fjörð hafa verið fastagestir á hátíðunum.
Krassandi
ljóð á hátíð-
inni hjá Nýhil