Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 12
fasteignir Heiti á götum eru nokkuð sem fólk veltir kannski ekki fyrir sér í dagsins amstri en gaman er að gefa umhverf- inu gaum og rannsaka sögu okkar nánasta umhverfis. Á Vísindavefnum má lesa grein- argóða úttekt á götunöfnum í Reykja- vík, hverjir ákveði þau og eftir hverju nafngiftirnar fari. Höfundurinn er Þorsteinn Vilhjálmsson og í greininni kemur meðal annars fram að nöfn gatna á borð við Aðalstræti, Vest- urgötu og Suðurgötu séu dæmigerð fyrir elstu götunöfn í þéttbýlis- kjörnum, aðalgatan fái sitt nafn og göturnar í kring nefndar eftir legu þeirra. Uppruni götuheita er misjafn. Göt- ur á borð við Skólavörðustíg, Tjarn- argötu og Lækjargötu vísa til stað- hátta á meðan götur eins og Týsgata, Lokastígur og Freyjugata eru dæmi um götuheiti sem valin eru ákveðnu svæði eftir ákveðnu þema, í þessu til- felli nöfnum úr norrænni goðafræði. Skúlagata hverfur Í fyrrnefndri grein kemur einnig fram að upp úr 1940 hafi verið brotið blað í þessum efnum í höfuðborginni þegar götum voru gefin nöfn með ákveðnum seinni hluta, -melur, sem vísar til aðstæðna á svæðinu áður en viðkomandi gata byggðist. Þetta hef- ur svo verið gert í fjölmörgum hverf- um sem meðal annars eru kennd við Hóla, Tún, Bæi, Brekkur og Tanga. Það eru sveitarfélög sem ákveða götuheiti á hverjum stað. Hjá Reykjavíkurborg er það nafnanefnd sem er ráðgefandi nefnd fyrir skipu- lagsráð og borgarráð um val á götu- heitum í Reykjavík. Síðast þegar götuheiti voru áber- andi í umræðunni hérlendis var í fyrra þegar ákveðið var að Skúlagata skyldi framvegis heita Bríetartún. Þá var Höfðatúni breytt í Katrínartún, Sætúni í Guðrúnartún og Skúlatúni í Þórunnartún. birta@mbl.is Götuheiti í Reykjavík Bæir, brekkur og Bríetartún Morgunblaðið/Ómar Þessir vinalegu starrar stilltu sér upp við Tryggvagötuna en voru trúlega ekki mikið að velta fyrir sér nafni götunnar. 12 21. október 2010 - nýr auglýsingamiðill –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill Finnur.is er nýr miðill fyrir þá sem eru að leita að vinnu, húsnæði, bíl og nánast hverju sem er. MJÖG SPENNANDI EIGN Í DANMÖRKU Til sölu mjög spennandi eign í litlu þorpi á norður Fjóni í Danmörku. Svæðið einkennist af sérstaklega fallegri náttúru og vinalegu fólki. Leyfilegt er að breyta eigninni í sumarhús. Stutt í baðströnd. Eignin er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er forstofa, baðherbergi, ljósabekkur, þvottahús, sundlaug, sauna, spa og extra herbergi. opið eldhús, borðstofa og stofa með brenniofni, herbergi og skrifstofa. Á Efri hæðinni er stórt hol, 2 stór herbergi, 2 lítil herbergi og baðherbergi. Lóðin er 1.958 fm og er 16 fm kofi í garðinum. Búið er að leggja ljósleiðara í húsið, svo möguleiki er á hraðri Internettengingu. Verð 45 millj. Fleiri upplýsingar og myndir geta fengist í tölvupósti: hrun66@gmail.com Nánari uppl. á skrifstofu FM sími 550 3000. Er með til sölu 171,2 fm einbýlishús ásamt 56,7 fm bílskúr, samtals 227,9 fm á góðum stað á Álftanesi. Verð 46 millj. Tilv 0710109 NORÐURTÚN - ÁLFTANES Orlofssjóður Stéttarfélags Vesturlands vill kaupa sumarhúsi í Húsafelli Verið er að leita eftir nýju eða nýlegu húsi, 60 - 80 m2 með stórum sólpalli og heitum potti. Húsið þarf að vera með gistiaðstöðu fyrir a.m.k. 6-8 manns og æskilegt að það sé fullfrágengið bæði að utan og innan. Við leitum eftir vandaðri og snyrtilegri eign í góðu ástandi. Tilboð sendist á signy@stettvest.is eða á Sæunnargötu 2a, 310-Borgarnes fyrir 1. nóvember nk. Látum verkin tala! 10 eignir seldar fyrsta mánuðinn! Hef opnað nýja fasteignasölu og býð ykkur velkomin í viðskipti. Hringdu núna og við seljum eignina fyrir þig! Landmark er ný fasteignasala með reynda starfsmenn sem býður upp á fulla þjónustu við sölu fasteigna. www.landmark.is - sími: 512 4900 - Bolholti 4 Þú hringir - við seljum! Áralöng reynsla af sölu fasteigna, fasteignafjárfestingum og fasteignaráðgjöf. Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali. sími: 897 8266 magnus@landmark.is Er eignin þín búin að vera lengi á sölu og ekkert að gerast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.