Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 16
atvinna
Það er að ýmsu að huga þegar sækja á um
nýtt starf. Ferilskrá er nokkuð sem þarf að
vera í lagi og hér eru nokkur góð ráð fyrir þá
sem vilja gera sína ferilskrá enn betri.
-Byrjið að tiltaka það starf sem þið voruð
síðast í, svo starfið þar á undan. Ekki byrja á
að tiltaka fyrsta starfið og svo koll af kolli.
-Hafðu í huga hvaða starf þú ert að sækja
um. Það getur verið sniðugt að breyta
áherslum í ferilskránni eftir því hvaða störf er
verið að sækja um.
-Tiltakið allar árangurstengdar upplýsingar
um ykkur. Árangur sem náðst hefur í leik og
starfi segir oft mikið um umsækjanda.
-Leyfið ferilskránni að fylla tvær A4-síður
en ekki meira. Hafið með áhugaverðan fróð-
leik um ykkur, án þess þó að vera langorð.
Ferilskrá
Morgunblaðið/Golli
Nokkur góð ráð
Rauði krossinn starfrækir verkefni sem nefn-
ist Félagsvinir atvinnuleitenda sem hefur það
markmið að styrkja atvinnuleitendur í starfs-
leit sinni. Markmiðið fyrir þátttakendur er að
auðvelda upplýsingaöflun um það sem í boði
er, stækka tengslanet og auka möguleika til
starfa. Þeir sem hafa áhuga á því að fá nánari
upplýsingar um verkefnið eða skrá sig í það
geta gert það á fjola@redcross.is eða með
því að hringja í síma 570-4000.
Í atvinnuleit
Félagsvinir hjálpa
Happdrættið og starfsemi þessstendur á gömlum merg. Fyrir-tækið hefur staðið sína plikt í 76ár og er þannig gildur þáttur í
þjóðlífinu. Miðaeigendur skipta tugum þús-
unda og það er fólk sem spilar bæði í von um
vinning og einnig af því að það vill standa þétt
að baki uppbyggingu háskóla þjóðarinnar,“
segir Bryndís Hrafnkelsdóttir sem á dögunum
tók við starfi forstjóra Happdrættis Háskóla
Íslands.
Bryndís er viðskiptafræðingur að mennt og
starfaði fyrst eftir að hún lauk háskólanámi
hjá KPMG endurskoðun. Eftir það vann hún
hjá eignarhaldsfélaginu Hofi og síðar Hag-
kaupum sem fjármálastjóri uns hún var ráðin
framkvæmdastjóri Debenhams árið 2000.
Háskólinn á mikið undir
„Mér fannst mikilvægt að festast ekki of
lengi á sama staðnum og árið 2007 ákvað ég að
róa á ný mið. Hóf það ár störf hjá Kaupþingi
og átti eftir að skauta með þeim af toppnum og
alveg niður á botninn,“ segir Bryndís sem eftir
hrunið varð fjármálastjóri Landfesta sem er
fasteignafélag í eigu Arion banka. Hún tók svo
við hinu nýja starfi fyrir nokkrum vikum og
hefur nýtt þær til að kynna sér fjölþætta starf-
semi HHÍ.
„Mér finnst afar gaman að vinna hérna. Ég
tek líka við góðu búi. Stjórnendur happdrætt-
isins hafa í tímans rás borið gæfu til að vera í
takti við líðandi stund. Miklar breytingar eiga
sér nú stað á spilamarkaðinum hvað varðar lög
og reglur, tækninýjungar og netnotkun. Okkar
verkefni er að búa HHÍ vel undir framtíðina
og reka fyrirtækið á ábyrgan og arðsaman
hátt. Háskólinn á mikið undir að þessi starf-
semi gangi sem allra best enda er á teikniborð-
inu að reisa nýjar byggingar fyrir íslensk
fræði, tungumálamiðstöð Vigdísar Finn-
bogadóttur og svo háskólasjúkrahúsið og þar
skiptir fjármögnun okkar miklu máli,“ segir
Bryndís sem keypti sér miða í happdrættinu
strax og hún lauk námi við HHÍ og bætti öðr-
um miða við þegar hún tók við hinu nýja starfi.
Henni finnst sjálfsagt að launa námið með slík-
um hætti enda nálgist margir málið með sama
hætti.
Paradísin mín
„Áhugamálin eru nokkur en ekki síst að
njóta líðandi stundar og þess fjölmarga sem
lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Bryndís og
nefnir þar sérstaklega ferðalög erlendis og
samveru með vinum og fjölskyldu – en hún er
gift Ásgeiri Birgi Einarssyni og eiga þau tvö
börn.
„Ferðalög innanlands hafa aðeins orðið und-
ir síðustu ár fyrir utan tíðar heimsóknir vestur
á firði þar sem ég á mína paradís á þessari
jörð.“
sbs@mbl.is
Bryndís Hrafnkelsdóttir er nýr forstjóri HHÍ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fólk vill standa að baki háskóla þjóðarinnar, segir Bryndís Hrafnkelsdóttir sem á dögunum tók við starfi forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands.
Gaman að vinna í happdrætti
Ætli fyrsta starfið mitt, fyrir utan klassísku unglinga-
vinnuna, hafi ekki verið að afgreiða í sjoppu á Eiðis-
torgi. Amma og afi áttu sjoppuna og ég fékk að vinna
þar þrátt fyrir ungan aldur. Ég var samt of ung til að af-
greiða sígarettur svo ég varð að vera með öðrum á vakt.
Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona
Fyrsta starfið
Sjoppukona