Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 4
fasteignir Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði varbyggt 1925 og setur sterkansvip á bæinn. Það þjónaði semsjúkrastofnun til 1989 en er núsafnahús Ísfirðinga.
www.nedsti.is
Íslensk hús
Safnahúsið
Þarftu að selja fasteign?
Seldu fasteignina hjá okkur!Þú hringir, við seljum! 512 4900
Sigurður
S. 896 2312
lögg. fasteignasali
Friðbert
S. 820 6022
Sölufulltrúi
Rúnar
S. 842 5886
Sölufulltrúi
Þórarinn
S. 770 0309
Sölufulltrúi
Magnús
S. 897 8266
lögg. fasteignasali
Margir fara fram á að iðnaðarmenn sem þeir
ráða til starfa hafi full réttindi í þeirri vinnu
sem þeir inna af hendi. Málaraiðn er löggilt
iðngrein og hana er því hægt að nema.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu
Málameistarafélagsins er meðalnámstíminn
fjögur ár, að meðtöldu grunnnámi bygginga-
og mannvirkjagreina. Samningsbundið iðn-
nám felur í sér fjórar annir í skóla og 96 vikna
starfsþjálfun. Vilji menn og konur hins vegar
fara í meistaranám skiptist það í þrjú náms-
svið; almennt bóknám, nám í stjórnunar- og
rekstrargreinum og fagnám.
Iðnskólinn í Reykjavík og Tækniskólinn eru
meðal þeirra sem bjóða upp á nám í iðninni.
Á heimasíðunni er mælt með starfi mál-
arans. Verkefnin séu fjölbreytt, starfið sé
skapandi og stundvísi, glaðlyndi og skipu-
lagning séu kostir sem prýða eigi alla málara.
birta@mbl.is
Löggiltir
málarameistarar
Sérnám
Þeir sem lagt hafa leið sína í nýjakvikmyndahúsið Bíó Paradís hafaeflaust tekið eftir því að umgjörðinog innviðirnir minna alls ekki á
dæmigert bíó. „Hugmyndin var að skapa
rými sem minnir svolítið á leikmynd og
ákveðið var að auglýsa eftir húsgögnum sem
fólk hefði átt og notað. Þetta máttu þess
vegna vera ósamstæðar mublur en við leit-
uðum fyrst og fremst að munum með karakt-
er og sögu,“ segir Lovísa Óladóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna sem
annast reksturinn.
Rýmið opnað út á Hverfisgötu
Það er heldur ekki tilviljun að útkoman
minnir um margt á notalegt kaffihús frekar
en oft á tíðum nöturleg og gervileg anddyri
margra annarra kvikmyndahúsa. „Við feng-
um góðan arkitekt til liðs við okkur til að taka
húsið í gegn. Meðal þess sem við breyttum
var að opna rýmið sem snýr út að Hverfisgöt-
unni með því að skipta út veggjum og skil-
rúmum fyrir glugga sem ná frá gólfi og upp í
loft. Anddyrið tekur vel á móti gestunum eins
og hlýlegt kaffihúsarými og þeir sem eru úti
sjá inn, meðan hinir sem eru inni sjá lífið á
götunni úti fyrir. Rýmið minnir kannski á
blöndu af kaffihúsi og bar og auk þess að geta
fengið popp í sjoppunni má kaupa gott kaffi
og léttar veitingar.“
Rúsínan í pylsuendanum er svo efri forsal-
urinn, þaðan sem gengið er í minni salina.
„Þar eru íslensku kvikmyndasögunni gerð
skil. Uppi á veggjum eru plaköt og hægt að
finna leikmuni úr íslenskum bíómyndum,
meðal annars sófasett, húsbúnað og heilt pí-
anó.“
Viðtökurnar sýna þörfina
Bíó Paradís var opnað 15. september í
húsakynnum gamla Regnbogans en að baki
rekstrinum standa kvikmyndahátíð í Reykja-
vík og grasrótarsamtök kvikmyndagerð-
armanna. „Grundvallarhugmyndin er að húsið
verði til að auka vegferð kvikmynda í breið-
asta skilningi þess orðs. Mikil gróska hefur
verið í íslenskri kvikmyndagerð undanfarinn
áratug og það verður að vera til góður staður
þar sem þessi miðill fær að hafa útrás,“ út-
skýrir bíóstjórinn. „Með Bíó Paradís er hug-
myndin að bjóða upp á valkost í kvikmynda-
sýningum fyrir kvikmyndaunnendur.
Auðvitað gerum við okkur grein fyrir að stór-
kostlegir draumar verða ekki að veruleika á
einni nóttu, en viðtökurnar hafa sýnt að mikil
þörf var fyrir þetta hús og starfsemina sem
fer þar fram.“
Lovísa vonast til að sjá Bíó Paradís verða
sem annað heimili íslenskra kvikmyndagerð-
armanna þar sem þeir geta haldið sínar frum-
sýningarveislur, upptökulokagleðskap og há-
tíðir. Vonir standa til að fljótlega verði líf í
húsinu allan daginn. „Á næstu mánuðum og
misserum mun starfsemin þróast og laga sig
að aðsókn og tækifærum. Meðfram því mun
kaffihúsið og veitingareksturinn mótast og
jafnvel svo að úr verður veitingahús sem fólk
á nærliggjandi vinnustöðum og gestir í mið-
bænum geta t.d. sótt heim í hádeginu og síð-
deginu til að kaupa sér léttan málsverð.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
„Grundvallarhugmyndin er að húsið verði til að auka vegferð kvikmynda,“ segir Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna.
Eins og bíóið minni
á notalegt kaffihús
Innréttingarnar í Bíó Paradís eru ekki eins og í öðrum kvikmyndahúsum
Hvort sem flutningar eða einhverskonar end-
urskipulagning stendur til er gott að vita af
Góða hirðinum.
Þessi nytjamarkaður Sorpu rekur forsögu
sína aftur til ársins 1993 þegar Sorpa fór í
samstarf við líknarfélögin Hjálparstarf kirkj-
unnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn
og Rauða krossinn. Upphaflega var nytja-
hlutum safnað saman hjá Sorpu og Rauði
krossinn sá um að koma þeim til bágstaddra.
Árið 1995 opnaði Rauði krossinn nytjamarkað
og tveimur árum síðar tók Sorpa við rekstr-
inum sem fékk nafnið Góði hirðirinn árið 1999.
Hægt er að fara með húsgögn af öllum
stærðum og gerðum, bækur, myndbönd, leik-
föng, húsbúnað og heimilistæki í sérstaka
gáma á endurvinnslustöðvum Sorpu.
Allur ágóði í Góða hirðinum rennur svo til
ýmissa góðgerðarmála í formi styrkja. Árið
1999 var 900 þúsund króna styrkur veittur
einum aðila en það sem af er þessu ári hafa
alls verið gefnar 22,5 milljónir.
birta@mbl.is
Endurvinnsla
Munum eftir
Góða hirðinum