Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 24
bílar
„Stjórnendur fyrirtækja eru komnir að því að
þurfa að endurnýja flotann,“ segir Birgir Ing-
ólfsson, markaðsráðgjafi hjá Bílabúð Benna.
Þar á bæ seldu menn á dögunum fjóra bíla af
gerðinni Chevrolet Lacetti til Öryggis-
miðstöðvar Íslands sem notaðir verða til
þeirra gæsluverkefna sem fyrirtækið sinnir.
Þá voru nýlega seldir nokkrir bílar til Skóla-
skrifstofu Suðurlands en á hennar vegum er
sinnt ráðgjafarþjónustu vítt og breitt í hér-
aðinu. Fyrir slík ferðalög þótti Chevrolet Aveo
góður kostur. sbs@mbl.is
Benni selur Chevrolet
Fyrsti bíllinn til Skólaskrifstofu Suðurlands afhentur.
Fyrirtækin þurfa að
endurnýja flotann
Saab ryður nýjar brautir með því að gera
staðfestum kaupendum kleift að fylgjast með
framleiðslu bílsins sem þeir fá í hendur. Til að
byrja með mun Saab senda textaskilaboð
með ljósmyndum af bílunum til kaupenda, en
áformar að setja upp myndavélar þar sem
kaupendur geta fylgst með framleiðslu bíla
sinna í beinni útsendingu. Einnig á að bjóða
kaupendum að heimsækja verksmiðjurnar.
Með þessu á að gera smíði og afhendingu
bíla persónulegri. finnur@reykjavikbags.is
Saab með nýjungar í framleiðslunni
Reuters
Spánýr Saab kemur nýsmíðaður úr vélunum.
Kaupendur fá að
fylgjast með smíði
„Við upplifum ástandið á markaðnum með sama hætti og raunin er í
Bandaríkjunum samkvæmt könnunum. Vestra eru 62% kaupenda
nýrra bíla fólk eldra en fimmtugt en líklega er hlutfallið nokkru hærra
hér á landi. Það fólk hefur mestan áhuga á notadrjúgum jepplingum.
Öll bílaumboð leggja mikla áherslu á sölu og markaðssetningu slíkra
bíla sem og að ná til eldri aldurshópa,“ segir Loftur Ágústsson, sölu-
stjóri Ingvars Helgasonar hf.
Loftur segir að í dag sé ungt fólk í fæstum tilvikum í þeirri stöðu að
það ráði við bílakaup. Eigi nóg með afborganir af til dæmis íbúðar-
húsnæði. Eldra fólk sé hins vegar í flestum tilvikum betur á vegi statt
enda komið yfir erfiðasta hjallann. Hafi hugsanlega í handraðanum ein-
hverja peninga til bílakaupa þótt slíkt sé auðvitað undir því komið hvernig fólk kom út úr
hruni bankanna, sem hafði áhrif á fjárhag flestra Íslendinga. sbs@mbl.is
Sama þróun á bílamarkaði hér og í Bandaríkjunum
Eldra fólk vill notadrjúga jepplinga
Loftur Ágústsson
Aðeins nítján nýir vörubílar hafa verið fluttir inn í ár. Best
hefur selst Mercedes Benz og úr undirflokknum Actros hafa
fjórir bílar selst. Fjórir Scania-bílar hafa selst. „Innflutningur
flutningabíla mun glæðast á næstunni og þá teljum við Benz
samkeppnishæfan valkost,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öskju hf. sem er umboðsfyrirtæki Benz.
Nítján vörubílar seldir á árinu
Benzinn selst best
Nýleg könnun JD Power á aldrikaupenda nýrra bíla í Bandaríkj-unum leiðir í ljós að 62% kaup-enda nýrra bíla í dag eru fimm-
tugir eða eldri. Þetta er mikil breyting frá
árinu 2001, en þá voru 39% kaupendur nýrra
bíla 50 ára eða eldri. Sama er að gerast hér-
lendis þó það hafi ekki verið kannað jafn
strangvísindalega hér og vestra.
Eldri kaupa tvinnbíla
Aðeins 12,7% kaupenda nýrra bíla í
Bandaríkjunumnú eru 35 ára eða yngri og
hefur hlutfallið lækkað úr 24,4% árið 2001.
Könnunin leiðir einnig í ljós að 73% kaup-
enda tvinnbíla eru eldra fólk.
Ástæða þessara miklu breytinga er talin
það efnahagsástand sem nú ríkir. Yngra fólk
á hreinlega ekki fyrir nýjum bílum og mest
af þeirra fé fer í afborganir húsnæðis og
mat. Eldra fólk er hins vegar búið að fjár-
festa í húsnæði. Önnur ástæða er sú að fjöl-
mennir árgangar barnasprengingarinnar eru
að eldast.
Ýmsar aðrar markverðar breytingar sjást
nú í bílasölu í Bandaríkjunum sem er heldur
að rétta úr kútunum þó fjarri fari að hún sé
lík því sem framleiðendur vöndust fyrir
kreppu.
Árið 2007 seldust í Bandaríkjunum 16,2
milljónir bíla og hafði salan þá ekki farið
undir 16 milljónir bíla í níu ár. Í ár stefnir í
11,5 milljóna bíla sölu vestanhafs sem þó er
10% meiri sala en í fyrra. Salan í fyrra var
10,4 milljónir bíla og hafði ekki verið svo lítil
síðan árið 1982.
Salan jókst í september
Salan í september síðastliðnum var reynd-
ar 29% meiri en í september í fyrra. Það er
kannski raunhæfara að bera september nú
frekar við sama mánuð árið 2007, en salan er
27% minni nú. Innfluttir bílar eru með 55%
sölunnar og bandarískir framleiðendur, það
er Ford, GM og Chrysler, með 45%. Banda-
rísku framleiðendurnir hafa aukið sölu og
juku markaðshlutdeild sína um 1,4% á kostn-
að innfluttra bíla.
Það fyrirtæki sem mest jók sölu sína í ár
miðað við í fyrra er Chrysler með 61% aukn-
ingu, en hafa verður í huga hve gríðarslæmt
árið í fyrra var Af erlendum framleiðendum
jókst salan mest hjá Hyundai/Kia eða um
44%.
finnur@reykjavikbags.is
Breytingar á bílamarkaðnum í Bandaríkjunum sem er heldur að braggast
Reuters
Í bílalandinu Bandaríkjunum er markaðuirinn heldur að taka við sig og framleiðsla í verksmiðjunum er
heldur að aukast eftir nokkur mögur ár. Langt er þó í land að sala nái sömu hæðum og var í góðærinu.
Eldra fólk vestra kaupa
stærstan hluta nýrra bíla