Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 14
Tónlistarmaðurinn Róbert Örn Hjálmtýsson og
félagar í hljómsveitinni Ég sendu fyrir
skemmstu frá sér nýja plötu: Lúxus upplifun.
Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Faktorý.
Róbert segist ekki hafa tekið mikinn þátt í lífs-
gæðakapphlaupinu hingað til en þessi hófsami
listamaður fæst samt til að fallast á að hann
langi í nokkra hluti:
Draumastarfið „Draumastarfið mitt er að vera
páfinn í Róm. Það starf gefur mikla möguleika
að gefa af sér. Þar myndi ég selja trú án bragða
og starfið felur í sér að vera bankastjóri, yf-
irmaður listaverkagallerís og varðhundur ótrú-
legra upplýsinga. Fyrri páfar hafa aðallega not-
að allt þetta til að viðhalda fáfræði og ójöfnuði.“
Versta vinnan „Verstu störf sem ég hef unnið
eru að selja fólki eitthvað sem það þarf
ekki.“
Draumabíllinn „Drauma-
bíllinn er Volga. Yf-
irgengilega sjarmerandi
bifreið sem hæfir jafnt þjóð-
arleiðtogum sem almúganum.“
Hvað vantar þig til heimilisins?
„Ég væri til í aukaherbergi (helst
hljóðeinangrað) til að geyma mál-
verkin mín og allt það dót sem ég
hef sankað að mér í gegnum tíðina.
Svo væri ég til í að hafa gufubað, það
er gott að hugsa inni í svoleiðis rými.
Svo vantar kassa af Maxi-poppi á heim-
ilið, er sólginn í það!“
Eftirlætisstaður á heimilinu? „Uppá-
haldsstaðurinn minn á heimilinu er stofan því
þar er best að dansa.“
asgeiri@mbl.is
Óskalistinn Róbert Örn Hjálmtýsson, listamaður og pabbi
Draumurinn að aka á yfir-
gengilega sjarmerandi Volgu
fasteignir14 21. október 2010
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
7
5
5
Það er ekki nauðsynlegt að þrífa allt hátt
og lágt til að láta heimili sitt ilma af sápu.
Eins þarf ekki að baka haug af smákök-
um til að fylla heimilið bökunarilmi.
Hægt er að kaupa þennan eftirsókn-
arverða heimilisilm og fleiri tegundir í
úðabrúsum.
Bandaríska fyrirtækið Demeter er eitt
þeirra sem sérhæfa sig í hvers kyns ilm-
bætandi vörum og eru þeir með sér-
staka heimilislínu á sínum snær-
um.
Það má fjárfesta í ilm-
efnum fyrir heimili sem
lykta af barnapúðri,
eggjapúns og engla-
köku svo fátt eitt sé
nefnt.
Á heimasíðu fyrirtækisins
kemur fram að lyktin fer ekki bara út í
andrúmsloftið heldur loðir einnig við inn-
anstokksmuni, gardínur og fleira.
Eins býður Demeter upp á ilmkerti fyr-
ir heimili og meðal annars má fá það í
ilmtegundinni „gin og tónik“. Ekki skal
fjölyrt um hve margir hafa hug á að fylla
heimili sitt af lykt af þeim annars ágæta
drykk.
Kærkomin lausn fyrir þá sem vilja láta
heimili sitt höfða til allra skilningarvita
gestkomenda. birta@mbl.is
Kökuilmur
án baksturs
Morgunblaðið/Ernir