Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19
21. október 2010 19 atvinna Framkvæmdastjóri Hafnardaga og afmælishátíðar Þorlákshafnar 2010 Menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Hafnardaga, bæjarhátíðar Þorlákshafnar. Um er að ræða hátíðarhöld um Sjómannadagshelgina 3.-5. júní, en á næsta ári verður hátíðin sérlega vegleg þar sem hún verður jafnframt 60 ára afmælishátíð Þorlákshafnar. Starf framkvæmdastjóra Hafnardaga felst í undirbúningi, samskiptum við einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir í Ölfusi, mótun dagskrár og umsjón með framkvæmd hátíðar- innar. Framkvæmdastjóri starfar með menning- arfulltrúa Ölfuss og menningarnefnd. Allar nánari upplýsingar veitir menningarfull- trúi Ölfuss, Barbara Guðnadóttir, í síma 480 3830 eða 863 6390. Skriflegar umsóknir berist á Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið barbara@olfus.is. Umsóknarfrestur er til 30. október. Sölumaður Rótgróið framleiðslufyrirtæki með vörur fyrir byggingariðnaðinn óskar eftir að ráða góðan sölumann. Hæfniskröfur: Reynsla af sölumennsku, reynsla af tilboðsgerð, góð almenn tölvuþekking, frum- kvæði, þjónustulund og mikil samskiptahæfni. Umsókn skal skilað á box@mbl.is merkt; ,,K - 24220” ásamt ferilskrá. Viltu vera með í að styrkja samstarf á Norður-Atlantssvæðinu? Norræna Atlantssamstarfið leitar eftir verkefnastjóra til starfa á aðal- skrifstofunni í Þórshöfn í Færeyjum. Umsóknarfrestur: 18. nóvember 2010. Nánari upplýsingar um NORA og um stöðu verkefnastjóra er að finna á www.nora.fo NÝT T ST ARF Organisti og kórstjóri Laust er starf organista og kórstjóra hjá Möðruvallaklausturssókn í Hörgárdal. Upplýsingar um menntun og starfsreynslu skulu fylgja umsókn. Umsóknir berist til sr. Solveigar Láru Guð- mundsdóttur, Möðruvöllum, Hörgárdal, 601 Akureyri, fyrir 15. nóvember. Solveig Lára veitir upplýsingar um starfið í síma 462-1963 sem og Lilja Gísladóttir, for- maður kórsins, í síma 462-5704. Sóknarnefnd. Hafrannsóknastofnunin HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA TIL STARFA SÉRFRÆÐING Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI Hafrannsóknastofnunin leitar að öflugum og jákvæðum starfsmanni til starfa tímabundið við verkefni á sviði upplýsingatækni. Um er að ræða samvinnuverkefni Hafrannsókna- stofnunarinnar, fiskvinnslustöðva og Marels sem felst í að koma á skráningu rafrænna gagna frá fiskflokkurum í miðlægan gagna- grunn. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki 2 ár. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða skyldum raungreinum. Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur góða samskipta- og skipu- lagshæfileika og áhuga á málefnum sjávarútvegs. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknafrestur er til 8. nóvember 2010. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Skriflegum umsóknum skal skila til Hafrann- sóknastofnunarinnar, Skúlagötu 4, 101 Reykja- vík, eða í tölvupósti (bjorn@hafro.is). Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ævarr Steinarsson í síma 575-2097 / 691- 8297 Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf-og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starf- seminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsókna- stofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur um 150 starfmenn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin Skúlagötu 4 101 Reykjavík s. 575 2000 Thorsil ehf. Kísilmálmverksmiðja í Þorlákshöfn í Ölfusi Ársframleiðsla allt að 60.000 tonn Drög að tillögu að matsáætlun Thorsil ehf. kynnir áform um að byggja kísilmálmverksmiðju vestan við Þorlákshöfn í Ölfusi. Gert er ráð fyrir að framleiðsla verk- smiðjunnar verði allt að 60.000 tonn af kísil- málmi (metallurgical grade silicon) á ári í tveimur ofnum. Kísilmálmur er yfir 98% hreinn kísill. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 85 MW. Áformað er að reisa verksmiðjuna á 26 hektara lóð á iðnaðarsvæði sem Sveitarfélagið Ölfus er að skipuleggja við Suðurstrandarveg. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á um- hverfisáhrifum. Matsvinnan er hafin og eru drög að tillögu að matsáætlun til kynningar á heimasíðu Mannvits verkfræðistofu, www.mannvit.is. Almenningi gefst kostur á kynna sér þessi drög á framangreindri vefsíðu og setja fram athuga- semdir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fram til föstudagsins 5. nóvember 2010. Hægt er að senda athuga- semdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið axel@mannvit.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 5. nóv- ember 2010. Mannvit verkfræðistofa, Axel Valur Birgisson, Grensásvegur 1, 108 Reykjavík. Vantar yfirvélstjóra Vantar yfirvélstjóra á Arnarberg ÁR-150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorláks- höfn. Vélastærð 478 kW (649 hö). Umsóknir sendist á; audbjorg@audbjorg.is. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Aðalfundur verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi laugardaginn 6. nóvember nk. kl. 13.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og Ólöf Nordal, varaformaður. F.h. stjórnar kjördæmisráðs, Benedikt Jónmundsson, formaður. Fundir/Mannfagnaðir Tilkynningar Múrbúðin óskar eftir framtíðar starfsmanni til að hafa umsjón með kassasvæði, fjölbreitt starf í boði. Vinnutími frá kl. 12- 18, ekki yngri en 25 ára. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á ragnar@murbudin.is. Húsnæði undir veitinga- rekstur til leigu Tilbúinn veitingastaður til leigu á Laugavegi 55 (áður Vín & Skel). Um er að ræða 150fm rými og tekur staðurinn á milli 50 og 60 manns í sæti. Tilvalið fyrri einstakling sem hefur kunnáttu og metnað til að vinna sjálfstætt. Upplýsingar gefur Bragi í síma 695-7045 og +45 5131 6867. Atvinnuhúsnæði Afleysing ritara Læknablaðið óskar eftir starfskrafti til að leysa af ritara blaðsins sem fyrst og allt til 1 júlí. Starfið er 50% og felur í sér öflun auglýsinga, vefumsýslu og almenn verkefni ritara. Vinsamlegast sendið umsóknir um starfið fyrir 28. október nk. til blaðsins ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, rafrænt; vedis@lis.is - eða í pósti; Læknablaðið, v/starfsumsóknar, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. - nýr auglýsingamiðill –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill Á hvaða síðu er Misty með skó auglýsingu?              ! "!  #  $ %  &    ' ( (  ( )( ( !  +*   ',  &  ', Raðauglýsingar finnur.is finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.