Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 11
svæðanudd gengi.
„Svæðanudd eru ævaforn fræði
þar sem líkami okkar er kortlagður
eins og rafkerfi. Kenningin um
svæðin byggist á því að líkamanum
sé skipt í 10 svæði eða rásir sem lífs-
orkan flæðir eftir og að enda þessara
rása sé að finna i viðbragðspunktum
handa og fóta. Svo lengi sem ekkert
hindrar þetta flæði er maðurinn heil-
brigður, en ef eitthvað hindrar það
verði maðurinn sjúkur. Með því að
meðhöndla svæðin, þrýsta og nudda
aumu punktana, hverfa hindr-
anirnar og samræmi kemst aftur á
líkamsstarfsemina.“
Og viti menn, þegar ég nánast
hljóðaði vegna aumu blettanna sem
hún þrýsti á reyndust það vera við-
bragðspunktar sem tengdust þeim
svæðum þar sem krankleikar hrjáðu
mig: Skaddaðir hálsliðir vegna bíl-
slysa og aumir vöðvar á svæðum þar
í kring.
Streita orsök margra kvilla
María lærði svæðanudd fyrir
sex árum hjá Heilsusetri Þórgunnu
og einnig lærði hún þar andlistnudd
og baknudd. Hún segir að svæða-
nuddari læri best af reynslunni, því
það krefst bæði tíma og æfingar að
finna svæðin sem eru aum. „Með æf-
ingunni eykst næmni nuddarans og
skilningur á því hvernig best er að
meðhöndla þessi svæði og hann fær-
ist því nær því að verða góður
svæðanuddari. Svæðanudd er ekki
aðeins fyrir stoðkerfið og líffærin,
það er ekki síður hugsað fyrir sálina
og það er hægt að lesa tilfinningar
fólks í gegnum fæturna. Veigamesti
þáttur svæðanudds er sú slökun og
vellíðan sem það veitir. Með því að
draga úr spennu örvast blóðrás og
taugaboð, jafnvægi kemst aftur á
líkamsstarfsemina og andinn róast.
Þar sem rekja má marga kvilla nú-
tímans til streitu getur meðferð
þjálfaðs svæðanuddara komið að
gagni í flestum tilvikum. Ég man til
dæmis eftir ungum strák sem kom í
svæðanudd til mín vegna mjög mik-
ils prófkvíða. Hann kom í nokkur
skipti og pabbi hans hafði sér-
staklega samband við mig til að
segja mér hversu góð áhrif svæð-
anuddið hefði haft á strákinn,“ segir
María og bætir við að svæðanudd
gagnist mjög vel þeim sem þjáist af
svefnleysi. „Svefnleysi virðist hrjá
marga, því svefnleysisbletturinn er
aumur hjá flestum þeirra sem koma
til mín.“
Heilun, orkujöfnun og
jákvæðni
María segir það efla ónæm-
iskerfið og stuðla að heilbrigði að
fara reglulega í svæðanudd.
En hún hugar ekki síður að sál
en líkama og hún leggur mikla
áherslu á að gefa heilun eða orku-
jöfnun eftir svæðanuddið. „Ég vinn
með orkuhjúpinn sem umlykur okk-
ur. Það er svo áríðandi að við reyn-
um að senda frá okkur jákvæða
orku, jafnvel þó að það sé erfitt á
krepputímum. Þegar við sendum frá
okkur góða orku munum við fá það
sama til baka. Jákvæðni er stór
partur af lækningu hvort sem það er
andlegt eða líkamlegt.“
Ég gerðist því fjarska jákvæð
og fór harla hamingjusöm og veru-
lega slök af fundi Maríu.
Dásamlegt Það er ekki amalegt að leggjast á upphitaðan bekkinn, fá yfir
sig mjúka sæng, njóta svæðanuddsins og ná fullkominni slökun.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Svæðameðferð (Reflexology therapy) eins og við þekkjum hana nú
byggist á aðferðum Eunice Ingham, bandarísks þjálfara sem vann
mikið með lækni að nafni J.S. Riley sem hvatti hana óspart og örvaði.
Eunice uppgötvaði að fætur svöruðu þrýstingi betur en hendur
og lagði því aðaláherslu á svæðanudd á fótum. Frá því
snemma á árinu 1930 og til dauðadags árið 1974 vann
Eunice Ingham óslitið að því að þróa svæðanuddið og gera
það að þeirri vísindagrein sem við nú þekkjum. Til að
halda verki hennar áfram voru stofnuð alþjóðleg samtök
svæðanuddara árið 1973, The International Institute of
Reflexology.
Líkaminn frá hvirfli til ilja
SVÆÐAMEÐFERÐ Svæði Hér má sjá
hvar m.a svæði
brjósta, augna og
eyrna er að finna.
Mér leist ekkert á að
einhver væri með mínar
tær á milli handa sinna í
heilan klukkutíma.
K
R
A
FT
A
V
ER
K