Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 27

Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Jólasopinn Afgreiðsla á jólabjór hófst á veitingastöðum í gær, fyrsta föstudaginn í nóvember, og skógarþrösturinn hlóð í sig ísuðum reyniberjum í tilefni dagsins. Ómar Á dögunum settu sjálfstæðismenn fram viðamiklar tillögur í efnahagsmálum. Tillög- urnar eru tilraun til að setja fram skýra stefnu í þeirri ringulreið sem nú ríkir á Íslandi. Rík- isstjórninni hefur mis- heppnast að skapa framtíðarsýn fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og örvænting hefur gripið um sig. Ríkisstjórnin er föst í kreppu hugarfarsins. Svo upp- tekin er hún af því sem sést í bak- sýnisspeglinum að hún horfir ekki fram á veginn. Hún hefur keyrt út í skurð. Tillögur Sjálfstæðisflokksins eru svar við þessari ringulreið. Lífskjör og velferð eru ekki einka- mál vinstrimanna þótt þeir svífist einskis í viðleitni sinni að slá eign sinni á fyrirbærin. En velferð verður að byggjast á verðmætasköpun. Vel- ferð verður ekki fjármögnuð með því að skattleggja opinbera starfsmenn. Ef svo væri hefðu vinstrimenn fundið upp eilífðarvélina. Það verður að vera til staðar sterk atvinnu- starfsemi sem fjármagnar velferðina. Frá miðju ári 2008 hafa um 22.500 störf tapast á Íslandi. Um 13.000 ein- staklingar eru nú atvinnulausir og tæplega 10.000 hafa horfið af vinnu- markaði – sest í helgan stein, farið á örorkubætur eða einfaldlega flutt úr landi og hafið nýtt líf í öðrum lönd- um. Þetta er grafalvarleg staða sem koma mun niður á lífskjörum í fram- tíðinni ef ekkert verður að gert. Til- lögur okkar, sem eru á fimmta tug, miða að því að sporna við þessari óheillaþróun og snúa vörn í sókn. Við verðum að stækka vinnumark- aðinn aftur ef Íslend- ingar eiga að njóta áfram þeirrar velferðar sem byggð hefur verið upp í landinu síðustu áratugi. Tillögur Sjálfstæð- isflokksins miða að því að hér á landi verði skapað umhverfi þann- ig að til verði 22.000 störf á næstu tveimur til þremur árum. Finna þarf vinnufúsum höndum atvinnu, laða þarf þá sem horfið hafa af vinnu- markaði aftur til vinnu, taka þarf við ungu fólki sem bætist stöðugt í hóp okkar Íslendinga og útvega því vinnu og að lokum þarf að gefa fólki sem flutt hefur búferlum færi á að snúa aftur heim. Við viljum lækka tekjuskatta ein- staklinga um 10 milljarða á næsta ári og draga skattahækkanir ríkisstjórn- arinnar að fullu til baka árið 2012. Við viljum verja 10 milljörðum til að afnema óhagkvæma skatta 2011 og sömu upphæð 2012. Við viljum hverfa frá þeim áætlunum rík- isstjórnarinnar að hækka skatta um 11 milljarða á næsta ári. Leiðin sem við sjálfstæðismenn viljum fara kost- ar ríkisjóð því mikla peninga – um 31 milljarð á næsta ári. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvaðan þess- ir peningar eigi að koma, en við þeirri spurningu höfum við auðvitað svar. Hvert nýtt starf, þar sem ein- staklingur fer af atvinnuleysisbótum og í vinnu, bætir afkomu ríkissjóðs að meðaltali um þrjár milljónir króna. Tillögur okkar gera ráð fyrir að til verði 12.000 ný störf á næsta ári – um 4.000 við uppbyggingu í orku- og stóriðjugeirunum og um 8.000 í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en í slíkum fyrirtækjum vinna lang- flestir Íslendingar. Öll þessi störf bæta stöðu ríkissjóðs um allt að 36 milljarða. Í tillögunum er gert ráð fyrir að tekið verði gjald af fjármálastofn- unum fyrir yfirlýsingu um ábyrgð ríkisins á bankainnistæðum. Gjaldið gefur um fimm milljarða. Þá er lagt til að inngreiðslur í séreignarsjóði landsmanna verði skattlagðar. Þetta gefur ríkissjóði um 80 milljarða í auknar tekjur fyrsta árið. Samtals er þetta því 121 milljarður. Það sem ekki verður notað til að hrinda tillög- unum í framkvæmd árin 2011 og 2012 til að koma efnahagslífinu aftur af stað verður síðan notað til að greiða niður skuldir og minnka vaxtabyrði ríkisins (sem verður um 75 milljarðar á næsta ári miðað við áætlanir ríkisstjórnarinnar). Árið 2013 áætlum við að ríkissjóður verði rekinn með afgangi. Sjá töflu. Í tillögunum er gert ráð fyrir að fjölgun starfa verði nær ein látin standa undir kostnaði við þær, en auðvitað er borð fyrir báru eins og þegar hefur verið rakið. Gert er ráð fyrir að þær ráðstaf- anir sem hér er fjallað um leiði til þess að frumjöfnuður (afkoma rík- isjóðs án fjármagnskostnaðar) verði 19 milljarðar á næsta ári í stað 17 milljarða ríkisstjórnarinnar og halli að teknu tilliti til fjármagnskostn- aðar verði um 51 milljarður í stað 53 milljarða ríkisstjórnarinnar. Jafn- framt yrði skuldasöfnun minni sem leiðir til minni fjármagnskostnaðar og minni halla til lengri tíma litið. Þá er þessi ráðstöfun til þess fallin að styðja við eftirspurnina, flýta bat- anum og breikka og styrkja skatt- stofna. Hér er ekki talinn til tekju- auki vegna aukins þorskafla og aukinna óbeinna umsvifa, né skatt- tekna af séreignasparnaði og er það gert til að hafa borð fyrir báru við mat á jákvæðum áhrifum á ríkissjóð. Sjá töflu. Mikilvægt er að undirstrika að sjálfstæðismenn hafna því algjörlega að gera kerfisbreytingu á skattlagn- ingu inngreiðslna í séreignarsjóði ef þær leiða ekki til verulegra skatta- lækkana á sama tíma. Slíkar breyt- ingar má alls ekki gera í þeim til- gangi að fresta nauðsynlegu aðhaldi í ríkisrekstrinum eins og sumir stjórn- arliðar hafa rætt um. Tillögur Sjálfstæðisflokksins eru raunhæfar, framsæknar og hafa mjög jákvæð áhrif á heimili, fyr- irtæki og ríkissjóð, nái þær fram að ganga. Þær eru skýrt svar við hug- myndaleysi ríkisstjórnarinnar sem lýsir uppgjöf hennar fyrir vandanum. Með því að ráðast í ofangreindar til- lögur verður brotin á bak aftur sú stöðnun sem ríkir í dag og Ísland verður í framhaldinu aftur það land sem býður upp á hvað best lífskjör landa heims. Þetta er framtíðarsýn okkar sjálfstæðismanna. Þetta er sú von sem við viljum gefa Íslendingum. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Tillögur Sjálfstæðis- flokksins miða að því að hér á landi verði skapað umhverfi þannig að til verði 22.000 störf á næstu tveimur til þremur árum. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og þingmaður. Raunhæfar og framsæknar tillögur sem munu hafa jákvæð áhrif Frumjöfnuður Halli Tillögur ríkisstjórnarinnar 17.000 53.000 Tillögur Sjálfstæðisflokksins 19.000 51.000 Afkoma ríkissjóðs (milljónir kr) 2011 2012 Bætt afkoma ríkisjóðs vegna 12 þúsund nýrra starfa 36.000 33.000 Gjald vegna yfirlýsingar um ríkisábyrgð innistæðna 5.000 3.000 Skattlagning inngreiðslna séreignarsparnaðar 80.000 7.500 Samtals: 121.000 43.500 Bætt afkoma ríkissjóðs vegna tillagna (milljónir kr.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.