Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 49
DAGBÓK 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far
þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn-
skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon-
um á ferðinni. (Mark. 10,52.)
Víkverji keypti að sjálfsögðuNeyðarkall björgunarsveit-
anna. Það er viðeigandi að Neyð-
arkallinn í ár sé rústabjörg-
unarmaður enda mega Íslendingar
sannarlega vera stoltir af þeirri af-
bragðssveit rústabjörgunarmanna
sem varð fyrst allra alþjóðlega
sveita til að bregðast við neyðinni á
Haítí. Sem fyrr hafa björg-
unarsveitirnar líka unnið marga
hetjudáðina til fjalla hér heima
þegar útivistarfólk lendir í háska.
Ekki má samt gleyma því að bróð-
urhluti útkalla björgunarsveitanna
er innan höfuðborgarsvæðisins, t.d.
þegar gera þarf leit að fólki eða
bregðast við þegar óveður gengur
yfir og þakplötur og trampólín
fjúka í allar áttir. Björgunarsveit-
irnar koma okkur þess vegna öllum
við og því rík ástæða til að styrkja
þær áfram til góðra verka.
x x x
Víkverja finnst gaman af því aðað brugghús skuli bjóða upp á
sérstakan jólabjór um hátíðirnar.
Hann er ágæt tilbreyting og í
góðra vina hópi er ágæt skemmtun
að bera saman bragð mismunandi
jólabjórtegunda. Víkverja finnst þó
sem sum brugghús gangi heldur
langt í markaðssetningu sinni, s.s.
þegar jólasveinar eru látnir klæð-
ast búningum í anda brugghússins.
Bruggarar verða að passa sig á
feta fína línu í þessum auglýs-
ingum sínum. Hollt er að hafa í
huga að sum börn líða sálarkvalir
um jól vegna áfengisneyslu for-
eldra - sem geta alveg eins orðið
sauðdrukknir af jólabjór eins og
öðru áfengi.
x x x
Víkverji brá sér niður að tjörnsunnudag einn fyrir skömmu
með brauð í poka. Fannst honum
mávarnir nappa fullmörgum
brauðmolum og fagnaði því mjög
innleggi Margrétar Erlu Maack í
Kastljósi í vikunni, þar sem hún
kenndi áhorfendum að baða út öll-
um öngum til að halda mávunum
frá. Víkverji mun beita þessu ráði
næst. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 þröng hola, 4 ger-
ir við, 7 svikult, 8 hnakka-
kert, 9 greinir, 11 umtalað,
13 sprota, 14 á jakka, 15
poka, 17 skordýr, 20 drýsill,
22 árnar, 23 lagarmál, 24
sníkjudýrið, 25 geta neytt.
Lóðrétt | 1 spakur, 2 mis-
sætti, 3 sigaði, 4 niðji, 5
fleinn, 6 nagdýr, 10 lærir, 12
gríp, 13 erfðafé, 15 sæti, 16
matreiðslumanns, 18 sér, 19
byggja, 20 tímabilin, 21
vont.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 sannprófa, 8 suddi, 9 yfrið, 10 tin, 11 auðga, 13
agnið, 15 gusts, 18 hlass, 21 kol, 22 tafla, 23 ýmist, 24 raka-
laust.
Lóðrétt: 2 andúð, 3 neita, 4 reyna, 5 förin, 6 usla, 7 iðið, 12
get, 14 gúl, 15 gáta, 16 safna, 17 skata, 18 hlýða, 19 arins, 20
sáta.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Þetta gerðist …
6. nóvember 1970
Opnuð var sýning í Þjóðminja-
safninu á tunglsteini sem
geimfararnir í Apollo 11 komu
með til jarðar í júlí árið áður.
Steinninn, sem var úr 3.700
milljóna ára bergi, var „minni
en eldspýtustokkur og grár að
lit,“ sagði Tíminn.
6. nóvember 1976
Tveir piltar um tvítugt brutust
inn í sportvöruverslun við
Hlemm í Reykjavík, tóku
nokkrar byssur og skutu af
þeim nær fimmtíu skotum inni
í versluninni og á nærliggj-
andi götum. Meðal annars
skutu þeir að fólki og bifreið-
um. Lögreglan yfirbugaði pilt-
ana við illan leik.
6. nóvember 1976
Fjórir björgunarsveitarmenn
sem voru við æfingar á Gíg-
jökli í Eyjafjallajökli hröpuðu
fram af háum ísvegg og slös-
uðust. Þyrla flutti þá til
byggða.
6. nóvember 1976
Fyrsti áfangi Hitaveitu Suð-
urnesja í Svartsengi var tek-
inn í notkun þegar vatni var
hleypt á aðveituæð til Grinda-
víkur.
6. nóvember 1983
Þorsteinn Pálsson var kosinn
formaður Sjálfstæðisflokksins
í stað Geirs Hallgrímssonar,
sem gaf ekki kost á sér til end-
urkjörs. Þorsteinn var for-
maður í rúm sjö ár.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
„Ég hef yfirleitt boðið til mín fjölda gesta á stóraf-
mælum. Nú finnst mér, þegar ég er orðinn þetta
gamall, rétt að halda upp á afmælið með fjöl-
skyldu og nánustu vinum,“ segir Ragnar Eðvalds-
son, bakarameistari í Keflavík. Hann verður sjö-
tugur í dag.
Ragnar hefur starfað sem bakari í fimmtíu ár
og rekið bakarí og heildsölu frá 1964, fyrst Ragn-
arsbakarí og síðan Árbak. Ásdís Þorsteinsdóttir,
kona hans, hefur staðið í baráttunni með honum.
Þau eiga fimm börn.
Rúllutertubrauðið er vafalaust þekktasta afurð
fyrirtækisins. Þá vöru fundu þau hjónin upp fyrir um fjörutíu árum og
hafa gert ómissandi á veisluborðum landsmanna.
Nú er komið að tímamótum því Ragnar er að selja fyrirtækið. „Ekk-
ert,“ segir Ragnar þegar hann er spurður að því hvað taki við. Bætir
því svo við að hann hafi áhuga á mörgu og kunni ýmislegt fyrir sér en
þurfi að velja hvað hann taki sér fyrir hendur. Fyrst þurfi hann þó að
skila fyrirtækinu af sér. Ragnar er með tækja- og bíladellu og fær
meðal annars útrás fyrir hana með fjallaferðum sem virkur þátttak-
andi í Suðurnesjadeild Ferðaklúbbsins 4x4. helgi@mbl.is
Ragnar Eðvaldsson bakari stendur á tímamótum
Fundu upp rúllutertubrauðið
Kristín María
Matthíasdóttir
og Erla Guðrún
Þórðardóttir
héldu tombólu
fyrir utan
Nettó í Graf-
arvogi og söfn-
uðu 7.384 kr.
sem þær gáfu
Rauða krossi
Íslands.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það sem ruglar aðra í ríminu verður
ekki flókið fyrir þig ef þú fylgist vel með
núna. Reyndu að verja þig fyrir ágangi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú reynir að halda huganum opnum,
en getur samt ekki neytt þig til að samþykkja
allt sem þú verður vitni að. Vertu opin/n fyrir
nýjum leiðum og lausnum í námi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú átt kannski bágt með að trúa
því að metnaðargirnin knýi ekki alla áfram,
en þannig er það. Láttu af gagnrýnu hug-
arfari.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir
vilja vera nálægt þér. Hafðu öll spjót úti þeg-
ar kemur að jólagjafainnkaupum.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Breyting örvar ímyndunaraflið. Þú laðar
tækifærin til þín og afstaða stjarnanna veitir
þér orku til að gera sem mest úr þeim. Ein-
hver úr fortíðinni hringir upp úr þurru.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er ekki satt sem sagt er að maður
eigi að henda fyrstu pönnukökunni sem bak-
ast. Þú hleypur í skarðið fyrir vini og upp-
skerð þakklæti.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þeir eru margir sem vilja ná athygli þinni
en þú veist vel að ekki er hægt að gera svo
öllum líki. Dagurinn í dag mun reynast þér
erfiður í ákvarðanatöku.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nýttu daginn til þess að tjá til-
finningar þínar. Atburðir dagsins kalla á fág-
aða framgöngu hjá þér.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Athugaðu það sem þú varst
hrædd/ur við áður. Settu þér það markmið
að taka til í kringum þig og losa þig við allan
óþarfa.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert milli tveggja elda í dag.
Búðu þig undir harða samkeppni í smáköku-
bakstrinum fyrir jólin.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það getur vakið ýmsar tilfinningar
þegar ganga þarf frá persónulegum málum.
Fólk og tækifæri sogast að þér. Fjölskyldan
og heimilið eru í brennidepli hjá þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú tekur hugsanlega upp á einhverju í
dag sem vekur athygli yfirboðara á þér.
Hafðu í huga að þú verður að styðja félaga
þinn eins og hann styður þig.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
5 4 9 2 8 3 7
1 3 2
8
1 3 8
2 5 7 8
7 8 3 9
7
9 1 3
7 5
7 6 3 4 1
5 6
1 5 8
8 6 1 9
6
5 3 8 4
9 6 1 7
8 9
7 8
5 8
9
5 3 6 4
4 3 9
5 2
2 4 1 6
3 1 4
6 9
2 7 1 6
2 6 4 9 8 5 3 7 1
8 7 5 1 2 3 4 9 6
9 3 1 4 6 7 5 8 2
5 4 6 8 3 9 2 1 7
3 9 7 2 5 1 8 6 4
1 8 2 7 4 6 9 3 5
4 1 3 5 7 8 6 2 9
7 2 8 6 9 4 1 5 3
6 5 9 3 1 2 7 4 8
4 6 1 2 7 8 3 5 9
3 9 5 6 1 4 7 8 2
2 7 8 5 9 3 6 1 4
5 1 3 4 8 6 9 2 7
9 2 6 3 5 7 1 4 8
7 8 4 9 2 1 5 6 3
6 3 7 1 4 2 8 9 5
1 4 9 8 3 5 2 7 6
8 5 2 7 6 9 4 3 1
7 9 6 8 3 2 4 5 1
4 1 8 9 6 5 7 2 3
5 3 2 4 7 1 8 6 9
3 8 4 5 2 6 9 1 7
2 6 1 3 9 7 5 4 8
9 7 5 1 8 4 6 3 2
6 5 7 2 1 8 3 9 4
1 4 9 7 5 3 2 8 6
8 2 3 6 4 9 1 7 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 6. nóvember,
310. dagur ársins 2010
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bg5 d6 4. e3 Rbd7
5. Be2 h6 6. Bh4 De7 7. Rc3 g5 8. Bg3
Bg7 9. h3 a6 10. a4 0-0 11. 0-0 He8 12.
He1 Rf8 13. Bc4 Rg6 14. De2 e5 15. dxe5
dxe5 16. Rd2 Bf5 17. Bb3 c6 18. a5 h5 19.
Rc4 h4 20. Bh2 g4 21. e4 Be6 22. Kh1
gxh3 23. gxh3 Bxh3 24. Hg1 Rf4 25. Df3
R6h5 26. Re3 Kh8 27. Re2 Be6 28. Rxf4
Rxf4 29. Bxf4 exf4
Staðan kom upp í B-flokki Haustmóts
Taflfélags Reykjavíkur. Þór Valtýsson
(2.078) hafði hvítt gegn Magnúsi Magn-
ússyni (2.046). 30. Dh5+! Kg8 31.
Hxg7+! og svartur gafst upp enda
óverjandi mát, sbr. t.d. 31. … Kxg7 32.
Hg1+ Kf6 33. e5#. Heimsmeistaramóti
öldunga lýkur í dag en Gunnar Finn-
laugsson tekur þátt í mótinu. Einnig er
nýlokið alþjóðlegu móti í Pétursborg í
Rússlandi sem stórmeistarinn Hannes
Hlífar tók þátt í. Sjá nánar www.skak.is.
Hvítur á leik.
Flókinn samanburður.
Norður
♠4
♥ÁD52
♦DG5432
♣ÁG
Vestur Austur
♠K107653 ♠DG8
♥10643 ♥G
♦– ♦K876
♣K73 ♣D10965
Suður
♠Á92
♥K987
♦Á109
♣842
Suður spilar 6♥.
Hraðsveitakeppni hófst hjá BR á
þriðjudaginn. Samanburðurinn er með
gamla laginu: margfalt pappírsbókhald
og hugarreikningur í lokin með stórum
tölum. Nokkuð sem keppnisspilarar
hafa hálfpartinn gleymt eftir tilkomu
litlu sænsku „bridsvinanna“. En
bridgemate-tölvurnar virðast ekki
kunna á hraðsveitakeppni.
„Þeir eiga 300.“
„Og við 790.“
„Ha – er þetta ekki spil 29?“
Jú, þetta reyndist vera spil 29. Parið,
sem gaf út 300, fór þrjá niður í 6♥, en
félagar þeirra tóku óvænt inn 790 í
hina áttina fyrir 4♠ doblaða.
„Við græðum þá 10 impa?“ spurði
sagnhafinn í 6♥.
„Nei, við græðum 28 stig – þú þarft
að bæta 18 við.“
„Andskotinn.“
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Brids
Hlutavelta
Flóðogfjara
6. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.57 4,3 12.13 0,2 18.15 4,1 9.28 16.56
Ísafjörður 1.51 0,1 7.58 2,4 14.22 0,1 20.09 2,2 9.47 16.46
Siglufjörður 4.01 0,1 10.14 1,4 16.25 0,0 22.49 1,3 9.31 16.29
Djúpivogur 3.06 2,5 9.25 0,3 15.26 2,2 21.28 0,4 9.01 16.22
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið