Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Gögn sem birt hafa verið á vef-svæði dómstóls í New York
eru enn ein staðfesting þess hvern-
ig stærstu hluthafar Glitnis stjórn-
uðu bankanum í eigin þágu. Gögnin
sýna að stjórn-
endur FL Gro-
up, nú Stoða,
lofuðu að
„hlutast til um“
lánveitingar
Glitnis í
tengslum við kaup FL Group á
Tryggingamiðstöðinni.
Þetta kemur ekki á óvart fyrir þásem til þekkja og ekki heldur
fyrir þá sem fylgst hafa með op-
inberri umræðu síðustu misseri.
Meðferðin á Glitni fyrir hrun erauðvitað skýringin á því að
slitastjórn Glitnis stendur nú í
málaferlunum í New York, en að
ýmsu leyti gengur það ekki þrauta-
laust. Ein ástæða þess er að fyrri
eigendum FL Group/Stoða tókst að
koma málum þannig fyrir að félag-
ið færi ekki í gjaldþrot, eins og eðli-
legt hefði verið, heldur næði nauða-
samningum.
Nauðasamningarnir valda því aðstjórnun FL Group/Stoða er
enn í svipuðum höndum og áður
þrátt fyrir raunverulegt þrot fé-
lagsins. Undir eðlilegum kring-
umstæðum hefði búið hins vegar átt
að lenda hjá skiptastjóra, sem hefði
getað rannsakað starfsemi þess og
hefði í það minnsta ekki þvælst fyr-
ir rannsókn annarra.
Vegna nauðasamninganna er sústaða nú uppi að slitastjórn
gengur illa að ná gögnum út úr FL
Group/Stoðum.
Ábyrgð þeirra sem nauðasamn-ingana gerðu er mikil, en
skyldi ekki koma að því að sá gjörn-
ingur verði rannsakaður?
Nauðasamning-
arnir alræmdu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.11., kl. 18.00
Reykjavík -1 heiðskírt
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri -9 léttskýjað
Egilsstaðir -10 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 snjókoma
Nuuk 3 alskýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 13 skúrir
Dublin 8 skúrir
Glasgow 10 léttskýjað
London 17 skýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 13 skýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 12 skýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 3 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 20 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 20 heiðskírt
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg 2 léttskýjað
Montreal 3 skúrir
New York 9 alskýjað
Chicago 3 léttskýjað
Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:28 16:56
ÍSAFJÖRÐUR 9:47 16:46
SIGLUFJÖRÐUR 9:31 16:29
DJÚPIVOGUR 9:01 16:22
STAÐA
ATVINNUMÁLA
OG VINNU-
MARKAÐURINN
Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á
landsbyggðinni þar sem Vilmundur Jósefsson,
formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri SA, ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi
kjarasamninga og svara fyrirspurnum.
Staðir og stund
Ísafjörður - þriðjudaginn 9. nóvember
Hótel Ísafirði, kl. 12-14. Léttur hádegisverður.
Akureyri - fimmtudaginn 11. nóvember
Hótel KEA, kl. 8.30-10. Léttur morgunverður.
Húsavík - fimmtudaginn 11. nóvember
Veitingahúsinu Sölku, kl. 12-14. Léttur hádegisverður.
Reyðarfjörður - föstudaginn 12. nóvember
Safnaðarheimilinu, kl. 12-14. Léttur hádegisverður.
Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra,
eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni ásamt öllu
áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins.
Fleiri fundir auglýstir síðar.
Skráning á vef SA: www.sa.is