Morgunblaðið - 08.11.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.11.2010, Qupperneq 9
Frá árinu 1997 hafa 14 útlend- ingar sem hafa verið dæmdir hér á landi verið fluttir til sinna heimalanda til að ljúka af- plánun. Fangarnir voru fluttir til fimm landa, Hollands (5), Lithá- ens (5), Danmerkur (2), Noregs (2) og Þýskalands (1). Haukur Guðmundsson, skrif- stofustjóri dómsmála og lög- gæslu í dómsmálaráðuneytinu, segir að þótt íslensk stjórnvöld vinni eins hratt og mögulegt sé, geti ferillinn verið afar taf- samur. Sum ríki vilji t.d. ekki taka við sínum mönnum nema þeirra eigin dómstólar séu bún- ir að fara yfir refsimatið, þ.e. hvort viðkomandi hefði getað búist við jafnlöngum dómi í heimalandi sínu fyrir sama af- brot. Slíkt taki afar langan tíma. Þýða þurfi dómskjöl o.fl. og síð- an þurfi dómari að taka af- stöðu. Í sumum tilfellum sjái menn fram að fanginn losni úr fangelsi áður en málsmeðferð- inni lýkur. Einn sendur út á ári TAFSAMIR FLUTNINGARSVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Rúmlega 48% fanga sem nú afplána í fangelsum íslenska ríkisins hafa feng- ið þriggja ára fangelsisrefsingu eða þyngri dóma. Fyrir tíu árum var þetta hlutfall 35%. Þyngri dómar eru ein meginskýring- in á því hvers vegna biðlistar í fangelsi hafa aldr- ei verið lengri. Nú bíða um 300 manns eftir því að komast inn í fang- elsi þar sem pláss er fyrir um 145 fanga. Langflestir sem nú sitja í fangelsi fengu dóma fyrir fíkniefnabrot eða 33%. Næstflestir voru dæmdir fyrir kynferðisbrot eða 18%. Samsetning fanga hefur mjög breyst á síðustu tíu árum, samkvæmt samantekt sem Fangelsismálastofnun vann fyrir Morgunblaðið. Fyrir tíu árum höfðu 40% þeirra sem sátu inni verið dæmd fyrir auðg- unarbrot, 23% fyrir fíkniefnabrot og einungis 6% fyrir kynferðisbrot. Fíkniefnasmyglurum og -sölum og kynferðisbrotamönnum hefur fjölgað mjög í fangelsum, eins og áður sagði en hlutfall þeirra sem sitja inni fyrir auðgunarbrot eða skjalafals hefur hins vegar minnkað mjög. Nú sitja jafnmargir í fangelsum fyrir slík brot og árið 2000 en hlutfallið hefur fallið úr 40% í 20%. Forgangsraða í fangelsin Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, segir að biðlistar í fangelsi hafi aldrei verið svo langir. Árið 1994, áður en nýtt fangahús var tekið í notkun á Litla-Hrauni og áður en byrjað var að bjóða upp á sam- félagsþjónustu fyrir þá sem hlutu vægustu dómana, hafi biðlistar kom- ist í 208. Fangelsismálastofnun forgangs- raði og þeir sem hafa verið dæmdir fyrir ofbeldisglæpi séu settir inn eins fljótt og hægt er. Meginástæðan fyrir lengingu biðlista sé sú að dómstólar kveði upp sífellt þyngri refsidóma en afar fáum fangaklefum hafi verið bætt við. Þá hafi dómum í tilteknum brotaflokkum fjölgað mjög, t.d. hafi fáir verið dæmdir í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu fyrir kynferðisbrot fyrir nokkrum árum en nú hljóti margir fangelsisdóma fyrir slík brot. Efnahagsbrotamenn aftarlega Kynferðisbrotamenn eru nú vistað- ir í öllum fangelsum ríkisins, nema Kópavogsfangelsi sem er sérstaklega ætlað konum. Bjóða á út nýtt fangelsi nú í haust sem væntanlega verður tekið í notkun innan tveggja ára og styttist þá biðlistinn. Þegar raðað er á biðlista Fangels- ismálastofnunar er tekið tillit til eðli brota, þyngdar refsingar og brotafer- ils viðkomandi. Aðspurður segir Páll að þessi tilhögun hljóti m.a. að leiða til þess að þeir sem verða dæmdir fyrir efnahagsbrot á grundvelli ákæru frá sérstökum saksóknara, lendi ekki framarlega á listanum. Páll segir að biðlistinn hafi ekki þau áhrif að þeir sem hljóti dóm séu frek- ar látnir taka hann út með vægari hætti, s.s. samfélagsþjónustu eða sleppi með styttri afplánunartíma. Reglur um reynslulausn og sam- félagsþjónustu séu lögbundnar og ekki sé hægt að hvika frá þeim að geð- þótta. „Þetta hefur ekki áhrif enda lengist biðlistinn,“ segir Páll. Þyngri dómar lengja biðlista  Um 300 manns á biðlista Fangelsismálastofnunar Fleiri dæmdir vegna fíkniefna og kynferðisbrota  Tæplega helmingur fanga fékk þyngri en þriggja ára fangelsisdóm Biðlistar aldrei verið lengri Morgunblaðið/RAX Fullt Í dag afplána 159 manns fangelsisdóma, þar af 145 í fangelsum. Margir í gæsluvarðhaldi » Af þeim 15 sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru 7 erlendir ríkisborgarar. Þar eru 5 í gæslu vegna rannsóknar á umfangs- miklu fíkniefnamáli; 4 Litháar og 1 Rússi. » Nú afplána 18 útlendingar dóma. 7 eru frá Litháen, 4 frá Póllandi og 2 frá Bandaríkj- unum. Bahamaeyjar, Holland, Portúgal, Sýrland og Víetnam eiga 1 fulltrúa hvert land. Páll Winkel FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Guðrún Vala Elísdóttir Akranes | Mömmueldhúsið „Veröldin okkar“ er nýr matsölustaður á Akranesi í húsnæði sem áður hýsti kaffihúsið Skrúðgarðinn. Það sem er sérstakt við mömmueldhúsið er að fram- takið er til þess ætlað að veita konum af erlendum uppruna atvinnu og er fjöl- menningarlegt. „Ég fékk þessa hugmynd, ég er snill- ingur“ segir Amal Tamimi og skellihlær. Hún er framkvæmdastjóri Jafnréttishúss sem er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi og reynt að fram- kvæma þetta, en hugmyndin er að gefa kon- um af erlendum uppruna tækifæri til vinnu. Hér er fullt af atvinnulausum konum og það er þekkt að þeir sem eru án atvinnu eiga frekar á hættu að einangrast félagslega, sem síðan getur leitt af sér alls konar vandamál s.s. kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Staða er- lendra kvenna sem ekki eru á vinnumarkaði er oft mjög slæm. Tengslanet þeirra er lítið og þær hafa jafnvel engin tækifæri til að taka þátt í félagslífi utan heimilis. Markmiðið er því að draga þær út, veita þeim tækifæri til að afla sér tekna, öðlast reynslu á vinnu- markaði og kynnast öðrum,“ segir hún. Jafnréttishús fékk styrki bæði frá fé- lagsmálaráðuneytinu úr verkefninu Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun og úr Atvinnuþróunarsjóði kvenna til að koma verkefninu á koppinn. Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður og Vinnu- málastofnun á Vesturlandi leggja verkefninu einnig lið. Langar að opna fleiri staði „Ég var búin að leita að hentugu hús- næði frá því í mars, og loksins er þetta orðið að veruleika,“ segir Amal. Hún er í góðu sambandi við margar konur af erlendum upp- runa en stefnan er sú að maturinn sé heim- ilismatur frá öllum heimshornum. Fjórar konur hafa verið fastráðnar, tvær frá Palest- ínu, ein frá Póllandi og ein íslensk. „Jú hug- myndin er líka að blanda fólki saman, að fólk geti unnið saman þrátt fyrir að vera af ólík- um uppruna.“ Mömmueldhúsið var opnað formlega 15. október sl. og segir Amal viðtökurnar mjög jákvæðar. „Hamingjuóskunum rignir inn og Akurnesingar eru ánægðir með framtakið. Ég er alltaf bjartsýn og mig langar að opna fleiri svona staði ef þetta gengur. Vonandi geta allt að 30 konur komið að þessu verkefni og hingað koma líka gestakokkar sem kynna mat frá sínum löndum.“ Í mömmueldhúsinu verður hægt að panta mat eftir matseðli á kvöldin og í boði er alls konar hollur og góm- sætur matur s.s. lambakjöt, nautakjöt, fiskur, salat o.fl. en enginn réttur er dýrari en 1.590 kr. Í hádeginu verður hlaðborð á 1.350 kr, en það eru smáréttir s.s. hrísgrjón, kúskús, pasta, salat, ávextir og kaffi. „Við getum tek- ið á móti hópum allt að 35 manns og hér er líka fundaraðstaða,“ segir Amal og leggur áherslu á að fólk geti komið með óskir um mat frá ákveðnu landi. „Ég stefni á að hafa taílenskan gestakokk fljótlega, og ýmsa við- burði sem fylgjast má með á Facebook-síðu okkar.“ Boðið upp á ódýran heimilis- mat frá öllum heimshornum Morgunblaðið/Guðrún Vala Gómsætt Matur í Mömmueldhúsinu. Konur Þrjár fastráðnar starfskonur fagna opnun nýja staðarins, Mömmueldhússins á Akranesi.Amal Tamimi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.