Morgunblaðið - 08.11.2010, Page 11

Morgunblaðið - 08.11.2010, Page 11
DAGLEGT LÍF 11 Sápa úr lýsi Ólafur Árni Halldórsson prófaði nýja sáputegund með áhugasömum íbúum í Ólafsvík fyrir skömmu. hvönn og nota í sápurnar. Einnig hef ég notað bláber og krækiber, bæði hrat og safa, þannig að það er ýmislegt hægt að nota.“ Auk þess að framleiða sápu fyrir innlendan markað heldur Ólafur Árni námskeið í sápugerð. Hvert námskeið miðast við það að fólkið geti farið heim og búið til sápur úr því sem það á. „Grunnurinn að öllum sápum er vökvi, fita og basi í réttum hlutföllum. Basinn myndar efnahvörfin og fer því ekki yfir í sápuna. Síðan er hægt að nota alls kyns jurtir, kaffikorg og annað sem hugurinn girnist. Ég nota ýmist ilm- eða litarefni í sápurnar en ég sel þær einnig án þessara efna. Þær sápur hafa verið vinsælar hjá þeim sem eru með viðkvæma húð, húðsjúkdóma eða ofnæmi.“ Tólgarsápan selst vel Talandi um vinsældir, hvaða sápur eru vinsælastar? „Það er yfirburðasala á þremur tegundum. Í fyrsta sæti er Hallgerður, hún gnæfir yfir allt, þá Gunnar og þriðja söluhæsta sápan er Tólgarsápa,“ sagði Ólafur Árni og hlær, því Tólgarsápa er nafn sem fólk réð honum frá að nota, því enginn myndi kaupa sápu með þessu nafni. Annað kom á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá seljendum sápunnar eru yfir 99% viðskiptavinanna erlendir ferðamenn. Það er kannski ekki að undra þegar maður leiðir hugann að sölu- stöðunum og einnig tengingu við víkinga og galdra. Íslendingarnir eru hins vegar hrifnir af námskeið- unum og nýliðinn mánuð hefur Ólafur Árni verið á ferð og flugi um landið til að kynna landanum sápugerð. Það lítur út fyrir að nóvember verði álíka annasamur og sam- hliða námskeiðshaldi hefur Ólafur Árni ver- ið að þróa nýja sápu fyrir jólaverslunina, m.a. Kembrusápu sem hulin er kembru fá Álafossi. Sápa hulin kembru Meðal nýjust afurða Sápunnar er sápa umlukin marglitri kembru frá Álafossi. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Börn sem koma í heiminn í erfiðri fæðingu, og þurfa aðstoð frá sog- klukku eða töng, eru líklegri til að verða erfiðari er þau eldast en þau börn sem fæðast átakalaust með keisaraskurði. Þetta leiðir ný kín- versk rannsókn í ljós. Vísindamennirnir telja að hegð- unarvandamálin megi rekja til mik- ils kortisóls í blóðinu, en kortisól er streituhormón sem líkaminn framleiðir þegar fæðing er stress- andi og erfið. Eldri rannsóknir hafa sýnt að kortisól í blóði úr naflastreng er minnst hjá börnum sem fæðast með keisaraskurði og börnum sem fæðast í skyndilegum og hröðum leggangafæðingum. Mest af kort- isóli fannst í blóði úr naflastreng barna sem þurfti að aðstoða við að koma í heiminn í leggangafæðingu, í fæðingum þar sem þurfti að nota sogklukku eða töng til að ná þeim út. „Kortisólmagn hefur verið tengt við sálræn vandræði hjá börnum en það þarf að rannsaka þetta betur,“ segir dr. Jianmeng Liu. 4190 börn tóku þátt í rannsókn- inni, þau voru öll fædd í Suður- Kína og voru skoðuð á aldrinum 4 til 6 ára til að athuga með vanda- mál eins og kvíða, þunglyndi, at- hyglisbrest og árásargjarna hegð- un. Slík vandamál voru minnst hjá börnum sem voru tekin með keis- araskurði og mest hjá þeim sem var hjálpað út með sogklukku eða töng. Keisaraskurðum hefur fjölgað í Kína, sérstaklega í suðausturhluta landsins þar sem efnaðra fólk býr. Þar var tíðni keisaraskurða 22% árið 1994 en hafði aukist í 56% ár- ið 2006. Keisaraskurðir að ósk móður hafa aukist mikið í suðaust- urhluta Kína. Þeir voru 3,6 % af öllum keisaraskurðum 1994 en 36% árið 2006. Börn Frá Kína Fæðing barna getur haft með hegðun þeirra að segja. Erfið fæðing = erfið börn?Þrátt fyrir ímynd hins skítuga, úfna víkings sagðistÓlafur Árni hafa rekist á grein í Wikipediu sem sann- ar hið gagnstæða. Það er e.t.v. nóg að hugsa um all- ar laugarnar og tækin til notkunar við hreinlætið sem hafa fundist víðsvegar um landið við forn- uppgröft. Ólafur Árni er sannfærður um að víking- arnir hafi búið til sína eigin sápu og nefnir þrjár teg- undir eftir þeim; Hallgerði, Gunnar og Gretti. Um Hallgerði segir á sápukassa: „Hallgerður Langbrók, ein fallegasta kona á víkingaöld, hefur örugglega gert góða sápu. Við getum ímyndað okkur hvaða efni hún gæti hafa notað og hvernig hún gerði sápuna sína. Uppskrift Hallgerðar höfum við lagað að þörf- um húðarinnar okkar og bætt í rómantískri ilmolíu. Hallgerður hefur örugglega viljað að húðin væri sterk og falleg. Góð sápa í baðið og sturtuna.“ (af sapan.is) Hreinlæti víkinga HALLGERÐUR LANGBRÓK Viðskiptavinum með íbúða- og fasteignalán hjá Landsbankanum stendur til boða 110% aðlögun eða 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt og lækka þannig höfuðstól lána sinna. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. 110% aðlögun · Höfuðstóll íbúða- eða fasteignalána er færður niður í 110% af virði eignar · Fyrir þá sem eru með íbúða- og fasteignalán með höfuðstól umfram virði eignar 25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt · Höfuðstóll lána í erlendri mynt færður niður um 25% samhliða breytingu í verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán í íslenskum krónum · Fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 8 3 Lægri höfuðstóll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.