Morgunblaðið - 08.11.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 08.11.2010, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þá er lokiðþjóðfundi,þar sem þúsund manns settu saman á ein- um degi und- irbúningslaust það sem á að vera inntakið á nýrri stjórn- arskrá. Þjóðfundurinn sat í kringum 100 borð og var því í rauninni líkari velheppnaðri erfidrykkju en fundi, en mik- il og almenn ánægja var sögð hafa verið með þetta fyr- irkomulag. Nú hefur enginn getað komið með frambærilega skýringu á því hvaða nauð- syn reki menn til þess að gera sérstaka atlögu að stjórnarskránni einmitt núna. En það er látið liggja í loftinu að það megi með ein- hvers konar dulrænum hætti kenna stjórnarskránni um að bankakerfið fór á höfuðið á Íslandi. Og því skuli henni breytt í grundvallaratriðum. Það er ánægjulegt til þess að vita að engin önnur þjóð sem lent hefur í efnahagslegum ógöngum síðustu tvö árin skuli hafa fattað þetta. Ekki verður þó í fljótu bragði séð að þau nýmæli sem kynnt hafa verið að þjóð- fundi loknum hefðu af öryggi komið í veg fyrir bankahrun ef þau hefðu verið komin í stjórnarskrána fyrir haustið 2008. Upplýst hefur verið að þjóðfundurinn vilji að „stjórnarskráin ávarpi þjóð- ina“, sem er nýung, því hún hefur ekki sagt neitt upphátt svo vitað sé frá 1874. Það á einnig að skrifa inn í stjórn- arskrána að á Íslandi „búi samheldin þjóð“. Það er snið- ug hugmynd. Ekkert hefur bent til þess upp á síðkastið að sú fullyrðing sé rétt, en það gæti lagast ef stjórn- arskráin segir það. En má ekki skrifa líka að á Íslandi búi gáfuð þjóð og árétta í annarri málsgrein að hún sé í raun stórgáfuð miðað við höfðatölu? Og svo á að taka fram í stjórnarskrá að allir eigi rétt á atvinnu, og hús- næði. Hver ætlar að vera á móti því? Hvað á svo að gera í framhaldinu þegar einhver missir vinnunna? Fer sá í biðröð hjá nýjum umboðs- manni stjórnarskrárinnar? Eða munu Umboðsmaður Al- þingis, Umboðsmaður neyt- enda, Umboðsmaður skuld- ara, Umboðsmaður barna og Umboðsmaður hljómsveita ásamt Umboðsmanni stjórn- arskrár setjast niður á auka þjóðfund og fjalla um málið og vísa því til sérstakrar rannsókn- arnefndar á veg- um Alþingis sem rannsaki í leiðinni aðdraganda þess að landhelgin var færð út í 50 mílur? Þjóðfundur vill að tekið verði fram í stjórnarskránni að tryggja beri algjört jafn- rétti. Hver á að leggja á end- anlegan úrskurð um hvenær því sé náð? Jafnframt er tek- ið fram að í stjórnarskránni eigi sérstaklega að tryggja rétt minnihlutahópa. Þarf það ef áður er búið að tryggja algjört jafnrétti? Og hvað eru minnihlutahópar? Aðeins 1% þjóðarinnar er í Frímúrarareglunni og ekki nema 0,5% í Viðskiptaráði. Á stjórnarskráin að tryggja sérstaklega rétt þeirra um- fram til að mynda aldraðra, sem eru um 30 prósent lands- manna eða kvenna sem eru yfir 50%? Meginniðurstaðan virðist vera sú að inn í stjórn- arskrána skuli hrúga óskil- greindum óskalistum í veik- burða tilraun til að gera landið algjörlega stjórnlaust. Finnst einhverjum að á meðan rík- isstjórn situr undir forsæti Jó- hönnu Sigurðardóttur þurfi sérstakt átak til að gera landið stjórnlausara en það er? Tekið er fram að í stjórn- arskránni eigi að fyrirskipa að öll verk eigi að byggjast á heiðarleika. Leggja beri áherslu á manngildi og mannvirðingu. Þarf ekki hundrað síðna viðauka til að útskýra hvað menn eru að fara. Af hverju er ekki sagt berum orðum að allir eigi að fara að lögum? Er það kannski vegna þess að það liggur í augum uppi? Og það sem liggur í augum uppi þarf ekki að setja í stjórnarskrá. En fara menn að lögum yf- irleitt? Það er stór spurning. Til þjóðfundarins átti að velja 1.000 manns af handa- hófi úr þjóðskrá, sagði í lög- unum. Var það gert? Það var nefnilega í heimildarleysi ákveðið að þúsund aðal- fulltrúar samkvæmt lögum skyldu eiga 4.000 varamenn. Þetta byrjar satt best að segja ekki mjög vel. Og svo skal landið verða eitt kjör- dæmi. Því bankahrunið var auðvitað ekki síst því að kenna að vægi landsbyggð- arinnar er örlítið of mikið. Eða er það ekki öruggt? Engin skýring hefur komið fram á því að einmitt nú verði að gera atlögu að stjórnarskránni} Að loknum „þjóðfundi“ Þ að voru alvarlegir menn sem birtust á forsíðu Fréttatímans á föstudag. Þeim var ekki skemmt. Þetta voru Einar Örn Benediktsson og Jón Gnarr. Stórt viðtal var við þessa efstu menn á lista Besta flokksins, sem eru í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn, þar sem þeir kvörtuðu sáran yfir því að vera bornir sökum um að beita einelti, og virðist af myndinni að dæma ekki hafa stokkið bros á vör meðan á viðtalinu stóð. Í sama viðtali gagnrýna þeir hinsvegar alla hina flokkana í borgarstjórn fyrir nákvæmlega það sama og þeir hafa sjálfir verið sakaðir um – einelti. „Þetta eru harðsvíruðustu pólitíkusar landsins, segir Jón. „Þetta eru þrautþjálfaðir teknókratar sem saka okkur um einelti en þetta fólk er með svarta beltið í einelti. Þeim ferst.“ En gagnrýnin á Besta flokkinn kom alls ekkert frá stjórnmálamönnum, heldur kviknaði umræðan út frá um- mælum rithöfundarins Auðar Jónsdóttur á fésbók: „Sé eftir að hafa stutt og kosið Besta flokkinn þegar ég sé búta úr Gnarr myndinni og kynningu á henni í sjón- varpinu. Í bæði skiptin virtist aðalbrandarinn vera sá að það sé óbærilega leiðinlegt að hlusta á Sóleyju Tóm- asdóttur tala, í seinna skiptið um málefni innflytjenda, heyrðist mér. Þetta tal minnir mig óþægilega mikið á ein- eltisgerendur í grunnskóla.“ Ummæli Jóns eru í kynningarmyndskeiði á kvikmynd- inni Gnarr, þar sem Jón segir á fundi með frambjóðendum Besta flokksins: „Skjólstæðingar okkar eru fólkið í borginni. Þannig að við megum aldrei vera að gera lítið úr fólkinu í borginni eða stríða því. En um stjórnmálamenn gildir öðru máli. Þar megum við vera stríðin. Því þar erum við fulltrúar þjóð- arinnar og erum að gera grín að þeim. Eins og ég gerði, labbaði út þegar hún var að halda ræðu, þarna einhver kona [Sóley, er skotið inn í]. Sóley já.“ Sýnt er frá fundinum, Sóley er í ræðustól þegar Jón stendur upp, gengur út og segir: „Mér fannst þetta bara svo stjarnfræðilega leiðinlegt … Og svo fékk ég kvíða bara, yfir því að þau væru ekki að hætta að tala. Það bara, fólk talaði og talaði … Það treystir enginn blaðamaður sér til að vera þarna í tíu mínútur: Þetta er bara, já, leiðinlegasta fólk í heimi …“ Hefð er fyrir því að meiri harka ríki í stjórn- málum, en á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Mér hefur alltaf fundist það hamla málefnalegri umræðu og ég tel að það fæli hæft fólk frá. Það sem mörgum þótti jákvætt og spennandi við fram- boð Besta flokksins var að orðræðan myndi breytast, að hún yrði rifin upp úr „við“ og „þið“ hjólförunum. Í viðtali sem ég tók við Jón Gnarr í aðdraganda kosn- inga sagðist hann hafinn yfir „isma“; það eina sem þyrfti í stjórnmálin væri „fólk með gott hjartalag“. En nú er allt „hinum að kenna“. Miðað við ofangreinda umræðu er Besti flokkurinn kannski ekki á sömu villigötum og aðrir stjórnmálaflokkar – bara öðrum villigötum. Pétur Blöndal Pistill Allt hinum að kenna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Framkvæmdir við höfnina íHelguvík vegna fyrirhug-aðs álvers kostuðu um 1,3milljarða en þar sem álver- ið er ekki risið koma engar tekjur á móti. Á meðan safnast vextir á lán sem tekin voru vegna fram- kvæmdanna, nú um 98 milljónir á ári. Lán sem tekin voru vegna fram- kvæmdanna árið 2009 eru afborg- analaus fyrstu tvö árin en árlegar af- borganir af þeim verða um 190 milljónir auk um 98 milljóna í vexti. Höfnin er nú að reyna að semja um endurfjármögnun á afborgunum og hefur lagt til við lánveitendur að eng- inn lánveitandi fái greidda vexti eða afborganir af höfuðstól fyrr en 1. maí 2011. Allir lánveitendu verða að sam- þykkja þessa tillögu fyrir 17. nóv- ember til að hún taki gildi. Í kynningarefni sem lagt var fyr- ir lánveitendur fyrir helgi kom fram að höfnin gerir ráð fyrir að tap verði á rekstri fram til ársins 2015 en síðan verði umtalsverður hagnaður. For- sendurnar eru þær að 90.000 tonna álver hafi tekið til starfa árið 2013 og verði 270.000 tonn 2016 og að fram- leiðsla hefjist í kísilveri árið 2013 Vaxtagreiðslur á hafnarinnar á hverju ári fram til 2015 eru um 300 milljónir en áætlunin gerir ráð fyrir töluvert meira tapi. Reykjaneshöfn skuldar nú um fimm milljarða en skuldaði um 2,6 ár- ið 2007. Reykjanesbær sem ber fulla ábyrgð á skuldbindingum hafn- arinnar hefur ítrekað hlaupið undir bagga og greitt af lánum. Skuld hafn- arinnar við bæjarsjóð nemur nú um 900 milljónum króna. Þá vekur at- hygli að höfnin skuldar um 377 millj- ónir í yfirdrátt. Byrjaði um leið og Norðurál Í samkomulagi sem stjórn Reykjaneshafna og Norðurál gerðu 27. apríl 2006, skuldbatt höfnin sig til að hefja framkvæmdir við dýpkun og viðlegukanta sama dag og Norðurál tilkynnti að óskilyrtur rafmagns- samningur hefði verið undirritaður og að lokaákvörðun hefði verið tekin um að hefjast handa við að byggja ál- verið. Norðurál sendi tilkynninguna 13. maí 2008, að sögn Péturs Jó- hannssonar hafnarstjóra. Í júlí hafi verið samið við verktaka um dýpkun hafnarinnar og gerð grjótvarn- argarðs. Verkið var keyrt af stað á fullum krafti því 18 mánuðum frá til- kynningardegi átti að vera búið að dýpka og byrja á viðlegukanti. Verk- tími álversins og hafnarframkvæmd- anna var áætlaður tvö ár. Um áramót- in 2008 og 2009 tilkynnti Norðurál að tafir yrðu á öflun raforku. Pétur segir að ómögulegt hefði verið að hætta framkvæmdum því þá hefði höfnin einfaldlega fengið á sig skaðabóta- kröfur. Gert er ráð fyrir að það muni kosta um 1,3 milljarða að reisa við- legukanta sem eru nauðsynlegir þeg- ar álverið verður risið. Fyrir Alþingi liggur þingmannafrumvarp um að höfnin fái 700 milljóna framlag. Nú hefur komið fram að Norður- ál skoðar þann möguleika að flytja súrál landleiðina fyrir 1. áfanga og því er ljóst að töluverður tími gæti liðið þar til þörf verður fyrir höfnina. Rétt er þó að taka fram að Norðurál mun borga hafnargjöld þegar framleiðsla hefst þar, jafnvel þó að súrál eða ál væri ekki flutt um höfnina fyrsta kastið. Pétur segir að eftir á að hyggja hafi framkvæmdirnar verið ótímabærar en samkvæmt samningi hafnarinnar, sem var samþykktur í bæjarstjórn, við Norðurál hafi ekki verið ann- að hægt en að byrja. „Svo frestaðist þetta.“ Vextir vegna dýpkunar eru 98 milljónir á ári Yfirlit áætlunar 2011-2016 Spá Áætl. Áætl. Áætl. Áætl. Áætl. Áætl. Fjárhæðir í m. kr. 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Framlegð í rekstri Regluleg starfsemi 19 18 34 42 42 13 13 Álver og kísilver 0 453 50 228 228 350 425 Atvinnusvæði/lóðagjöld 0 0 239 257 257 307 239 Endurgreiddir fasteignask. 46 50 70 115 115 140 190 EBITDA samtals 65 521 393 642 642 810 866 Breytingar á veltufjármunum -83 7 -143 -116 0 -24 8 Fjárfestingarm.t.t. ríkisframl. 0 -161 204 -146 -243 348 0 Vaxtagreiðslur -194 -314 -316 -307 -344 -361 -295 Sjóðsflæði fyrir fjármögnun -212 52 138 73 55 773 579 Fjármögnunarhreyfingar -143 -470 -463 -804 -408 -347 -279 Sjóðsflæði -355 -417 -325 -731 -352 426 300 Álver í Helguvík 2013 90 þús. tonn 2015 180 þús tonn 2016 270 þús. tonn Kísilver 2013 1. áfangi 2015 2. áfangi Reykjanesbær mun ekki gera ráð fyrir tekjum vegna framkvæmda við álverið í fjárhagsáætlun ársins 2011 en Árni Sigfússon, bæjar- stjóri, býst þó við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hann segir að sparaðar verði um 450 milljónir í rekstri bæjarins og samið verði um endurfjármögnun lána. Starfs- hlutföll í stjórnsýslu og þjónustu hafi verið mjög skert og ýmsir samningar endurskoðaðir. „Við leggjum áherslu á að verja grunn- og leikskóla og þjónustu við börn, þótt það sé erfitt að spara svo mik- ið án þess að menn finni fyrir því.“ Hann hafnar því að fram- kvæmdir við Helguvíkurhöfn hafi verið ótímabærar. Höfn- in hefði þurft að vera tilbúin þegar rekstur hæfist. „Ef við hefðum vitað þá sem við vitum nú um seinkun á fram- kvæmdum hefði mátt seinka fram- kvæmdum.“ Álverið ekki í áætlun 2011 REYKJANESBÆR SPARAR Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.