Morgunblaðið - 08.11.2010, Side 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010
✝ María StefaníaBjörnsdóttir
fæddist á Siglufirði
13. september 1931.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 25. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Zophaní-
as Sigurðsson skip-
stjóri frá Vatnsenda í
Héðinsfirði f. 1892, d.
1974 og Eíríksína
Kristbjörg Ásgríms-
dóttir frá Hólakoti í
Fljótum f. 1897, d.1960. Systkini:
Sigurður 1917-1944, Ásbjörg Una
1919-1972, Halldóra Guðrún 1921-
2009, Sveinn Pétur 1924-1998, Ás-
grímur Guðmundur 1927-1999,
Þorsteinn Helgi 1929-2000, Björn
f.1930, Svava Kristín 1932-2007,
Sigríður Bjarney f. 1934.
Eiginmaður Maríu var Hafsteinn
Júlíusson múrarameistari frá
Vestmannaeyjum, f. 8. júní 1928,
d. 15. febrúar 1990. Foreldrar Haf-
steins voru Sigurveig Björnsdóttir
f. 1891, d. 1934 og Gunnlaugur Júl-
íus Jónsson múrarameistari í Vest-
mannaeyjum f. 1895, d. 1978. Börn
Maríu og Hafsteins eru 1) Sig-
Breki, f. 26.10. 2005. b) Viggó f.
22.1. 1987. 5) Júlíus Geir f. 1.1.
1963, maki Margrét Herdís Guð-
mundsdóttir f. 30.4. 1962. Börn: a)
Hafsteinn f. 10.12. 1984, maki Kar-
ítas Sveinsdóttir f. 4.3. 1987. b) Ey-
steinn Freyr f. 12.7.1989. c) Guð-
mundur Þór f. 29.12. 1993. d)
Júlíus Mar f. 7.6. 2004. 6) Þröstur
f. 20.1. 1964, maki Hrafnhildur
Karlsdóttir f. 11.11. 1962. Börn: a)
Orri f. 19.11. 1985, b) Katrín f.
30.3. 1989, maki Ómar Þór Yngva-
son f. 18.1. 1988. c) María f. 17.10.
1993. Sambýlismaður Maríu frá
árinu 1998 er Aðalsteinn Guð-
laugsson f. 17. júlí 1926, dóttir
hans er Sólveig f. 28.8. 1961.
María ólst upp á Siglufirði og
gekk þar í barna- og gagnfræða-
skóla, hún fór ung til Vest-
mannaeyja að vinna en þar kynnt-
ist hún Hafsteini eiginmanni
sínum. Þau giftu sig 16. júní 1951
og hófu búskap í Vesmannaeyjum
þar sem þau byggðu sér hús. Árið
1963 fluttust þau í Kópavog,
bjuggu fyrst á Hlíðarvegi og síðar
í Kastalagerði. Árið 1997 fluttist
María í Lækjasmára 2 í Kópavogi.
Hún var virk í Kvenfélaginu
Heimaey og í Siglfirðingafélaginu
og var félagi í Oddfellow-reglunni
frá árinu 1981. María vann á
saumastofum í Kópavogi, síðast á
saumastofu Kópavogshælis.
Útför Maríu Stefaníu fer fram í
Kópavogskirkju í dag, 8. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
urveig Helga f. 9.9.
1951. Maki Bjarni
Ragnarsson f. 27.11.
1950. Börn þeirra
eru a) María f. 1975,
maki Daði Már Ingv-
arsson f. 1977, börn:
Hrefna Ósk f. 1994,
Daníel Már f. 2002 og
Gabríel Már f. 2004.
b) Steinar f. 3.11.
1980. Dóttir hans er
María Ísabella f. 2.4.
2009. Áður átti
Bjarni dótturina
Anettu Rós f. 3.12.
1971, maki Christian f. 5.4. 1978,
börn: Sunna Dögg, f. 22.9. 1989,
Thelma Rut f. 22.5. 1999 og Oliver
f. 2.4. 2009. 2) Eiríksína Kristbjörg
f. 20.6. 1955, maki Óskar Sverr-
isson f. 14.5. 1959, synir þeirra eru
a) Bjarki f. 10.9. 1988 b) Sævar
Már f. 10.8. 1990. 3) Guðný f. 19.7.
1956, maki Jóhann Sveinsson f.
15.3. 1955. Börn þeirra eru a) El-
ísa f. 6.1. 1978 b) Hafsteinn Ævar
f. 23.3. 1982. 4) Sigurður f. 3.8.
1959, maki Svava Aldís Viggós-
dóttir f. 20.10. 1961. Börn: a)
Harpa Hödd f. 31.8. 1982, maki
Ísak Halldórsson Nguyen f. 8.7.
1983, sonur Hörpu er Baltasar
Mæsa tengdamóðir mín var mér
mjög kær. Ég var ung þegar ég kom
inn í fjölskylduna, eða fyrir 29 árum,
þá 19 ára gömul og tók hún vel á móti
mér.
Fyrsta minning mín er þegar
Mæsa var fimmtug og haldin var
glæsileg veisla í Kastalagerði og ég
var í eldhúsinu að hjálpa til í afmæl-
inu. Mæsa var mjög veisluglöð og
varð enginn svikinn af veislunum
hennar. Í Kastalagerði voru allir vel-
komnir, alltaf bakkelsi og heitt á
könnunni, og oft á tíðum margt um
manninn við eldhúsborðið hjá Mæsu
og Hafsteini þar sem mikið var
spjallað.
Mæsa var listakona í höndunum
og mjög góð saumakona.
Ég man vel að þegar við Júlli vor-
um að fara að gifta okkur spurði hún
hvort hún mætti ekki sauma brúð-
arkjólinn minn, sem og hún gerði og
var hann dásamlegur. Ekki lét hún
sig heldur muna um að sauma föt á
elsta drenginn okkar sem þá var
tveggja ára og voru þau í stíl við
brúðarkjólinn. Ég á bæði kjólinn og
fötin ennþá og er það mér mjög kær
minning um hana.
Mæsa og Hafsteinn áttu sumarbú-
stað í Öndverðarnesi þar sem öll fjöl-
skyldan kom oft saman og þaðan á
ég margar góðar minningar.
Hún var óspör á að lána okkur bú-
staðinn þar sem við fjölskyldan átt-
um góðar stundir.
Já, Mæsa mín, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar og veit ég að
þú ert komin á annan stað þar sem
Hafsteinn tekur á móti þér. En þó að
þú sért farin verður þú aldrei langt
undan og átt eftir að fylgjast grannt
með okkur öllum.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
(Þýtt Á.Kr. Þ.)
Þín tengdadóttir,
Margrét Herdís Guðmundsdóttir.
Tengdamóðir mín, María Björns-
dóttir, er nú látin eftir erfið veikindi.
Er mér ljúft að minnast hennar með
nokkrum orðum. Kynni okkar stóðu í
tæp þrjátíu ár eða allt frá þeim tíma
að leiðir okkar Eyju minnar lágu
fyrst saman. Ég kom í Kastalagerðið
fljótlega eftir að við Eyja kynnt-
umst. Móttökurnar voru hlýjar á
smekklegu heimilinu og gestrisni
Maríu og Hafsteins einstök eins og
margir þekkja. Systkin unnustunnar
fimm – glaumur og gleði, tré og járn,
listir og menning. Allur pakkinn á
einu bretti. Og fyrir unga manninn
var veislan rétt að byrja.
Ég veitti síðar athygli straumi
ættingja, vina og vandamanna í
Kastalagerðið – heimili þeirra hjóna
stóð öllum opið – var nokkurs konar
miðpunktur stórfjölskyldu, vina og
vandamanna. Þar var hist, málin
rædd við eldhúsborðið og verkefni
leyst ef svo bar undir.
María fæddist og ólst upp á Siglu-
firði. Ung fór hún til Vestmannaeyja
þar sem hún hitti Hafstein manninn
sinn. Fyrstu búskaparár sín bjuggu
þau í Vestmannaeyjum en fluttu í
Kópavoginn 1963 þar sem þau
bjuggu síðan.
Það var Maríu þungbært að missa
Hafstein en hann féll frá árið 1990 og
var hún því orðin ekkja 58 ára gömul.
Vann hún við saumaskap næstu árin
á eftir, allt til starfsloka. María var
mikil dugnaðarkona og í hennar
huga var engin uppgjöf. Hún rak sitt
heimili af miklum myndarskap, tók
áfram á móti öllu sínu fólki, stundaði
félagslíf, fór í ferðalög og fleira.
Við fjölskyldan eigum margar
góðar minningar um Ömmu Kóp,
eins og synir okkar kölluðu hana.
Ófáar úr sumarbústað þeirra hjóna í
Öndverðarnesi. Þar kom fjölskyldan
líka oftar en ekki saman. Oft var
glatt á hjalla og þar stigu mörg
barnabörnin sín fyrstu skref. Amma
Kóp var líka mikið jólabarn og hafði
sérstakt yndi af jólahátíðinni og und-
irbúningi hennar. Fjölskyldan var
hennar fjársjóður.
María hafði einstakt minni þegar
kom að ættrækni og tengslum fólks.
Hún var auk þess vel fróð um menn
og málefni. Hún var heilsuhraust
lengst af eða þar til hún veiktist fyrir
tæpu ári en hún hefði orðið áttræð á
næsta ári.
Í veikindum sínum og eins og jafn-
an áður naut María stuðnings
barnanna sinna og Aðalsteins. Einn-
ig naut hún frábærrar umönnunar
starfsfólks Sunnuhlíðar nú síðustu
mánuðina.
Að lokum vil ég þakka Maríu fyrir
þær góðu stundir sem við fjölskyld-
an höfum átt með henni. Ég minnist
Maríu tengdamóður minnar með
virðingu og hlýju og bið Guð að
blessa minningu hennar.
Óskar Sverrisson.
Elsku amma.
Þú varst aldrei eins og ömmurnar
í ævintýrum og sögum, þú varst
betri. Frá því að við vorum lítil var
heimili ykkar afa stöðugur punktur í
tilverunni og vissum við fátt betra en
að fá að fara til ykkar í pössun.
Kastalagerði var líka alltaf eins og
hálfgert ævintýraland, veröld sem
afmarkaðist af Kópavogskirkju,
steinunum, Jóabúð og sundlauginni.
Húsið í Kastalgerði var líka sveipað
ljóma, ekki síst kexskápurinn goð-
sagnakenndi sem var í fullkominni
hæð fyrir öll barnabörn frá tveggja
ára aldri. Hann var sérstakt tilhlökk-
unarefni þegar í vændum var heim-
sókn til ömmu og afa enda mátti
maður fara sjálfur og skammta sér
kex næstum eins og maður vildi. Í
minningunni mátti líka gera allt og
leika sér alls staðar, meira að segja
glamra tímunum saman á orgelið í
stofunni og nota bláa svefnsófann
sem hið fjölbreyttasta leiktæki.
Jafnvel þegar þú varst ekki heima
var í lagi að við klifruðum inn um
þvottahúsgluggann og létum fara vel
um okkur þar til þú komst heim.
Frá því við vorum lítil höfum við
heyrt sögur af þínu lífi á Siglufirði.
Hvað þú varst klár, áttir auðvelt með
að læra sem barn og lærðir jafnvel
heima fyrir eldri bróður þinn. Ég
(Elísa) man ekki hvenær ég heyrði
fyrst söguna af þessu en frá því að ég
man eftir mér þá ætlaði ég að líkjast
þér. Ég ætlaði að vera framúrskar-
andi dugleg í skólanum eins og þú og
lét mig dreyma um að vera færð upp
um bekk eins og þú.
Þú varst fyrirmynd í svo mörgu.
Þú varst skapandi, óendanlega flink í
höndunum og útsjónarsöm, ekki síst
þegar hart var í ári hjá ykkur afa og
þú saumaðir og seldir föt. Það var
líklega ekki erfitt að koma neinu út
því þú áttir alltaf nýjustu tískublöðin
og gerðir allt bæði vel og með stæl.
Þú varst ávallt smart til fara og
þekktir alla tískustrauma út og inn.
Ég (Hafsteinn) lærði fyrst að meta
það þegar ég var um fimm ára og þú
saumaðir handboltalandsliðsgalla úr
apaskinni á okkur Steinar. Apa-
skinn, hvar fékk hún það? Líklega
keypti afi það í Brasilíu. Þessir gallar
urðu að einkennisbúningum okkar.
Á heimilum okkar og eflaust allra
hinna barnabarnanna má finna ýmsa
muni sem þú hefur gefið okkur í
gegnum tíðina. Þú lagðir ávallt mik-
inn metnað í gjafir og hittir ávallt í
mark. Hvort sem það voru hvítvíns-
glös, tískuföt eða pottaleppar þá
mátti bóka að um fallega og ending-
argóða hönnun væri að ræða.
Þó að við höfum vaxið úr grasi, þú
flust úr Kastalagerði í Lækjasmár-
ann og hafið búskap með Aðalsteini
hefur heimili þitt haldist sem fastur
punktur í tilveru okkar. Við, barna-
börnin, hittumst svo oft heima hjá
þér, þú bjóst okkur hlýtt athvarf þar
sem við urðum að samheldnum hóp
og gafst okkur minningar sem aldrei
gleymast. Elsku amma, við kveðjum
þig með miklum söknuði og þökkum
fyrir allt.
Þín barnabörn,
Elísa og Hafsteinn Ævar.
María Stefanía
Björnsdóttir
Fleiri minningargreinar um Maríu
Stefaníu Björnsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Flytja á málefni
fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga um ára-
mótin. Um er að ræða
1500 starfsmenn mála-
flokksins, sem flytjast
milli atvinnurekenda
með lögum. Yfir þessu
verkefni er verkefnis-
stjórn sem stýrir
framkvæmdinni, en fé-
lagsmálaráðuneytið
ber ábyrgð á verkinu fyrir hönd rík-
isins. Ýmsar nefndir starfa undir
verkefnisstjórninni og þar á meðal
samráðsnefnd um starfsmannamál.
Ekki var gert ráð fyrir því í upphafi
að sérstaklega yrði fjallað um mál-
efni starfsmanna við yfirflutninginn.
Stéttarfélög gerðu alvarlega at-
hugasemdir við það og var því sam-
ráðsnefndin sett á laggirnar. Sami
maður gegnir starfi formanns verk-
efnisstjórnar og starfsmannanefnd-
arinnar. Slíkt fyrirkomulag gæti
verið til þess fallið að tryggja faglegt
starf og að hagsmunir starfsmanna
séu ekki fyrir borð bornir. Vinna í
samstarfsnefndinni gekk vel framan
af. Ekki voru aðilar þó að öllu leyti
sammála. Deilur stóðu meðal annars
um kröfu SFR stéttarfélags um að
við yfirflutninginn nyti þessi starfs-
hópur sem um ræðir sömu mann-
réttinda og opinberir starfsmenn
höfðu árin 1990 og 1996 við yfirflutn-
ing á heilbrigðisþjónustu (1990) og
grunnskólans (1996). Það þýðir ein-
faldlega að núna fengju starfsmenn
að velja um aðild að stéttarfélagi líkt
og starfsmenn fengu þá. Hollt er að
hafa í huga að þjóðfélagsþegnar eiga
að standa jafnir að lögum! Það á
einnig við um fjölmennar kvenna-
stéttir sem ekki eru allt of sælar af
launakjörum sínum!
Vinnan í samráðsnefndinni gekk
ágætlega framan af. Í desember
2009 voru komin grunndrög að
skýrslu. Unnið hafði verið vel og
lengi með þann texta sem átti að
skýra rétt starfsmanna til að njóta
sömu mannréttinda og fólk hafði
1990 og 1996. Á þeim tímapunkti
óskuðu fulltrúar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga (SÍS) eftir að
gert yrði hlé á störfum nefnd-
arinnar. Næsti fundur var boðaður í
janúar 2010. Í stað þess að halda
vinnunni áfram þar sem frá var horf-
ið, þá lögðu fulltrúar SÍS fram til-
lögu sem tók algerlega fyrir að
starfsmenn gætu valið sér stéttar-
félag. Við þessa fáheyrðu uppákomu
slitnaði upp úr starfi nefndarinnar.
Nefndin var aftur kölluð til starfa
nú í haust. Væntingar stóðu til þess
að hægt væri að vinna að réttinda-
málum starfsmanna. Á fundi nefnd-
arinnar þann 5. nóvember 2010
ákvað SÍS að skipta út
fulltrúum sínum og í
þeirra stað mætti Karl
Björnsson, fram-
kvæmdastjóri SÍS. Þar
kynnti hann þá skoðun
sína að nefndin hefði
ekkert hlutverk lengur!
Nefndin hefði runnið út
á tíma. Í væntanlegum
lagasetningum og sam-
komulagi milli ríkis og
sveitarfélaga yrði ekk-
ert tillit tekið til þeirra
áherslna sem nefndin
hefði. Ennfremur lagði Karl Björns-
son fram bækling sem SÍS hafði ein-
hliða sent út tveimur sólarhringum
áður, þar sem lýst er því umhverfi
sem starfsmenn eiga að sætta sig
eftir flutninginn. Við hreppaflutn-
inga hér áður fyrr var svipað upp á
teningnum. Menn voru ekki spurðir
– þeim var bara sagt hvernig hlut-
irnir væru og hvar þeir yrðu settir
niður. Það er dapurleg staða árið
2010 ef sveitarfélögin hafa það við-
horf til væntanlegra starfsmanna, að
þeir eigi að sitja og standa eftir geð-
þótta hvers sveitarfélags fyrir sig.
Á þjóðfundinum greindi þjóðin
sjálf hver þau gildi eru sem eigi að
vera leiðarljós inn í framtíðina: heið-
arleiki, virðing, jafnrétti og réttlæti
voru þar efst á blaði. Væru stjórn-
málamenn að vinna eftir þessum
gildum nú, væri löngu búið að ganga
frá öllum undirbúningi að flutningi
starfsmanna milli ríkisins og sveitar-
félaganna. Menn hefðu einfaldlega
sagt; núna tryggjum við starfs-
mönnum að minnsta kosti ekki lak-
ari aðstæður og kjör en gert var
1990 og 1996. Í stað þess að fara þá
einföldu og sjálfsögðu leið þá stíga
forvígismenn SÍS fram og segja að
hvert sveitarfélag muni koma mál-
um starfsmanna fyrir í nútíð og
framtíð eftir eigin geðþótta. Árið
2010 ætti að vera ár jafnræðis og
jafnréttis. SÍS ætti að vita að væn-
legasta leiðin til árangurs í þessu
mikilvæga verkefni er að vera í góðu
samráði við starfsmenn. Það kann
ekki góðri lukku að stýra ef koma á
fram við þá eins og hunda.
Kyrr! – Sittu! –
Leggstu!
Eftir Árna Stefán
Jónsson
Árni Stefán Jónsson
» Vænlegasta leiðin til
árangurs er að vera í
góðu samráði við starfs-
menn. Það kann ekki
góðri lukku að stýra ef
koma á fram við þá eins
og hunda.
Höfundur er formaður
SFR – stéttarfélags.
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér
rétt til að hafna greinum, stytta
texta í samráði við höfunda og
ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða
á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á
vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra greina