Morgunblaðið - 08.11.2010, Side 24

Morgunblaðið - 08.11.2010, Side 24
24 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 … nú er helsta skemmtun hans að fara símleiðis á fjörurnar við gjaldkerann Söru 26 » Sænska myndin Kvennastríðið sem fjallar um nauðganir í stríðunum í Austur-Kongó og Bosníu verður fyrsta mynd í Bíó-fundasyrpu sem félög og stofnanir Sameinuðu þjóð- anna standa fyrir í vetur í samvinnu við Bíó Paradís. Myndin verður sýnd klukkan 20 í kvöld en að lok- inni sýningu munu Íris Kristins- dóttir lögfræðingur, Edda Jóns- dóttir mannréttindafræðingur og Bergljót Arnalds rithöfundur ræða um efni myndarinnar við áhorf- endur. Þá verður opnuð sýning á auglýsingum sem komust í úrslit í samkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn fátækt í heiminum en Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, varð í fyrsta sæti í keppn- inni og átti að auki þrjár auglýs- ingar af 30 sem komust í úrslit. UNIFEM, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Félag SÞ á Íslandi standa að Bíó- fundunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Í tilkynningunni segir að á fundunum verði sýndar mynd- ir sem tengjast málefnum sem eru í brennidepli og SÞ. Að sýningum loknum verða þessi málefni rædd og taka sérfróðir menn þátt í um- ræðunum. Leikstjóri Kvennastríðsins er Marika Griehsel og segir m.a. um myndina í tilkynningu: „Nýlegar fréttir um að 300 hafi verið nauðg- að á þremur dögum af uppreisnar- mönnum í Austur-Kongó hafa vakið mikinn óhug enda fóru þær framhjá friðargæslusveitum Sam- einuðu þjóðanna í nágrenninu. Tal- ið er að 20 til 50 þúsund konum hafi verið nauðgað í Bosníu en frá 200 til 500 þúsund konum og raunar körlum einnig í Kongó. Kvenna- stríðið er hlýleg og áhugaverð mynd um kynni Estherar Munye- renka sem vinnur á sjúkrahúsi í Kongó og Mira Vilusic, sálfræðings frá Bosníu og Hersegóvínu. Þær koma sín úr hvoru heimshorni en eiga það sameiginlega að reyna að hjálpa konum sem nauðgað hefur verið í stríði.“ Kvenna- stríð í Bíó Paradís Bíó-fundur um nauðganir í hernaði Kvennastríðið Stilla úr kvikmynd- inni sem sýnd verður í kvöld. Brynja Emilsdóttir, textíl- og fatahönnuður, sýnir í nóvemb- er lampakúpla handunna úr tvinna í versluninni Aurum í Bankastræti. Brynja hefur um árabil unnið föt, mynstur og nytjahluti úr tvinnaflækjum en hefur að undanförnu unnið úr þeim kúlur sem hún svo gerir úr lampakúpla, að því er segir í tilkynningu. „Allt að 2.000 metrar af tvinna fara í hvern lampa en þræðina vinnur hún í marglitar flækjur sem gefa töfrandi litbrigði og mynda hálf- gagnsætt efni sem gefur frá sér hlýlegt og fallegt ljós,“ segir þar einnig. Brynja notaði fyrst tvinna í verk sín fyrir um tíu árum, þá sem þrykkmynstur. Hönnun Lampakúplar unnir úr tvinna Lampakúpull úr tvinna eftir Brynju. ASA tríó heldur upp á fimm ára afmæli sitt um þessar mundir en tríóið lék fyrst á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2005. Tríóið skipa Andrés Þór gítarleikari, Agnar Már Magn- ússon sem leikur á orgel og Scott McLemore trommuleik- ari. Í tilefni af afmælinu ætlar tríóið að leika í Jazzklúbbnum Múlanum í Risinu, Tryggva- götu 20 í Reykjavík, 10. nóv- ember nk. kl. 21. Degi síðar heldur tríóið tónleika á Græna hattinum á Akureyri kl. 21. Tríóið hefur leikið tónlist úr ýmsum áttum þvert á tónlist- arstefnur, m.a. lög Jimi Hendrix, Red Hot Chili Peppers og Johns Coltrane og einnig eigin lög. Tónlist ASA fagnar afmæli með tónleikum Scott McLemore trommuleikari. Rúnar Þórisson, tónlistar- maður og gítarleikari, heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói annað kvöld, kl. 20.30, vegna útgáfu hljómplötunnar FALL. Rúnar kemur fram ásamt hljómsveit en hana skipa Arn- ar Þór Gíslason trommuleikari, Jakob Magnússon bassaleik- ari, Birkir Rafn Gíslason gít- arleikari, Unnur Birna Björns- dóttir, Íris Gísladóttir og Helga Ágústsdóttir strengjaleikarar og söngv- ararnir Hjörvar Hjörleifsson, Margrét Rúnars- dóttir og Lára Rúnarsdóttir sem jafnframt leikur á hljómborð, Jóhann Stefánsson trompettleikari og Jón Óskar sem leikur á ásláttarhljóðfæri. Tónlist Rúnar heldur útgáfutónleika Rúnar Þórisson tónlistarmaður. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bókaútgáfan Uppheimar sendir frá sér fjölbreytileg skáldverk. Þar á meðal er glæpasaga eftir Ævar Örn Jósepsson, Önnur líf. „Eins og venjulega er Ævar í hringiðunni miðri,“ segir Kristján Kristjánsson útgef- andi. „Bókin á sér útgangspunkt í mótmælunum á Austurvelli og dansinum kringum bálið þar. Glæpa- málið snýr að ungri stúlku sem er nauðgað á hrotta- fenginn hátt og rúmu ári síðar er ráðist á hana og hún stungin ellefu sinnum. Í þessari bók má segja að Æv- ar Örn sýni ýmsar óvæntar hliðar á löggugenginu sínu: Katrínu, Guðna, Árna og Stefáni. Stefán er á hliðarlínunni eins og Árni sem er í feðraorlofi. Guðni er í hroðalega vondum málum og þarf að glíma við ill öfl í sjálfum sér og öðrum. Það kemur í hlut Katrínar að draga vagninn í þessari bók enda tengist hún áð- urnefndri stúlku. Söguleg skáldsaga Ragnars Arnalds Sigríður Pétursdóttir gefur út sitt fyrsta verk hjá okkur, Geislaþræði, sem eru smásögur sem byggjast á samskiptum fólks í netheimum. Bókin er í formi tölvupósta og Sigríði tekst að skapa úr þessum efnivið mjög áhugaverðar sögur, allavega var auðvelt fyrir okkur hér á forlaginu að falla fyrir þessu handriti. Drottning rís upp frá dauðum er söguleg skáldsaga eftir Ragnar Arnalds sem gerist á 14. öld og segir frá Margréti konungsdóttur í Noregi. Barnung verður hún drottning Skota og Ragnar spinnur sögu um ævi hennar út frá athyglisverðum heimildum.“ Grín um femímisma Dagur kvennanna er bók eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur og Megas. Handritið að þeirri bók er að sögn Kristjáns átján ára gamalt, en útgefandi fannst ekki fyrr en nú. „Ég skil ekki af hverju útgef- endur hafa verið feimnir við að gefa út þetta skemmtilega rit,“ segir Kristján. „Bókin er vissulega nokkuð groddaleg á köflum en textinn er safaríkur, fyndinn og skemmtilegur. En einhverjum finnst sér kannski ógnað í þessum texta þar sem er blygðunarlaust gert grín að femínisma og misskil- inni karlmennsku.“ Á útgáfulista Uppheima er barnabók eftir Kristínu R. Thorlacius, Var það bara svona? sem Erla Sigurð- ardóttir myndskreytir. Þar eru líka ljóðabækurnar Mold- arauki eftir Bjarna Gunnarsson og Blindhæðir eftir Ara Trausta Guðmundsson. „Þetta eru heilsteyptar ljóðabækur, fastmótaðir ljóðabálkar þar sem við fylgj- um ljóðmælendunum í gegnum ýmis svið,“ segir Kristján. Ævi rútubílstjóra og síldarbær Ein ævisaga kemur út hjá Uppheimum, Sæmund- arsaga rútubílstjóra eftir Braga Þórðarson rithöfund og fyrrum bókaútgefanda. „Sæmundur Sigmundsson í Borgarnesi er einn þekktasti rútubílstjóri landsins og það er ákveðinn ævintýrablær yfir lífi hans,“ segir Kristján og nefnir einnig til sögu bókina Svipmyndir úr síldarbæ eftir Örlyg Kristinsson. „Í þessu verki gerir Örlygur það fyrir Siglufjörð sem Heinesen gerði fyrir Þórshöfn í Færeyjum, dregur upp mannlífs- myndir sem endurskapa bæinn. Andblær liðinnar tíð- ar birtist í þessum mannlífsþáttum þannig að maður upplifir Siglufjörð nákvæmlega eins og hann var. Ég er viss um að þessi bók á eftir að vekja athygli, hún er vel stíluð og þar eru kynntir til sögu eftirminnilegir karaterar,“ segir Kristján. Glæpir og dagur kvenna  Það er líf og fjör í bókaútgáfu Uppheima þetta árið  Skáldverk, barnabækur, ljóðabækur, ævisaga og svipmyndir frá síldarbæ eru á útgáfulistanum Morgunblaðið/Einar Falur Öflugur Kristján Kristjánsson, útgáfustjóri Uppheima, lætur kreppu ekki draga úr sér kjarkinn í bókaútgáfu sem er öflug þetta árið, útgáfulistinn er fjölbreyttur og höfundarnir margir. Spegill þjóðar – persónulegar hug- leiðingar um íslenskt samfélag eft- ir Njörð P. Njarðvík kemur út hjá Uppheimum. Spegill þjóðar er skráning á persónulegum vanga- veltum um íslenskt samfélag frá miðri síðustu öld og fram í október 2010. Uppheimar hafa það sem af er árinu gefið út eftir Njörð smá- sagnasafnið Hver ert þú? og endur- útgefið barnabók hans og Halldórs Péturssonar, Helgi skoðar heim- inn. Einnig er nýútkomin ljóða- bókin Vetrarbraut eftir Kjell Espmark í þýðingu Njarðar. Spegill þjóðar NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK Njörður P. Njarðvík Góð glæpasaga snýst umannað og meira en blóð-ug morð og leitina aðmorðingjanum. Góð glæpasaga er, líkt og góð skáld- saga almennt, saga um fólk, til- finningar þess, hugsanir og sam- bönd. Fyrirgefning, eftir Lilju Sigurðardóttur, er slík saga. Rétt er að taka það fram í byrj- un að bókin er afar góð glæpasaga sem slík. Söguhetjan Magni, sem þeir þekkja sem lásu bókina SPOR, er fenginn til að skrifa bók um fórnarlömb ofbeldisglæpa. Reynir hann að komast að því hvort fórnarlömbin hafi jafnað sig á lífsreynslunni og þá hvaða leiðir þau fóru til að ná því marki. Sjálf- ur er hann slíkt fórnarlamb og er því tilvalinn til verksins. Hann flækist hins vegar fljót- lega í rannsókn á dularfullum dauðsföllum, sem hann fer að renna í grun að tengist á ein- hvern hátt. Sem þröngt skilgreind glæpa- saga er Fyrirgefning fyrirtaks bók. Hún er hörkuspennandi, kemur lesandandum oft á óvart og gengur fullkomlega upp. Hún er lipurlega skrifuð og eins klisju- lega og það kann að hljóma var erfitt að leggja hana frá sér áður en að síðustu blaðsíðu var komið. En Fyrirgefning er einnig frá- bær skáldsaga um reiði, hefnd og fyrirgefningu, bæði gagnvart þeim sem gert hefur á hlut manns og gagn- vart manni sjálf- um. Einkum sektarkenndina, sem fólk getur upplifað fyrir að vera reitt og vilja hefna sín á þeim sem brotið hefur á manni. Magni sjálfur er holdgervingur átakanna á milli þessara tilfinn- inga. Morðið á bróður hans og kvalirnar sem hann þurfti sjálfur að þola vekja með honum reiði og hefndarþorsta, þótt nokkuð sé frá liðið og morðinginn á bak við lás og slá. Bókin fjallar einnig um það hvað sé hæfileg refsing fyrir ofbeld- isbrot og það sem gerir hana áhrifameiri er að höfundurinn er ekki að mata lesandann á því hvert hið rétta svar eigi að vera, heldur lætur hann um að skera úr um það sjálfur. Þá munu áhugamenn um elda- mennsku finna eitthvað við sitt hæfi í bókinni, en Magni er góður kokkur og getur kennt lesand- anum ýmislegt um hvernig bera eigi sig að í eldhúsinu. Fyrirgefning er afbragðs- glæpasaga, spennandi og á köflum óhugnanleg og eiga unnendur slíkra bóka eftir að njóta hennar vel, sem og unnendur góðra ís- lenskra skáldverka. Fyrirgefning og hefnd takast á Fyrirgefning bbbbn Eftir Lilju Sigurðardóttur. Bjartur 2010. 205 bls. BJARNI ÓLAFSSON BÆKUR Lilja Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.