Morgunblaðið - 08.11.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.11.2010, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 HHHH T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHHH - Leonard Maltin HHHH - Boxoffice Magazine HHHH - Wall Street Journal SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH - H.S. MBL HHHH - R.E. FBL HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH - Ó.H.T. – RÁS2 SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminni- lega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA 14.000 gestir SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI7 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI Stephen King segir: „Það gildir einu hvort að þú sért unglingur eða kvikmyndaáhugamaður á fimmtugsaldri, þú verður dolfallinn.”. KODI SMIT-MCPHEE CHLOE GRACE MORETZ RICHARD JENKINSSÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 3:553D - 6:153D L DUE DATE kl. 4 - 5:45 - 8 - 8:20 - 10:15 10 RED kl. 3:45 - 6 - 8:05 - 10:30 12 KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D ísl. tal kl. 43D 7 ÓRÓI kl. 8 7 THE SWITCH kl. 6 - 10:20 10 LET ME IN kl. 10:40 L / EGILSHÖLL ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal kl. 63D 7 DUE DATE kl. 8 - 10:10 7 RED kl. 8 - 10:10 12 ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L / AKUREYRI Það er voða notalegt aðfara á tónleika í Fríkirkj-unni. Eitthvað svo kósístemning þar alltaf. Reyndar þykja mér kirkjur bara almennt frábærir tónleikastaðir. Og til að gerast ögn pólitískur í þessari tónleikagagnrýni held ég að allir þeir gaukar sem gala endalaust um aðskilnað ríkis og kirkju átti sig ekki á því hvað kirkjur, sem hús, eru iðandi af menningu og mannlífi um landið allt. Oft á tíðum eru þær m.a.s. einu alvöru menningarhúsin í mörgum smærri byggðum þessa lands. Fríkirkjan var allavega sann- kallað menningarhús laugardaginn síðastliðinn. Hjaltalín hóf tón- leikana en strax í byrjun benti sessunautur minn réttilega á hvernig Högna svipaði til frels- arans á altaristöflunni. Báðir ung- legir, með blíða andlitsdrætti, óh- irt skegg og sítt hár. Hjaltalín var ótrúlega góð. Ég hef séð sveitina spila margoft en er engu að síður tilbúinn að full- yrða að ég hafi aldrei séð hana jafn þétta og skemmtileg og þarna í Fríkirkjunni. Þau nutu liðsinnis Schola Can- torum-kórsins í nokkrum lögum. Þá ákvað Högni að flytja lag eftir Múm a capella með kórnum. Ég hugsaði reyndar strax þegar hann kynnti lagið: „Kræst, maður sekk- ur ekki mikið dýpra í krútt- kynslóðarhámenningunni en þetta.“ En það var engu að síður gullfallegt. Lokalag Hjaltalín var nokkuð kröftugt enda gott lag með góðri hljómsveit. Högni breimaði hástöf- um „and it feels like sugar!“ Þögn. Myrkur. Rafmagnið fór af húsinu í miðju lagi. Þessir ungu og hæfileikaríku tónlistarmenn létu það samt ekki á sig fá og kláruðu lagið rafmagns- laust í myrkrinu og uppskáru mik- inn fögnuð tónleikagesta. Eftir stutt hlé tóku Wildbirds and Peacedrums við. Satt að segja höfðaði sú tónlist ekki beint til mín. Flestir tónleikagestir voru greinilega ósammála mér en sitt sýnist hverjum. Schola Cantorum söng nokkur lög með þeim en öll virtust þau nokkuð svipuð. Kannski var ég bara þreyttur. Ég veit það ekki en Hjaltalín var óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Fríkirkjan í Reykjavík Hjaltalín, Schola Cantorum og Wildbirds & Peacedrums bbbmn JÓNAS MARGEIR INGÓLFSSON TÓNLIST Notaleg kvöldstund í Fríkirkjunni Kórinn Schola Cantorum söng á tónleikunum og hér skín einbeitingin úr hverju andliti. Himneskt Hjaltalín með Högna í fararbroddi. Śkeggjaður og síðhærður eins og frelsarinn. Plokkað Guðmundur Óskar Guð- mundsson, bassaleikari Hjaltalín. Síðri Wildbirds and Peacedrums fluttu tónlist sem höfðaði ekki til rýnis. Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni Tónleikarnir voru vel sóttir og kirkjan nýtt til fulls, jafnt sæti sem gólf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.