Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 MBL.IS FÆRIR ÞÉR ERLENDAR FRÉTTIR Á FERÐINNI Erlent - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 VIÐBJÓÐUMBETUR SANNKALLAÐ JÓLAVERÐÁÖLLUM INNRÉTTINGUM LÁTTUREYNAÁÞAÐ Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 friform.is 500 km Riyadh Mekka SÁDI- ARABÍA KLUKKUTURNSBYGGINGARNAR IHRAM MOSKAN MIKLA BÚIST VIÐ METMANNFJÖLDA Í MEKKA Gert er ráð fyrir því að metfjöldi, eða allt að fjórar milljónir manna, komi saman í Mekka vegna pílagrímsferðar múslíma, hajj, sem hefst á sunnudaginn kemur Við hliðina á moskunni, mesta helgidómi múslíma, hefur verið reist risastór byggingasamstæða þar sem margir pílagrímanna gista Pílagrímar þurfa að halda sér í ástandi sem nefnist „ihram” með því að fylgja ströngum reglum og vera í sérstökum fatnaði meðan á pílagrímsferðinni stendur Muzdalifah Arafat 5 km Mina N Moskan mikla 4 1 3 MEKKA Garður Ein af frumskyldum hvers múslíma er að fara í pílagrímsferð til Mekka einu sinni á ævinni hafi þeir efni og aðstæður til HELGISIÐIR Pílagrímsferðin er farin í síðasta mánuði íslamska dagatalsins Tawaf: Gengið sjö sinnum í kringum Kaba Ferð til Arafat: Ferðin fram og til baka tekur yfirleitt 3-5 daga Al Jamarat: Steinum kastað á þrjár súlur (til að minnast þess þegar djöfullinn freistaði Abrahams og Ísmaels Sai: Hlaupið sjö sinnum milli Marwah og Safa í moskunni 1 3 4 1 2 Marwah Safa Kaba snúið 180° τεικνινγυννι Kaba- helgidómurinn hjúpaður svörtu silki Svartur steinn 1 1 2 3 4 5 6 7 Sai byggist á leit Hagar, konu Abrahams, að vatni handa Ísmael syni þeirra (Guð opnaði þá lind sem seinna var nefnd Zam Zam, og er nálægt Kaba) 2 1 2 46 3 5 7 Marwah Safa Abdul Aziz hlið Verslana- miðstöð Marwa- turn Safa-turn Zamzam- turn Al Maqam- turn Royal Orchid hótelið Movenpick Hajar- turn Fairmont- hótelið Konunglega klukkan Umrah-hlið Al-Fatah hlið Tawaf Í moskunni er Kaba, fyrsta hús Guðs samkvæmt íslam. Alls staðar í heiminum snúa múslímar í átt að helgidómnum þegar þeir biðjast fyrir Efri hluti fótanna þarf að vera ber Konur mega velja aðra liti en flestar klæðast hvítu Karlmenn eiga að vera í hvítum kufli án sauma Hæstu byggingar heims 828 m Dubai Burj Dubai 601 m Mekka Klukku- turninn Taipei 101 508 m Taipei CN- turninn 553 m Toronto Empire State 381 m New York Heimildir: Reuters, Hajj-ráðuneyti Sádi-Arabíu Fyrrverandi starfsmaður banda- ríska sendiráðsins í Kaupmanna- höfn, Paul Stærk-Rasmussen, kveðst vera viss um að leyniþjón- ustudeild dönsku lögreglunnar, PET, hafi vitað af eftirliti með mannaferðum við sendiráðið þótt hann hafi ekki sannanir fyrir því, að sögn danska ríkisútvarpsins í gær. Þá hafði dagblaðið Politiken eftir fyrrverandi lögreglumanni, Frank Rosendahl, sem tók þátt í eftirlitinu á vegum sendiráðsins, að teknar hefðu verið ljósmyndir og vídeó- myndir af grunsamlegu fólki í grennd við sendiráðið, m.a. þátttak- endum í löglegum mótmælum. Ros- endahl stjórnaði sex manna hópi sem annaðist eftirlitið á árunum 1998- 2002 og sendi sendiráðinu upplýsing- ar um grunsamlegar mannaferðir. „Við settum allar myndirnar í tölv- una og svo skrifuðum við skýrslu um atburðinn, að sést hefði til manns á tilteknum tíma og tilteknum stað, og síðan fylgdi lýsing á manninum með myndina hefta við,“ hefur Politiken eftir Rosendahl. Hann lagði áherslu á að eftirlitsmennirnir hefðu ekki veitt fólki eftirför út fyrir tiltekið svæði við sendiráðið og ekki vitað hvað fólkið hét. Politiken hafði eftir ónafngreind- um heimildarmanni, sem tók einnig þátt í eftirlitinu, að eftirlitsmennirn- ir hefðu veitt grunsamlegum mönn- um eftirför um Kaupmannahöfn til að komast að því hverja þeir hittu. „Virðist kolólöglegt“ Jørn Vestergaard, lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla, kveðst vera undrandi á þessum upp- lýsingum. „Þetta virðist vera kol- ólöglegt,“ hefur Politiken eftir hon- um. Lagaprófessorinn Jens Vedsted- Hansen tekur í sama streng. „Ef þetta snerist aðeins um eftirlit með það að markmiði að hindra árás hryðjuverkamanna á sendiráðið, þá hef ég skilning á því, svo framarlega sem dönsk yfirvöld hafa heimilað það,“ sagði hann. „En umfang eftir- litsins og skráningarinnar er enn óljóst. Ég dreg þess vegna þá álykt- un að hafi þetta gerst án samþykkis danskra yfirvalda þá hafi þetta verið skýlaust lögbrot. Og hafi dönsk yfir- völd veitt heimild fyrir svo umfangs- miklu eftirliti, sem virðist hafa átt sér stað, þá tel ég að viðkomandi yfirvöld séu í vanda. Þá virðist sem farið hafi verið í kringum hinar al- mennu reglur um eftirlitsstarfsemi.“ Telur lögreglu hafa vitað af eftirliti sendiráðsins  Danskir lagaprófessorar telja að eftirlitið hafi verið ólöglegt Bandaríska netverslunin Amazon hefur tekið rafbók, sem nefnist „Handbók barnaníðinga til að njóta ástar og ánægju“ úr sölu eftir hörð viðbrögð neytenda um öll Banda- ríkin. Bókin, sem er eftir Phillips Greaves, var gefin út í október og ætluð fyrir Kindle-lestölvur. „Ég er með þessu að reyna að auka öryggi þeirra ungmenna, sem eiga saman að sælda við barnaníð- inga, með því að setja fram til- teknar reglur sem hinir fullorðnu eiga að fylgja,“ sagði í kynningar- texta með bókinni. „Ég vonast til að ná þessu fram með því að höfða til góðmennsku barnaníðinga og vona að það dragi úr hatri og leiði hugsanlega til vægari dóma ef þeir nást.“ Margir notenda Amazon gagn- rýndu það að bókin skyldi hafa ver- ið til sölu á vefnum. Stofnaðir voru Facebook-hópar þar sem neytendur voru hvattir til að sniðganga Ama- zon. Bók fyrir barnaníðinga tekin úr sölu Nítján ríki eru með njósnara í Noregi og sumir þeirra gefa sig út fyrir að vera sendiráðsmenn, blaðamenn eða viðskiptamenn, skv. nýrri skýrslu norsku öryggislögreglunnar, PST. Sum- ir njósnaranna hafa mestan áhuga á norskri tækni, aðrir á stefnunni í öryggismálum og enn aðrir sækjast eftir upplýs- ingum á mörgum sviðum. Njósnarar frá 19 löndum ÖRYGGISLÖGREGLA NOREGS Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að hryðjuverkalög- unum svonefndu verði ekki beitt aft- ur gegn aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins eins og gert var þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008. Í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten segir hann þessar að- farir ruddalegar. Fyrirsögn viðtals- ins er „Siger sorry til Island“, eða Biður Íslendinga afsökunar. Varnarmálaráðherrann sagði að- spurður í viðtalinu við Aftenposten að framkoma breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum, þegar Verkamannaflokkurinn var við völd, hefði verið „óhefluð“. Hann hét því að hryðjuverkalögum yrði ekki beitt aftur gegn bandalagsþjóð líkt og gerðist með Ísland. Fox biður Íslendinga afsökunar Segir framkomu Breta „óheflaða“ Reuters Fox Varnarmálaráðherra Breta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.