Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 11
Dóttirin Chelsea Clinton var meðal kynna. Hönnuður Donatella Ver- sace var í flottum kjól. Verðlaun- uð Julia Roberts er alltaf klassísk. Í brynju Leik- konan Hilary Swank var í kjól með nokk- uð sérstökum upphlut. margar konur lesið. Kristín segir að sú bók hafi oft komið til tals eftir að Stelpur kom út. „Það hafa margar stelpur fært það í tal við mig að þær hafi læst sig inn í herbergi með Stelpnafræðarann á unglingsaldri. Ég held að þá hafi það sér- staklega verið kynþroskinn sem stelpur voru mikið að lesa um, og annað sem var feimnismál. Um- ræðan er orðin opnari og upplýs- ingar aðgengilegri í dag en á þeim tíma. Þó hægt sé að finna nánast allar upplýsingar á netinu er betra að hafa þær allar á einum stað og á íslensku. Á netinu er líka erfitt að meta hvað er marktækt og hvað ekki. Við pössuðum okkur á því að vera ekki að mata lesendur á einhverskonar vitleysu. Ég hafði það í huga að hafa bókina faglega og bera virðingu fyrir lesand- anum,“ segir Kristín. Spurð hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart við vinnslu bókarinnar hlær Kristín og seg- ir að það hafi komið þeim mest á óvart hvað þær voru vitlausar sjálfar. „Það var margt sem við vissum ekki og það kom okkur á óvart. Við höfum báðar gengið með börn og við vissum nánast ekkert um hvernig tíðahringurinn virkar þegar við þurftum að fara að útskýra hann. Það eru líka alls- konar upplýsingar sem ég hafði ekki hugmynd um, t.d. að stelpur fara líka í mútur og ýmislegt um fjármálin. Ég átti líka mjög erfitt með að skrifa kaflann um útlit, Þóra er mikið meiri pæja og hún tók það svolítið að sér og ég lærði jafnóðum,“ segir Kristín kankvís. Unnið út frá sjálfsmyndinni Bókin er kaflaskipt og að- gengileg að sögn Kristínar. „Bókin er þannig upp sett að fyrsti kaflinn fjallar um sjálfs- myndina. Það sem við vorum að hugsa í upphafi var að styrkja sjálfstraust og sjálfsmynd ungra stelpna því það eru fáar ungar stelpur sem ganga um beinar í baki og með 100% sjálfstraust, við vildum hafa áhrif á það. Allir hinir kaflarnir sem á eftir koma fjalla um þætti sem okkur fannst og við vitum að geta haft áhrif á sjálfs- mynd stelpna, það getur verið allt frá heilsu og áhugamálum og upp í alvarlegri mál eins og kynlíf og of- beldi. Þetta er alls ekki tæmandi listi og margt annað sem getur haft áhrif á sjálfsmynd ungra stelpna en við tókum það sem okkur fannst liggja beinast við að fjalla um.“ Bríet var líka unglingur Í upphafi bókar er tilvitnun í Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og smá fróðleikur um hana. „Við skrifin fannst mér ég svo oft vera að fást við spurningar sem ég hefði viljað fá svör við á þessum aldri og kannski formæð- ur mínar líka og konur alltaf. Ástæðan fyrir því að ég vitna í Bríeti er að hún þurfti að vera sterk og með sterka sjálfsmynd til að gera það sem hún gerði en hún var pottþétt líka einhvern tímann tólf ára stelpa sem var að byrja á túr, það er kjarni málsins. Hún var líka einu sinni eins og við og það er ekkert óeðlilegt við að vera óörugg og standa frammi fyrir öll- um þessum vandamálum. Bríet fann lausnir á vandamálum og vangaveltum unglingsáranna, al- veg eins og ég og nútíma ung- lingsstelpur munu gera líka. Ég vona bara að bókin geti komið þeim að einhverjum notum,“ segir Kristín uppörvandi að lokum. Morgunblaðið/Ernir Stuð Það getur verið gaman að vera unglingsstúlka en oft erfitt líka. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Dansstúdíó líkamsræktarstöðvar- innar World Class stendur fyrir danshátíð með heimsþekktum dans- ara frá Los Angeles um helgina í World Class í Laugum. Dansarinn heimsþekkti heitir Sonny Fredie og verður með dans- vinnustofu í dag frá kl. 18.30 til 21.30 og á morgun frá kl. 13 til 16. Fredie kennir Hip Hop og House og hefur sérstakur stíll hans vakið mikla athygli í mekka dansins, L.A. upp á síðkastið. Mikið og erfitt fóta- flæði einkennir dansa hans segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum vinnustofunnar. Fredie kemur frá Danmörku og er þekktur þar sem söngvari og leikari. Hann rekur nokkur dansstúdíó í Danmörku en hefur nú flutt búsetu sína til Hollywood og starfar þar sem atvinnudansari. Hann varð til að mynda þess heiðurs aðnjótandi að vera einn af tíu útvöldum alþjóð- legum dönsurum sem voru boðaðir í dansprufur fyrir This Is It túrinn hans Michael Jackson heitins. Hann starfar sem núverandi dans- höfundur Nicole Sherzinger, aðal- söngkonunnar úr PussyCat Dolls en hann hefur auk þess unnið með Paulu Abdul úr American Idol, dans- aði á síðustu Óskarsverðlaunahátíð og er á leið í verkefni með Chris Brown og Keri Hilson þegar hann fer fá Íslandi. Dans-vinnustofan er fyrir alla og kostar 5900 kr. Áhugasamir geta skráð sig í síma 5530000, hjá World Class. Nánari upplýsingar má finna á; www.worldclass.is og www.facebo- ok.com/dansstudioworldclass. Dans Sonny Fredie Dani sem dansar nú í Los Angeles við góðan orðstýr. Þekktur dansari með vinnu- stofu í Reykjavík um helgina - nýr auglýsingamiðill „Það getur verið gott fyrir stelp- ur að merkja við í dagbók eða dagatal (jafnvel í símanum) hve- nær þær eru á túr. Það getur ver- ið óþolandi að vita aldrei hvenær þú átt von á því að byrja á túr og hvenær ekki. Þá getur svona skipulag hjálpað þér við að átta þig á þínum tíðahring og hvort hann er reglulegur eða óreglu- legur. Ef þú fylgist vel með tíða- hringnum þínum þá eru meiri lík- ur á að þú áttir þig á ef eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera.“ Ráð úr kaflanum um kynþroska, bls. 136. Álfabikarinn Oft notaður í stað túrtappa og dömubinda. Ráð um tíðahring ÚR STELPUM Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Vetrardagar í Feminin Fashion Frá fimmtudegi til Laugardags (11.-13. nóvember) 25% afsláttur af öllum vörum Nýtt kortatímabil www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Peysa Verð áður: 13.950,- Verð nú: 10.463,- Kjóll Verð áður: 12.450,- Verð nú: 9.338,- 25% AFSLÁTTUR af öllum kjólum föstudag og laugardag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Nýtt kortatímabil Opinn fundur um sjávarútvegsmál Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ Haldinn á Grand Hótel, laugardaginn 13. nóvember, kl 16-18. Dagskrá fundarins: Setning fundarins: Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ. Ávarp: Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Erindi: Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, Hafrannsóknarstofnun. Erindi: Finnbogi Vikar. Erindi: Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Erindi: Bjarni Áskelsson, Reiknistofu Fiskmarkaða. Fundarstjóri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Á eftir hverju erindi verða stuttar fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.