Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 25
og afa á efri hæðinni og það var
ósjaldan sem maður fór upp í heim-
sókn til að fá „ömmu“-vínarbrauð
með sultu og mjólkurglas. Svo laum-
aði maður sér nú ósjaldan í nammi-
krukkuna hennar ömmu til að stela
einum mola eða svo. Laugarásveg-
urinn var æðislegur staður til að
alast upp á og við lékum okkur mikið
út um allt í húsinu og þá sérstaklega
á efstu hæðinni, inni á háalofti og í
garðinum sem við erum nú farnir að
kalla „Geirs-garð“.
Amma var alltaf rosalega glöð og
brosmild, hún var síhlæjandi og góð
amma. Einu skiptin sem hún faldi
fallega og góða brosið sitt voru þeg-
ar einhver reyndi að taka mynd af
henni, en hún átti það til að vera svo-
lítið feimin við myndavélina. En það
fyrsta sem kemur upp í hugann þeg-
ar maður hugsar til ömmu er brosið
hennar og gleðin.
Amma Hekla var ávallt mjög ást-
rík bæði sem amma, mamma og eig-
inkona. Hún lifir áfram í minningum
okkar sem einstök kona sem var full
af lífsgleði og hamingju og sýndi
okkur bræðrunum einstaka um-
hyggju og ást sem við munum aldrei
gleyma.
Við munum sakna þín, amma mín.
Ástarkveðja,
Kolbeinn og Jóhann Geir.
Þórunn Hekla Árnadóttir eða
Hekla eins og hún var ætíð kölluð er
fallin frá. Hekla var mikil sómakona
og einstök manneskja. Auk þess var
hún stórglæsileg kona. Hekla ólst
upp í stórum systkinahópi og hefur
eflaust snemma lært að deila með
öðrum og taka til hendinni. Þeir eig-
inleikar sem umfram allt einkenndu
hana voru einstök hógværð og góð-
vild. Það ríkti mikil ró í návist Heklu
og það var alltaf gott að umgangast
hana. Ég kynntist Heklu fyrir 35 ár-
um er ég kom inn í fjölskylduna sem
tengdadóttir þeirra Geirs. Við urð-
um fljótt góðar vinkonur og hún
reyndist mér ætíð vel. Hekla var af-
skaplega barngóð og taldi ekki eftir
sér að gæta barnabarnanna ef á
þurfti að halda. Það var ekki ónýtt
fyrir unga drengi að koma í heim-
sókn til afa og ömmu á Laugarás-
veginn og fá að leika sér í stóra, fal-
lega garðinum þeirra. Ekki spillti
fyrir að á neðri hæðinni bjuggu fleiri
barnabörn Heklu og Geirs. Það var
því eftirsótt af mínum drengjum að
komst í fjörið á Laugarásveginn og
það kom fyrir að afi Geir blandaði
sér í hópinn, ýmist til að leika sér í
fótbolta með piltunum eða skakka
leikinn.
Hekla lærði hattagerð sem hún
starfaði við þegar hún var ung. Það
fór ekki fram hjá neinum að Hekla
var mikil hannyrðakona og afskap-
lega vandvirk við allt sem hún tók
sér fyrir hendur. Ég sé hana fyrir
mér nostra við allt sem hún gerði.
Aldrei að flýta sér, alltaf þessi ró-
semi.
Það er vart hægt að tala um
Heklu án þess að minnast á Geir.
Þau voru gift í yfir 60 ár. Hekla og
Geir voru einstaklega glæsilegt par.
Ég sé þau fyrir mér í sínu fínasta
pússi, bæði með hatt á höfði og það
var stíll yfir þeim. Þau virtust alltaf
jafn skotin hvort í öðru og upp í hug-
ann koma ógleymanlegar setningar
eins og þegar Hekla amma sagði við
syni mína: „Strákar mínir, þið hefðu
átt að sjá hann afa ykkar þegar hann
var ungur. Hann var svo flottur.“ Þá
sagði afi Geir: „ Þið hefðuð átt að sjá
hana ömmu ykkar þegar hún varð
Íslandsmeistari í spretthlaupi.“ Það
er ljúft að minnast margra góðra
stunda frá heimsóknum þeirra til
okkar fjölskyldunnar erlendis og
ferðalaga og fría með þeim á Íslandi.
Síðustu árin átti tengdamóðir mín,
fyrrverandi, við heilsubrest að
stríða. Þau Geir bjuggu saman á
Laugarásveginum eins lengi og
stætt var og oft dáðist ég að hve
annt Geir var um Heklu og hve vel
hann annaðist hana. Hekla lést á
hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hún
dvaldi síðustu 4 árin.
Ég vil þakka Heklu fyrir sam-
fylgdina og gæsku í garð minnar
fjölskyldu og þakka einnig fyrir allar
góðu minningarnar. Ég votta Geir,
Árna, Gunnu og Möggu samúð mína.
Fanney Friðbjörnsdóttir.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
✝ Kristborg Bene-diktsdóttir fædd-
ist 8. september 1930
á Búðum við Fá-
skrúðsfjörð. Hún lést
á Landspítalanum 17.
október 2010. For-
eldrar hennar voru
Benedikt Sveinsson
húsasmíðameistari, f.
24.5. 1904, d. 17.4
1980 og Margrét
Guðnadóttir hús-
freyja, f. 12.1. 1910,
d. 8.6. 1961. Systkini
Kristborgar eru: 1)
Valur húsasmiðameistari, f. 9.4.
1929, maki Þorbjörg Ólafsdóttir, f.
1.7. 1930, d. 6.2. 2007. 2) Lára
sjúkraliði, f. 24.9. 1933. Fyrri maki
Jóhannes Kristinsson húsasmíða-
meistari, f. 12.8. 1928 (skilin). Síð-
ari maki Þórarinn Jóhannsson
kennari, f. 21.4. 1929. 3) Áslaug
leikskólakennari, f. 7.8. 1942, maki
Sigurður Guðmundsson endur-
skoðandi, f. 1.2. 1942.
Kristborg giftist 30. desember
1950 Kristjáni Oddssyni, fyrrum
bankastjóra Verslunarbankans, f.
1.9. 1927. Foreldrar hans voru
Oddur Björnsson stýrimaður og
bókaútgefandi, f. 7.11. 1898, d.
14.12. 1972, og kona hans Sigríður
Kristín Halldórsdóttir, f. 7.1. 1898,
28.1. 1955, d. 5.12. 1997. Þeirra
börn eru: a) Tinna, f. 4.8. 1978,
maki Óli Þór Atlason, f. 23.1. 1978.
b) Orri, f. 11.7. 1984, sambýliskona
María Jónasdóttir, f. 10.9. 1985. c)
Sunna, f. 17.3. 1988. 4) Már læknir,
f. 5.7. 1958. Maki Halla Ásgeirs-
dóttir lífeindafræðingur og leir-
listamaður, f. 30.6. 1957. Börn
þeirra: a) Anna Hrund, f. 26.2.
1981, b) Ásgeir Þór, f. 15.8. 1984,
sambýliskona Guðbjörg Jónsdóttir,
f. 28.7. 1984. 5) Oddur kerfisfræð-
ingur, f. 5.10. 1962, maki Hafdís
Sigurðardóttir bókari, f. 5.10.
1961 (skilin). Þeirra börn: a)
Ágústa, f. 9.9. 1981, maki Ingi Örn
Guðmundsson (skilin). Barn þeirra
Guðmundur Örn, f. 26.6. 2004, b)
Kristján, f. 18.1. 1989, c) Ívar, f.
11.12. 1990.
Kristborg ólst upp á Fáskrúðs-
firði fyrstu fimm árin en þá flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur. Hún
útskrifaðist frá Verslunarskóla Ís-
lands árið 1949. Stundaði nám við
Riisby Husmorskole í Noregi árið
1950. Aðalstarf Kristborgar var að
sinna börnum sínum og búi.
Fyrstu þrjú hjúskaparárin var
heimili þeirra við Laugateig en þá
tóku þau þátt í uppbyggingu Smá-
íbúðahverfisins í Sogamýri og
bjuggu næstu fimmtán árin í
Langagerði. Fluttu sig þá um set
og byggðu hús við Bjarmaland í
Fossvoginum og undu þar hag sín-
um í 39 ár þar til þau fluttu í Mið-
leitið.
Útför Kristborgar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 12. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
d. 7.4. 1964. Krist-
borg og Kristján
eignuðust fimm börn:
1) Þór skrif-
stofumaður, f. 21.5.
1951, d. 1.12. 1985.
Maki Elínborg Þór-
arinsdóttir leikskóla-
kennari, f. 4.7. 1954.
Börn þeirra eru: a)
Anna, f. 4.8. 1974, b)
Þórarinn, f. 7.10.
1977, c) Kristborg, f.
7.10. 1977, sambýlis-
maður Hlynur Páll
Pálsson f. 6.2. 1977.
Börn þeirra: Urður, fædd 6.7. 2006
og drengur f. 27.10. 2010. 2) Bene-
dikt framkvæmdastjóri, f. 14.3.
1953. Maki Rósa Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur og djákni, f.
14.11. 1955. Börn þeirra eru: a)
Kolbrún, f. 19.5. 1978, maki Hauk-
ur Agnarsson, f. 21.6. 1977. Þeirra
börn eru: Rósa, f. 12.1. 2006, d.
12.1. 2006; Sigurrós, f. 30.5. 2007,
og Vilhjálmur, f. 25.5. 2009. b)
Kristján, f. 23.4. 1980, maki Guð-
rún Guðmannsdóttir, f. 14.1. 1978.
Börn hennar; Alexander Zakarías,
f .1.1. 1997 og Diljá Jökulrós, f.
23.12. 1998. c) Kristrún, f. 26.7.
1988. 3) Sigríður Kristín, þroska-
þjálfi, f. 15.12. 1956. Maki Jökull
Sigurðsson tæknifræðingur, f.
Elsku amma okkar. Það var svo
notalegt að koma til ykkar afa í
Bjarmalandið, fá skyr og ömmubrauð
í hádeginu, og þegar við komum í kaffi
þá fengum við alltaf að velja litinn á
litlu göfflunum. Þetta eru fyrstu
minningarnar sem koma í huga okkar
þegar við hugsum um þig. Við munum
öll áramótin sem við vorum saman,
næstum öll stórfjölskyldan og þú allt-
af í flotta áramótapilsinu þínu. Alltaf
sátum við börnin við lítið borð og full-
orðna fólkið við stóra borðið, það var
rosalega spennandi að verða nógu
gamall til að sitja við stóra borðið.
Eftir matinn fengum við ístertu sem
þú bjóst til og litlu krakkarnir fengu
ísblóm, svo var horft á áramótaskaup-
ið og síðan fóru allir út að skjóta upp
rakettum.
Þú áttir svo flotta kjóla sem við
frænkurnar og stundum frændurnir,
klæddum okkur í og héldum tískusýn-
ingu fyrir ykkur. Þegar við komumst í
skartið þitt var eins og við hefðum
fundið fjársjóð. Þegar við máttum
fara inn í herbergið þar sem sauma-
vélin var, vorum við komin í drauma-
heim, eldgömul fótknúin saumavél,
fullt af efni og garni sem þú varst allt-
af að dútla við. Gömul föt voru rifin
niður og úr þeim voru heklaðar hring-
laga mottur. Þetta var sannkallaður
ævintýraheimur.
Á sumrin varstu alltaf úti á palli eða
að vinna í garðinum. Í garðinum var
ógrynni af plöntum, blómum og trjám
sem þið afi voruð að huga að, en okkur
krökkunum fannst mest spennandi að
klifra í trjánum og stökkva yfir runn-
ana. Ágústa var alltaf svo hrædd við
köngulær, en þú skildir það ekki,
sagðir þetta meinlaus kvikindi, varst
alltaf að halda á þeim og sýna Ágústu
það, í von um að hún myndi hætta að
vera hrædd.
Elsku amma okkar, við erum þakk-
lát fyrir að hafa átt þig, minning þín
lifir í hjarta okkar. Við kveðjum þig að
sinni. Þín barnabörn,
Ágústa, Kristján og Ívar.
Hún fæddist austur á fjörðum í
miðri heimskreppu. Skírð í höfuðið á
föðurömmu okkar og var ánægð með
nafnið. Kristborg hét hún, kölluð Bíbí.
Sumir af yngstu kynslóð fjölskyld-
unnar tóku nafnið bókstaflega og
mundu ekki alltaf hvort það var Bíbí,
eða kannski Lóa?
Bíbí var systir mín og jafnvel
mamma mín, á árum áður, enda
nokkru eldri. Mér og mínum ævinlega
góð og hjálpsöm. Þór, elsku dreng-
urinn sem við misstum allt of
snemma, var fyrsta barn Bíbíar og
Kristjáns. Þá var ég tæplega níu ára
og kynntist ung barnfóstrun. Sömu-
leiðis lærði ég sitt hvað um húshald og
eldamennsku hjá systur minni. Hún,
lærð frá Riisby húsmæðraskóla í Nor-
egi, vissi flest sem að heimilishaldi
laut, ekki síst matreiðslu. Vandvirk á
alla hluti. Hörð á borðsiðum, reglum
og venjum við hin ýmsu tækifæri og
smámunasöm gat hún líka verið, enda
meyja! Ævinlega glöð á góðri stund.
Það er því ekki að undra þó að glæsi-
legustu boðin hafi verið haldin í
Bjarma-landinu.
Bíbí var fróðleiksfús og forvitin í já-
kvæðum skilningi þess orðs, um
menn og málefni hverskonar. Stund-
um blöskraði henni fávísi okkar
hinna, sem höfðum ekki tekið eins vel
eftir og hún, eða vissum ekki deili á
fólki sem henni fannst við ættum að
þekkja. Ævinlega fallega klædd og
eltist fádæma vel, þrátt fyrir erfið
veikindi. Fagurkeri mikill. Þegar kom
að útliti og fötum var nostrað við val-
ið. Ekki fundust föt úr gerviefni í
hennar skáp.
Systir mín var stjórnsöm og þann
eiginleika sækja konur ættarinnar til
Valgerðar, móðurömmu okkar. Hún
hafði yndi af að ferðast og fór víða,
bæði innan og utan lands. Ég veit hún
saknaði þess sárt, síðustu árin, að
komast ekki ferða sinna eins og hana
lysti. Bíbí mín bjóst ekki við að ná
háum aldri – en varð áttræð. Þá held
ég henni hafi þótt nóg lifað. Vildi alls
ekki halda upp á afmælið, en fór á
snyrtistofu og lét dekra við sig – falleg
og vel snyrt, á hverju sem gekk.
Ókunnugum hefði vart dottið í hug,
undir það síðasta, að þar færi dauð-
vona kona. En hún stóð ekki ein.
Kristján var stoð hennar og stytta og
sá til þess að hún kæmist þeirra ferða
sem hún gat farið og sinnti flestum
þeim erindum sem sinna þurfti.
Bíbí lifði hnarreist og kvaddi með
reisn, andlega heil til hinstu stundar.
Allt hefur sinn tíma og nú er tími syst-
ur minnar liðinn. Hún sofnaði inn í
haustið að loknu löngu og hlýju sumri.
Ég ann systur minni hvíldarinnar,
sem hún þráði og óska þess að hún sé
nú frjáls í faðmi allra þeirra sem á
undan eru gengnir og voru henni svo
kærir.
Farðu í friði, systir mín.
Áslaug.
Eins langt aftur og ég man er Bíbí
föðursystir mín ljóslifandi í góðum
minningum sem ómetanlegt er að
rifja upp nú þegar komið er að
kveðjustundu.
Þá atburði sem ég var of ung til að
muna voru foreldrar mínir duglegir
að rifja upp og miðla okkur til mikillar
ánægju. Ég man yndislegu stundirn-
ar í sumarbústaðnum við Álftavatn
með stórfjölskyldunni. Sveppasúpuna
ljúffengu sem löguð var úr sveppum
af landareigninni. Fyrir mér var það
alveg ný og mjög framandi viðbót á
matseðlinum. En Bíbí hafði nú líka
verið í húsmæðraskóla í Noregi og
kom með skandinavíska strauma í
matargerð inn í fjölskylduna. Ég man
glettni og eftirminnileg hlátrasköll,
samtölin og samveruna. Ég man Bíbí
og Kristján kvöld eitt í Langagerðinu,
svo glæsileg og falleg, á leið í veislu.
Ég man frænku mína listunnandann,
með óbrigðult auga fyrir fallegum
hlutum. En fyrst og fremst man ég
væntumþykju frænku minnar, um-
hyggju hennar og tryggð í minn garð
og minnar fjölskyldu. Þegar börnin
mín komu í heiminn sýndi hún þeim
sama kærleika og áhuga. Hún hafði
gaman af að fylgjast með hvað þau
höfðu fyrir stafni og hvernig þeim
gekk. Þeir sem henni þótti vænt um
nutu óskuldbundinnar væntumþykju
hennar, alltaf.
Það er ekki ólíklegt að æska
frænku minnar og þeirra systkina
hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Á
langri ævi hennar skiptust vissulega á
skin og skúrir en Bíbí var ekki mikið
fyrir að flíka tilfinningum sínum, hún
bar harm sinn í hljóði.
Föður mínum var Bíbí trygg og
traust systir en hún þekkti bróður sin
sennilega manna best. Samband
þeirra var byggt á gagnkvæmu
trausti og væntumþykju en til hennar
gat hann leitað með mál sem hann
ræddi ekki endilega við aðra. Móður
minni var hún yndisleg mágkona og
hin besta vinkona. Þegar börnin voru
flogin úr hreiðrinu töluðu þær saman
nær daglega. Þær áttu báðar við
heilsuleysi að stríða hin síðari ár og
sóttu hvatningu og skilning hjá hvor
annarri í þeirri stöðu. Ég veit að móð-
ur minni þótti innilega vænt um mág-
konu sína og mat vináttu hennar mik-
ils.
Það er mikil gæfa að fá að alast upp
umlukin kærleika stórrar fjölskyldu.
Bíbí föðursystir mín hefur verið ein af
þeim sem hafa umvafið mig væntum-
þykju og átt sinn þátt í að móta mig
sem einstakling. Ég tel mig lánsama
að hafa átt hana að og kveð hana með
þakklæti og djúpri virðingu.
Elsku Kristján, Benni, Sigga,
Malli, Oddur, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn; fyrir hönd fjöl-
skyldunnar sendi ég ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið að þið
finnið huggun og styrk í öllum góðu
minningunum um Bíbí.
Bergþóra Valsdóttir.
Komin er kveðjustund. Bíbí, kær
vinkona mín, er látin. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast henni
fyrir um 65 árum, þegar við hófum
nám í „Verzló“. Þar bundumst við
þeim vináttuböndum sem haldist hafa
allt til þessa dags. Síðar eftir skóla-
göngu urðu samskipti okkar enn
meiri, þá höfðum við stofnað okkar
eigin fjölskyldur og urðum frum-
byggjar í „Smáíbúðahverfinu“.
Við áttum margar góðar stundir
saman, í mörg ár hittumst við í hverri
viku og stunduðum jóga og leikfimi.
Við fórum gjarnan á kaffihús eða út
að borða við hin ýmsu tækifæri, ferð-
uðumst innan lands og utan, alltaf var
gaman. Við vorum trúnaðarvinkonur
og deildum ýmsu sem ekki var rætt
við aðra eða á öðrum vettvangi. Bíbí
var alltaf til í spjall, var mannblendin
og hafði góða nærveru. Bíbí eignaðist
góðan lífsförunaut, hann Kristján, og
bjuggu þau sér og börnum sínum
notalegt fallegt heimili. Þau hjónin
voru miklir listunnendur og bar heim-
ili þeirra þess augljós merki. Bíbí
sinnti heimili sínu og fjölskyldu af
mikilli prýði. Henni féll sjaldan verk
úr hendi, var flink handavinnukona og
eftir hana liggja ótal fallegir munir,
flottar peysur og flíkur sem hún
hannaði og prjónaði af smekkvísi.
Bíbí átti við mikla vanheilsu að
stríða hin síðari ár, en hefur nú fengið
langþráða hvíld. Kveð ég hana og
þakka henni samfylgdina. Ég á eftir
að sakna hennar. Kristjáni, börnum
þeirra og öðrum ástvinum votta ég
samúð.
Ásthildur Torfadóttir.
Kristborg
Benediktsdóttir
Elsku barnið okkar.
Allt gekk svo vel, allt
var svo fullkomið og
fallegt. Þú varst ekki stór en dugleg
varst þú. Við horfðum á þig dafna,
þyngjast með hverjum deginum. Það
var ekki annað að sjá en að þér liði
ósköp vel. Það fallegasta sem við for-
eldrar þínir höfum nokkru sinni séð
er þegar þú hnerraðir. Pínkulítill
hnerri og svo yndisleg unaðsstuna
sem fylgdi fast á eftir. Reyndar varst
þú mjög gjörn á að gefa frá þér slík
unaðshljóð sem iðulega fékk okkur
til að brosa allan hringinn. Þú svafst
Álfrún Emma
Guðbjartsdóttir
✝ Álfrún EmmaGuðbjartsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 2010. Hún
lést á vökudeild
Barnaspítalans 18.
október 2010.
Útför Álfrúnar
Emmu fór fram frá
Garðakirkju 28. októ-
ber 2010.
allan daginn með
reglubundnum hléum
til að næra þig. Það
skipti ekki máli í hvaða
fangi þú varst eða
hvernig umræður eða
tónlist var í bakgrunn-
inum. Þú svafst eins
og engill.
Elsku Álfrún
Emma. Þegar þú
veiktist og við fórum
með þig á bráðamót-
töku barnaspítalans,
þá óraði okkur ekki
fyrir hvaða ömurlega
atburðarás væri framundan. Það
hvarflaði ekki að okkur að dagar þín-
ir væru taldir, svo alltof fáir. Engin
orð fá þeim tilfinningum lýst sem
foreldrar upplifa eftir fráfall barns-
ins þeirra. Sorgin og tómarúmið
virðast endalaus.
Elsku fallega dóttir okkar,
mamma og pabbi sakna þín svo.
Elsku litli engillinn okkar sem vakir
yfir okkur. Guð blessi þig.
Guðbjartur Ólafsson.