Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 Nú kveðjum við elsku afa okkar. And- lát hans kom okkur kannski ekki mikið á óvart en við hefðum samt svo gjarnan viljað hafa hann lengur hjá okkur eins og hann var þegar hann var upp á sitt besta. Við eigum svo margar dýr- mætar minningar sem tengjast afa, allar göngurnar og hestaferðirnar. Öll skiptin sem hann kom norður til að hjálpa til, þá fóru oft hamrar á loft og eitthvað nytsamlegt leit dagsins ljós. Alltaf máttum við hjálpa til og fengum þá jafnan góða tilsögn og hrós fyrir. Í veikindum ömmu er aðdáun- arvert að minnast þess hve góður afi var við hana og duglegur að sjá um hana. Afi var góðhjartaður og félagslyndur maður sem hafði gaman af hvers konar samkomum og þökkum við fyrir að haldið var upp á áttræðisafmæli hans með pompi og prakt. Fljótlega eftir það fékk afi áfall og við það tók líf hans skyndilega aðra stefnu. Afi lifði heilsusamlegu lífi, fór í ræktina og var duglegur að synda og bjó að því í veikindum sínum. Margt í fari afa er til eftir- breytni og hann er sá maður sem við munum taka okkur til fyrir- myndar í lífinu og ávallt minnast hans í huga og gjörðum. Elsku afi, við munum alltaf minnast þín og okkar tíma saman. Takk fyrir allt. Árni, Linda og Lára. Elsku afi, langafi og vinur. Þegar við lítum til baka koma í huga okkar ljúfar minningar um þig. Þú varst góður afi, traustur og fyrirmynd í gegnum tíðina, afar skilningsríkur og hafðir alltaf tíma aflögu þegar var leitað til þín. Fyrstu minningarnar um þig eru frá Kópaskeri. Það var þegar ég var lítil og við bjuggum í sömu götu. Ég man að þú áttir stórt karlmannshjól og í minningunni var það svo stórt að ég gat ómögu- lega hjólað á því á „eðlilegan“ máta eða eins og afi minn gerði. Þess vegna sat ég bara undir stönginni og gat á einhvern ótrúlegan hátt hjólað á stóra flotta hjólinu hans afa. Svo man ég líka eftir skrifstof- unni þinni í Duggugerðinu, flottu spilastokkunum í skrifborðsskúff- unum þínum og öllu því. Líka þeg- ar þú labbaðir út um allt á höndum einum saman og hoppaðir jafnvel. Þegar ég hugsa til baka um þessar minningar verð ég glöð í hjartanu. Eftir að við Palli byrjuðum í Menntaskólanum við Sund kíktum við í tíma og ótíma í Gnoðarvoginn og vorum ávallt velkomin til ykkar ömmu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn, við spjölluðum oft lengi saman og það var alltaf svo mikil ró og kyrrð yfir þér og gott að tala við þig. Svo áttum við Palli síðar heiðurinn af því að gera ykkur ömmu að langafa og lang- ömmu í fyrsta sinn. Það var þegar hann Arnar Snær kom í heiminn og við komum til að segja ykkur frá komu prinsins, þá var amma sko alveg með það á hreinu áður en við sögðum frá að ég væri ólétt. Eftir það fluttum við í okkar fyrstu íbúð í kjallaranum og þá varst þú alltaf til í að hjálpa pabba við að reisa veggi, skipta um glugga og laga hitt og þetta. Við verðum þér ávallt þakklát fyrir það. Það var aðdáunarvert hvað þú hugsaðir alltaf vel um ömmu eftir að hún veiktist. Þú varst alltaf til staðar fyrir hana. Svo kom að því að þú lentir í bílslysinu og veiktist sjálfur Árni Sigurðsson ✝ Árni Sigurðssonfæddist 10. apríl 1927 á Valþjófs- stöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyj- arsýslu. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 15. október 2010. Útför Árna var gerð frá Fossvogs- kirkju 26. október 2010. í kjölfarið. Okkur er það afar minnisstætt þegar þú lást á Landspítalanum og varst svolítið ringlað- ur þegar öll fjöl- skyldan stóð í kring- um rúmið þitt. Upp úr þurru spurðir þú: „Palli, hvernig hefur þú það í vinnunni?“ Þessi setning mun koma til með að fylgja Palla um alla tíð. En nú ertu farinn á feðranna fund og við kveðjum þig með miklum söknuði og trega. Minning þín mun ávallt lifa í hjört- um okkar. Takk fyrir það allt sem þú hefur gefið okkur. Kveðja Brynja, Páll Ágúst, Arnar Snær og Apríl Fjóla. Elsku besti afi okkar. Mikið eig- um við eftir að sakna þín. Við vor- um svo heppnar að fá að hafa þig hjá okkur öll þessi ár en núna ertu kominn á betri stað með ömmu þér við hlið. Allar samverustundirnar í Gnoðarvogi, Lindarbyggð og sveit- inni, þar sem þú naust þín ávallt best, eru minningar sem að eru okkur dýrmætari en allt. Þú varst besti afi sem hægt var að biðja um, vitur og vænn. Þú varst alltaf með góð ráð og skemmtilegar sögur að segja frá, á milli þess sem þú nuddaðir skegg- rótinni í hálsinn á okkur þangað til að við sprungum úr hlátri eða þú kitlaðir okkur niður í gólf. Við munum aldrei gleyma gæsku þinni, ástúð og hlýju. Jafnlyndari mann var erfitt að finna. Eins erfiðar og við systur vorum stundum á upp- vaxtarárunum þá varstu aldrei harðorður við okkur, hélst alltaf þínu góða geði á meðan við rifumst og slógumst. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa getað fagnað áttræðisafmæl- inu þínu með þér, einstaklega vel heppnaður og eftirminnilegur við- burður þar sem vinir og vanda- menn fengu tækifæri á að fagna langri og viðburðaríkri ævi þinni með þér. Við vorum alltaf svo montnar af því að eiga svona sprækan og vinsælan afa sem færi alltaf í ræktina eða í sund, ætti fullt af vinum og væri virkur með- limur í samfélagi aldraðra, hvort sem það var að syngja í kór eða spila brids. Þannig ætlum við sko að vera þegar við verðum stórar. Það var líka svo gaman að Ingunn Sara hafi fengið að kynnast þér og læra taflmennsku af þér. Hún var alltaf svo hrifin af langafa sínum. Að hafa fengið þau forréttindi að eiga þig sem afa kenndi okkur margt og er gott veganesti fyrir okkur systur út í lífið. Takk fyrir að hafa alltaf stutt okkur í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og takk fyrir að hafa verið þú. Þín verður sárt saknað. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þínar afastelpur, Klara, Soffía og Ingunn Sara. Föstudaginn 15. október lést vinur minn Árni Sigurðsson. Árna kynntist ég árið 1974, nýbakaður tengdasonur, þegar hann var bóndi í Hjarðarási við Kópasker. Ég sá strax að þar fór mikill skörungur. Árni var hreinskiptinn og einstak- lega þægilegur í umgengni en einu sinni man ég þó eftir að það hafi fokið í hann. Þau hjónin Árni og Agga voru að fara til útlanda þeg- ar verið var að endurbyggja fjár- húsin. Bað hann okkur um að steypa gólfplötuna á meðan. Við gerðum það – mjög ánægð með okkur. En Árni var ekki eins ánægður og sagði: „Hvers konar hraunlandslag er þetta eiginlega hjá ykkur, þetta gólf? Það mætti halda að þið hefðuð gert þetta fyrir aftan rassgatið á ykkur.“ Hann þoldi ekki neitt fúsk. Hann var nefnilega mjög vandvirkur maður. Eftir að þau hjónin fluttu suður vorum við mikið saman. Við smíðar og vorum einnig í bridge-klúbbi ásamt tveimur góðum norðan- mönnum. Árni missti Öggu sína ár- ið 2006. Árið eftir, stuttu eftir átt- ræðisafmælið hans, lenti hann í slysi. Náði hann sér aldrei eftir það, en góða viðmótið var ætíð til staðar. Kæri vinur, ég kveð þig með trega en gleðst jafnframt því nú ertu kominn aftur til Öggu þinnar. Samúðarkveðjur sendi ég öllum að- standendum. Góður maður er genginn á braut. Kristján Ásgrímsson. Kær vinur, Árni Sigurðsson, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. októ- ber 2010, 83ja ára að aldri. Með söknuði og eftirsjá kveðjum við góðan skólafélaga frá Laugarvatni, þar sem við unglingar af öllu land- inu áttum saman góðar og upp- byggilegar stundir frá 1945 til 1947. Mér er minnisstætt að bara úr Norður-Þingeyjarsýslu voru um 10 nemendur, allt saman yndislegir félagar á aldrinum15-20 ára. Norð- lendingar komu suður og Sunn- lendingar fóru norður. Þetta jók á víðsýni og almenna þekkingu okk- ar á landinu og fólkinu. Síðar urðum við Árni bekkjar- systkini í Menntaskólanum á Ak- ureyri svo kynni okkar hafa varað lengi en skólaárin á Laugarvatni mótuðu sterka samkennd með okk- ur nemendum þaðan. Árni var mikill sómamaður, vel gefinn, söngmaður góður og hvers manns hugljúfi. Hans rætur voru norður í Þingeyjarsýslu og í sveit- ina leitaði hugur hans. Hann fór því í búnaðarnám á Hvanneyri að stúdentsprófi loknu og flutti síðan norður með konu sinni, glæsilegri stúlku úr Borgarfirði, Ragnheiði Daníelsdóttur. Þar gerðist hann bóndi, skólastjóri og mikill félags- málamaður sem ætíð vildi láta gott af sér leiða og vann öll sín störf af trúmennsku og samviskusemi. Árni og Ragnheiður fluttu til Reykjavíkur 1991 og þá fengum við gamlir Laugvetningar fljótt að njóta vináttu þeirra og samveru- stunda, í kirkjukaffi, ferðalögum og dansi. Árni talaði þá oft til okk- ar á kjarngóðu máli, söng með okkur og smitaði frá sér gleði og góðvild. Fyrir tveimur árum lenti Árni í alvarlegu slysi og bar ekki sitt barr eftir það. Hann var samt alltaf sama ljúfmennið og fagnaði vinum með brosi og hlýjum faðmi. Ég átti ekki kost á að fylgja Árna síðasta spölinn en sendi börn- um hans og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Ólöf Pálsdóttir. Ég man hvernig þú klæddir þig þegar þú mættir fyrsta daginn í Verzlunarskólann. Þú gekkst þvert yfir stofuna og settist á aftasta bekk við gluggann. Mér finnst skrítið hve skýr þessi minning er því ég man ekkert annað frá þessum degi. Viku síðar vorum við orðnir vinir. Við áttum það sammerkt að láta skólann mæta afgangi og mér er minnisstætt þegar þú skilaðir af þér fyrsta lögfræðiprófinu þínu í Verzlunarskólanum. Þú svaraði ekki einni spurningu heldur teikn- aðir mynd á baksíðu prófsins. Þetta var einföld „Óla prik“-mynd og þú skrifaðir á spássíuna að hana ætti að lita. Það var þó að- eins hægt að lita einn flöt, fyrir miðri mynd. Ég man þegar kenn- arinn, indælis kona, varpaði þess- ari mynd á vegginn og spurði bekkinn hvað væri að verða um æsku landsins. Í sömu andrá bætt- ir þú við að þú ætlaðir að fara í lögfræði. Það var mikið hlegið. Mér var hins vegar ekki hlátur í huga því ég vissi að þér væri al- vara og eins að þú ættir eftir að leika þér að hvaða námi sem væri. Það var alveg sama hvernig þú hegðaðir þér og grínaðist í fram- haldsskóla, mér var fullljóst að þú værir skarpgreindur og einhver indælasti drengur sem ég hafði kynnst. Það kom líka í ljós þegar þú eltir stóra bróður í lögfræðina. Við héldum áfram að hittast daglega þegar kom að háskóla- námi. Mér eru minnisstæðir nær daglegir fundir okkar á Kaupfélag- inu á Laugavegi að loknum skóla- degi þar sem við tefldum yfir rauðvínsglasi. Við vorum ekki vin- sælir því þú áttir það til að syngja þegar þú hugsaðir næsta leik. Þú gerðir þetta ómeðvitað enda eng- inn söngvari. Lagavalið var enn- fremur óskiljanlegt. Slagarar eins og „What’s love got to do with it“ með Tinu Turner hljómuðu aftur og aftur og aftur. Það er ekki hægt að lýsa þér, Öddi minn, í stuttu máli. Þegar ég skrifa til þín í hinsta sinn er svo margt sem kemur upp í hugann og svo margt sem mig langar til að segja. Ég hef líka þráast við að skrifa þessa minningargrein því það þvingar mig til að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn. Í síðasta símtali okkar varstu glaður í bragði og spurðir mig út í hjónabandið og lífið og tilveruna hér ytra. Ég spurði þig að sama skapi hvernig þú værir í bakinu og hvernig þér liði. Þú svaraðir að bragði og án þess að skipta um tón: „Svona upp og niður.“ Þú Örn Egill Pálsson ✝ Örn Egill fæddistí Reykjavík 1. mars 1976. Hann and- aðist á heimili sínu 14. október síðastliðinn. Útför Arnar var gerð frá Víðistaða- kirkju 26. október 2010. forðaðist orðræður um eigin mál og barst aldrei tilfinn- ingar þínar á torg. Þetta var þinn stærsti veikleiki því þú varst umvafinn yndislegri og stórri fjölskyldu og góðum vinum sem öll sem eitt elskuðu þig og voru reiðubúin til að hjálpa. Elsku vinur, það er mér þungbært og sárt að þurfa að kveðja svo allt of snemma. Þú varst einstakur samferðamaður, fyrirmynd mín um margt og reyndist mér líkt og bróðir. Fáir hafa mótað mig eins mikið og þú og þótt þú sért nú farinn þá mun ég kappkosta að halda minning- unum á lofti. Það verður auðvelt því þegar ég rifja upp það sem stendur upp úr varstu ávallt nærri. Foreldrum þínum, Páli og Rósu, systrum þínum og Victor bróður sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Öddi minn, hvíl í friði. Sveinn Rúnar Sigurðsson. Meira: mbl.is/minningar Æskuvinur minn hann Öddi hef- ur kvatt þennan heim. Við kynnt- umst 10–11 ára gamlir. Hann bjó svo að segja í næstu götu við mig og leiðir okkar lágu saman í gegn- um körfuboltann. Ætli við höfum ekki byrjað á nánast sama tíma að æfa hjá Ingv- ari í Haukunum. Við kepptum fullt af leikjum með okkar flokki fram á unglingsár og skemmtilegastir þóttu okkur leikirnir við Njarðvík og Grindavík, enda voru þau tvö ásamt okkur í Haukum bestu liðin. Við vorum þó með aðalskyttuna í Ödda enda átti hann það til að smella nokkrum þristum langt fyr- ir utan þriggja stiga línuna. Sumr- in voru nýtt á malbikinu við Víð- istaðaskóla þar sem við spiluðum einn á einn, oftast upp í 100 og svo var byrjað uppá nýtt. Þetta var einfaldlega það sem lífið snerist um á þessum árum hjá okkur. Margt annað var brallað líka og man ég sérstaklega eftir gömlu ritvélinni sem Öddi var með afnot af. Þar sátum við og skrifuðum. Vorum sjálfskipaðir ritstjórar og ekki vantaði uppá ímyndunaraflið eða húmorinn. Árin liðu og sitthvor vinahópur og framhaldsskóli höguðu því þannig til að við misstum þráðinn. En alltaf þegar við rákumst hvor á annan, hvort sem það var á förn- um vegi eða þegar við vorum flokksstjórar ásamt Viktori bróður þínum, var eins og við hefðum hist í gær. Það er merki um sanna vin- áttu og er ég þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman sem strákar. Eftir lifir minning um góðan dreng og eiga foreldrar og fjölskylda Ödda mína dýpstu sam- úð. Flóki. Elsku hjartans vin- ur minn, ég á svo erf- itt með að trúa því að þú sért farinn. Það er svo margt sem ég á eftir að segja og gera með þér, öll okk- ar plön og framtíðaráform. Ég Kjartan Björnsson ✝ Kjartan Björns-son fæddist í Reykjavík 4. júní 1987. Hann lést af slysförum í Noregi 30. október 2010. Útför Kjartans fór fram frá Grindavík- urkirkju 11. nóv- ember 2010. bara skil þetta ekki, ég skil ekki af hverju þú varst tekinn frá okkur svona fljótt. Og því miður verður þeirri spurningu aldrei svarað. En ég veit að núna ertu partur af okkur öllum sem styrkir okkur og verndar, og vonandi veistu hversu mikið við söknum þín og elsk- um. Og vil ég geta huggað mig við það, að það mun koma sá tími þegar leiðir okkar liggja aftur saman. Ætli það sé bílskúr í himnaríki? hver veit. Við gátum lokað okkur þar inni heilu dagana og fíflast, hlegið, grátið og spekúlerað enda- laust, og þess sakna ég mest. Þú varst besti vinur minn, og mun ég ávallt geyma allar okkar minningar við hjartastað. Og langar mig að nota tækifærið og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar, og með svörin við öllu þegar eitthvað bjátaði á. Takk vinur. Ekki hafa áhyggjur, við munum passa Kötu fyrir þig, og verðum alltaf til staðar fyrir hana. Elsku Bjössi, Elín og fjölskylda Þótt svo að við finnum til frá dýpstu hjartarótum, þá er lífsins ómögulegt að setja okkur í ykkar spor. Hugur okkar er hjá ykkur. Egill og Eva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.