Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 10
Glanstímaritið Glamour velur á
hverju ári konur ársins og heldur helj-
arinnar hátíð í kringum það. Women
of the Year hátíðin fór fram í Banda-
ríkjunum í tuttugasta skipti þann 8.
nóvember síðastliðinn og voru engar
smákanónur viðstaddar.
Tónlistarkonan Fergie í Black Eyed
Peas var valin kona ársins. Aðrar
heiðraðar voru; leikkonan Julia Ro-
berts, fatahönnuðurinn Donatella
Versace, íþróttakonurnar Mia Hamm
og Lindsey Vonn, Rania drottning
Jordan og tónlistarkonan Cher. Allar
hafa þessar konur unnið ötullega að
góðgerðarstarfi. Meðal kynna á há-
tíðinni voru Oprah Winfrey og Kate
Hudson.
Það vantaði ekki upp á glamúrinn
og glæsileikann hjá konunum sem
mættu á hátíðina eins og myndirnar
bera með sér.
Tíska
Kona ársins
Kona
ársins
Fergie
var í
rauðum
síðkjól.
Reuters
Heiðruð Söngkonan Cher með
Stanley Tucci sem var kynnir.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Morgunblaðið/Eggert
Stelpa Kristín Tómasdóttir er annar höfundur bókarinnar Stelpur. Þóra systir hennar býr í útlöndum.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
O
kkur fannst kominn
tími á íslenska bók
skrifaða af íslenskum
stelpum fyrir íslensk-
ar stelpur. Það er
ekki langt síðan við vorum stelpur
sjálfar og okkur finnst stelpur
stundum ganga um með áhyggjur
heimsins á herðum sér og við vild-
um létta aðeins af þeim með því
að þær gætu náð sér í upplýsingar
um hlutina á einum stað og þá
kannski haft minni áhyggjur af
þeim,“ segir Kristín Tómasdóttir
sem var að senda frá sér bókina
Stelpur ásamt systur sinni Þóru
Tómasdóttur.
Bókin er handbók þar sem
flest allt sem fylgir því að vera
stelpa kemur við sögu; ástin, útlit-
ið, vinkonur, peningar, áhugamál,
kynþroskinn, fjölskyldan og margt
annað.
Kristín er 27 ára og Þóra þrí-
tug. Spurð fyrir hvaða aldurshóp
bókin sé svarar Kristín að hún
eigi að henta öllum ungum stelp-
um.
„Þetta er bók sem allar stelp-
ur hefðu gott af að hafa á nátt-
borðinu eða í töskunni og geta
flett upp í jafnóðum og spurningar
vakna. Ég held að það eigi alveg
jafn vel við minn aldur og alveg
niður í tíu ára,“ segir Kristín.
Margt sem þær vissu ekki
Stelpnafræðarann, sem kom
út í lok níunda áratugarins, hafa
Styrkja sjálfstraust og
sjálfsmynd ungra stelpna
Systrunum Kristínu og Þóru Tómasdætrum fannst vera kominn tími á fræðandi
bók fyrir stelpur um allt sem viðkemur vandamálum unglingsáranna. Þær hófu
að vinna eina slíka síðasta vor og er bókin nú út komin, Stelpur nefnist hún ein-
faldlega og á að létta áhyggjum heimsins af herðum unglingsstúlkna.
Það getur verið afskaplega gott að
eiga nokkrar vefsíður sem eru bara
tímaþjófar í uppáhaldsdálknum í
tölvunni. Ein af þeim síðum getur
verið Nintendo8.com en á henni er
hægt að spila gömlu Nintendo tölvu-
leikina ókeypis.
Gömlu leikirnir eru flestir ekki eins
flóknir og ofbeldið ekki eins raun-
verulegt og í tölvuleikjum nútímans
heldur eru þeir hinir skemmtilegustu
tímaþjófar sem geta lífgað upp á lífið
og tilveruna svo lengi sem spilarinn
verður ekki háður þeim og fer að
eyða öllum stundum í tölvunni.
Á vefsíðunni er leikjunum skipt í
flokka eftir gerð, flokkarnir eru t.d;
hasar, ævintýri, flug, japanskir, púsl,
keppni, íþróttir, og spil, svo er hægt
að skoða alla leikina í einu. Einnig er
hægt að sjá hverjir eru vinsælastir í
toppflokknum, það þarf ekki að
koma á óvart að þar er Super Mario
vinsælastur í 1., 2. og 8. sæti, Ninja
turtles er í þriðja sæti og Tetris í því
fjórða.
Nintendo8.com kemur manni í fínt
nostalgíukast, það er hægt að at-
huga hvort maður er eins góður í
þessum leikjum og þegar maður var
tíu ára eða hvort fingrafiminni hefur
kannski eitthvað farið aftur.
Vefsíðan www.nintendo8.com
Nitendo Super Mario er gamall vinur og kunningi margra.
Super Mario vinsælastur
Nú er gósentíð tónlistarunnand-
ans hafin. Fyrir jólin ár hvert
hrúgast út plöturnar frá íslensk-
um tónlistarmönnum og það er
sannarlega vinna að fylgjast með
því sem er að koma út. Það er
margt verulega gott að koma út
þessa dagana frá ólíkum tónlist-
armönnum í hinum ýmsu geirum
svo það ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi.
Það er ekki töff að láta mata
sig á tónlist gagnrýnislaust, þó
einhverjir segi Kings of Leon eða
Rihönnu vera málið þá er kannski
eitthvað enn betra (og íslenskt)
sem leynist í plöturekkunum sem
er verðara hlustunar.
Endilega …
… hlustið á nýja íslenska tónlist
Friðrik
Dór Var að
senda frá
sér plötu.
Ég er ástfanginn af banönum. Ég hét sjálfummér að ég myndi einhvern tímann fylla dálkhérna í Morgunblaðinu með einræðu umbanana og gildi þeirra og nú er það loks orð-
ið að veruleika. Hér er vettvangurinn, kjörinn og góð-
ur, en erfitt er að troða punktum um þessa nautn mína
og þráhyggju inn í plötudóma eða viðtöl. Það er merki-
legt, að það var ekki fyrr en fyrir ca 3 árum líklega
sem ég fór að borða banana af einhverju viti. Þá er ég
að tala um að taka heilan banana, „fletta hann klæð-
um“ og borða hann einn og sér. Það varð nefnilega ein-
hvern tíma rof á bananainntöku minni, því að þegar ég
var lítill fékk ég alltaf brauð með banana (skornir í litl-
ar, snotrar skífur) en bróðir minn fékk brauð með
kæfu. Síðan, á unglingsárum, hætti þetta og reyndar
öll grænmetisinntaka yfirleitt. Á mínu heimili var alltaf
hvítt franskbrauð á borðum og þakka ég bönunum að
maginn fór hreinlega ekki í keng. Þeir hafa líklega
balanserað kolvetnisgeðveikina.
Alltént, á unglingsárum borðar maður bara ham-
borgara og franskar og drekkur kók eins og þið
vitið en ég var kominn langt yfir 25 ára aldurinn
þegar ég fór alvarlega að spá í næringu og matar-
æði. Ég fór að horfa hýru auga til grænmetis og
ávaxta, ekki endilega vegna þess að þetta er svo
lystugt, heldur af því að ég vissi að þetta
væri gott fyrir mig. Ég kjamsa á tómati,
ekki vegna löngunar, heldur bara út frá
næringarfræðilegu sjónarmiði.
Vellíðanin er ekki uppi í munn-
inum, heldur kemur hún nokkr-
um mínútum síðar fram í mag-
anum. Þveröfugt við súkkulaðið.
Tómatar, paprikur, appelsínur
– allt svínvirkar þetta á skrokk-
inn. En efst trónir bananinn. Því-
líkt snilldarfyrirbæri! Eins og
vinur minn sagði: „Guð vissi alveg
hvað hann var að gera þegar hann bjó til
bananann.“ Bananinn fer vel í vasa og
kemur tilbúinn í mjög svo handhægum umbúðum. Þeg-
ar þeim er flett af er svo leikur einn að gúffa þessu í
sig í 4-5 bitum, án þess að allt leki út um allt eins og í
tilfelli appelsína, sem eru ólíkindatól mikil. Áhrifin eru
þá svaðaleg eins og þið þekkið, bananar eru bomba.
Tveir slíkir fleyta manni áfram í 4-5 tíma í fallegri,
ljúfri orku.
Svo er það eitt með banana, sem ég er ekki viss um
að allir geri sér grein fyrir. Það er hægt að þrískipta
þeim á einkar tæknilega hátt. Þú opnar hann, setur
vísifingur efst á bananann og þrýstir svo niðrávið. Við
þetta opnast hann eins og blóm og þrír arm-
ar leggjast niður, hægt og hofmannlega.
Já, bananarnir hafa bætt líf mitt til
muna og aldrei þreytist ég á að
bera út boðskapinn. Eitt sinn
hafði ég staðið yfir sænskum
vini mínum drykklanga stund
og eftir 10 mínútna einræðu
um banana hófst Svíinn á loft,
blik kom í augu hans og
hann sagði: „It’s nature’s
powerbar!!“ eða „Bananar
eru orkustöng náttúrunn-
ar!!“. Ég hefði ekki getað orð-
að það betur sjálfur …
Arnar Eggert Thoroddsen | arnart@mbl.is
» Bananinn fer vel í vasa og kemurtilbúinn í mjög svo handhægum um-
búðum. Þegar þeim er flett af er svo
leikur einn að gúffa þessu í sig í 4-5
bitum, án þess að allt leki út um
allt eins og í tilfelli appelsína, sem
eru ólíkindatól mikil.
Heimur Arnars Eggerts