Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Jörð skalf í borginni 2. Fundu nakinn dóna í fataskáp 3. Skipti tvisvar um kyn 4. Fimm milljarðar runnu út »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinn vinsæli breski tölvudúett Hurts, sem vakti mikla athygli á Airwaves, snýr aftur til landsins í mars á næsta ári. Mun hann halda hljómleika í Vodafonehöllinni. Miða- sala hefst 1. desember. Hurts kemur til Íslands í mars  Gömlu smokkaauglýsingarnar verða nú endurvaktar, en það er Uni- fem sem stendur að uppátækinu. Fyr- ir u.þ.b. kvartöld birtust skemmtilegar auglýsingar þar sem frægt samtímafólk lagði áherslu á notkun smokks- ins og verður farið í svipaða herferð nú með helstu stjörnum dagsins í dag. Smokkaauglýsing- arnar endurvaktar  Puzzle, plata Amiinu, fær fram- úrskarandi dóma í Mojo og Independ- ent. Gagn- rýnandi Mojo, David Sheppard, gefur plöt- unni fjórar stjörnur af fimm í einkunn og sama gerir The Independent sem segir tónlistina fallega, grúví og fín- gerða. Amiina fær góða dóma erlendis Á laugardag Norðan 8-15 m/s og él, en þurrt sunnanlands. Lægir og dregur úr éljum að deginum, en áfram strekkingur og él við austurströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag Suðvestan 5-10 og dálítil él við norðvesturströndina, annars hægari og víða bjart veður. Talsvert frost, en frostlaust við norðvesturströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi austanlands, en úrkomumeira á Norðurlandi. Frost 0 til 7 stig. VEÐUR Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee úr Ægi unnu fyrstu meistaratitlana á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem hófst í Laugar- dalslauginni í gærkvöld. Eygló Ósk, sem er aðeins 15 ára, vann 800 metra skrið- sund kvenna og Anton Sveinn, sem er 17 ára, vann 1.500 metra skriðsund karla. Mótið heldur áfram af fullum krafti í dag og lýkur á sunnudag. »1 Kornungir Ís- landsmeistarar „Þetta hefur allt- af verið gott mót fyrir mig. Mér er raðað í efsta sæti en það koma nokkrar danskar stelpur sem eru góðar og svo ein frá Mal- asíu sem er frekar ofarlega á heims- lista,“ segir Ragna Ingólfsdóttir sem freistar þess að sigra fjórða árið í röð í einliðaleik á alþjóðlega bad- mintonmótinu sem hefst í TBR- húsunum í dag. »2-3 Ragna stefnir á fjórða sigurinn Akureyri og HK tróna áfram í tveimur efstu sætunum í N1-deild karla í handknattleik eftir góða sigra í gær- kvöldi. Akureyringar lögðu Selfyss- inga á heimavelli sínum og HK vann Íslandsmeistara Hauka. Norðanmenn hafa unnið alla sex leiki sína og HK hefur unnið fimm leiki í röð. Framarar sigruðu Aftureldingu í þriðja leik kvöldsins. »2-3 Akureyri og HK eru áfram á sigurbrautinni ÍÞRÓTTIR Ljósmynd/Janne Olset Øvrebo Noregur Börn frá Stongfjorden við styttu af Ingólfi í Rivedal í Dalsfirði. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það eru 1.136 ár síðan þið yfirgáfuð okkur. Núna er kominn tími til að þið komið aftur heim. Við erum nán- ustu ættingjar ykkar og hér fáið þið bæði vinnu og húsnæði. Við erum viss um að það myndi gleðja Ingólf Arnarson ef einhverjir af hans af- komendum flyttu heim aftur,“ segja Norðmennirnir Roy Sævik og Haav- ard Yndestad í bréfi sem barst Morgunblaðinu með aðstoð Sigurðar Þorvaldssonar, sem lengi hefur búið í Noregi. Þeir eru talsmenn baráttuhóps sem ætlar að reyna að fá fleiri íbúa til bæjarins Stongfjorden á vestur- strönd Noregs, skammt frá þeim stað sem Ingólfur Arnarson á að hafa lagt upp frá árið 874. Að þeirra sögn bráðvantar fleira fólk á staðinn því ef nem- endum fjölgi ekki um 3-4 börn á næsta skólaári sé hætta á að grunn- skólinn og leikskólinn verði lagðir niður og börnin send með rútu í aðra skóla í sveitarfélaginu. Sami vandi og í Himmelblå „Margir óttast að án skóla muni þessi gamli iðnaðarstaður deyja hægt og rólega,“ segja þeir og benda á að Stongfjorden glími við svipaðan vanda og íbúar Ylvingen í sjónvarps- þáttunum vinsælu, Himmelblå. „Við þurfum fleiri börn sem eru fædd árin 2002 til 2005,“ segja þeir og bjóðast til að aðstoða íslenskar fjölskyldur, sem vilja koma, við að fá húsnæði og vinnu og jafnvel borga húsaleigu fyrstu þrjá mánuðina. Þá er hægt að kaupa lóðir á svæðinu fyrir eina krónu! Ingólfur Arnarson á að hafa flú- ið Noreg eftir að hafa myrt tvo syni Atla jarls, stórhöfðingja staðarins. „Við lofum því að gamlar erjur eru gleymdar sem og að Ingólfi eru fyr- irgefin hans ódæðisverk. Við mun- um taka vel á móti Íslendingum,“ segja þeir félagar. Stongfjorden er gamall iðnað- arstaður með um 200 íbúa. Fyrsta álver í N-Evrópu, British Alumin- ium Company (BACO), var sett á stofn í Stongfjorden árið 1907 og starfar þar enn. Marine Harvest, einn stærsti laxaframleiðandi heims, áformar að reisa þarna stóra laxeld- isstöð árið 2013 sem mun skapa mörg störf. Þá segja þeir í bréfinu að annað útgerðarfyrirtæki hafi sýnt staðnum áhuga en þeir óttast að sá áhugi dvíni ef skólarnir verða lagðir niður. „Samfélag án skóla á sér enga framtíð,“ segja þeir en bæta við að einnig séu margir at- vinnumöguleikar í Förde, bæ í hálf- tíma akstursfjarlægð. Áhugasamir geta sent þeim fyrirspurnir á net- föngin solve@stangmedia.no og roy.saevik@innovasjonnorge.no. „Þið mynduð gleðja Ingólf“  Biðla til Íslendinga um að flytja heim á slóðir Ingólfs Arnarsonar í Noregi Heimaslóðir Ingólfs Stongfjørden Atløyna Sula Sognfjørden Rivedal Hovlandsvatnet Fensfjørden N O R E G U R Ósló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.