Morgunblaðið - 15.11.2010, Page 1
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Þjóðkirkjan fer fram á að kirkjuþing veiti sér
heimild til að óska eftir tilboðum í tuttugu og sex
eignir sínar til að mæta áætlaðri 8,6% tekjuskerð-
ingu miðað við fjár-
lög 2010. Með sölu
einstakra eigna
ætlar kirkjan að
brúa 120 milljóna
króna bil í rekstri
sínum. Miklar um-
ræður voru um
fjármál kirkjunnar
í gær á kirkjuþingi,
en kirkjan þarf að
mæta 330 milljón
króna niðurskurði.
Til stendur að
fækka um fimm
prestsembætti.
Tvö þeirra eru Holt
undir Eyjafjöllum
og á Kálfafellsstöð-
um. Starfandi
prestar í þeim
embættum ljúka störfum á næsta ári vegna aldurs
en þá verða embættin lögð niður.
Þá verður launakostnaður Kirkjumálasjóðs
lækkaður um sem nemur fimm stöðugildum
Kirkjan
sker og
selur eignir
Hyggst óska eftir
tilboðum í 26 eignir
Vilja tilboð
» Kirkjan hyggst óska
eftir tilboðum í 26
eignir.
» Meðal þeirra er Kol-
freyjustaður, Kapella
ljóssins í Reykjanesbæ,
prestsbústaðurinn í
Hrísey, Prestbakki í
Bæjarhreppi, jörðin
Mosfell í Grímsnesi og
hluti jarðarinnar á
Bergþórshvoli í Rang-
árþingi eystra.
MÞingað um hagræðingu »4
M Á N U D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 267. tölublað 98. árgangur
BÖRNIN FIMM
KOMU FRAM
MEÐ PABBA
ÚRSLITIN
RÁÐAST Í
KVÖLD
SLEPPT ÚR
FANGELSI
SKREKKUR 28 AUNG SAN SUU KIY 13TÓNLISTARFJÖLSKYLDA 10
Fréttaskýring Bjarna
Ólafssonar um Burma
Meirihluti atvinnulausra hér á landi,
eða á áttunda þúsund manns, hefur
verið án atvinnu í hálft ár eða lengur.
Áætlað er að lenging réttar til at-
vinnuleysisbóta úr 3 árum í 4 muni ná
til um 800 manna á næsta ári, sem
misstu vinnuna 2008 og hafa þá verið
á atvinnuleysisbótum í meira en þrjú
ár. „Það sem kemur kannski á óvart
er það að fólk er að stærstum hluta
jákvætt og ætlar að þreyja þorrann
og góuna og nýta tímann til að byggja
sig upp,“ segir Guðlaug Pétursdóttir,
verkefnisstjóri átaksins Þekking og
reynsla (ÞOR), fyrir fólk sem hefur
verið atvinnulaust í langan tíma.
Haldnir hafa verið um 60 kynning-
arfundir fyrir um 3.000 manns og eru
um 1.500 þeirra þegar komnir með
úrræði. omfr@mbl.is »14
,,Þreyja
þorrann
og góuna“
Á áttunda þúsund án
vinnu í yfir hálft ár
Alvarleg líkamsárás er til rannsóknar hjá lög-
reglunni í höfuðborgarsvæðinu. Par var hand-
tekið vegna málsins. Önnur líkamsárás, þó ekki
eins alvarleg, var gerð í Hafnarfirði í gær. Sex
voru handteknir vegna rannsóknar þess máls.
Alvarlegri árásin var gerð í Þingholtunum í
Reykjavík um klukkan hálf fimm í gær. Sá sem
fyrir árásinni varð var fluttur á sjúkrahús.
Lögreglan gat í gærkvöldi ekki gefið frekari
upplýsingar um málið vegna þess að rann-
sóknin er á viðkvæmu stigi.
Sex handteknir eftir árás í Hafnarfirði
Önnur líkamsárás var tilkynnt til lögregl-
unnar um klukkan ellefu í gærmorgun. Hún
var í Hafnarfirði. Sex menn voru handteknir
og eru þeir í haldi lögreglu á meðan málið er
athugað.
Árásin er ekki eins alvarleg og sú fyrri en
sá sem fyrir henni varð var fluttur á sjúkra-
hús.
Lögreglan handtók par eftir líkamsárás í Þingholtunum síðdegis í gær
Sá sem fyrir árásinni varð fluttur á sjúkrahús Rannsóknin á viðkvæmu stigi
Mjög alvarleg líkamsárás
Ráðherranefnd vinnur að undirbún-
ingi tillagna um lausn á skulda-
vanda heimilanna. Ráðherrarnir
funduðu með samtökum fjármála-
fyrirtækja og lífeyrissjóða um
helgina.
Eftir að nefnd sérfræðinga undir
forystu efnahagsráðgjafa ríkis-
stjórnarinnar kynnti hagsmuna-
samtökum lánveitenda og lántaka
niðurstöður sínar formlega á fundi í
Þjóðmenningarhúsinu í síðustu viku
lá ekki fyrir hver yrðu næstu skref í
málinu. Í skýrslu nefndarinnar eru
útreikningar á ýmsum leiðum og
forsætisráðherra talaði um bland-
aða lausn að fundi loknum.
Fulltrúar Samtaka fjármála-
stofnana og Sambands lífeyrissjóða
fóru á fund ráðherranefndarinnar í
fyrradag. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var farið almennt
yfir stöðuna og ýmsum möguleikum
velt upp.
Frekari fundahöld eru ráðgerð
síðar í vikunni. helgi@mbl.is
Veltu upp
ýmsum
kostum
Tillögur undirbúnar
Morgunblaðið/Ernir
Vandi Ráðherrar funduðu um
skuldavandann um helgina.
Árni Þór Sigurðsson, þing-
maður VG og formaður utan-
ríkismálanefndar, telur hug-
myndir Ögmundar
Jónassonar um að fá skjóta
niðurstöðu um tiltekin
ágreiningsmál í aðild-
arviðræðum við ESB „algerlega óraunhæfar.“
Ögmundur kynnti hugmyndir sínar í grein í
Morgunblaðinu sl. laugardag.
Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng.
„Samningaviðræður ganga ekki þannig fyrir sig
að þú stillir fólki upp við vegg.“ »2
Árni Þór ósam-
mála Ögmundi
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á tíunda
tímanum í gærkvöldi þegar reykur sást koma
upp úr þaki húss á Laugavegi 40 a. Eldsupptök
voru talin vera í þaki yfir risíbúðum. Slökkvi-
liðsmenn unnu fram á nótt við að rífa upp þak-
ið, bæði innanfrá og utan, til að leita að eld-
inum. Var það tafsamt verk og erfitt. Undir
miðnætti var það að takast. Í húsunum á
Laugavegi 38, 40, 40a og 42 er veitingastaður
og verslanir auk fjölda íbúða á efri hæðum.
Íbúar úr 40a komu sér sjálfir út en fólk í sam-
liggjandi húsum sem voru rýmd fékk að snúa
aftur heim í gærkvöldi en var beðið að hafa
varann á.
Morgunblaðið/Júlíus
Reykur Slökkviliðsmenn beindu kröftum sínum einkum að þaki hússins á Laugavegi 40a.
Hús við Laugaveg
rýmd vegna elds í þaki