Morgunblaðið - 15.11.2010, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
www.noatun.is
Hafðu það
gott með
Nóatúni
ÝSUFLÖK
ROÐ- OG BEINLAUS
KR./KG
1598
F
ÚRFISKBOR
ÐI
ÚR
FISKBORÐI
FERSKIR
Í FISKI
ur hann reykskynjarann úr sam-
bandi,“ segir Guðmundur Hall-
grímsson, starfsmaður Búnaðar-
samtaka Vesturlands, sem vinnur að
brunavarnaátaki í sveitum. Farið er
skipulega yfir sveitirnar og aðstæð-
ur skráðar.
„Mikið öryggi í þessu“
Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur
hjá Bændasamtökum Íslands, segir
að full þörf sé á að gera úttekt á
ástandi mála og Haraldur Þórarins-
son, formaður Landssambands
hestamanna, telur að sambandið
muni skoða öryggismálin vegna
bruna í hesthúsum.
Guðmundur og félagar hans
kynntu sér hvernig staðið er að mál-
um í nágrannalöndunum, einkum
Noregi, þar sem góður árangur hef-
ur náðst. Þar er skylda að hafa sér-
hönnuð brunaviðvörunarkerfi, svo-
kölluð reyksogstæki, í öllum
gripahúsum yfir ákveðinni lág-
marksstærð. Þau eru þannig útbúin
að óhreinindi trufla ekki kerfið. Ör-
yggiskerfið kostar nokkur hundruð
þúsunda króna. „Tryggingafélögin
ættu að vera duglegri að láta búfjár-
eigendur verja hús sín,“ segir Óskar
Örn Jónsson, markaðsstjóri hjá Ör-
yggismiðstöðinni, sem ásamt öðrum
hefur búnaðinn til sölu.
„Það er ótrúlega mikið öryggi í
þessu,“ segir Guðmundur. Kerfið er
komið upp á fáeinum bæjum í Borg-
arfirði og víðar um land. Guðmundur
telur að reyksogskerfið gæti nýst vel
í hesthúsahverfum. Þar gætu eig-
endur jafnvel tekið sig saman um eitt
tæki fyrir nokkur hólf og haldið
þannig kostnaði í lágmarki.
Mikil verðmæti geta verið í hest-
um og öðrum skepnum, auk þess
sem eigendurnir bindast þeim oft til-
finningalegum böndum. „Eigendur
þessara húsa þurfa að vera vel með-
vitaðir um sín öryggismál,“ segir
Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri for-
varna hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins.
Reyksogskerfi veita öryggi
Brunaviðvörunarkerfi sem henta útihúsum hafa ekki náð útbreiðslu hér Lögbundin í Noregi
Þörf talin á góðri úttekt á brunavörnum í gripahúsum Skipulega unnið að skráningu á Vesturlandi
Morgunblaðið/Kristinn
Eldur Slökkviliðsmenn berjast við
eld í hesthúsi í Mosfellsbæ.
Öryggi í gripahúsum
» Mikið tjón hefur orðið í
eldsvoðum í fjósum og fjár-
húsum og nokkrum sinnum
kviknað í hesthúsum á síðustu
árum.
» Reykskynjari og slökkvitæki
eiga að vera í öllum húsum en
ekki er gerð krafa um viðvör-
unarkerfi eða vatnsúðun.
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ráðunautur hjá Bændasamtökum
Íslands segir að brunar í gripahús-
um séu ansi tíðir og þörf á að gera
góða úttekt á brunavörnum. Venju-
leg brunaviðvörunarkerfi hafa
gagnast illa. Hins vegar hafa verið
sett upp reyksogstæki á nokkrum
bæjum í Borgarfirði og víðar um
land og þau reynast vel.
Vegna reyks og óhreininda í
gripahúsum nýtast hefðbundin
brunaviðvörunarkerfi illa. Kerfið
virkar ekki eða er að hringja í tíma
og ótíma. „Þegar bóndinn er búinn
að fara á nærbuxunum út í fjós þrjár
nætur í röð án þess að neitt sé að, ríf-
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það þarf að jafna samkeppnisstöðuna í greininni og nú-
verandi kerfi ýtir undir samkeppnislega mismunun
þeirra sem eru annars vegar bæði í útgerð og vinnslu og
hins vegar þeirra sem eru einungis í vinnslu,“ segir Elín
Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fisk-
framleiðenda og útflytjenda (SFÚ), en aðalfundur sam-
takanna fór fram á laugardaginn.
Elín Björg segir að þau fyrirtæki sem einungis starf-
ræki vinnslu sjávarafurða kaupi sitt hráefni á markaðs-
verði og þurfi fyrir vikið að greiða 30% hærra verð fyrir
það en þeir sem einnig séu í útgerð.
Auknar útflutningstekjur?
„Við höfum bent á að það voru flutt út um 35-37 þúsund
tonn óunnin á síðasta fiskveiðiári og það samsvarar um
500 störfum í fiskvinnslu ef hráefnið hefði verið unnið hér
á landi. Það er talað um að eitt starf í frumvinnslu skili
tveimur öðrum störfum þannig að við gætum verið að tala
um þúsund til 1.500 störf,“ segir Elín Björg.
Hún segir að miðað við það verð sem fyrirtæki innan
SFÚ hafi verið að fá erlendis þá myndi útflutningsverð-
mætið þessa hráefnis hækka um 25% ef það væri unnið á
Íslandi áður en það væri flutt út. Það gæti skilað sér í
auknum útflutningstekjum upp á þrjá milljarða króna.
Vilja að allar sjávarafurðir
verði unnar á Íslandi
Morgunblaðið / Ernir
Fiskur Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda segja að
jafna þurfi samkeppnisstöðu fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segja að mögulegt sé að
skapa 500 til 1.500 ný störf
Brotist var inn í þrjú einbýlishús í
Hafnarfirði og Garðabæ á laugar-
dagskvöldið og í fyrrinótt.
Í öllum tilfellum var farið inn í
húsin með því að spenna upp
glugga á jarðhæð. Þjófarnir stálu
skartgripum og einhverju af pen-
ingum, að sögn lögreglu. Málin eru
í rannsókn.
Innbrot í einbýlishús
Lögreglan stöðv-
aði för ökumanns
á Sæbraut í gær-
morgun eftir að
hann hafði reynt
að komast undan
með því að aka á
ofsahraða. Að
sögn lögreglu fór
hjólbarði af öðru
framhjólinu í lát-
unum en maðurinn hélt áfram og
ók áfram á felgunni á allt að 120 km
hraða. Lögreglan ætlaði að stöðva
för mannsins við Vatnsmýrarveg en
hann sinnti þá ekki stöðvunar-
merkjum og ók á ofsahraða eftir
Hringbraut og síðan áfram inn á
Sæbraut. Þar tókst lögreglumönn-
um að stöðva bílinn með því að aka
á hann. Maðurinn var í annarlegu
ástandi og var fluttur í fanga-
geymslur áður en yfirheyrslur hóf-
ust yfir honum síðar í gær.
Reyndi að stinga
lögreglu af á ofsa-
hraða í gærmorgun
Jenna Jensdóttir rithöfundur sem komin er á tíræðisaldur var viðstödd at-
höfn í fyrradag þegar bók hennar, „Adda lærir að synda“, var endurútgefin
og lesið upp úr henni. Þetta er þriðja Öddubókin sem er endurútgefin. Hjón-
in Jenna og Hreiðar Stefánsson sömdu meira en þrjátíu bækur. Þekktastar
eru Öddubækurnar sjö sem teljast til sígildra íslenskra barnabókmennta.
Unnið er að endurútgáfu þeirra á vegum Bókafélagsins Uglu.
Jenna viðstödd endurútgáfu Öddubókar
Morgunblaðið/Kristinn