Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Engin mikilvæg mál bíða þess núað alþingismenn stjórnarliðs-
ins láti þau til sín taka. Þetta er
fagnaðarefni, því þá geta þeir látið
eftir sér að fjalla um gælumál og
grín. Nú hafa 29
þingmenn lagt fram
tillögu um að rann-
sakað verði hver
voru tildrög þess að
lýst var yfir pólitísk-
um stuðningi við að
fjöldamorðinginn
Saddam Hussein
færi að hugsa um eitthvað annað.
Þetta er góð tillaga hjá 29 menning-
unum. Ekki síst vegna þess að að-
dragandinn liggur skýr fyrir og það
mun auðvelda rannsóknina. Það er
nefnilega gott að láta rannsaka mál
sem eru þegar fullrannsökuð.
Ef farið er inn á vef Alþingis þámá lesa sér til um hvaða þing-
menn eru svona snjallir. Þeir eru
þar listaðir upp. Reyndar kemur
ekki fram á heimasíðunni hvernig
þessir þingmenn lentu inni á þess-
um lista, sem kallaður er listi yfir
þingmenn sem viljugir eru til að
rannsaka. Ekki kemur heldur fram
hvernig eigi síðan að nota þennan
lista sem birtur er á vefnum og
bendir það til þess að þingmenn-
irnir viljugu viti ekki heldur hvern-
ig hann verður notaður. Fundist
hefur úrklippubók Árna Þórs Sig-
urðssonar úr þjálfunarbúðunum í
Moskvu og mun Broddi segja frá
henni fljótlega, enda er talið að hún
geti varpað ljósi á það hvernig list-
inn verði birtur eða að minnsta
kosti hvernig Árni Þór birtist
mönnum á Moskvuárunum. Hefur
Páll Magnússon verið beðinn um að
lesa fréttina þegar Broddi er búinn.
Gert er ráð fyrir að nefnd AtlaHeimis, svo kölluð Atla-nefnd,
verði fengin til að semja lög við
listann ef Alþingi samþykki ekki
strax sjálft lög um rannsókn á því af
hverju þingmennirnir 29 fái ekki
listamannalaun fyrir svo þýðingar-
mikinn lista.
Alþingishúsið.
Listamenn á þingi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00
Reykjavík -5 heiðskírt
Bolungarvík 0 snjókoma
Akureyri -9 heiðskírt
Egilsstaðir -11 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -3 skýjað
Nuuk 2 súld
Þórshöfn 2 léttskýjað
Ósló 0 þoka
Kaupmannahöfn 10 skúrir
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 2 skúrir
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 12 skýjað
Dublin 3 léttskýjað
Glasgow 5 léttskýjað
London 6 skúrir
París 12 skýjað
Amsterdam 11 skýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 16 heiðskírt
Vín 10 skýjað
Moskva 7 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 8 súld
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -2 alskýjað
Montreal 5 léttskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 4 skýjað
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:57 16:29
ÍSAFJÖRÐUR 10:21 16:14
SIGLUFJÖRÐUR 10:05 15:57
DJÚPIVOGUR 9:31 15:54
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurður Ingi Bjarnason, gull-
smiður og skartgripahönnuður í
Sign ehf. í Hafnarfirði, kom fær-
andi hendi á æfingu hjá fimleika-
deild Gerplu sl. föstudagskvöld og
gaf nýkrýndum Evrópumeisturum
í hópfimleikum hálsmen til minn-
ingar um árangurinn.
Ingi hefur taugar til íþrótta,
stundar sjálfur mótorkross og
hestamennsku og gerði meðal ann-
ars verðlaunagripinn, sem Íþrótta-
maður ársins fær til varðveislu ár
hvert.
Fékk hugmyndir
hjá þjálfurum
Hann segir að fólk geri sér al-
mennt ekki grein fyrir hversu
mikil vinna búi að baki góðum ár-
angri og hann hafi viljað sýna
stúlkunum stuðning með því að
gefa þeim hálsmen sem minnti
þær í framtíðinni á árangurinn í
Evrópumótinu. Hann hafi rætt
þetta við þjálfarana, fengið hjá
þeim hugmyndir í sambandi við
töluna þrjá og unnið út frá því. Í
meninu væru því þrír steinar í
sömu litum og búningur stúlkn-
anna, svartur, rauður og hvítur.
Þær kepptu á þremur áhöldum,
þetta var þriðja Evrópumót þeirra
þar sem þær áttu raunhæfa mögu-
leika á verðlaunum og keppnin
stóð yfir í þrjá daga.
Björn Björnsson, þjálfari Evr-
ópumeistaranna, segir gaman að
hafa fengið tækifæri til þess að
eiga þátt í hönnuninni. „Þetta er
líka mjög gott framtak og við er-
um ánægð með það.“
Ingi er með verkstæði sitt í
gamalli verbúð við smábátahöfnina
í Hafnarfirði og fær innblástur úr
umhverfinu. „Þetta er gamli grá-
sleppuskúrinn hans pabba,“ segir
hann og leggur áherslu á hvað
Gerplustúlkur hafi staðið sig vel.
„Nú er spurningin hvort þær geti
kennt mér að standa á höndum en
ég setti það sem skilyrði fyrir
gjöfinni,“ segir hann og áréttar að
menin séu þeirra þó hann nái ekki
að fá ósk sína uppfyllta.
Lærir að standa á höndum í staðinn
Morgunblaðið/Golli
Ánægðar Stelpurnar hjálpuðust að við að setja hálsmenin á hverja aðra. Menið Þrír steinar í þremur litum.
Gullsmiður
færði stelpunum
hálsmen að gjöf
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur
í fimmtánda sinn á morgun og verður honum fagn-
að með ýmsum viðburðum í skólum landsins og
hjá stofnunum og samtökum. Þá verða árleg verð-
laun Jónasar Hallgrímssonar veitt en dagur ís-
lenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðing-
ardegi hans.
Meðal þessara viðburða er árleg Jónasarvaka í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykja-
vík þar sem Vilborg Dagbjartsdóttir, ljóðskáld, les
nokkur eftirlætisljóða sinna eftir Jónas. Stóra
upplestrarkeppnin hefst í fimmtánda sinn á degi
íslenskrar tungu í grunnskólum landsins. Eldri
börn koma þá í bekki yngri barna og lesa upp sög-
ur og ljóð, auk þess sem ljóða- og smásagnakeppni
fer fram.
Þá mun Mjólkursamsalan kynna nýtt málrækt-
arátak á mjólkurfernum landsmanna, að öðrum
viðburðum ótöldum.
Ráðherra heimsækir Borgarnes
Á undanförnum árum hefur skapast sú hefð að
mennta- og menningarmálaráðherra heimsæki
skóla- og menningarstofnanir í einu sveitarfélagi á
degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni mun Katrín
Jakobsdóttir sækja Borgarnes heim og m.a. skoða
sýningu á vegum Grunnskólans í Borgarnesi og
Menntaskóla Borgarfjarðar. Þá mun hún heim-
sækja leikskólann Klettaborg, Skallagrímsgarð
og loks íþróttamiðstöðina. Að endingu verður opin
hátíðardagskrá í Landnámssetrinu sem hefst
seinnipartinn.
Degi íslenskrar tungu fagnað
Fjölmargir viðburðir fyrirhugaðir í tilefni af degi íslenskrar tungu víða um land
Stóra upplestrarkeppnin haldin í fimmtánda sinn í grunnskólum landsins
Morgunblaðið/Golli
Æskan Frá leikskólanum Dvergasteini.