Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Diskamotta 695 kr. stk. Kertakrans 5.900 kr. Mikið úrval af piparkökumótum Sænska jólavaran komin „Mikil spenna liggur í loftinu í að- draganda komandi kjarasamninga og í hvaða farveg þeir munu fara,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtækni- manna. Hann fjallaði um helgina um undirbúning kjarasamninga í pistli á vefsíðu VM og segir að í umræðunni sé velt upp ýmsum hugmyndum um samráð, „um einhverskonar kreppu- samning til langs tíma með aðkomu allra, stjórnvalda, Alþingis, atvinnu- rekenda og launafólks“. Snúið vandamál Segir Guðmundur að þá verði að halda því á lofti og leggja áherslu á það að fram að því er samnings- umboðið hjá VM fyrir hönd sinna fé- lagsmanna. „Verði það vilji félagsmanna VM að við tökumst á við okkar viðsemjendur án samráðs munum við gera það. Vandamálið sem við blasir er hins- vegar snúið og margir þættir sem þarf að hafa inni í heildarmyndinni og taka tillit til. Niðurskurður með upp- sögnum, fyrirhugaðar hækkanir hjá opinberum stofnunum og sveit- arfélögum, gjaldþrot fyrirtækja og lengi mætti halda áfram að telja, hinsvegar verður að taka slaginn við niðurskurð og tóman ríkiskassa,“ segir hann. „Mikil spenna liggur í loftinu“ Frekar prósentuhækkun » Félagar í VM vilja að að sam- ið verði um heildarlaun frekar en dagvinnulaun við gerð kjarasamninga í framtíðinni. » Málefni lífeyrissjóðanna liggja þungt á félagsmönnum VM, auk þess að kaupmætt- inum verði náð upp aftur og stöðugleiki tryggður. » Á kjararáðstefnu í október kom fram að meiri áhugi var fyrir prósentuhækkunum en krónutöluhækkunum og að VM færi fram sem einn og óháður aðili í komandi kjaraviðræður.  Vilji menn takast á við viðsemjendur án samráðs verður það gert Minningarathöfn um þá hermenn sem létust í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni fór fram á vegum breska sendiráðsins í Reykjavík í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði í gærmorgun. Ian Whitting, sendiherra Bretlands á Íslandi, leiddi athöfnina en sr. Bjarni Þór Bjarnason stjórnaði henni. Fulltrúar annarra þjóða, sem eiga landa sem hvíla í Fossvogskirkjugarði, tóku einnig þátt í athöfninni. Morgunblaðið/HAG Minntust fallinna hermanna Stytting, ekki lenging Ranglega var haft eftir fram- kvæmdastjóra Creditinfo í Morgun- blaðinu á laugardag í frétt um fjölda vanskilamála. Þar var átt við stytt- ingu á fyrningartíma gjaldþrota í tvö ár en ekki lengingu. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Lögreglan handtók á laugardags- kvöldið karlmann á miðjum aldri, sem veifaði hnífi í verslun Krón- unnar við Reykjavíkurveg í Hafnar- firði. Tilkynnt var um vopnað rán í versluninni og var maðurinn enn þar inni þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn veitti enga mótspyrnu og ekki var ljóst hvort hann hefði verið með hótanir við starfsfólk eða rænt fé. Að sögn lögreglu var maðurinn undir áhrifum áfengis. Haft var eftir honum, að hann vissi ekkert hvað hann væri að gera. Veifaði hníf ölvaður inni í verslun Hinn árlegi jólabasar Hrafnistu í Hafnarfirði verður haldinn í dag, mánudag, milli kl. 10 og 14. Basarinn verður á vinnustofu heimilisins, en hún er staðsett í kjallara hússins. Þar verða til sölu fjölbreytt verk sem handverksfólk á Hrafnistu hef- ur unnið. Allir velkomnir. Jólabasar Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.