Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
„Aðalvandamál Súsönnu er ekki að
vera útlendingur á Íslandi og í Pól-
landi, heldur að hún er smámælt og
heitir því ómögulega nafni: Súsanna
Szczebrzeszyska sem enginn Ís-
lendingur getur sagt, margir Pól-
verjar hnjóta um og hún getur alls
ekki sagt sjálf. Hún kallar sig því
Birgittu Bragadóttur til að einfalda
málið og gengur um með sam-
heitaorðabók á sér til að finna orð
sem ekki innihalda s,“ sagði Vala
Þórsdóttir rithöfundur í samtali við
blaðamann en hún er annar höf-
undur bókarinnar Þankaganga
Myślobieg. Meðhöfundur Völu er
Agnieszka Nowak arkitekt og er
þær stöllur nú á ferð um landið til
að halda námskeið fyrir börn í
sagnagerð og teikningu.
Námskeiðshaldið hófu Vala og
Agnieszka í Reykjanesbæ og fengu
til þess afnot af húsnæði almenn-
ingsbókasafnsins þar í bæ. Þaðan
var haldið út á land og eitt námskeið
hefur verið haldið í Reykjavík, öll á
almenningsbókasöfnum. Á nám-
skeiðunum sér Vala um sagnagerð-
ina og talar íslensku en Agnieszka
um teikninguna og talar pólsku.
Námskeiðin eru því hugsuð bæði
fyrir íslensk og pólsk börn en ekki
endilega pólsk-íslensk börn á ald-
ursbilinu 6 – 12 ára. „Við teljum
mikilvægt að alíslensku krakkarnir
komi líka því oft vill verða svo að
„erlendir“ krakkar og íslenskir leiki
sér ekki saman eftir skóla, því mið-
ur. Þetta er því kjörið tækifæri til
margvíslega liti til afnota. Fyrst
teiknuðu þau sögusviðið og síðan var
byggt ofan á það undir leiðsögn Ag-
nieszku.
Ritunarferill bókarinnar var
þannig að þær Vala og Agnieszka
tóku viðtöl við nokkur pólsk-íslensk
börn og foreldra þeirra og skoðuðu
upplýsingar um tvítyngi. Einnig öfl-
uðu þær sér upplýsinga um innflytj-
endur á Íslandi áður en þær hófust
handa en bókin fjallar um pólsk-
íslenska stelpu í Reykjavík. „Við
komumst að því í gegnum viðtölin að
það er ýmislegt sem tvítyngd börn
upplifa sem alíslensk börn gera
ekki, vegna þess að þau hafa tvenns-
konar menningarlegan bakgrunn.
Það er eitt tungumál notað heima
hjá þeim og annað utan heimilis,“.
Agnieszka sagði samfélagið sí-
fellt vera að minna þessi börn á að
þau eru ekki alíslensk, ekki bara
börn og foreldrar heldur ekki síður
menntakerfið. „Þetta er ekki bein-
línis „vandamál“ en verður til þess
að börnin vilja oft ekki tala „erlenda
málið“ utan heimilis nema í ýtrustu
neyð og neita jafnvel uppruna sínum
til að reyna að passa betur inn í sam-
félagið. Þannig tapa þau stundum
tengslum við tungumálið.“
Þankagangar er gefin út á ís-
lensku og pólsku til að undirstrika
réttmæti beggja tungumála í tví-
tyngdri fjölskyldu. „Pólska varð fyr-
ir valinu vegna þess að Pólverjar eru
stærsti innflytjendahópur á Íslandi
og einnig vegna þess að okkur Ag-
nieszku langaði til að vinna saman
og hún er pólsk og ég íslensk,“ sagði
Vala að lokum.
„Hætta á að
tengsl við tungu-
málið tapist“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Einbeitt við myndskreytinguna Richard Dawson Woodhead og Inga Jódís Kristjánsdóttir sátu við sama borð á
námskeiðinu í Reykjanesbæ og nutu leiðsagnar Agnieszku og Völu. Þær eru höfundar bókarinnar.
Vala Þórsdóttir rithöfundur og Agnieszka No-
wak arkitekt eru með námskeið í tengslum við út-
gáfu bókar sinnar, Þankaganga Myślobieg, sem
er íslensk-pólsk.
að taka enn eitt skrefið til að blanda
hópunum saman. Foreldrar eru að
sjálfsögðu velkomnir enda er upp-
lagt að nota þessa stund til að hafa
það skemmtilegt með börnunum,“
sögðu Vala og Agnieszka.
Gaman að mega gera það
sem maður vill
Richard Dawson Woodhead
var einn þeirra sem sóttu nám-
skeiðið á Bókasafni Reykjanes-
bæjar og sagðist hafa komið vegna
þess að boðið væri upp á frjálst
teikninámskeið. „Mér finnst gaman
að teikna, þess vegna kom ég og
best finnst mér að ég má gera það
sem ég vil.“
Börnin fengu sögu frá Völu
sem þau áttu síðan að túlka með
frjálsri aðferð á A2 blað og fengu
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Tónlistarfjölskyldan saman við píanóið Frá hægri Guðmundur Sigurðsson, þá börnin Harpa Sól, Hreinn Gunnar,
Gylfi Björgvin, Guðmundur Óskar og Sigurður Guðmundsbörn. Við píanóið situr Gróa Hreinsdóttir móðir systkinanna.
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
Þau hafa víða leynst mús-íkölsku pörin. Eitt slíktvarð til í Ytri-Njarðvíkur-kirkju árið 1976 þegar
Innri-Njarðvíkingurinn Guðmundur
Sigurðsson hitti Ytri-Njarðvíkur-
meyna Gróu Hreinsdóttur og þau
felldu hugi saman. Hann söng með
kirkjukórnum og hún var organisti.
Tónlistin átti hug þeirra og hjörtu
og heimilið var búið píanóum á öllum
hæðum, gíturum á víð og dreif og
sungið var út í eitt í barnaherbergj-
unum. Í þessu umhverfi ólust börnin
fimm upp og hafa öll áhuga á tónlist,
enda ætíð fengið að hafa fallega tón-
list í eyrunum, eins og sonurinn
Guðmundur Óskar komst að orði í
samtali við blaðamann.
Guðmundur fagnaði fjörutíu
ára söngafmæli 2. nóvember sl. á af-
mælisdegi sínum og einkadótt-
urinnar, Hörpu Sólar. Synirnir fjór-
ir komu einnig við sögu og
fyrrverandi eiginkona spilaði undir á
píanó.
Með tónum við töfrum liðið
en tökum samt á því létt.
Í söngnum við eigum sviðið
að syngja er gleðifrétt.
Svona orti Guðmundur eftir
söngæfingu með syninum Gylfa
Björgvin en Guðmundur fer ein-
staklega létt með að setja saman vís-
ur. Mörg laganna sem flutt voru á
tónleikunum voru við ljóð hans í
bland við aðrar þekktar perlur, m.a.
úr smiðju Hjálma en Sigurður
Hjálmamaður með meiru er einn
sonanna. Yngri bræður hans þakka
honum ekki síður örvunina í tónlist-
inni, en Sigurður er langelstur
þeirra systkina.
„Eftir að ég var búinn að læra á
fiðlu, selló og saxófón fór ég að fikta
í dótinu hans Sigga, pakkaði upp gít-
urunum og kenndi sjálfum mér,“
sagði Guðmundur Óskar, bassaleik-
ari í Hjaltalín, en Sigurður var þá í
ljósmyndanámi á Ítalíu. Hjól Guð-
Alltaf með fallega
tónlist í eyrunum
Njarðvíkingurinn Guðmundur Sigurðsson fagnaði fjörutíu ára söngafmæli 2.
nóvember sl. á afmælisdegi sínum með einsöngstónleikum. Fimm börn hans
komu fram með honum en þau eru öll í tónlist. „Ég er ákaflega stoltur af börn-
unum mínum,“ sagði Guðmundur þegar litið var inn á æfingu hjá fjölskyldunni.
Á bloggsíðunni Gaymormonman-
.blogspot.com segir Bandaríkjamað-
urinn Calvin Thompson frá lífi sínu
og vangaveltum. Hann er samkyn-
hneigður karlmaður, búsettur í Utah,
Mormónatrúar, giftur kvenmanni og
er þriggja barna faðir. Presturinn
hans, eiginkona og nokkrir nánir
fjölskyldumeðlimir vita að hann er
samkynhneigður og hann hefur
sjálfur vitað það síðan hann var
unglingur. Hann segir bloggið til-
einkað þeim sem eru öðruvísi og
þeim sem elska þá, og mormónum
eða þeim sem þekkja mormóna og
eru að reyna að skilja.
Thompson er opinn og heiðar-
legur bloggari sem hefur vakið
nokkra athygli. Hann fylgist vel með
því sem er að gerast í samfélagi
Mormóna og samfélagi samkyn-
hneigðra og fræðir lesendur sína um
það. Sem dæmi er færsla frá því í
október þar sem hann setur inn
frétt af einum leiðtoga mormóna í
Salt Lake City sem sagði í messu að
það væri hægt að lækna þá sem löð-
uðust að sama kyni. Hann skrifar
líka um eigið líf og lífsreynslu og
mormónatrúna en hann virðist vera
mjög trúaður.
Það er áhugavert að lesa Gaymor-
monman.blogspot.com, lesa um það
sem sumir myndu kalla undarlegt líf
Thompsons og víkka sjóndeildar-
hring sinn.
Vefsíðan www.gaymormonman.blogspot.com
Reuters
Blóm og lauf Lífið og lífsviðhorfin eru ekki eins hjá öllum.
Opinn og heiðarlegur bloggari
Árið 2010 hófst í gær og mánuður-
inn nóvember fyrir korteri. Tíminn
líður hratt á gervihnattaöld sagði í
laginu og eru það orð að sönnu.
Í dag er nóvembermánuður hálfn-
aður og það fer að nálgast það að
það sé einungis mánuður til jóla.
Stattu nú við stóru orðin og vertu
tímanlega í jólaundirbúningnum
þetta árið eins og þú hefur lofað
þér. Það þarf ekki alltaf að vera á
síðustu stundu þó það virðist vera
orðið að vana hjá mörgum. Komdu
þér út úr hegðunarmynstrinu sem
kemur þér alltaf í klandur og hug-
aðu að jólunum í tíma, ekki seinna
en strax.
Endilega …
Morgunblaðið/G.Rúnar
Jólaös Ekki enda á hlaupum.
… áttið ykkur á því að tíminn líður