Morgunblaðið - 15.11.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.11.2010, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Borgun býður vandaða posa til leigu á hagstæðum kjörum. Hægt er að leigja posa í skemmri tíma, t.d. helgar- og mánaðarleigu. Einfaldir í notkun og uppsetningu Uppsetning á höfuðborgarsvæðinu er ókeypis Seljendur á landsbyggðinni fá posa senda uppsetta endurgjaldslaust Pantaðu posa á borgun.is eða leitaðu frekari upplýsinga í síma 560 1600. Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, segir í við- tali við breska ríkisútvarpið BBC, að hún vilji hitta herforingjana sem stjórna landinu og leggja sitt af mörkum til að ná sáttum. Suu Kyi var látin laus úr stofufang- elsi á laugardag. Hún hefur alls verið í stofufangelsi í 15 ár af síðustu 20 ár- um. BBC hefur eftir Suu Kyi, að hún ætli að hlusta á skoðanir almennings í Búrma og alþjóðlegra stuðnings- manna sinna. „Ég vil hlusta á fólkið. Ég vil hlusta á skoðanir annarra ríkja, hvað þau telja sig geta gert fyrir okkur, hvað við teljum að þau geti gert fyrir okk- ur og komast síðan að niðurstöðu, sem sé viðunandi fyrir sem flesta,“ sagði Suu Kyi í símaviðtali við BBC. Hún sagðist vona að hún yrði ekki handtekin aftur, en hún óttaðist hins vegar ekki handtöku og stofufangelsi nógu mikið til að hætta afskiptum af mannréttindum og stjórnmálum. Sagði hún að þrátt fyrir allt hefði hún haft það betra í sinni fangelsisvist en margir aðrir pólitískir fangar í Búrma. Það er eflaust ekki tilviljun að her- foringjastjórnin beið með að láta Suu Kyi lausa þar til eftir þingkosningar í landinu, sem fóru fram fyrir rúmri viku. Flokkur Suu Kyi, Lýðræðis- bandalagið (NLD), tók ekki þátt í kosningunum og var í kjölfarið bann- aður. Hluti stjórnarandstöðunnar, þar á meðal nokkrir flokksmenn NLD, stofnuðu hins vegar annan flokk og tóku þátt. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, bæði innan Búrma og utan og hefur stjórnin verið sökuð um stórfelld kosningasvik. Telja sumir sérfræðingar að með því að láta Suu Kyi lausa núna sé stjórnin að reyna að slá á þessa gagn- rýni. Eitt fyrsta verk Suu Kyi verður væntanlega að reyna að ná sáttum milli þeirra stjórnarandstæðinga sem tóku þátt í kosningunum og þeirra sem gerðu það ekki. Fjölmargir þjóðarleiðtogar fögn- uðu nýfengnu frelsi Suu Kyi, þar á meðal Ban Ki-moon, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, og Barack Obama, Bandaríkjaforseti. „Þótt stjórnvöld í Búrma hafi gengið ótrúlega langt til að einangra og þagga niður í Aung San Suu Kyi hefur hún haldið áfram hugrakkri baráttu sinni fyrir lýðræði, friði og breytingum í Búrma,“ sagði Obama. „Hún er hetja í mínum augum og veitir innblástur öllum þeim, sem vilja vinna að framgangi mannrétt- inda í Búrma og annarstaðar í heim- inum.“ Aung San Suu Kiy vill ræða við herforingjastjórn Búrma Reuters Stofufangelsi Gríðarlegur fjöldi fólks beið Suu Kyi og fagnaði með henni þegar henni var sleppt úr haldi.  Stjórnarandstöðuleiðtoganum og nóbelsverðlaunahafanum sleppt úr fangelsi Leit að nýjum flokksleiðtoga Jafnaðarmanna- flokksins í Sví- þjóð hefst í dag en Mona Sahlin lýsti því yfir að hún myndi hætta sem leið- togi flokksins í mars. Enginn þykir sjálfsagður eftirmaður Sa- hlin en Margot Wallström hefur verið nefnd til sögunnar. Wallst- röm hefur lengi starfað utan Sví- þjóðar en hún sat í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um árabil og starfar nú hjá Samein- uðu þjóðunum í New York. Þá þykir Thomas Bodström, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, einnig koma til greina. Leitin hafin að arf- taka Monu Sahlin Margot Wallström Breski popp- söngvarinn og hermaðurinn fyrrverandi James Blunt neitaði að fram- fylgja skipunum bandarísks hers- höfðingja um að skjóta á rúss- neska hermenn við flugvöll í Kósóvó árið 1999. Í viðtali við BBC sagði Blunt að hann hefði verið tilbúinn að mæta fyrir herdómstól frekar en að skjóta á Rússana. Blunt var einn af fyrstu NATO- hermönnunum sem fóru inn í Kó- sóvó árið 1999 og var eitt af verk- efnum hersveitar Blunts að taka yf- ir flugvöllinn í Pristina. Þegar þeir komu þangað tóku á móti þeim um þrjú hundruð rúss- neskir hermenn, sem beindu riffl- um sínum að bresku hermönn- unum. Bandaríski hershöfðinginn Wes- ley Clark skipaði Blunt að ráðast á Rússana, en Blunt neitaði. Yfirmað- ur Blunts, breski hershöfðinginn Mike Jackson, studdi hann og sagði að hans hermenn myndu ekki bera ábyrgð á upphafi þriðju heimsstyrj- aldarinnar. bjarni@mbl.is Vildi ekki þriðju heimsstyrjöldina James Blunt Hin sextíu og fimm ára gamla Aung San Suu Kyi hefur varið bróðurpartinum af síðustu tuttugu árum á bak við lás og slá af ein- hverju tagi vegna baráttu sinnar fyrir auknu lýðræði í Búrma. Suu Kyi er dóttir sjálfstæðis- hetju landsins, hershöfðingjans Aung San, sem var myrtur árið 1947. Hún flutti ásamt móður sinni frá Búrma og giftist breskum há- skólakennara og átti með honum tvö börn. Hún sneri aftur til Búrma árið 1988 og tók þátt í mótmæla- hreyfingu lýð- ræðissinna. Hún sat í stofu- fangelsi frá 1989 til 1995 og frá 2000 til 2002. Sama ár var hún aftur sett í stofu- fangelsi og hef- ur verið þar til núna. Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir friðsamlega baráttu fyrir lýðræði í Búrma. Löng fangelsisvist BARÁTTUKONA Aung San Suu Kyi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.