Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nelson Man-dela var íaldar- fjórðung fangi að- skilnaðarstjórn- arinnar í Suður-Afríku. Hann var þar vegna þess að hann fór fyrir hinum undir- okuðu íbúum landsins. Megin- krafa hans var sú að réttindi fólksins í landinu færu ekki eftir hörundslit þess. Þegar Mandela var ekki lokaður inni í klefa sínum var hann rekinn ásamt samföngum sínum til vinnu í saltnámu. Það eitt að lifa fangavistina og aðbúnað- inn af var þrekvirki. Það er raunar ekki alveg óþekkt að menn komi úr slíkum raunum óbugaðir. En fágætt má vera að menn komi frá þeim óskemmdir, án haturs og hefndarþorsta, sem öll efni stæðu til. Nelson Mandela var þess konar fágæti. Leiðtogi lýðræðisafla í Búrma, Aung San Suu Kyi, var nýlega látin laus úr langvar- andi stofufangelsi. Hennar sök var af sama meiði og baráttu- mannsins í Suður-Afríku. Hún hefur barist fyrir lýðrétt- indum og lýðræði. Það jók sök hennar að mati harðstjóranna í heimalandi hennar að hún hafði sigrað í almennum kosn- ingum. Ytri aðbúnaður Suu Kyi við frelsisskerðinguna hefur vissulega verið mildari en Mandela bjó við, en það er þó í raun bita munur en ekki fjár. Svo virðist sem þessi nýfrels- aði stjórnmálaforingi hafi til að bera sams konar siðferðis- þrek og styrk og Mandela sýndi og umheimurinn dáðist að. Það er mikil gæfa kúguðum þjóðum í baráttu þeirra, sem stundum virðist vonlítil, að slíkir leiðtogar fari fyrir. Það er einnig í rauninni á móti öll- um líkindum. Búrma er fjar- lægt ríki og aðstæður þar og pólitískt andrúmsloft ekki of- arlega á blaði hjá almenningi á Vesturlöndum. Og vissulega er ekki endilega auðvelt að veita þeim sem berjast hinni góðu baráttu styrk og stuðning sem öllu breytir og það frá heims- hlutum í órafjarlægð. En það er samt lítill vafi á að sá stuðn- ingur sem þó hefur komið að utan og vissulega verið tak- markaður hefur miklu skipt um að fólkið á heimavígstöðv- unum hefur ekki verið full- komlega brotið á bak aftur. Sú staðreynd er holl og góð lexía. Og hún er einnig brýning um að forðast doða og afstöðu- leysi, þótt málefnin kunni að virðast framandi og breyta æði litlu um það hvernig allt veltist í vestrænum velferðarsam- félögum þúsundum kílómetra fjær. Það eru svo sannarlega gild rök að velmegunarmenn Vest- urlanda hafa ekki sjálfsagðan rétt til að segja öðrum þjóðum fyrir um við hvers konar stjórnskipun eða stjórnarfar þær skuli búa. En þegar þjóð- irnar sjálfar, kúgaðar af harð- snúnum valdsmönnum, sem einskis svífast, eru að leitast við að varpa af sér slíku oki þá hafa þjóðríki í okkar heims- hluta enn síður siðferðisrétt til að sitja hjá. Og þegar við bæt- ist að frelsisöflin lúta ein- stæðri forystu, eins og í tilviki þeirra tveggja sem hér hefur verið rætt um, væri slík hjá- seta enn fráleitari. Stuðningur við frelsisbaráttu fólks í fjarlægum löndum getur ráðið úrslitum} Baráttukona látin laus Það vantar ekkiað á pappír- unum hafa Skotar ítök í Evrópusam- bandinu, ekki síst þegar kemur að sjávarútvegsmálum. Struan Stevenson, ESB-þingmaður frá Skotlandi, er meira að segja fyrsti varaformaður sjávarútvegsnefndar ESB- þingsins, eins og sagt er frá á vef Evrópuvaktarinnar, www.evropuvaktin.is. Þrátt fyrir „áhrifin“ sem Skotar hafa þannig fengið í gegnum veru sína í sambandinu hefur þessi sami Stevenson þetta að segja um sjávarútveg Skota eftir inngönguna í sambandið: „Sameiginleg sjávarútvegs- stefna ESB hefur svo að segja gengið af skoskum sjávar- útvegi, sem áður var stolt Skota, dauðum. Hún hef- ur hvatt til ofveiði og sóunar. Millj- ónum tonna af góðum fiski er kastað dauðum í hafið ár hvert vegna veiða umfram kvóta. Damanaki, sjávarútvegsstjóri, verður að breyta hinni óarðbæru og eyðileggjandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, áður en skoskur sjávarútvegur hverf- ur með öllu.“ Þessi sjónarmið Steven- sons, sem finna má á fyrr- nefndum vef Evrópuvakt- arinnar, hljóta að vera Íslendingum mikið umhugs- unarefni í miðju aðlögunar- ferli Íslands að Evrópusam- bandinu. Stevenson telur ESB vera að ganga af stolti Skota dauðu} Sjávarútvegur Skota og ESB Þ egar horft er út fyrir landsteinana, þarf ekki að rýna lengi til að átta sig á því, að víðast hvar setja trúar- brögð lífi fólks miklu þrengri skorður en á Íslandi. Það einkennir íslensku þjóðkirkjuna að hún er mildari og frjálslyndari en gengur og gerist. Hún er ekk- ert að vasast í lífi fólks. Ég hef velt því fyrir mér undanfarið, hvort skýringin felist meðal annars í því, að náið sam- býli við ríki og þjóð setji þrýsting á þjóðkirkj- una að aðlagast samfélaginu. Hjónabönd samkynhneigðra eru dæmi um það. Jafnvel þó að kirkjan þrjóskaðist við, þá gripu stjórnvöld inn í og breyttu lögunum, þannig að nú leyfist prestum að gefa samkyn- hneigð pör saman í hjónaband. Annað dæmi er fagráð um meðferð kynferðisafbrota innan kirkjunnar, sem skipað er óháðum sérfræðingum og hefur tekið á ófáum brotum á undanförnum misserum. Sjálfur hef ég látið mér nægja að sækja samkomur í kirkjum þegar tilefni gefast. Oft er það við kaflaskil í lífi fólks, ýmist gleðileg eða sorgleg. Ég hef verið ánægður með hvernig haldið er utan um þessar viðkvæmu stundir, sem jafnan eru þrungnar tilfinningum fyrir þá sem hlut eiga að máli. En ég er ekki síður ánægður með allar hinar stundirnar, sem kirkjan lætur mig í friði. Þegar trúarhreyfingar ráðskast með líf fólks, þá eru þær að misskilja valdsvið sitt og hlutverk. Það er til dæmis ólíðandi að kaþólska kirkjan beiti sér gegn notkun smokka á sama tíma og barist er gegn útbreiðslu alnæmis í heim- inum. Og það er í besta falli furðulegt að kaþólska kirkjan beiti sér gegn getnaðarvörnum – að predikað sé yfir fólki að eina „getnaðarvörnin“ sem þóknanleg sé guði almáttugum sé skírlífi eða að telja dagana í tíðahringnum, sem gárung- arnir kalla „kaþólska rúllettu“. Reglan er sú, að því meiri sem afskiptin eru af lífi fólks, þeim mun varasamari eru trúar- brögðin. Predikurum trúarinnar hættir til að gleyma, að þeir eru sömu jarðarglóparnir og engu nær guðdómnum. Það sem mér líkar við þjóðkirkjuna er að hún er ekki afskiptasöm. En ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að með algjörum aðskilnaði ríkis og kirkju verði yfirbragð þjóðkirkjunnar ólíkt því sem við eigum að venjast. Þá skapist hætta á að kirkjan loki sig af, verði kreddufyllri og trúar- hitinn meiri. Um leið verði hún ágengari og stundi kröftugra markaðs- og sölustarf – pen- ingarnir verði sýnilegri í starfinu. Þá væri þjóðin verr sett. Og ég sé ekkert að því, að leyfa börnunum að fræðast um þá kristnu trú, sem hefur reynst Íslendingum svona vel. Þegar séra Árni Þórarinsson sinnti barnafræðslu tal- aði hann um margt, „þar á meðal anda byggðarlagsins, öf- undarlygina, hefndarlygina, þrætnina, rógburðinn og for- herðinguna gegn því að kannast við bresti sína og yfirsjónir“. Og hann sagði við börnin: „Einlæg iðrun er í því fólgin, að við könnumst einlæglega við syndir okkar og hryggj- umst sárlega af þeim og ásetjum okkur fastlega að af- leggja þær.“ Á slíkur boðskapur ekki erindi við íslenskt samfélag? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Þjóðin og kirkjan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Um 800 manns án atvinnu í rúm þrjú ár FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S á hópur fólks sem hafa verið án atvinnu í langan tíma fer jafnt og þétt stækkandi. Nú er svo komið að 54% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá um seinustu mánaðamót hafa verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur. Rúmlega 7.200 manns hafa verið atvinnulausir lengur en í hálft ár skv. nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þeim sem hafa verið án vinnu í meira en eitt ár fjölgaði í seinasta mánuði úr 4.534 í 4.614 í lok október. Hátt í tvö þúsund manns höfðu þá verið án vinnu í meira en eitt og hálft ár. 725 einstaklingar hafa verið á atvinnu- leysisbótum í tvö ár eða lengur. Ríkisstjórnin ákvað fyrir nokkru að lengja þann tíma sem fólk getur verið á atvinnuleysisbótum úr 3 árum í 4 ár. Unnið er að smíði lagafrum- varps sem væntanlega verður lagt fram síðar í þessum mánuði. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins er gert ráð fyrir að lögin taki gildi frá og með næstu áramótum. Gengið verði út frá að rétturinn til atvinnu- leysisbóta á fjórða ári miðist við tíma- bilið frá 1. janúar 2008. Þannig geti þeir sem hafa verið án atvinnu sl. þrjú ár og myndu að óbreyttu missa bæt- urnar á næsta ári fá áfram bætur í eitt ár til viðbótar. Áætlað er að fjöldi þeirra sem halda bótarétti sínum og hafa verið lengur en þrjú ár án at- vinnu verði um 800 manns á næsta ári. Gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs muni aukast um einn milljarð á árinu 2011 við lengingu bótatímabilsins í 4 ár. Þessi áætlun miðast við svartsýna spá um að atvinnuástandið batni lítið á næsta ári. 1.500 taka þátt í úrræðum ÞOR „Þetta er krafa sem Alþýðu- sambandið setti fram við endur- skoðun laganna í vor og við erum mjög ánægð með að af þessu verði,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, um lengingu bótatímans í 4 ár. 3. ágúst sl. hófst átaksverkefnið ÞOR (þekking og reynsla) sem er virkniátak fyrir lang- tímaatvinnulausa 30 ára og eldri. Guðlaug Pétursdóttir verkefnisstjóri ÞOR segir að bæst hafi í hópinn frá því átakið hófst og í lok september voru þeir u.þ.b. 3.100 sem höfðu verið 12 mánuði eða lengur án atvinnu. „Við erum búin að kalla þennan hóp inn á kynningarfundi og bjóða öllum úrræði sem hafa ekki verið í virkni undanfarna mánuði. Í dag erum við að kalla inn fólk sem er búið að vera 8 mánuði eða lengur á skrá. Búið er að halda rúmlega 60 kynningarfundi og kalla inn um 3.000 manns á þá og eru um 1.500 af þeim þegar komnir með úrræði, aðallega námskeið af ýmsu tagi,“ segir hún. Spurð um árangurinn segir hún að af þessum 3.100 manna hópi hafi um 600 manns þegar verið afskráðir, sumir hafi fengið vinnu eða 270 og um 50 haldið til náms. „[Það hefur] komið ánægjulega á óvart hversu jákvætt fólk er gagnvart þessu átaki og margir eru mjög ánægðir með að vera kallaðir inn í virkni. Auðvitað eru einhverjar und- antekningar á þessu en að lang- stærstum hluta er fólk ánægt með þetta framtak. Það er annars erfitt að leggja mat á árangurinn á þessari stundu þar sem átakið hefur staðið í rúmlega 3 mánuði en tölurnar lofa góðu. Um það bil 40% af hópnum er fólk sem er ófaglært. Við höfum met- ið það svo að með því að bjóða því upp á lengri og skemmri námsleiðir séum við að halda því í virkni[...].“ Atvinnulausir í eitt og hálft ár eða lengur Atvinnulausir í 1½ – 2 ár Atvinnulausir í meira en tvö ár Alls Karlar Konur 1.982 725 1.149 401 833 324 „Á kynningarfundunum [ÞOR] er boðið upp á viðtöl við ráðgjafa eftir fundinn,“ segir Guðlaug Pétursdóttir verkefnisstjóri. „Við fáum þar innsýn í líf margra í þessum sporum og margir eiga erfiða daga. Fólk talar um fjár- hagserfiðleika og persónulega erfiðleika sem tengjast því að vera atvinnulaus. En oft er fólk þó aðallega að velta fyrir sér hvaða námskeið það á að velja, eitthvað í þeim dúr. Það sem kemur kannski á óvart er það að fólk er að stærst- um hluta jákvætt og ætlar að þrauka þorrann og góuna og nýta tímann til að byggja sig upp. Ein hugsanleg skýring á því að fólk er að stærstum hluta já- kvætt er að okkar mati það hversu margir eru þessum spor- um og fólk tekur atvinnumiss- inum þar af leiðandi ekki í jafn- ríkum mæli sem persónulegri höfnun, sem annars gæti verið.“ Ætla að þrauka JÁKVÆÐ ÞRÁTT FYRIR ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.