Morgunblaðið - 15.11.2010, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Styttur bæjarins Það er engu líkara en að hann sé svolítið hvumsa sá hvíti yfir því að fólk taki af honum myndir þar sem hann stendur nakinn og varnarlaus í vetrarkuldanum.
Golli
NEI til EU-
hreyfingin í Noregi er
ekki sammála afstöðu
norskra stjórnvalda og
ESB þegar kemur að
makrílveiðum Íslands
og Færeyja. Hreyfingin
sem er þverpólitísk
sendi frá sér ályktun
þegar krafa Norð-
manna var að setja við-
skiptabann á Ísland
vegna makrílveiða og afstaða hennar
er óbreytt. Hreyfingin hvetur til
samningaviðræðna í stað við-
skiptabanns.
Fordæming ESB og Noregs er
byggð á misskilningi á hafréttar-
ákvæðum sem hér gilda. Veiðar í efna-
hagslögsögu strandþjóðar tilheyra
henni og hún hefur óskoraða heimild
til að ákvarða sinn eigin kvóta fyrir
þær veiðar sem fram fara í lögsögunni
samkvæmt 56. grein Hafréttarsátt-
málans. Þar að auki hefur strandríkið
eftirlit með fiskveiðiflota sínum sam-
kvæmt eigin lögum ef veiðarnar fara
fram á frjálsum hafsvæðum sam-
kvæmt 89. grein Hafréttarsáttmálans.
Eins og rannsóknarleiðangur
norsku Hafrannsóknastofnunarinnar
um Norður-Atlantshaf sýnir er dreif-
ing makríls mjög mikil. Dreifing-
arsvæði hans nær til dæmis bæði yfir
Smugusvæðið og efnahagslögsögu Ís-
lands.
Á meðan ekki hafa verið gerðir fjöl-
þjóðasamningar um makrílveiðar með
þátttöku Færeyja og Íslands hafa
þessar þjóðir bæði rétt og skyldu til að
stjórna eigin nýtingu stofnanna. Það
hafa þær gert með því að setja ein-
hliða kvóta um makrílveiðar sínar.
Þetta eru ekki „óábyrgar veiðar“ eins
og útgerðarmaðurinn,
sjávarútvegsráðherr-
ann og ESB-sinninn
Berg Hansen staðhæfir.
Áköf fordæming full-
trúa atvinnulífsins í
ESB og Noregi á veið-
um Íslendinga og Fær-
eyinga er í áberandi
ósamræmi við þá stað-
reynd að ESB hefur
lengi gefið einhliða út
kvóta á syðsta dreifing-
arsvæðinu, þ.e. fyrir
Biscayaflóa. Það sem Ísland og Fær-
eyjar gera nú er nákvæmlega það
sama og ESB hefur sjálft lengi
ástundað.
Nei til EU hefur einnig mótmælt
afstöðu samtaka í norskum sjávar-
útvegi sem hafa beitt sér af hörku
gegn Íslandi og Færeyjum í þessu
máli. Það er vonandi að samningar
takist nú innan Norðaustur-
Atlantshafsveiðinefndarinnar
(NEAFC). Nei til EU-hreyfingin í
Noregi hefur lagt áherslu á að í þeim
samningaviðræðum beri að skipta
kvóta í samræmi við landfræðilega
dreifingu makrílstofnsins.
Eftir Peter
Ørebech
» Á meðan ekki hafa
verið gerðir samn-
ingar með þátttöku
Færeyja og Íslands hafa
þessar þjóðir bæði rétt
og skyldu til að stjórna
eigin nýtingu stofn-
anna.
Peter Ørebech
Höfundur er þjóðréttarfræðingur við
Háskólann í Tromsö í Noregi og vara-
þingmaður fyrir Miðflokkinn
Íslendingar
standa ekki einir
í makríldeilunni
Nú standa Sunnlend-
ingar frammi fyrir því
að fæðast og deyja í
Reykjavík og mestallt
þar á milli. Stefnan er
skýr í greinargerð með
fjárlögum þar sem
stefnt er að því að reka
einungis tvö sjúkrahús
á landinu, í Reykjavík
og á Akureyri. Við
landsbyggðarfólkið
megum eiga það að keyra þangað
hvort sem okkur líkar betur eða verr, í
hvaða veðri sem er, yfir heiðar, sjó og
fjallvegi, hundraða kílómetra leið í
flestum tilfellum. Búið er að sýna fram
á að sparnaður verður enginn, aðeins
er um tilfærslu verkefna til Reykja-
víkur að ræða og aukinn kostnað og
áhættu sem lendir að sama skapi á
okkur íbúum landsbyggðarinnar.
Vanfærar og fæðandi konur
keyri til Reykjavíkur
Kona sem þarf að fæða barn á Suð-
urlandi mun þurfa að sækja allar
heimsóknir í aðdraganda fæðingar til
Reykjavíkur verði niðurskurð-
artillögur að veruleika. Fyrir sunn-
lenskar vanfærar konur verður breyt-
ingin mikil með tilheyrandi áhættu og
vinnutapi, enda þurfa þær sem lengst
fara að keyra um 460 kílómetra leið til
þessa með von um gott veður, opnar
heiðar og auðvitað von um að fæða
ekki á leiðinni.
Deyjandi og veikir Sunnlend-
ingar á faraldsfæti í sjúkrabílum
Sú öfugþróun sem nú á að þvinga í
gegn er ein sú ómanneskjulegasta að-
gerð sem Íslendingar, eða öllu heldur
íbúar landsbyggðarinnar, hafa fengið
að kynnast um langan tíma. Líknandi
meðferð mun flytjast til höfuðborg-
arinnar sem og öll sjúkrahúslega okk-
ar Sunnlendinga. Við
fáum ekki að gefa upp
öndina í nánd við fjöl-
skyldur okkar lengur.
Hver gleymdi að reikna
vinnutapið, ferðakostn-
aðinn og vanlíðan sjúk-
linga inn í dæmið? Svo
ekki sé nú talað um þá
staðreynd að ódýrara er
að reka sjúkrahúsin á
landsbyggðinni og þá
staðreynd að við borg-
um þennan rekstur
sjálf.
Óskiljanleg áhætta tekin
Árin 2000 og 2008 riðu yfir Suður-
landssjarðskjálftar með þeim afleið-
ingum að báðar brýrnar til Reykjavík-
ur lokuðust vegna skemmda. Í
febrúarlok 2000 gaus Hekla. Íbúar
höfuðborgarsvæðisins fóru margir
austur fyrir fjall til að berja nátt-
úruundrið augum. Síðar þann dag
þegar fólk hélt heim á leið brast
skyndilega á aftakaveður með þeim
afleiðingum að 1.500 manns sátu fastir
í Þrengslunum í óratíma þar til veðr-
inu slotaði og þeim var bjargað. Við
búum í harðbýlu landi þar sem von er
á öllu mögulegu af hálfu náttúrunnar
eins og dæmin sanna. Í Vest-
mannaeyjum verður meðal annars að
loka skurðstofunni til að mæta nið-
urskurðinum. Það sér það hver maður
að án jarðganga til Reykjavíkur geng-
ur það ekki upp.
Ef sparnaðartillögur koma til fram-
kvæmda er lífi og limum íbúa á lands-
byggðinni stefnt í hættu. Ekki bara
eitt og eitt tilfelli, heldur fjölmörg á
hverju ári. Það eru þessar ástæður
sem skipta hvað mestu máli og eru
ástæða þess að sjúkrahús eru á lands-
byggðinni. Þau eru ekki lúxus, þau
eru lífsnauðsyn, ólíkt milljarða menn-
ingarhúsum.
Sjúkrahúsþjónustan á landsbyggð-
inni hefur þróast um áratuga skeið og
snýst aðeins um það að veita þá þjón-
ustu sem okkur er nauðsynleg líkt og
hún er þeim sem búa á þéttbýlli stöð-
um. Þeim áróðri, að fækka þurfi
litlum, dýrum einingum víðsvegar um
landið, er vísað til föðurhúsanna.
Sjúkrahúsþjónustan er ódýrari á
landsbyggðinni, hún er grunnþjón-
usta, hún er ekki sérhæfð. Við sækj-
um alla sérhæfða þjónustu til Reykja-
víkur.
Algjör vanþekking, skilnings-
leysi og mismunun eftir búsetu
Menn verða að kynna sér málin of-
an í kjölinn áður en farið er að sverma
fyrir sparnaðartillögum sem þegar
upp er staðið eru dýrari en fyrir
breytingar. Menn geta ekki komið
fram opinberlega og farið með rang-
færslur sem eru svo alvarlegar og
sýna fram á svo mikla vanþekkingu að
maður tárast við tilhugsunina að þetta
sama fólk hafi allt um líf og limi okkar
landsbyggðarfólks að segja, geti í
raun með einu pennastriki tekið kol-
ranga beygju. Í hreinskilni sagt fær
þetta mál allt í heild sinni fólk til að
missa trúna á þá sem gefa sig út fyrir
það að vera stjórnmálamenn. Við
verðum að vanda okkur betur og for-
gangsraða á manneskjulegan hátt. Ég
er stjórnmálakona, ég myndi ekki
leggja nafn mitt við þessar tillögur.
Eftir Elfu Dögg
Þórðardóttur » Sunnlendingar sætta
sig ekki við það að
sjúkrahúsum þeirra
verði lokað og þeir verði
að fæðast, liggja veikir
og deyja á sjúkrahúsum
í Reykjavík.
Elfa Dögg Þórðardóttir
Höfundur er umhverfisfræðingur, er
íbúi á landsbyggðinni og formaður
Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.
Eru mannslíf lands-
byggðarinnar minna virði?