Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 16
16 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Íslendingar fengu á
dögunum góðan gest í
Íslandsvininum Michel
Rocard, fyrrverandi
forsætisráðherra
Frakklands og sér-
legum fulltrúa Frakk-
landsforseta í mál-
efnum
heimskautasvæða.
Frakkar hafa áttað sig
á þeim tækifærum og
ógnum sem fylgja bráðnun íshell-
unnar á norðursheimskautinu og
innan Evrópusambandsins eru þeir
meðal forysturíkja um stefnumótun
um norðurslóðir. Skilaboð Rocard
til okkar Íslendinga voru skýr: Að-
ild að Evrópusambandinu mun
styrkja hagsmuni Íslands á norð-
urslóðum. Ísland getur í krafti
landfræðilegrar legu, reynslu og
sérþekkingar orðið leiðandi innan
ESB í norðurslóðamálum.
Norðurslóðir eru kjarnamál
Ísland er eina ríkið í heiminum
sem í heild sinni er staðsett á norð-
urslóðum. Þess vegna mun þróunin
þar á næstu árum og áratugum
hafa bein áhrif á afkomu okkar Ís-
lendinga. Það er einungis spurning
um tíma hvenær sumarsiglingar
hefjast yfir norðurpólinn en þær
stytta vegalengdina milli heimsálfa
um þúsundir mílna.
Bráðnun íssins mun
líka leiða til sóknar í
að nýta nátt-
úruauðlindir á norð-
urslóðum, hvort sem
horft er til olíu, gass
eða sjávarauðlinda.
Þessar auðlindir munu
verða nýttar – spurn-
ingin er einungis af
hverjum og með hvaða
hætti. Norðurslóðir
eru því hagsmunamál
fyrir mörg ríki. Fyrir
fáar þjóðir geta þær þó haft jafn-
mikla þýðingu og fyrir okkur Ís-
lendinga. Verði til að mynda olíu-
slys á norðurslóðum ógnar það
okkur, ekki síst í ljósi fimbulkulda
norðursins sem veldur miklu hæg-
ara niðurbroti olíu en annars stað-
ar. Íslendingar þurfa líka sterka
stöðu til að geta spornað gegn
mögulegri rányrkju sjávarauðlinda
á norðurslóðum. Ekki má heldur
gleyma að spili Íslendingar rétt úr
sínum kortum getur þjónusta við
norðurslóðasiglingar og sanngjörn
hlutdeild í sjálfbærri nýtingu auð-
linda haft jákvæð efnahagsleg áhrif
á Íslandi og skapað fjölda starfa til
framtíðar.
Stórveldin stíga dans
Í Norðurskautsráðinu, sem Ís-
land er stofnaðili að, eigum við
samstarf við stórveldin tvö, Banda-
ríkin og Rússland, auk Kanada og
Norðurlandanna, um sameiginlega
hagsmuni á norðurslóðum. Auk
þess hefur Kína sýnt mikinn áhuga
enda sjá Kínverjar siglingaleiðina
yfir norðurpólinn sem meginflutn-
ingaæð á útflutningsvörum til Evr-
ópu og Bandaríkjanna. Út frá sjón-
arhóli öryggismála fer vægi
norðurslóða hratt vaxandi, ekki síst
með tilliti til björgunar á sjó og
umhverfisöryggis. Í ljósi hinna
miklu hagsmuna sem eru í húfi
benti Michel Rocard á að þrátt fyr-
ir farsælt samstarf á vettvangi
Norðurskautsráðsins kenndi mann-
kynssagan að stórveldin myndu
ráða mestu um framtíð norð-
urslóða. „Stórveldin virða aðeins
risa“ sagði Rocard og því kunni að
verða erfitt fyrir lítið ríki eins og
Ísland að hafa áhrif á eigin örlög.
ESB-aðild styrkir Ísland
Hvernig tryggjum við þá hags-
muni Íslands á norðurslóðum?
Grundvallaratriði er að eiga áfram
sem nánasta samvinnu við önnur
ríki, hvort sem er innan Norð-
urskautsráðsins eða á öðrum þeim
vettvangi þar sem fjallað er um
málefni norðurslóða. Ísland má
aldrei verða eitt á báti og ein-
angrað, það er grunnur íslenskrar
utanríkisstefnu og einn helsti lær-
dómur hrunsins. En í alþjóðlegri
samvinnu er hins vegar ekki sjálf-
sagt að hlustað sé á sjónarmið
smærri ríkja. Þess vegna er ég
sammála Michel Rocard um að að-
ild Íslands að Evrópusambandinu
myndi verulega styrkja stöðu Ís-
lands í umfjöllun um norðurslóðir.
Varðandi norðurslóðir myndi aðild
augljóslega þjóna okkar hags-
munum. Það er jákvætt að stefnu-
mið ESB eins og þau birtast í yf-
irlýsingum
framkvæmdastjórnarinnar frá
árinu 2008 og í nýlegum skýrslu-
drögum fyrir utanríkismálanefnd
Evrópuþingsins eru um margt
samhljóma áherslumálum Íslands.
Með aðild og ábyrgu framlagi til
stefnumótunar gæti Ísland haft allt
Evrópusambandið á bak við sig í
málaflokknum.
Norðmenn óttast ekki ESB
Því hefur verið haldið á lofti að
Evrópusambandið sé einungis
áhugasamt um aðild Íslands vegna
þess að það vilji komast í auðlindir
Íslands, og norðurslóða. Þetta er
tilbrigði við fullyrðinguna um að Ís-
land sé í umsátri Evrópusambands-
ins. Umsáturskenningin er stað-
leysa. Staðreyndin er sú að
Evrópusambandið og aðildarríki
þess vita að þróun mála í þessum
heimshluta mun snerta hagsmuni
þeirra. Þess vegna vilja þau hafa
áhrif til að tryggja jafnvægi á milli
sjálfbærrar nýtingar auðlinda og
verndunar umhverfis, og koma í
veg fyrir ofveiði, rányrkju eða
kapphlaup í anda kalda stríðsins
yfirráð. Norðmenn óttast ekki
áhuga ESB á málefnum norð-
urslóða og engum dettur í hug að
auðlindir Noregs séu í hættu. Þvert
á móti er það hagsmunamat
norskra stjórnvalda að afar jákvætt
sé ef ESB geti t.d. stutt við rann-
sóknir og vöktun á viðkvæmu um-
hverfi svæðisins, og beitt pólitísku
afli til að setja skýrari alþjóðlegar
reglur um öryggi og meng-
unarvarnir vegna siglinga á heim-
skautasvæðum. Íslendingar þurfa
ekki síst á því að halda. Norðmenn,
sem hafa svipaða hagsmuni og Ís-
lendingar á norðurslóðum, líta á
ESB sem bandamann í mörgum
lykilmálum í norðurslóðastefnu
sinni. Við Íslendingar eigum að
gera slíkt hið sama.
Rocard – auðlindir Íslands eru tryggar
Eftir Össur
Skarphéðinsson »Norðurslóðir eru
hagsmunamál fyrir
mörg ríki. Fyrir fáar
þjóðir geta þær þó haft
jafnmikla þýðingu og
fyrir okkur Íslendinga.
Össur Skarphéðinsson
Höfundur er utanríkisráðherra.
Ekki er ofsögum
sagt um hrun bank-
anna. Fólk er reitt og
vantrúað á starfsemi
þeirra í framhaldi af
hrikalegu áfalli, sem á
rót sína að rekja helst
til gjörspilltrar starf-
semi, en ekki þarf að
rökstyðja það nánar
eftir tilkomu „sann-
leiksskýrslu“ þingsins.
En spillingin á við um fv. stjórn-
endur en ekki venjulegt bankafólk,
sem vinnur sín venjulegu störf sam-
viskusamlega og ber ekki ábyrgð á
vafasömum fyrirskipunum. Almenn-
ingur veit ekki hver tekur hvaða
ákvarðanir og því bitnar reiði fólks
oft á þeim, sem ber ekki ábyrgð á
spillingarmálum. Sagt hefur verið,
að sumt bankafólk sé þrúgað af því
andrúmi, sem ríkir í þjóðfélaginu og
þeirri andúð, sem það verður fyrir.
Flestir átta sig á, að þessi mál verða
að gerjast út.
Það er furðulegt, að ekki hafi ver-
ið gripið í taumana fljótlega eftir að
LÍ og KB-banki voru einkavæddir.
Þá bárust fréttir af yfirgengilegum
sjálftökum bankastjóra og ýmsum
greiðslum þeim til handa svo lands-
lýður hneykslaðist vægast sagt. Og
það hélt áfram þrátt fyrir mikla
reiðilestra. Og sjálftökur urðu einn-
ig í Glitni, en þar gerðust ámóta
hlutir og bankastjóri virtist í kapp-
hlaupi við kollega í spilling-
arbönkum í BNA. Þau mál hafa nú
verið gerð upp og bankastjórar
fangelsaðir og fyrirtæki jöfnuð við
jörðu. Nei, málin héldu áfram hér
fram yfir hrun. Bankarnir íslensku
voru orðnir það stórir fyrir hrun, að
velta þeirra jafnaðist á við tífalda
þjóðarframleiðsluna. Þetta fékk fólk
að heyra eftir hrun. Þetta var alveg
stórhættulegt. En svo fékk fólk líka
að heyra, að hluti þessa væru bara
sápukúlur vegna þess, að eignir
bankanna voru útblásnar með því að
skrá ýktar væntingar og við-
skiptavild sem eignir. Rótin að
hruninu mun víst hafa falist í blekk-
ingarleiknum. Þetta var allt sorg-
arsaga.
En nú eftir hrun
hljóta bankarnir að
koma við sögu í upp-
byggingu nýs efna-
hagskerfis. En hvernig
eiga þeir að verða?
Stórir sparisjóðir, sem
stunda grunnviðskipti
og útlán til einfaldra
hluta, kaupa á fast-
eignum og atvinnu-
tækjum? – Eða eiga
bankarnir að verða
fjárfestingarbankar í
sama stíl og þeir voru
fyrir hrun? Með alls konar fjárfest-
ingum og braski, sem almenningur
hefur enga innsýn í og honum sagt,
að fólki komi það bara ekkert við? Á
að líta á bankana eins og gerjunart-
anka, sem framleiða afurðir, sem
eru verðmætar? Og taka áhættu og
bralla í viðskiptum við alls konar
ævintýramenn og peningafursta?
Hvað hefur komið frá stjórnvöldum
um þessi mál? Lítið sem ekkert.
Fyrrverandi bankamálaráðherra olli
vonbrigðum með því að gera ekki
tillögur um hvernig bankar eigi að
rísa úr rústunum. Einhverjar breyt-
ingar urðu á lögum um fjármála-
starfsemi, en þær snertu ekki
bankaleyndina illræmdu. Ritari
leyfir sér að halda því fram, að
bankaleynd, eins og hún er viðhöfð
víða erlendis, geti ekki gengið á Ís-
landi. Í ESB er barist við banka-
leynd eins og hverja aðra pest og í
Þýskalandi eru stjórnvöld farin að
kaupa stolnar upplýsingar um
bankainnistæður ríkra manna í
Sviss. Ef á þetta er minnst, þá kveð-
ur við væl hjá frjálshyggjuöflum.
Það er vandalaust að viðhafa vissa
leynd og aðeins löggiltum eftirlits-
mönnum leyft að skoða allar bækur.
Fyrir stuttu fréttist, að LÍ hefði
afskrifað 2,6 milljarða af skuldum
fyrirtækisins Mónu, eign Skinn-
eyjar-Þinganess, eða helming
skulda. Móna er smáfyrirtæki, sem
á tvær trillur. Mikill hvellur varð út
af þessu og aðsúgur gerður að bank-
anum. Svo kom fréttatilkynning frá
honum. Hann sagðist hafa farið eftir
verklagsreglum. Svo komu óskiljan-
legar útlistanir um eignavirði o.fl.,
en bankinn virðist ekki hafa áttað
sig á, að um er að ræða stórkostleg-
ar pólitískar deilur um kvótakerfið í
sjávarútvegi. Það hefur afgerandi
áhrif á allt þetta, sem bankinn var
að bralla. Og hann tekur einn
ákvarðanir um afskriftir og í raun
pólitísk mál. Fjármálaráðherra var
spurður og hann vissi ekki neitt. Ja
hérna. Viðkvæmustu mál virðast í
gerjunartanki í banka og stjórnvöld
vita ekkert. Er LÍ að verða að nýju
mammonsklaustri? Borist er á
banaspjót um hófsamar eftirgjafir á
skuldum heimila og miklu lægri
upphæðir en þær, sem virðast verða
afskrifaðar af skuldum útgerða, en
þær eru 5-600 milljarðar.
Nýlega fréttist um greiðslur til
skilanefndarmanna og þær voru yf-
irgengilegar eða að meðaltali sjö
sinnum hærri en laun forsætisráð-
herra. Þetta bendir til þess, að þeir
gangi eins langt og komist verður
og að stjórnvöld hafi ekkert sett
þeim kostina. Þeir ganga bara um
eins og rotturnar í ostakjallaranum
og segja, að einkabankarnir séu í
eigu útlendra kröfuhafa. Þetta hlýt-
ur að vera gamla Ísland. Auðvitað
er mikið að gera í uppgjöri á milli
gömlu og nýju bankanna og á með-
an er erfitt að átta sig á stærð
þeirra. En setja verður ramma til að
minnka umfang þeirra. Í skýrslu
Bankasýslu fyrir 2009 sést, að
starfsfólk í fjármálaþjónustu hér
var 4,69% af heildarvinnuafli, en það
er tvöfalt miðað við Norðurlanda-
þjóðir. Það getur ekki gengið. Þótt
megrunarkúrinn verði erfiður, þá er
ekki unnt að komast hjá honum. Og
bankastjórar mega ekki verða aftur
eins og lénshöfðingjar og umgang-
ast laxveiðileyfi eins og aðrir nota
matarmiða.
Sparisjóðir eða
mammonsklaustur
Eftir Jónas
Bjarnason » Spilling hjá stjórn-
endum bankanna
bitnar á starfsfólki. LÍ
afskrifaði 50% skulda
útgerðar. Starfsfólk
banka hér er tvöfalt
fleira en á Norðurlönd-
um.
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Það sem haft hefur verið eftir þjóð-
garðsverðinum á Þingvöllum, Ólafi
Erni Haraldssyni, að ferðaþjón-
ustan geri ekki
athugasemdir við
gjaldtöku á Þing-
völlum, er ekki
alls kostar rétt.
Ólafur kynnti
þetta sem ein-
hliða ákvörðun
stjórnar þjóð-
garðsins og rök-
semdin fyrir
gjaldinu er að
greiða þurfi fyrir
uppbyggingu og viðhald salerna,
stíga og fleiri þátta sem snúa að
þjónustu við ferðamenn. Auðvitað
gerir ferðaþjónustan sér grein fyrir
því að það þarf fjármagn til að
byggja upp ferðamannastaði og
viðhalda þeim, en þessi leið að taka
út ákveðinn hóp fyrirtækja og ætla
að skattleggja þau með þessum
hætti en sleppa öðrum, gengur ekki
upp, það stenst einfaldlega ekki lög
um jafnræði.
Nú er þessi umræða komin af
stað og þá má búast við því að þró-
unin verði með sama hætti og víða
erlendis, en þar er fólk víða rukkað
um aðgangseyri að vinsælum ferða-
mannastöðum og í sjálfu sér ekkert
athugavert við það ef jafnræðis er
gætt og gjaldið hóflegt. Það sem er
athugavert við þessa umræðu hér
er framkvæmdin á fyrirhugaðri
gjaldtöku og verðlagningin. Að
ætla að rukka rútufyrirtæki um allt
að 300 kr fyrir farþega sem hefur
viðkomu á Þingvöllum er allt of
hátt gjald, á sama tíma og farþeg-
um t.d. jeppafyrirtækja, minni hóp-
ferðafyrirtækja og einstaklinga
verði sleppt. Það felur í sér gríð-
arlega mismunun sem verður aldrei
samþykkt.Ef svona gjaldtaka á að
geta gengið upp verður gjaldið að
vera hóflegt og það sama að gilda
fyrir alla, hvort sem um er að ræða
farþega fyrirtækja, stórra eða
þeirra minni, og einnig ein-
staklinga.
Ferðaþjónustan er gríðarlega
mikilvæg og tekjur af erlendum
ferðamönnum voru 155 milljarðar
árið 2009 eða u.þ.b. 20% af öllum
gjaldeyristekjum Íslendinga skv.
ferðaþjónustureikningi og í ferða-
þjónustunni störfuðu hátt í tíu þús-
und manns. Allar álögur sem bæt-
ast við draga úr áhuga ferðamanna
á að koma til Íslands og það er al-
veg hægt að skattleggja landið út
af markaðnum, því við erum í
harðri samkeppni við önnur lönd
um farþegana.
Ef áform ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðardóttur um stórauknar
álögur á ferðamenn ganga eftir og
við það bætast óhófleg komugjöld á
vinsælustu ferðamannastaðina, fær-
umst við enn nær því að skatt-
leggja Ísland út af markaðnum og
hver ætlar þá að greiða fyrir upp-
byggingu og viðhald ferða-
mannastaða?
EINAR STEINÞÓRSSON,
framkvæmdastjóri
Kynnisferða ehf.
Óhófleg gjaldtaka
ferðamannastaða
Frá Einari Steinþórssyni
Einar
Steinþórsson
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan