Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
✝ Hilmar fæddist áSiglufirði 23. apr-
íl 1934. Hann lést á
Droplaugarstöðum,
Reykjavík, aðfara-
nótt sunnudagsins 7.
nóvember 2010.
Hilmar var sonur
hjónanna Guðjóns
Jónssonar frá Dag-
verðarnesi á Rang-
árvöllum, f. 1898, d.
1977, og Magneu
Halldórsdóttur frá
Böggvisstaðagerði í
Svarfaðardal, f. 1896,
d. 1984. Föðurforeldrar voru Jón
Böðvarsson, f. 1853, d. 1914, og
Margrét Þórðardóttir, f. 1857, d.
1944. Móðurforeldrar voru Halldór
Jónsson, f. 1864, d. 1941, og Mar-
grét Friðriksdóttir, f. 1865, d.
1954. Systkini Hilmars eru Jón, f.
1924, d. 2005, Halldór Grétar, f.
1925, Bogi Þórir, f. 1926, Þórmar,
f. 1929, Hlín, f. 1931, Einar Ingi, f.
1932, d. 2004, Bragi, f. 1936, d.
2010, og Elísa Dagbjört, f. 1937.
Fyrri kona Hilmars er Dagbjört
Halldórsdóttir, f. 1930. Þau skildu.
Saman áttu þau fjóra syni. 1) Hall-
dór Gunnar, f. 1953, giftur Sigríði
bónda í Vorsabæjarhjáleigu, f.
1908, d. 1979. Börn þeirra eru 1)
Björgvin, f. 1975, giftur Satu
Rämö, f. 1980. Dóttir þeirra er
Saga, f. 2010. 2) Guðný, f. 1976,
gift Jordi Pujolà, f. 1972. Börn
þeirra eru Christian, f. 2007, og
Anný, f. 2009. 3) Aldís, f. 1978, gift
Arnari Má Elíassyni, f. 1979. Synir
þeirra eru Axel, f. 2007, og Kjart-
an, f. 2009.
Hilmar ólst upp á Siglufirði til
sjö ára aldurs. Þá keypti faðir hans
Málmey á Skagafirði og flutti
þangað með fjölskylduna, þar sem
þau dvöldust á stríðsárunum. Á
friðardaginn 8. maí 1945 fluttust
þau svo í Kópavoginn. Hilmar
gekk í Austurbæjarskóla sem barn.
Hann fór í Bændaskólann á Hvann-
eyri og útskrifaðist sem búfræð-
ingur árið 1953. Hann starfaði í
fyrirtæki föður síns, Rörsteypunni
í Kópavogi, frá unglingsaldri og
var síðan meðeigandi þess til árs-
ins 1976. Þá starfaði hann hjá
birgðastöð Ríkisspítalanna á ár-
unum 1977-1985. Síðan hjá Osta-
og smjörsölunni allt til ársins 2001
en þá fór hann á eftirlaun. Hann
var meðlimur í Rótarýklúbbi Kópa-
vogs, sat í stjórn safnaðarfélags
Áskirkju, vann í mörg ár sjálfboða-
vinnu við bindindismótin í Galta-
lækjarskógi og var félagi í reglu
musterisriddara.
Útför Hilmars fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 15. nóvember 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
Finnbjörnsdóttur, f.
1954. Þau eiga saman
soninn Theodór, f.
1991. Börn Halldórs
úr fyrra sambandi
með Þóru Gunn-
arsdóttur, f. 1953 eru
Guðni Hilmar, f.
1974, Dagbjört Ósk,
f. 1978, Halldór Þór,
f. 1984. Fyrir átti
Sigríður tvíburana
Kristján og Björn, f.
1979. 2) Eysteinn
Smári, f. 1955. Unn-
usta hans er Irena
Dzielak. Sonur Eysteins er Eðvald
Smári, f. 1982. 3) Óskar Árni, f.
1960, giftur Maríu Ragnarsdóttur,
f. 1962. Dætur þeirra eru Íris Rós,
f. 1987, og Hanna María, f. 1990. 4)
Emil, f. 1964. sambýliskona hans
er Hafdís Svavarsdóttir, f. 1967.
Börn þeirra eru Nadía Ýr, f. 1993,
og Leó Snær, f. 1997. Hafdís átti
fyrir Guðlaugu Svövu, f. 1986.
Langafabörnin eru þrjú.
Eftirlifandi eiginkona Hilmars
er Guðrún Guðmundsdóttir, f.
1940. Dóttir Annýjar Guðjóns-
dóttur ljósmóður, f. 1908, d. 1993,
og Guðmundar Guðmundssonar,
Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kveðja þig og
óska þér góðrar ferðar. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið vera hjá
þér við síðasta andardráttinn og sjá
hversu friðsæll þú varst. Umfram
allt er ég þó þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga svona góðan pabba,
mann sem ég hef alltaf getað litið
upp til og alltaf getað treyst. Þú
varst yndislegur maður og ég hlakka
til að segja Kjartani frá þér og rifja
upp með Axel stundir ykkar saman.
Axel segir að þú sért kominn upp í
geiminn þótt hann sé enn að velta
fyrir sér hvernig þú komst þangað.
Það var ómetanlegt að sjá þig með
sonum mínum, þú sást ekki sólina
fyrir þeim og vildir allt fyrir þá gera.
Þú mátt vera stoltur af þeim og þín-
um þætti í uppeldi þeirra.
Takk fyrir allt elsku pabbi, takk
fyrir að hafa gert mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag. Takk
fyrir að hafa hugsað svona vel um
mömmu og elskað hana svona mikið.
Takk fyrir þína óeigingirni og hjálp-
semi.
Ég elska þig, pabbi minn,
Aldís.
Ég kýs að líta á lífið sem göngu
um grýttan malarveg. Leið sem við
öll verðum að fara, leið sem endar
bara á einum stað. Við vitum ekki
hvað bíður okkar á leiðarenda en ég
trúi því að þeir sem hjálpuðu sam-
ferðamönnum sínum sem hrasað
höfðu um steinana á veginum, fái
hrós fyrir, í það minnsta. Núna er
örugglega verið að hrósa pabba mín-
um í bak og fyrir. Hann hugsaði allt-
af svo vel um þá sem minna máttu
sín og passaði að enginn yrði útund-
an, hvort sem um var að ræða menn,
dýr eða náttúruna.
Mér er það minnisstætt þegar
hann, oftar en einu sinni, kom heim
með eitthvað sem var sérstaklega
handa mér, af því að ég var í miðj-
unni. Því oftar en ekki lentu sameig-
inlegar gjafir og verkefni í höndun-
um á þeim elsta eða á þeirri yngstu.
Þetta fann hann hjá sjálfum sér og
sá að þarna átti greinilega ekki að
gera upp á milli. Þetta er bara eitt
dæmi um það hversu góðhjartaður
og nærgætinn hann var. Elsku pabbi
minn.
Hann var góður maður. Það skein
úr augunum á honum. Ég er ánægð
að sjá þessi sömu augu líka þegar ég
lít í spegil og finnst sérstaklega
ánægjulegt að sjá hversu líkur sonur
minn er afa sínum. Þannig mun
pabbi lifa áfram á meðal okkar.
Kveðjustundin hefur verið löng og
við höfum getað undirbúið okkur
hægt og rólega undir fráfallið. Viss-
um að það kæmi að því einn daginn.
En það er samt sem áður erfitt og
sérstaklega þegar farið er yfir allar
ómetanlegu minningarnar. Allt sem
hann gerði fyrir okkur, fólkið sitt.
Fórnaði í raun sínu lífi til að við gæt-
um notið þess að vera börn, ungling-
ar og námsmenn.
Ég er óendanlega þakklát fyrir að
hann hafi getað kynnst börnunum
mínum og þau honum. Ég mun gera
allt sem ég get til að halda minning-
unni um hann lifandi svo að þau
muni eftir tímanum með honum. Ég
mun halda á lofti minningunni um
pabba minn sem alltaf tók á móti öll-
um með bros á vör og brandara í
kaupbæti. Um handlagna heimilis-
föðurinn sem kunni að laga allt. Um
manninn sem tjáði sig ekki endilega í
orðum en vissi hvenær átti að halda
þétt í höndina. Minningunni um
elsku besta pabba minn.
Guðný Hilmarsdóttir.
Pabbi gat lagað allt, fannst manni.
Sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Ekki keypt nýtt í sífellu heldur
reynt að nýta sem best. Hann var
sem margir iðnaðarmenn í einum.
Pabbi gerði allt vel og vandlega. Lét
ekki frá sér hálf- eða illa unnið verk.
Reglusamur, eyddi hvorki tíma né
aur í eitthvert rugl. Pabbi var góður
maður og alltaf til í að hjálpa öðrum
og gleðja.
Það læra börnin sem fyrir þeim er
haft. Ég hef fengið gott veganesti.
Takk, pabbi.
Björgvin.
Ég hef alltaf litið á Hilmar sem
myndarlegan mann, en þegar hann
birtist innan um gotnesku súlurnar í
ráðhúsinu í brúðkaupinu okkar Guð-
nýjar, í kjólfötum og með sitt
silkigráa fallega hár, gerði ég mér
grein fyrir hversu glæsilegur maður
hann var að auki.
Ég man ekki eftir að hann hafi
nokkurn tímann talað við mig öðru-
vísi en á Íslensku. Yfirleitt beið ég
bara eftir brosi frá honum og klappi
á öxlina til að skilja hvað hann var að
segja.
Eini kosturinn við að vera útlend-
ingur og skilja ekki neitt, er að mað-
ur nýtir skynfærin til hins ýtrasta.
Meðal annars tók ég strax eftir því
að hann var mjög barngóður og mús-
íkalskur – í hvert skipti sem hann
gekk fram hjá götutónlistarmanni í
Barselóna gaf hann pening í hattinn.
Hendur hans voru færar um að laga
hvaða hlut sem var, og ýmislegt sem
ég hefði sent beina leið í ruslið. En
umfram allt tók ég eftir því að hann
var góður við þá sem minna máttu
sín.
Sá hópur manna er til, sem alla
ævi fóru snemma á fætur til að vinna
hörðum höndum, komu þreyttir
heim eftir langan vinnudag, en samt
sem áður með von um að hitta börnin
sín og verja tíma með þeim. Þessi
hópur manna fer allur upp til himna
og Hilmar, án nokkurs vafa, er einn
af þeim.
Kæri Hilmar, takk fyrir samfylgd-
ina. Spænski tengdasonur þinn,
Jordi Pujolà.
Elsku Hilmar langafi.
Alltaf var gaman að koma í heim-
sókn til þín. Þú kenndir mér að spila
á orgelið þitt.Við spiluðum alltaf á
það þegar ég kom í heimsókn.
Fyrsta lagið sem þú kenndir mér var
Gamli Nói. Þegar þú keyptir þér
nýtt gafstu mér þitt gamla, og það
hafa mörg lögin verið spiluð á það.
Man líka að þú sagðir mér að það
mikilvægasta væri að sitja beinn í
baki þegar maður er að spila.
Hvíldu í friði,
Róbert Halldór.
Nú er fjórði bróðirinn farinn í
stórri fjölskyldu Guðjóns Jónssonar
og Magneu Halldórsdóttur.
Þau eignuðust níu börn, sjö drengi
og tvær stúlkur. Nú horfum við á eft-
ir frændfólki okkar einu af öðru og
um leið missum við einhver tengsl
sem erfitt er að halda í. Við afkom-
endur þessa stóra systkinahóps höf-
um reynt að halda í tengslin við
hvert annað og ætlum að gera það
áfram. Fyrir sjö árum hittumst við á
Laugalandi í Holtum og áttum sér-
lega góða helgi saman. Öll systkinin
voru mætt með stóran hóp afkom-
enda og við lékum okkur í sumar-
blíðunni við börn og barnabörn á öll-
um aldri. Þá var Hilmar frændi
hress og glaður og hans afkomendur
fjölmenntu á ættarmót „ Guddara“
eins og við nefnum okkur oft.
Fyrir tveimur árum fór lítill hópur
Guddara út í Málmey í Skagafirði til
að skoða minjar um veru fjölskyldu
Guðjóns og Magneu í Málmey. Það
var mikil upplifun og fór Bogi bróðir
með okkur og sýndi og sagði frá ár-
unum í Málmey. Þar bjó þessi fjöl-
skylda í mikilli einangrun í 3 ár og
sótti aðföng til lands það sem ekki
var hægt að rækta eða yrkja í eyj-
unni. Þá voru systkinin á skólaaldri
og fengu kennara út í Málmey og
elsta bróðurinn til að sinna skólalær-
dómi barnanna.
Afar ljúfar minningar á ég og mín
fjölskylda um árin á Hlíðarvegi í
Kópavogi þar sem Guðjón afi reisti
myndarlega rörsteypu sem var
starfrækt árum saman í bragga á
lóðinni. Síðar var reist nútímalegri
verksmiðja við Fífuhvammsveg þar
sem Hilmar starfaði með föður sín-
um um árabil.
Ljúfar eru þær minningar þar
sem stórfjölskyldan hittist í mat eða
kaffi á notalegu heimili Guðjóns og
Magneu, tínd voru sólber og rifsber,
farið í leiki og mikið hlegið og mikið
borðað. Þá voru strákarnir hans
Hilmars og Döggu aðalgrallararnir,
enda heimavanir og bjuggu líka á
Hlíðarveginum. Síðar eignast Hilm-
ar nýja fjölskyldu og fleiri börn og
marga afkomendur sem hafa verið
duglegir að hitta okkur á barna-
barnamótum. Ég og mínar systur
áttum skemmtilega stund með Guð-
nýju og fjölskyldu í Barcelona í júní
á þessu ári. Það var alltaf gott að
hitta Hilmar, það var stutt í glensið.
Greinilegt var að Hilmar naut sín vel
í stórum hópi barna og barnabarna
hvenær sem við hittumst.
Mig langar að þakka þér, Hilmar
frændi, fyrir þennan góða hóp ætt-
ingja sem ég á í dag, ef þið systkinin
hefðuð ekki verið svona dugleg að
eignast börn værum við stórfjöl-
skyldan ekki svona rík. Ég þakka
líka fyrir að Hilmar þurfti ekki að
þjást lengi og berjast við illvígan
sjúkdóm, svona vildi hann örugglega
hafa lífslokin, fá að kveðja þegar lífs-
þrekið þvarr.
Kæra Guðrún og allir mínir
frændur og frænkur, við skulum
muna eftir hvert öðru og styrkja
þegar við komum því við. Hvíl þú í
Guðs friði, kæri frændi, ég veit að
Jón bróðir þinn, Einar, Bragi og for-
eldrar ykkar taka vel á móti þér í
nýjum heimkynnum.
Hildur Gréta Jónsdóttir.
Hilmar Friðrik
Guðjónsson
Í dag fylgjum við til
grafar Maríu Sigurð-
ardóttur, vinkonu
okkar til rúmlega 45
ára. Um það leyti kynntumst við
nokkrar mæður og stofnuðum félag-
ið „Urtur“ í sambandi við Skátafé-
lagið Kópa í Kópavogi til styrktar
börnum okkar sem þar voru með-
limir.
Við vorum ákaflega líflegur fé-
lagsskapur, héldum basara, kaffisöl-
ur, skemmtikvöld og bundumst um
leið tryggðaböndum sem ekki hafa
rofnað enn þann dag í dag. Eftir að
við hættum að starfa að fjáröflun
höfum við hist vikulega í kaffi-
drykkju og spjall, farið saman í
ferðalög, leikhús og gert ýmislegt
annað okkur til gamans.
María var ein af burðarstoðum
þessa félagsskapar, glaðlynd, hress
og tilbúin fram á síðustu stund að
taka þátt í, hvort heldur voru fundir
eða ferðalög. Reisn og rausn voru
María Sigurðardóttir
✝ María Sigurðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. nóv-
ember 1926. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 30. októ-
ber 2010.
Útför Maríu var
gerð frá Grensásirkju
11. nóvember 2010.
hennar aðalsmerki.
Hún var ákaflega
gestrisin og gjafmild.
Að stinga að manni
heimaprjónuðum
sokkum, vettlingum
eða bakstri þótti henni
sjálfsagður hlutur.
Síðustu árin hafa
verið þeim hjónunum
erfið, kannske miklu
erfiðari en mann
grunaði. En María
stóð sig eins og hetja
bæði í veikindum
Konráðs og sínum eig-
in. Enga okkar grunaði nokkrum
dögum áður en hún dó að hún ætti
ekki afturkvæmt. En þetta var stutt
en hörð barátta.
Við vitum það eitt að við eigum
eftir að sakna hennar mikið og
minnast þess oft hve dátt hún hló og
stríddi okkur á hve við værum farn-
ar að eldast.
Svona tínumst við út hópnum ein
og ein og hverrar er sárt saknað.
Við kveðjum þig að lokum, elsku
María, með þeim orðum að sá sem
öllu ræður „leiði þig að lokum heim
til sín í landið þar sem eilíf birta
skín“.
Kærar kveðjur og þökk fyrir allt.
Anna, Ásta, Bjarndís, Dóra, El-
ín A., Elín R., Geirþrúður,
Hulda, Jórunn, Aðalheiður,
Margrét, Ragnheiður og Steina.
✝ Ása Björgúlfs-dóttir fæddist í
Reykjavík 16. janúar
1928. Hún lést á
Landspítala í Foss-
vogi 10. október
2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þórunn
Benediktsdóttir hús-
móðir, f. 9.6. 1893,
d. 29.11. 1981, og
Björgúlfur Ólafsson
læknir, f. 1.3 1882,
d. 15.2. 1973.
Systkini Ásu: Sig-
rún, f. 1922, d. 1979, Egill, f.
til Bandaríkjanna og starfaði
þar næstu 20 árin við skrif-
stofustörf hjá stóru skipafélagi
og bjó fyrst Í Los Angeles en
lengst af í San Francisco. Árið
1970 flutti hún aftur heim og
starfaði lengstum hjá Náms-
gagnastofnun þar til hún lét af
störfum 1995.
Af áhugamálum Ásu skipaði
tónlistin hæstan sess, en þær
sungu saman fjórar bekkj-
arsystur í Versló, bæði á
skemmtunum í skólanum og ut-
an hans. Hún ferðaðist mikið og
víða og heimsótti marga staði
sem ekki var á almannafæri þá.
Ása var einhleyp og barnlaus.
Hún bjó til æviloka á Seltjarn-
arnesi.
Útför Ásu fór fram í kyrrþey.
1924, d. 2000, Þór-
unn, f. 1931, og
Ólafur, f. 1935.
Á fyrsta ári futti
Ása að Bessastöð-
um á Álftanesi og
ólst þar upp fram á
unglingsár er hún
fluttist með fjöl-
skyldu sinni á Sel-
tjarnarnes. Að
loknu námi í Versl-
unarskólanum vann
hún í nokkur ár
sem skrif-
stofustúlka í
Reykjavík. Árið 1950 flutti Ása
Nú hefur móðursystir mín, Ása
Björgúlfsdóttir, kvatt okkur og hald-
ið inn í veiðilöndin eilífu. Ása
bernsku minnar var spennandi kona
og glæsileg sem hafði búið í Ameríku
og kom oft heim hlaðin gjöfum handa
okkur öllum systkinabörnum sínum.
Hún hleypti ung heimdraganum
og bjó í mörg ár vestra en sneri al-
komin heim á sjöunda áratug liðinn-
ar aldar. Hún ferðaðist víða og fór
ekki endilega troðnar slóðir. Ása
frænka mín var óaðskiljanlegur hluti
fjölskyldu okkar og við öll hátíðleg
tækifæri hló hún mest og söng hæst.
Þegar líða tók á ævina gerðist
frænka mín svolítill einfari, sinnti
hvorki frændfólki né vinum. Það er
svo sem ekkert nýtt að fullorðnir
dragi sig inn í skel og flýi skarkala
heimsins, það gerir hver sem honum
sýnist í þeim efnum. Ég náði því að
tala aðeins við þessa öldnu frænku
mína nokkrum dögum áður en hún
kvaddi og fyrir það er ég þakklát. Ég
óska henni góðrar ferðar.
Þórunn Hreggviðsdóttir.
Ása Björgúlfsdóttir