Morgunblaðið - 15.11.2010, Page 22
22 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Sudoku
Frumstig
1 2
5 6
7 2
1 4 7
4 3
6 2 9 5
5 3 1
7 1 6 4
2 9 4
9 3
5 1
9 8 2
8 9
7 9 2 3 5 6
5 6 7
6 1
2 5 3 7
7 1 8
7 2 5 8
6 4 2 9
9 1
4
7 6
8 9 2 5
4 1
1 5 8
5 6 9 1
4 6 5 9 1 2 7 8 3
2 1 3 7 5 8 9 6 4
7 9 8 4 6 3 5 2 1
6 7 4 8 9 5 3 1 2
5 3 1 6 2 7 4 9 8
8 2 9 1 3 4 6 7 5
3 8 6 2 4 9 1 5 7
9 5 7 3 8 1 2 4 6
1 4 2 5 7 6 8 3 9
9 5 7 8 4 2 6 3 1
6 3 8 5 9 1 7 2 4
1 2 4 3 6 7 9 8 5
4 7 1 6 5 8 3 9 2
2 8 3 9 7 4 1 5 6
5 6 9 1 2 3 8 4 7
8 4 6 7 3 5 2 1 9
7 1 2 4 8 9 5 6 3
3 9 5 2 1 6 4 7 8
5 4 2 3 1 9 8 7 6
8 3 1 7 6 4 2 9 5
6 7 9 2 8 5 1 4 3
1 6 4 8 2 3 7 5 9
7 5 3 9 4 1 6 8 2
9 2 8 6 5 7 3 1 4
2 8 5 4 7 6 9 3 1
4 9 6 1 3 8 5 2 7
3 1 7 5 9 2 4 6 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 15. nóvember,
319. dagur ársins 2010
Orð dagsins: En ég mun sakir réttlæt-
isins skoða auglit þitt, þá er ég vakna,
mun ég mettast af mynd þinni.
(Sálm. 17, 15.)
Að segja að líf okkar nútíma-mannfólksins sé fullt af álagi og
streitu er jafn klisjukennt og það er
satt. Með því verður ekki sagt að líf
forfeðra okkar hafi verið laust við
streitu, líf bóndans fyrr á öldum hef-
ur án efa verið streitukennt. Bóndi,
sem á allt sitt undir veðrinu þegar að
heyskap kemur, er eflaust stress-
aður, að minnsta kosti þar til hey er
þurrt og komið í hlöðuna.
x x x
Hvað um það. Þrátt fyrir alla þástreitu sem við lifum við höfum
við margar mismunandi aðferðir til
að losa um þessa streitu og létta
lundina. Íþróttir og líkamsrækt eru
afar góðar aðferðir til að slaka á og
þá er hófleg neysla áfengis í góðra
vina hópi það sömuleiðis, en leggja
ber áherslu á hófið í því sambandi.
Ofdrykkja er hvorki slakandi né
andlega holl.
x x x
Víkverji hefur fundið enn aðraleið til að slaka á eftir langan
vinnudag og það er bakstur.
x x x
Víkverji er hins vegar kenjótturþegar kemur að bakstri í lækn-
ingatilgangi. Bakstur á rjóma- eða
súkkulaðikökum þykir honum ekki
hjálpa til, heldur vill hann frekar
baka kryddkökur og annan haust-
bakstur, enda er ilmurinn af kökunni
stór hluti af lækningakraftinum.
Getur hann til dæmis mælt með
kúmenköku (e. Seed Cake) Deliu
Smith, sem finna má á vefsíðu henn-
ar, www.deliaonline.com.
x x x
Best af öllu er hins vegar að bakabrauð. Gerdeig er lifandi og
það er eitthvað róandi og afslapp-
andi við að hnoða brauðdeig í hönd-
unum. Þá verður sálin svo meyr og
mjúk þegar maður sest niður með
ilmandi og rjúkandi heitt brauð í
annarri hendinni og kaffibolla í hinni
og horfir á smjörið bráðna í brauð-
sneiðina áður en maður bítur í. Það
er ekkert sem kemst nálægt slíkri
stund þegar maður leitast við að róa
sálarskarnið. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 gosdrykkurinn, 8
gjalds, 9 venja, 10 kjöt, 11
gæfa, 13 peningar, 15 stillt-
ar, 18 vondan, 21 ríkidæmi,
22 kalviður, 23 sigruðum, 24
matarskrína.
Lóðrétt | 2 leyfi, 3 röska, 4
sjúga, 5 lykt, 6 þvottasnúra,
7 at, 12 spil, 14 reyfi, 15
ræma, 16 greppatrýni, 17
hunda, 18 svelginn, 19 láðs,
20 að undanteknu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gaufa, 4 hælum, 7 uggur, 8 lætur, 9 sót, 11 aumt, 13
árar, 14 ókátt, 15 hagl, 17 alur, 20 áta, 22 fánýt, 23 gætin, 24
romsa, 25 agnir.
Lóðrétt: 1 gaupa, 2 ungum, 3 aurs, 4 holt, 5 letur, 6 múrar, 10
ófátt, 12 tól, 13 áta, 15 hafur, 16 gónum, 18 látin, 19 Rúnar, 20
átta, 21 agga.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. a4 Rc6 7. Be2 e6 8.
O-O Be7 9. Be3 O-O 10. f4 Dc7 11.
Kh1 He8 12. Bg1 Hb8 13. Dd3 Rxd4
14. Bxd4 e5 15. Ba7 Ha8 16. Be3 exf4
17. Bxf4 Be6 18. Had1 Hed8 19. Dg3
Re8 20. e5 dxe5 21. Bxe5 Bd6 22.
Hxd6 Hxd6 23. Re4 Dxc2 24. Rf6+
Rxf6 25. Bxf6
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í
Bor í gömlu Júgóslavíu árið 1984. Jón
L. Árnason, sem er nýorðinn fimm-
tugur, hafði svart gegn Sergey Ku-
drin sem tefldi þá undir fána Sov-
étríkjanna. 25. … Bg4! 26. Dxg4
Hxf6 27. Hxf6 h5! 28. Df5 Dxe2 29.
Hxf7 De8! og hvítur gafst upp enda
mát eða liðstap óumflýjanlegt. Kudrin
varð síðar öflugur stórmeistari og
hefur nú um langt skeið teflt undir
fána Bandaríkjanna.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Búið spil.
Norður
♠ÁG4
♥ÁKG10
♦G762
♣K9
Vestur Austur
♠K73 ♠D985
♥986 ♥7532
♦K1084 ♦5
♣1073 ♣8652
Suður
♠1062
♥D4
♦ÁD93
♣ÁDG4
Suður spilar 6G.
Útspilið er ♥9 og sagnhafi sér fram á
tólf auðvelda slagi ef tígullinn hegðar
sér skikkanlega. Hann tekur fyrsta
slaginn í blindum og spilar strax tígli á
drottninguna. Búið spil – vestur drep-
ur og síðan fær vörnin hægfara slag á
spaða í lokin.
Út frá tíglinum einum og sér er ekki
rangt að svína ♦D, en sagnhafi hefur
óbeinan hag af því að spila frekar ♦Á
og síðan tígli að gosa. Vestur má ekki
fara upp með ♦K og sú staðreynd gef-
ur sagnhafa svigrúm til að nýta spað-
ann. En hann þarf að vanda sig. Réttu
handtökin eru að taka fyrst hjartaslag-
ina og laufin á eftir. Síðasta laufið
neyðir vestur til að fara niður á ♠Kx.
Þá er spaða spilað á gosann. Austur
fær á ♠D, en síðan fellur ♠K bljúgur
undir ásinn og ♠10 verður tólfti slagur
sagnhafa.
15. nóvember 1923
Þórbergur Þórðarson rithöf-
undur byrjaði, að eigin sögn,
að skrifa bréf til Láru Ólafs-
dóttur. Bréfið var birt í sam-
nefndri bók, Bréf til Láru, ári
síðar og vakti mikla athygli.
Stefán Einarsson prófessor
sagði að bréfið hefði verið
„ritað í glæsilega snjöllum
stíl“.
15. nóvember 1951
Útvarpsstöð Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, Radio
Station TSK, hóf útsendingar.
Útvarpað var „fréttum, hljóm-
list og þar fram eftir göt-
unum,“ að sögn Dags.
15. nóvember 1978
Mesta slys íslenskrar flugsögu
varð þegar 197 manns fórust
er þota sem var í eigu Flug-
leiða hf. hrapaði í lendingu á
Colombo á Sri Lanka. Flug-
vélin var í pílagrímaflugi. Átta
íslenskir flugliðar létust en
fimm komust lífs af.
15. nóvember 1999
Guðjón Þórðarson tók við
starfi knattspyrnustjóra hjá
Stoke City. Nokkrum dögum
áður höfðu íslenskir fjárfestar
keypt meirihluta í þessu enska
annarrardeildarliði.
15. nóvember 1999
Edduverðlaun Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsaka-
demíunnar voru afhent í
fyrsta sinn. Ungfrúin góða og
húsið, kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur, hlaut fimm af
þeim ellefu verðlaunum sem
veitt voru.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
„Ég hafði hugsað mér að halda „low profile“ að
þessu sinni,“ segir afmælisbarn dagsins, Hjálmar
Árnason, sem fyllir sjötta tuginn í dag.
„Í mínum huga er þessi dagur ekkert merki-
legri en aðrir, mér finnst allir dagar skemmti-
legir. Það er svo gaman að vera til. En auðvitað er
gaman að gera sér dagamun með vinum og fjöl-
skyldu,“ segir Hjálmar. „Ég held upp á daginn í
nokkrum lotum. „Ég býð mínum nánustu í brunch
á afmælisdaginn og næstu helgi býð ég börnum
mínum og tengdabörnum í sumarbústað. Barna-
börnin fá ekki að koma með að þessu sinni, þetta
verður fullorðinsferð.“
Hjálmar var lengi kennari í grunn- og menntaskólum og var um
tíma skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann sat á þingi fyrir
Framsóknarflokkinn 1995-2007. Hann starfar nú sem framkvæmda-
stjóri Keilis.
Hjálmar hélt veglega upp á 50 ára afmælið sitt. Gjafirnar voru ekki
síður veglegar, meðal þeirra var heill karlakór sem hann fékk í gjöf
frá eiginkonu sinni. Hann segist ekki búast við jafn umfangsmikilli
gjöf í ár, á óskalistanum eru hlýjar óskir. annalilja@mbl.is
Hjálmar Árnason er sextugur í dag
Fékk karlakór í afmælisgjöf
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Flóðogfjara
15. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.17 2,9 7.32 1,6 13.52 3,0 20.16 1,4 9.57 16.29
Ísafjörður 3.31 1,5 9.34 0,9 15.53 1,7 22.21 0,7 10.21 16.14
Siglufjörður 5.49 1,0 11.48 0,6 17.57 1,1 10.05 15.57
Djúpivogur 4.25 1,0 10.55 1,7 17.08 0,9 23.28 1,7 9.31 15.54
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Í kvöld öðlast örlög þín meiri dýpt og
ný persóna kemur inn í myndina. Eigðu frum-
kvæði að nýjum fundi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þrátt fyrir að þú eigir meira en nóg af
dóti, langar þig í eitthvað nýtt. Hvort þú hefur
efni á því má alltaf deila um.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Löngun þín í frelsi og flótta frá
hversdagslegu amstri er sterk í dag. Kannski
verður hrifningin skammvinn, en þá er enn
meiri ástæða til að gera hana eftirminnilega.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er nauðsynlegt að huga að hverju
smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt.
Mundu að haga orðum þínum kurteislega.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nú skapast stund milli stríða. Ef vel-
gegni þeirra sem þú kennir er helsta mark-
mið þitt ertu svo sannarlega leiðtogi.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ef þú slakar hvergi á í lokin mun þetta
verkefni færa þér mikið lof og prís. Tími
breytinga er runninn upp. Þú munt alltaf eiga
nóg til hnífs og skeiðar.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér tekst að vera í indælu skapi – jafnvel
þó að ýmislegt bjáti á. Gaumgæfðu alla
möguleika og reyndu að forðast óþarfa
áhættu.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert hreinlega að springa, þig
langar svo að flytja öðrum boðskap þinn.
Tíndu fyrst til kostina og láttu þá ráða ferð-
inni, því þannig verða ókostirnir auðveldlega
yfirunnir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ef þið eruð sannfærð um ágæti
eigin skoðana eigið þið að berjast fyrir þeim
af festu og öryggi. Reyndu að vera ekki of
plássfrek/ur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það gengur ekki að ætla sér að
halda áfram með alla enda lausa. Kláraðu
verkið. Rómantík og galsi eiga upp á pall-
borðið hjá þér.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert fullur af krafti og iðar í
skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hef-
ur verið á biðlistanum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú veist alltaf strax hvernig leysa skal
vandamál annarra. Ekki nota fyrstu lausnina
sem kemur upp í hugann.
Stjörnuspá