Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR! JÓN, JÓN, JÓN, JÓN... AF HVERJU HORFIRÐU SVONA Á MIG? ÞÚ SKULDAR MÉR ÞRJÚ „GRETTIR” VELKOMINN HEIM! ER ALLT Í LAGI AÐ KLAPPA HONUM ÞÓ HANN SÉ BÚINN AÐ VERA VEIKUR? ÉG MYNDI EKKI VILJA SMITAST AF EINHVERJU! ERU ÞAÐ NÚFORDÓMAR! MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ TAKA AÐEINS ÞAÐ MIKILVÆGASTA MEÐ MÉR FRÁ BORÐI? JÁ, HVAÐ TÓKSTU MEÐ ÞÉR? UPPÁHÁLDS PÖNNUNA MÍNA EN ÉG HELD AÐ ÉG VERÐI AÐ SLEPPA HENNI GRÍMUR, HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ MIKIL- VÆGT AÐ FINNA SÉR KONU MEÐ GOTT SKOPSKYN? JÁ, ÞAÐ ER FÁTT JAFN MIKILVÆGT FYRIR SAMBAND OG ÞAÐ AÐ GETA HLEGIÐ SAMAN JÁ, ER ÞAÐ? ÉG HELD AÐ ÉG ELSKI ÞIG! HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI? ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HANN HAFI VERIÐ AÐ SVINDLA Á OKKUR HANN ER BÚINN AÐ LOKA SKRIFSTOFUNNI SINNI OG FINNST HVERGI HVAÐ LÉTUÐ ÞIÐ HANN HAFA MIKINN PENING? HELLING! VIÐ ERUM BÚIN AÐ VERA MEÐ HANN Í 20 ÁR ÉG VISSI ALLTAF AÐ ÞAÐ VÆRI EITTHVAÐ BOGIÐ VIÐ HANN! GREINILEGA EKKI! HVERNIG VISSIRÐU ÞETTA? HENRY FRÆNDI SAGÐI MÉR ÞETTA EN ÞÚ VARST SVO UNGUR ÞEGAR ÉG FÓR Í FANGELSI BRÓÐIR MINN LOFAÐI AÐ SEGJA ÞÉR EKKI FRÁ ÞESSU JÁ, EN ÞEGAR ÉG VARÐ ELDRI ÁKVAÐ HANN AÐ SEGJA MÉR ÞETTA Fjarlægið klumpinn Gott fólk bjó til sín heimili í Laugarnes- inu. Nálægt Laugar- nestanga sem er frið- aður. Stutt í bæinn. Árið 1956 var ákveðið að Laugar- nestúnið skyldi til- einkað kjötiðnaði og yfirlýst að fyrirheit um grænt svæði hefðu verið mannleg mistök. 1974 harmar borgar- stjórn þessi mistök en skipuleggur túnið fyr- ir kjötvinnslu. Síðar segir borgarstjóri skv. MBL 2. nóv. ’76: að gert væri ráð fyrir auðu og opnu svæði þarna og gert aðlaðandi, t.d. lítinn golfvöll. Fólk sem staðsetti sig með sjóndeildar- hring frá Reykjavík - Snæfellsjökul - Akrafjall - Esju upp að Skálafelli var svívirt og svipt vegna mannlegra mistaka. Sem sagt krakkarnir voru reknir af þeirra leiksvæði og SS sláturhús og pylsugerð sköðuðu túnið. Alls skrifuðu 630 Laugarnesbúar undir mótmæli en fengu enga mis- Velvakandi kunn frá borgaryfir- völdum og klumpur reis. Núna er Listahá- skóli Íslands á miðju túninu og ekki bætir að ríkið á spilduna. Með virðingu fyrir gildi fólks sem naut móður náttúru með óskertum sjóndeildar- hring má nefna Hall- gerði langbrók, Jón Sigurðsson, sóma Ís- lands sverð og skjöld – og Þuríði formann. Laugarnesbúar vilja núna endurheimta rétt sinn. Finnið Listaháskóla Íslands góð- an stað og fjarlægið klumpinn, pylsugerðina. 630 þá, fleiri núna. Viljum túnið sem yndisauka tengt Laugarnestanga og komandi fái að njóta sjóndeildarhringsins sem mamma og pabbi, amma og afi nutu og hinir eldri sem mótmæltu órétt- læti öðlist trú á réttlætinu. Helgi Steingrímsson, Laugarnesvegi 88. Ást er… … að láta ennþá eins og nýgift hjón. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handav./smíðar/útsk. kl. 9, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur allan daginn, handavinna, leikf. kl. 13, sögu- stund kl. 13.45. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bænast./ umræða kl. 9.30, leikfimi kl. 11 og 14. Upplestur. Félag eldri borgara í Kópavogi Fé- lagsvist er spiluð í Gjábakka á mið. kl. 13 og fös. kl. 20.30, í Gullsmára á mán. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Jóga kl. 9.30. Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30, danskennsla - námskeið kl. 18. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna og jóga kl. 9, stafaganga kl. 16 (Glóðin), hringdans kl. 18. Glerbrennslunámskeið, síðasta á árinu, kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía/gler/ postulín kl. 9.30, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræf. kl. 17, skapandi skrif kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postu- lín kl. 9, ganga kl. 10, handav./brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf Gerðubergi | Kristbjörg Kjeld gestur í Breiðholtslaug kl. 7.30. Vinnustofur kl. 9, spilasal. op. e. hád. Kó- ræf. kl. 15.30. Á morgun kl. 7.30 er Elsa Yeoman gestur í pottakaffi í Fellaskóla kl. 9 Dagur íslenskrar tungu, Gerðubergs- kórinn syngur. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Fé- lagsvist kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna, bæna- stund, matur, myndlist. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, Helgi Selj- an næst 18. nóv. kl. 13.30, glerbræðsla/ tréskurður kl. 13, félagsv./botsía kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Þri. 16. nóv. kl. 20. ræðir Sigurður Gylfi Magnússon, sagn- fræð. um ævisögur. Miðasala stendur yfir á Vínarhljómleika 7. jan. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smára kl. 11.30, ganga frá Boðanum kl. 16. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egilshöll kl. 10, skartgripa/kortagerð kl. 13. Sjúkra- leikfimi í Eirborgum v. Fróðengi kl. 14.30. Á morgun sundleikfimi kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handavinna, vinnustofa kl. 9-16, útskurður, samvera með djákna kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band/postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhaldss. kl. 12.30, handav.st. opin e. hádegi, spil, stóladans kl. 13. Séra Hjálmar Jónsson dóm-kirkjuprestur hitti nágranna sína við Kirkjutorgið, Esther og Karl í Pelsinum. Hann stóðst ekki mátið: Kalli er mættur, klæddur pels, með konu sinni. Hann er líkur Ernie Els en aðeins minni. Hjálmar Freysteinsson heyrði af því að Bretadrottning hefði opnað fésbókarsíðu: Vinsæl lesning löngum var um lausung, dufl og kvennafar, nú má finna fréttirnar á fésbókarsíðu drottningar. Grétar Snær Hjartarson var að tálga spýtur úti í kofanum sínum, sjálfviljugur en ekki af sömu ástæð- um og Emil í Kattholti, og varð hugsað til fyrrverandi vinnufélaga hjá Innkaupastofnun ríkisins, Axels Benediktssonar aðalbókara: „Hann var góður hagyrðingur, einlægur krati og samdi um árabil vísur, sem birtust á baksíðu Alþýðublaðsins, dag hvern, undir dulnefninu „Kank- vís“. Árið 1962 birtist eftir hann ljóð sem, vegna komandi kosninga hygg ég, fjallaði um fyrrverandi bónda, sem sóttist sjálfsagt eftir þingsæti. Ljóðið heitir einfaldlega „Fyrrver- andi bóndi“ og fylgir hér með sem viðhengi og hægt að syngja undir: „Vertu hjá mér Dísa“: Ég var einu sinni bóndi, sem bjó í dalakofa og bölvaði þá stritinu af innstu hjartans list. Ég lítið fékk að borða, en minna samt að sofa, um síðir gafst ég upp og fór í þurrabúð- arvist. En Framsókn hef ég alla tíð fylgt af mestu prýði, mér fagnandi var tekið og boðið inn hjá SÍS. Og glaður skal ég andmæla öllu sveitaníði, og auðvitað eru bændurnir sá flokkur, sem ég kýs. Nú hef ég lært að bölva öllum bæjaryf- irvöldum, en blessa það og dásama, sem áður hljóp ég frá. Og bændum flyt ég lofgjörð með þökkum þúsundföldum, því það er sveitatilveran, sem lífið veltur á. Og sjálfsagt er að fjölga þeim, sem landið okkar erja, og annast kýr og rollur á hverjum sólar- hring. Og fyrir bæjarspillingu bændur þarf að verja. Því bið ég, kæru vinir; Ó, sendið mig á þing.“ Vísnahorn Af kosningum og fésbókarsíðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.