Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Andri Karl andri@mbl.is Komi til handalögmála í miðborg Reykjavíkur grípur lögregla á stund- um til þess ráðs að skakka leikinn, taka upp í lögreglubifreið æsta þátt- takendur og aka stutta vegalengd frá vettvangi en sleppa þeim þar. Leyfa þeim að kæla sig niður. Með því móti tekst að stöðva slagsmálin fljótt og auðveldlega án þess að nokkur sé handtekinn og lögregla getur haldið áfram að sinna verkefnum sínum. En ekki þessa helgi. Hæstiréttur hefur kveðið upp úr um að ekki sé lagastoð fyrir þessari vinnuaðferð lögreglu, sem þó hefur tíðkast í áraraðir og jafn- vel áratugi. „Þetta kallar á enn meiri forgangs- röðun verkefna lögreglu,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssam- bands lögreglumanna. „Og ég held að þetta muni hafa áhrif á starfsaðferðir lögreglu í miðborginni en ekki síður á stærri viðburðum, s.s. útihátíðum hingað og þangað um landið þar sem engin starfsaðstaða lögreglu er til staðar. Það sýnir sig með þessu að ekki er hægt að vinna mál eins og þau hafa verið unnin, s.s. til að koma í veg fyrir að menn teppi lögreglumenn og lögreglutæki. Mál sem flokkast undir minniháttar og hægt er að afgreiða með þessum hætti.“ Verður ekki vikið úr starfi Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar hefur hann engin áhrif á störf viðkomandi lögreglumanns. Farið var yfir málið hjá embætti ríkislögreglustjóra og ekki þóttu forsendur til brottvikning- ar. Þegar skoðuð eru lögreglulögin má sjá að í 38. gr. er vikið að inntöku ný- nema í Lögregluskólann. Þar segir að lögreglumannsefni megi ekki hafa gerst brotleg við refsilög, en það gildi þó ekki ef brot er smávægilegt. Sé ákvæðið skoðað með hliðsjón af því sem kemur fram í dómi Hæsta- réttar má glögglega sjá að brot lög- reglumannsins má túlka sem smá- vægilegt. Í dóminum segir að fyrir lögreglumanninum hafi vakað „að fjarlægja mann sem truflað hafði lög- reglumenn að skyldustörfum og kom- ast sem fyrst aftur til þess að sinna brýnu löggæsluverkefni“ auk þess sem ekki hafi verið hætta á að hinum handtekna manni yrði meint af. Eftir stendur hvaða áhrif verða af dómnum, ekki síst í ljósi niðurskurðar lögregluliða og hversu þunnskipuð þau nú þegar eru. Ef lögreglu er óheimilt að fjarlægja af vettvangi ein- stakling, s.s. vegna almannahags- muna eða allsherjarreglu, þegar þó ekki er bein nauðsyn til að handtaka viðkomandi eða flytja á lögreglustöð, er ljóst að álag á varðstjóra – og lög- reglustöðvar – eykst gríðarlega, ekki síst um helgar í Reykjavík. Auk þess sinna lögreglumenn ekki öðrum verk- efnum á meðan þeir eru að klára minniháttar mál. Landssamband lögreglumanna hefur þegar sent erindi til ríkislög- reglustjóra vegna dómsins en ekki er ljóst hver næstu skref verða. Kallar á frekari forgangsröðun  Dómur Hæstaréttar verður til þess að breyta þarf vinnubrögðum lögreglu Í dómi Hæsta- réttar segir orð- rétt: „Í 1. mgr. 16. gr. lög- reglulaga er mælt fyrir um að handtekinn maður sé færð- ur á lög- reglustöð eða á annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Á þetta við ef honum er ekki þegar sleppt. Ákvörðun [lögreglumannsins] um að ekið skyldi með [unga manninn] þá leið sem gert var til að freista þess að róa hann niður svo lögreglumennirnir kæmust sem fyrst til að sinna áfram því verkefni á veit- ingastaðnum, sem þeir höfðu verið kvaddir til, átti sér ekki stoð í 15. gr. lögreglulaga. Að- gerðin rúmast heldur ekki innan þeirra almennu heimilda sem lögregla hefur samkvæmt venju til þess að halda uppi lögum og reglu. Verður [lögreglumað- urinn] samkvæmt því sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/ 1940.“ Ekki heimilt HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur Guðrún Hálfdánardóttir Hjörtur J. Guðmundsson „Það er bara áfram verið að vinna í þessu. Það er ágætis framvinda í þessu en það er ósköp lítið sem hægt er að segja annað en að þetta er bara í fullum gangi,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins, en húsleit var gerð á vegum emb- ættisins á fjölmörgum stöðum sl. þriðjudag vegna rannsóknar þess á Glitni. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var yfirheyrð- ur í gær og mætti í starfsstöð sér- staks saksóknara klukkan 13. Ólaf- ur Þór vildi ekki tjá sig um það hverjir hefðu verið yfirheyrðir í tengslum við málið í samtali við mbl.is í gær. Ólafur sagði þá að rannsókn yrði haldið áfram fram á kvöld en koma yrði í ljós hvort yfirheyrslur héldu áfram um helgina. Við rannsókn af þessu tagi breyttust hlutirnir hratt og tæki rannsóknin mið af gangi hennar á hverjum tíma fyrir sig. Marktækur árangur hefði þó náðst og línur skýrst. Margir yfirheyrðir Þeir sem hafa verið yfirheyrðir í kjölfar húsleitarinnar á þriðjudag- inn eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þau Bernhard Bogason, Bjarni Jóhannsson, Guð- mundur Hjaltason, Guðný Sigurð- ardóttir, Jóhannes Baldursson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Rósant Már Torfason, Þorvaldur Lúðvík Sigurðsson og Þórleifur Stefán Björnsson, auk Lárusar Welding. Allir þessir einstaklingar eru núverandi eða fyrrverandi starfs- menn Glitnis, FL Group og Sögu Fjárfestingarbanka. „Ágætis framvinda í þessu“  Sérstakur saksóknari segir rannsókn embættisins á Glitni vera í fullum gangi Morgunblaðið/Golli Yfirheyrður Lárus Welding (t.h.), fyrrum forstjóri Glitnis, mætir í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara. Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 29 69 Vá, hvenær?! Nú, það er ekkert annað! Drögum 24. nó vembe r, vertu með! Kl. 16.OO á miðvikudaginn. Og það er bara dregið úr seldum miðum! 1O manns fá milljón!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.