Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
að nokkru dregið í land og sagt að
málið hafi fengið slæma kynningu í
upphafi og heldur of bratt farið af
stað í niðurskurðinum. Í ljós hefur
komið á sumum stöðum að ógjörn-
ingur er að skera niður um 30-40% á
einu ári. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins munu tillögur vinnuhóps
ráðherra m.a. ganga út á að gera
stofnanirnar starfhæfar, þannig að
hægt verði að sinna lögboðinni þjón-
ustu, en þær munu engu að síður
þurfa að taka á sig einhvern skell.
Ætlunin er að standa vörð um
grunnþjónustuna, starfsemi umdæm-
issjúkrahúsa og sérhæfða sjúkra-
húsþjónustu á Landspítalanum og
Sjúkrahúsinu á Akureyri, eins og
fram kom í bréfi ráðherra til stjórn-
enda heilbrigðisstofnana í byrjun
október sl. Þetta mun hafa það í för
með sér að sjúklingar á sumum svæð-
um á landsbyggðinni þurfa í meira
mæli að sækja læknisþjónustu um
lengri veg en áður.
Vinnuhópur ráðherra fór yfir stöð-
una á hverri stofnun fyrir sig og kall-
aði eftir tillögum um hvernig best
væri hægt að ná markmiðum um nið-
urskurð án þess að skerða grunn-
þjónustu eða valda stórfelldu at-
vinnuleysi á viðkomandi svæðum. Var
stjórnendum þessara stofnana einnig
gert að hafa samráð við viðkomandi
sveitarstjórnir en niðurskurðurinn
snýst ekki síður um atvinnumál í
byggðum landsins en heilbrigðisþjón-
ustu. Bæði fjárlaganefnd og heil-
brigðisnefnd Alþingis hafa fengið að
heyra þungar áhyggjur frá sveita-
stjórnarmönnum, sjúkrahúsfor-
stjórum og hollvinum heilbrigð-
isstofnana af áhrifum
niðurskurðarins. Því kom það ekki á
óvart að fjárlaganefnd hefur beðið
Byggðastofnun að vinna úttekt á
samfélagslegum áhrifum nið-
urskurðar í opinberri þjónustu eftir
bankahrunið. Á sú vinna að ná til fjár-
lagaáranna 2009-2011.
„Ekki mikla fitu að flá“
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
næsta árs var gert ráð fyrir allt að
nærri 40% niðurskurði hjá einstökum
stofnunum, miðað við fjárlög þessa
árs, eins og til Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga á Húsavík og þá átti að
skera niður framlög til stofnunar-
innar á Sauðárkróki um nærri þriðj-
ung. Þessar og fleiri minni stofnanir
hafa á seinni árum orðið að hagræða
töluvert í rekstrinum og eins og einn
sjúkrahúsforstjórinn orðaði það við
blaðamann þá væri „ekki mikla fitu
að flá“. Ekkert væri eftir nema að
fækka starfsfólki enn meir.
Fram kom í svari heilbrigð-
isráðherra á Alþingi að næðu tillögur
í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga
myndu starfsmönnum heilbrigð-
isstofnana á landsbyggðinni fækka
um 457 og um 179 á höfuðborg-
arsvæðinu, eða alls um 636 manns.
Alls starfa nærri 3.000 manns við
heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni
þannig að fyrir lá að um 15% þeirra
myndu missa vinnuna. Ef marka má
yfirlýsingar heilbrigðisráðherra verð-
ur niðurskurðurinn ekki svo brattur.
Sem fyrr segir hefði óbreyttur nið-
urskurður ekki aðeins haft mikil áhrif
á starfsemi einstakra stofnana heldur
ekki síst á atvinnumál á þessum stöð-
um. Þannig gætu78 manns misst
vinnuna hjá Heilbrigðisstofnun Aust-
urlands, 29 í Eyjum, 11 á Blönduósi,
30-40 á Ísafirði, 43 á Húsavík og 43 á
Sauðárkróki. Eru þetta stór hlutföll
af vinnumarkaðnum á þessum stöð-
um og yrði þungt högg fyrir viðkom-
andi byggðarlög, þar sem í mörgum
tilvikum er um sérhæfð störf að ræða
og hætta á brottflutningi margra fjöl-
skyldna.
Stjórnendur heilbrigðisstofnana
hafa ennfremur bent á að kostnaður
ríkisins myndi aukast töluvert með
flutningi verkefna til stóru sjúkrahús-
anna. Sem dæmi hafa stjórnendur
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á
Selfossi (HSu) reiknað það út að lok-
un sjúkrahússins þar myndi auka
kostnað ríkisins um 635-685 milljónir
króna, á móti þeim 412 milljónum
sem ætlað er að HSu skeri niður um á
næsta ári. Ferðakostnaður sjúklinga
af Suðurlandi og vinnutap vegna
ferða til Reykjavíkur myndi fara í um
170 milljónir króna. Að svipaðri nið-
Stofnanir sem berjas
Hundruð starfa í húfi á heilbrigðisstofnunum á lands-
byggðinni Verja á starfsemi umdæmissjúkrahúsa og
heilsugæsluna Efast er um lögmæti niðurskurðarins
Mótmæli Hollvinir heilbrigðisstofn-
ana af öllu landinu fjölmenntu á
Austurvöll á dögunum og mótmæltu
harðlega boðuðum niðurskurði
stjórnvalda, um leið og hátt í 30 þús-
und undirskriftir voru afhentar
heilbrigðisráðherra.
Hverjir „sleppa“?
» Beðið er eftir niðurstöðu
heilbrigðisráðherra um fram-
kvæmd niðurskurðar á heil-
brigðisstofnunum 2011.
» Landspítalinn, Akureyri og
umdæmissjúkrahús munu taka
á sig minnstar skerðingar, jafn-
vel fá aukin framlög í ein-
hverjum tilvikum til að geta
talist rekstrarhæf.
» Umdæmissjúkrahús eru á
Akranesi, Ísafirði, Akureyri,
Neskaupstað, Selfossi og í
Reykjanesbæ.
» Aðrar stofnanir gætu þurft
að taka á sig meiri skell, að
Eyjum undanskildum.
Lykiltölur úr starfsemi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni
fyrir utan Sjúkrahúsið á Akureyri og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
Skýringar: * Samskipti (*1)HVE:Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Hólmavík, Hvammstangi. (*2)HSP: Bráðainnlagnir sem stofnunin ræður við að lækna, aðrir sendir á Landspítala - innlagnir
og dvöl eldra fólks sem þarf mikla umönnun. (*3)HSP: Patreksfjörður og þjónusta einu sinni í viku á Tálknafirði og Bíldudal. (*4)HV: Ísafjörður, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri.
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, Rnesbæ
Framlag á fjárlögum 2010: 1.704,9
Framlag í frumvarpi 2011: 1.305,5
Breyting milli ára: -23,4%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 21.348
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 1.992
Heilsugæsla: Já
Reykjanesbær og Grindavík
Fjöldi heimsókna á ári: 128.898*
Skurðstofa: Lokað 1. maí 2010
Aðgerðir 2009: 1.266
Fæðingarþjónusta: Já (273 á ári)
Starfsmenn/stöðugildi: 300/219
Þar af: 21,9 læknar (ársverk m.
afleys.),42 hjúkrunarfræðingar,
49 sjúkraliðar, 10 ljósmæður.
Komur til sérfræðinga: 3.862
Fjöldi sérfræðigreina: 9
Rekstrarkostnaður á ári: 1.745,0
Þar af launakostnaður: 1.435,8
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands,Akranesi
Framlag á fjárlögum 2010: 2.784,8
Framlag í frumvarpi 2011: 2.699,1
Breyting milli ára: -3,1%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 18.000
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 2.650
Heilsugæsla: Já,
á 8 stöðum (*1)
Fjöldi heimsókna á ári: 74.000
Skurðstofa: Já
Aðgerðir á ári: 3.900
Fæðingarþjónusta: Já (340 á ári)
Starfsmenn/stöðugildi: 440/287
Þar af35 læknar í 19 stg.,84 hjúkr-
unarfræðingar í 55 stg.,80 sjúkraliðar
í 53 stg.,15 ljósmæður í 8,5 stg.
Komur til sérfræðinga: 6.300
Fjöldi sérfræðigreina: 15
Rekstrarkostnaður á ári: 2.900
Þar af launakostnaður: 2.200
Heilbrigðisstofnunin
Patreksfirði
Framlag á fjárlögum 2010: 261,3
Framlag í frumvarpi 2011: 239,8
Breyting milli ára: -8,2%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 1.235
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 59 (*2)
Heilsugæsla: Já
á 3 stöðum (*3)
Fjöldi heimsókna á ári: 1.260
Skurðstofa: Nei
Fæðingarþjónusta: Nei
Starfsmenn/stöðugildi: 36/29
Þaraf1 læknar í 1 stg.(1/2stg. í
verktöku),4hjúkrunarfræðingar í3,7
stg.,2sjúkraliðar í 1,6stg.,0 ljósmæður
Komur til sérfræðinga: 0
Fjöldi sérfræðigreina: 0
Rekstrarkostn. á ári: 269 (áætl. ‘10)
Þar af launakostn.: 180 (áætl. ‘10)
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða, Ísafirði
Framlag á fjárlögum 2010: 1.020,2
Framlag í frumvarpi 2011: 834,9
Breyting milli ára: -18,2%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 5.150
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 769
Heilsugæsla: Já
á 6 stöðum (*4)
Fjöldi heimsókna á ári: 21.500
Skurðstofa: Já
Aðgerðir á ári (meðalt.) 300-400
Fæðingarþjónusta: Já (50-60 á ári)
Starfsmenn/stöðugildi: 159/119
Þar af6 læknar í 6 stg.,25 hjúkrunar-
fræðingar í 19,9 stg.,38 sjúkraliðar í
29,2 stg.,3 ljósmæður í 2 stg.
Komur til sérfræðinga: 5.039
Fjöldi sérfræðigreina: 6
Rekstrarkostn. á ári: 1.130,7 (áætl. ‘10)
Þar af launakostn.: 839,2 (áætl. ‘10)
Heilbrigðisstofnunin
Blönduósi
Framlag á fjárlögum 2010: 394,8
Framlag í frumvarpi 2011: 351,1
Breyting milli ára: -11,1%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 1.950
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 250
Heilsugæsla: Já
Blönduós og Skagaströnd
Fjöldi heims. á ári: 3.406 (16.534*)
Skurðstofa: Nei
Fæðingarþjónusta: Nei
Starfsmenn/stöðugildi: 70/55
Þar af2 læknar í 2,4 stg.,8 hjúkrunar-
fræðingar í 10 stg.,9,4 sjúkraliðar í 8
stg.,0,3 stg. ljósmæður
Komur til sérfræðinga: 432
Fjöldi sérfræðigreina: 4
Rekstrarkostnaður á ári: 482,1
þar af launakostnaður: 329,1
Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
Framlag á fjárlögum 2010: 822,0
Framlag í frumvarpi 2011: 577,6
Breyting milli ára: -29,7%
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.300
Sjúkrahússtarfsemi: Já
Innlagnir á ári: 465
Heilsugæsla: Já
Sauðárkr. og sel á Hofsósi
Fjöldi heimsókna á ári: 38.788*
Skurðstofa: Já
Aðgerðir á ári: 342
Fæðingarþj.: Hætt 2010 (15 2009)
Starfsmenn/stöðugildi: 158/112,1
Þar af læknar: 7,4 stg., hjúkrunar-
fræðingar: 20,2 stg., sjúkraliðar: 17
stg., ljósmæður: 1,49 stg.
Komur til sérfræðinga: 2.688
Fjöldi sérfræðigreina: 13
Rekstrarkostnaður á ári: 959
Þar af launakostnaður: 695
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vinnuhópur á vegum heil-brigðisráðuneytisins skilarvæntanlega um helgina til-lögum til Guðbjarts Hann-
essonar heilbrigðisráðherra um
hvernig útfæra á niðurskurð á fram-
lögum til heilbrigðisstofnana í land-
inu. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins ganga þær tillögur að
mestu út á að verja starfsemi um-
dæmissjúkrahúsanna og heilsu-
gæslustöðva en mestur niðurskurður
lagður til á sjúkrasviðum minni stofn-
ana og þeirri þjónustu á að sinna sem
mest á næsta umdæmissjúkrahúsi.
Mikil andstaða hefur verið á lands-
byggðinni við boðaðan niðurskurð í
fjárlagafrumvarpi ársins 2011. Hefur
m.a. verið bent á að hlutfallslega sé
landsbyggðin að taka á sig um 84% af
hagræðingunni en hlutur höfuðborg-
arsvæðisins sé 16%. Stjórnendur
sjúkrastofnana og sveitarstjórn-
armenn hafa því verið að berjast fyrir
lífi sinna stofnana og haft þungar
áhyggjur af áhrifum niðurskurðar á
öryggi og velferð íbúanna og atvinnu-
mál á stöðunum.
Á Landspítalanum er einnig verið
að skera niður en ekki hlutfallslega
jafnmikið og við blasir hjá sumum
stofnunum á landsbyggðinni, auk
þess sem forstjóri LSH hefur sagt að
uppsagnir 70-100 starfsmanna þar á
næsta ári muni að mestu nást gegn-
um starfsmannaveltuna.
Til marks um viðbrögðin á lands-
byggðinni hafa Eyjamenn óskað eftir
því við landlækni að unnin verði ör-
yggisúttekt fyrir þjónustusvæði
stofnunarinnar, sem þeir telja að skil-
greina ætti sem umdæmissjúkrahús
samkvæmt lögum um heilbrigð-
isþjónustu.
Þá hafa Þingeyingar og Skagfirð-
ingar látið vinna lögfræðiálit þar sem
dregið er í efa að boðaður nið-
urskurður standist fyrrnefnd lög sem
og stjórnarskrána, lög um réttindi
sjúklinga og skuldbindingar Íslands
samkvæmt alþjóðlegum mannrétt-
indaákvæðum.
Frá því að fjárlagafrumvarpið var
lagt fram hefur heilbrigðisráðherra
10.225
innlagnir á sjúkradeildir heilbrigð-
isstofnana á landsbyggðinni á ári
9.482
aðgerðir framkvæmdar að jafnaði á
ári á heilbrigðisstofnunum
990
fæðingar á ári á sömu stofnunum
2.213
starfsmenn þessara 12 stofnana,
þá ótaldir 600 starfsmenn á Ak-
ureyri og 250 á St. Jósefsspítala
29.564
komur til sérfræðinga á stofnunum,
oftast til farandsérfræðinga
14.188
milljóna króna rekstrarkostnaður á
stofnununum tólf á ári
10.975
milljóna króna launakostnaður á ári
hjá sömu sjúkrastofnunum
‹ SJÚKRAHÚSIN TÓLF ›
»
Lykiltölur um
Landspítalann
- úr rekstri ársins 2009
Einstakl. sem leituðu til LSH: 104.675
Komur á göngudeildir: 339.998
Komur á dagdeildir: 92.120
Komur á slysa- og bráðad.: 94.687
Fæðingar: 3.500
Skurðaðgerðir: 13.961
Fjöldi starfsmanna: 3.899*
Rekstrarkostn.: (milljónir kr.) 37.707
Launakostnaður 26.701
Lyfjakostnaður 1.451
* meðalfjöldi dagvinnustöðugilda
Niðurskurður til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni