Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 að nokkru dregið í land og sagt að málið hafi fengið slæma kynningu í upphafi og heldur of bratt farið af stað í niðurskurðinum. Í ljós hefur komið á sumum stöðum að ógjörn- ingur er að skera niður um 30-40% á einu ári. Samkvæmt upplýsingum blaðsins munu tillögur vinnuhóps ráðherra m.a. ganga út á að gera stofnanirnar starfhæfar, þannig að hægt verði að sinna lögboðinni þjón- ustu, en þær munu engu að síður þurfa að taka á sig einhvern skell. Ætlunin er að standa vörð um grunnþjónustuna, starfsemi umdæm- issjúkrahúsa og sérhæfða sjúkra- húsþjónustu á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, eins og fram kom í bréfi ráðherra til stjórn- enda heilbrigðisstofnana í byrjun október sl. Þetta mun hafa það í för með sér að sjúklingar á sumum svæð- um á landsbyggðinni þurfa í meira mæli að sækja læknisþjónustu um lengri veg en áður. Vinnuhópur ráðherra fór yfir stöð- una á hverri stofnun fyrir sig og kall- aði eftir tillögum um hvernig best væri hægt að ná markmiðum um nið- urskurð án þess að skerða grunn- þjónustu eða valda stórfelldu at- vinnuleysi á viðkomandi svæðum. Var stjórnendum þessara stofnana einnig gert að hafa samráð við viðkomandi sveitarstjórnir en niðurskurðurinn snýst ekki síður um atvinnumál í byggðum landsins en heilbrigðisþjón- ustu. Bæði fjárlaganefnd og heil- brigðisnefnd Alþingis hafa fengið að heyra þungar áhyggjur frá sveita- stjórnarmönnum, sjúkrahúsfor- stjórum og hollvinum heilbrigð- isstofnana af áhrifum niðurskurðarins. Því kom það ekki á óvart að fjárlaganefnd hefur beðið Byggðastofnun að vinna úttekt á samfélagslegum áhrifum nið- urskurðar í opinberri þjónustu eftir bankahrunið. Á sú vinna að ná til fjár- lagaáranna 2009-2011. „Ekki mikla fitu að flá“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir allt að nærri 40% niðurskurði hjá einstökum stofnunum, miðað við fjárlög þessa árs, eins og til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík og þá átti að skera niður framlög til stofnunar- innar á Sauðárkróki um nærri þriðj- ung. Þessar og fleiri minni stofnanir hafa á seinni árum orðið að hagræða töluvert í rekstrinum og eins og einn sjúkrahúsforstjórinn orðaði það við blaðamann þá væri „ekki mikla fitu að flá“. Ekkert væri eftir nema að fækka starfsfólki enn meir. Fram kom í svari heilbrigð- isráðherra á Alþingi að næðu tillögur í fjárlagafrumvarpinu fram að ganga myndu starfsmönnum heilbrigð- isstofnana á landsbyggðinni fækka um 457 og um 179 á höfuðborg- arsvæðinu, eða alls um 636 manns. Alls starfa nærri 3.000 manns við heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þannig að fyrir lá að um 15% þeirra myndu missa vinnuna. Ef marka má yfirlýsingar heilbrigðisráðherra verð- ur niðurskurðurinn ekki svo brattur. Sem fyrr segir hefði óbreyttur nið- urskurður ekki aðeins haft mikil áhrif á starfsemi einstakra stofnana heldur ekki síst á atvinnumál á þessum stöð- um. Þannig gætu78 manns misst vinnuna hjá Heilbrigðisstofnun Aust- urlands, 29 í Eyjum, 11 á Blönduósi, 30-40 á Ísafirði, 43 á Húsavík og 43 á Sauðárkróki. Eru þetta stór hlutföll af vinnumarkaðnum á þessum stöð- um og yrði þungt högg fyrir viðkom- andi byggðarlög, þar sem í mörgum tilvikum er um sérhæfð störf að ræða og hætta á brottflutningi margra fjöl- skyldna. Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa ennfremur bent á að kostnaður ríkisins myndi aukast töluvert með flutningi verkefna til stóru sjúkrahús- anna. Sem dæmi hafa stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSu) reiknað það út að lok- un sjúkrahússins þar myndi auka kostnað ríkisins um 635-685 milljónir króna, á móti þeim 412 milljónum sem ætlað er að HSu skeri niður um á næsta ári. Ferðakostnaður sjúklinga af Suðurlandi og vinnutap vegna ferða til Reykjavíkur myndi fara í um 170 milljónir króna. Að svipaðri nið- Stofnanir sem berjas  Hundruð starfa í húfi á heilbrigðisstofnunum á lands- byggðinni  Verja á starfsemi umdæmissjúkrahúsa og heilsugæsluna  Efast er um lögmæti niðurskurðarins Mótmæli Hollvinir heilbrigðisstofn- ana af öllu landinu fjölmenntu á Austurvöll á dögunum og mótmæltu harðlega boðuðum niðurskurði stjórnvalda, um leið og hátt í 30 þús- und undirskriftir voru afhentar heilbrigðisráðherra. Hverjir „sleppa“? » Beðið er eftir niðurstöðu heilbrigðisráðherra um fram- kvæmd niðurskurðar á heil- brigðisstofnunum 2011. » Landspítalinn, Akureyri og umdæmissjúkrahús munu taka á sig minnstar skerðingar, jafn- vel fá aukin framlög í ein- hverjum tilvikum til að geta talist rekstrarhæf. » Umdæmissjúkrahús eru á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað, Selfossi og í Reykjanesbæ. » Aðrar stofnanir gætu þurft að taka á sig meiri skell, að Eyjum undanskildum. Lykiltölur úr starfsemi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fyrir utan Sjúkrahúsið á Akureyri og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði Skýringar: * Samskipti (*1)HVE:Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Hólmavík, Hvammstangi. (*2)HSP: Bráðainnlagnir sem stofnunin ræður við að lækna, aðrir sendir á Landspítala - innlagnir og dvöl eldra fólks sem þarf mikla umönnun. (*3)HSP: Patreksfjörður og þjónusta einu sinni í viku á Tálknafirði og Bíldudal. (*4)HV: Ísafjörður, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Rnesbæ Framlag á fjárlögum 2010: 1.704,9 Framlag í frumvarpi 2011: 1.305,5 Breyting milli ára: -23,4% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 21.348 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 1.992 Heilsugæsla: Já Reykjanesbær og Grindavík Fjöldi heimsókna á ári: 128.898* Skurðstofa: Lokað 1. maí 2010 Aðgerðir 2009: 1.266 Fæðingarþjónusta: Já (273 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 300/219 Þar af: 21,9 læknar (ársverk m. afleys.),42 hjúkrunarfræðingar, 49 sjúkraliðar, 10 ljósmæður. Komur til sérfræðinga: 3.862 Fjöldi sérfræðigreina: 9 Rekstrarkostnaður á ári: 1.745,0 Þar af launakostnaður: 1.435,8 Heilbrigðisstofnun Vesturlands,Akranesi Framlag á fjárlögum 2010: 2.784,8 Framlag í frumvarpi 2011: 2.699,1 Breyting milli ára: -3,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 18.000 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 2.650 Heilsugæsla: Já, á 8 stöðum (*1) Fjöldi heimsókna á ári: 74.000 Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 3.900 Fæðingarþjónusta: Já (340 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 440/287 Þar af35 læknar í 19 stg.,84 hjúkr- unarfræðingar í 55 stg.,80 sjúkraliðar í 53 stg.,15 ljósmæður í 8,5 stg. Komur til sérfræðinga: 6.300 Fjöldi sérfræðigreina: 15 Rekstrarkostnaður á ári: 2.900 Þar af launakostnaður: 2.200 Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Framlag á fjárlögum 2010: 261,3 Framlag í frumvarpi 2011: 239,8 Breyting milli ára: -8,2% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 1.235 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 59 (*2) Heilsugæsla: Já á 3 stöðum (*3) Fjöldi heimsókna á ári: 1.260 Skurðstofa: Nei Fæðingarþjónusta: Nei Starfsmenn/stöðugildi: 36/29 Þaraf1 læknar í 1 stg.(1/2stg. í verktöku),4hjúkrunarfræðingar í3,7 stg.,2sjúkraliðar í 1,6stg.,0 ljósmæður Komur til sérfræðinga: 0 Fjöldi sérfræðigreina: 0 Rekstrarkostn. á ári: 269 (áætl. ‘10) Þar af launakostn.: 180 (áætl. ‘10) Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði Framlag á fjárlögum 2010: 1.020,2 Framlag í frumvarpi 2011: 834,9 Breyting milli ára: -18,2% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 5.150 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 769 Heilsugæsla: Já á 6 stöðum (*4) Fjöldi heimsókna á ári: 21.500 Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári (meðalt.) 300-400 Fæðingarþjónusta: Já (50-60 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 159/119 Þar af6 læknar í 6 stg.,25 hjúkrunar- fræðingar í 19,9 stg.,38 sjúkraliðar í 29,2 stg.,3 ljósmæður í 2 stg. Komur til sérfræðinga: 5.039 Fjöldi sérfræðigreina: 6 Rekstrarkostn. á ári: 1.130,7 (áætl. ‘10) Þar af launakostn.: 839,2 (áætl. ‘10) Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Framlag á fjárlögum 2010: 394,8 Framlag í frumvarpi 2011: 351,1 Breyting milli ára: -11,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 1.950 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 250 Heilsugæsla: Já Blönduós og Skagaströnd Fjöldi heims. á ári: 3.406 (16.534*) Skurðstofa: Nei Fæðingarþjónusta: Nei Starfsmenn/stöðugildi: 70/55 Þar af2 læknar í 2,4 stg.,8 hjúkrunar- fræðingar í 10 stg.,9,4 sjúkraliðar í 8 stg.,0,3 stg. ljósmæður Komur til sérfræðinga: 432 Fjöldi sérfræðigreina: 4 Rekstrarkostnaður á ári: 482,1 þar af launakostnaður: 329,1 Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Framlag á fjárlögum 2010: 822,0 Framlag í frumvarpi 2011: 577,6 Breyting milli ára: -29,7% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.300 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 465 Heilsugæsla: Já Sauðárkr. og sel á Hofsósi Fjöldi heimsókna á ári: 38.788* Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 342 Fæðingarþj.: Hætt 2010 (15 2009) Starfsmenn/stöðugildi: 158/112,1 Þar af læknar: 7,4 stg., hjúkrunar- fræðingar: 20,2 stg., sjúkraliðar: 17 stg., ljósmæður: 1,49 stg. Komur til sérfræðinga: 2.688 Fjöldi sérfræðigreina: 13 Rekstrarkostnaður á ári: 959 Þar af launakostnaður: 695 FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinnuhópur á vegum heil-brigðisráðuneytisins skilarvæntanlega um helgina til-lögum til Guðbjarts Hann- essonar heilbrigðisráðherra um hvernig útfæra á niðurskurð á fram- lögum til heilbrigðisstofnana í land- inu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ganga þær tillögur að mestu út á að verja starfsemi um- dæmissjúkrahúsanna og heilsu- gæslustöðva en mestur niðurskurður lagður til á sjúkrasviðum minni stofn- ana og þeirri þjónustu á að sinna sem mest á næsta umdæmissjúkrahúsi. Mikil andstaða hefur verið á lands- byggðinni við boðaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ársins 2011. Hefur m.a. verið bent á að hlutfallslega sé landsbyggðin að taka á sig um 84% af hagræðingunni en hlutur höfuðborg- arsvæðisins sé 16%. Stjórnendur sjúkrastofnana og sveitarstjórn- armenn hafa því verið að berjast fyrir lífi sinna stofnana og haft þungar áhyggjur af áhrifum niðurskurðar á öryggi og velferð íbúanna og atvinnu- mál á stöðunum. Á Landspítalanum er einnig verið að skera niður en ekki hlutfallslega jafnmikið og við blasir hjá sumum stofnunum á landsbyggðinni, auk þess sem forstjóri LSH hefur sagt að uppsagnir 70-100 starfsmanna þar á næsta ári muni að mestu nást gegn- um starfsmannaveltuna. Til marks um viðbrögðin á lands- byggðinni hafa Eyjamenn óskað eftir því við landlækni að unnin verði ör- yggisúttekt fyrir þjónustusvæði stofnunarinnar, sem þeir telja að skil- greina ætti sem umdæmissjúkrahús samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu. Þá hafa Þingeyingar og Skagfirð- ingar látið vinna lögfræðiálit þar sem dregið er í efa að boðaður nið- urskurður standist fyrrnefnd lög sem og stjórnarskrána, lög um réttindi sjúklinga og skuldbindingar Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannrétt- indaákvæðum. Frá því að fjárlagafrumvarpið var lagt fram hefur heilbrigðisráðherra 10.225 innlagnir á sjúkradeildir heilbrigð- isstofnana á landsbyggðinni á ári 9.482 aðgerðir framkvæmdar að jafnaði á ári á heilbrigðisstofnunum 990 fæðingar á ári á sömu stofnunum 2.213 starfsmenn þessara 12 stofnana, þá ótaldir 600 starfsmenn á Ak- ureyri og 250 á St. Jósefsspítala 29.564 komur til sérfræðinga á stofnunum, oftast til farandsérfræðinga 14.188 milljóna króna rekstrarkostnaður á stofnununum tólf á ári 10.975 milljóna króna launakostnaður á ári hjá sömu sjúkrastofnunum ‹ SJÚKRAHÚSIN TÓLF › » Lykiltölur um Landspítalann - úr rekstri ársins 2009 Einstakl. sem leituðu til LSH: 104.675 Komur á göngudeildir: 339.998 Komur á dagdeildir: 92.120 Komur á slysa- og bráðad.: 94.687 Fæðingar: 3.500 Skurðaðgerðir: 13.961 Fjöldi starfsmanna: 3.899* Rekstrarkostn.: (milljónir kr.) 37.707 Launakostnaður 26.701 Lyfjakostnaður 1.451 * meðalfjöldi dagvinnustöðugilda Niðurskurður til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.