Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 21
urstöðu er komist í skýrslu sem Fjarðabyggð lét Capacent gera, þ.e. að sparnaður ríkisins vegna 23% nið- urskurðar til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sem samkvæmt frum- varpinu yrði 467 milljónir króna, yrði í raun 68,2 milljónir. Umtalsverð þjónusta Heilbrigðisumdæmi í landinu eru sjö talsins og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni 12 talsins. Eru þá Sjúkrahúsið á Akureyri og St. Jós- efsspítali í Hafnarfirði ekki talin með, auk fjölda heilsugæslustöðva um allt land sem í flestum tilvikum eru rekn- ar undir stjórn viðkomandi heilbrigð- isstofnunar. Einnig eru nokkur dval- arheimili rekin af heilbrigðisstofnunum og á sumum stöðum eru blikur á lofti hvort sú starfsemi heldur áfram, eins og á Vopnafirði. Samkvæmt meðfylgjandi yfirliti er talsverð þjónusta innt af hendi á þessum stofnunum, mismikil þó, en ekki að undra að íbúar vilji standa vörð um sínar stofnanir. Á þjón- ustusvæði þeirra búa um 100 þúsund manns, innlagnir á sjúkrahúsin eru yfir 10 þúsund og álíka margar að- gerðir eru framkvæmdar. Í sam- anburði við LSH eru þetta ekki háar tölur en engu athyglisverðar. Launakostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði þessara stofnana, eða nærri 80%. Heilbrigðisráðherra var gert að skera niður útgjöld til heilbrigðismála um 4,7 milljarða króna og þó að sú upphæð verði eitt- hvað lægri er talið óhjákvæmilegt að ná hagræðingu fram öðruvísi en að fækka starfsfólki. Starfsemi þessara stofnana er eðli- lega misumfangsmikil og sums staðar hafa skurðstofur og fæðingardeildir verið lagðar af. Alls fá stofnanirnar tólf til sín um 13,3 milljarða króna á fjárlögum þessa árs en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs eru framlögin komin niður í 10,9 milljarða króna. Það er skerðing um tæpa 2,4 milljarða króna milli ára, eða tæp 18%. Er skerðingin hlutfallslega meiri á einstökum sviðum, einkum á sjúkrasviði. Hver endanleg niðurstaða ráð- herra verður á eftir að koma í ljós á næstunni. Stóru línurnar voru nefnd- ar í upphafi. Stærri sjúkrahúsunum og heilsugæslunni verður væntanlega hlíft eins og hægt er, en aðrar stofn- anir gætu þurft að taka á sig högg, þó ekki í þeim mæli sem fjárlaga- frumvarpið boðaði. Spjótin hafa stað- ið á heilbrigðisráðherra og hans verk- efni er hvorki auðvelt né öfundsvert. Enginn mun verða sáttur við sinn hlut, svo mikið er víst. st fyrir lífi sínu Morgunblaðið/Ómar Allar upphæðir í milljónum króna / tölur um íbúafjölda, starfsemi og rekstur eru frá 2009 nema annað sé tekið fram (*5)HÞ: Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Reykjahlíð, Laugar. (*6) HSA: Seyðisfjörður, Egilsstaðir/Borgarfjörður, Djúpivogur/Breiðdalsvík, Fáskrúðsfjörður/Stöðvarfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Vopnafjörður/ Bakkafjörður. (*7) HSu: Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarás, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur. Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð Framlag á fjárlögum 2010: 451,0 Framlag í frumvarpi 2011: 376,7 Breyting milli ára: -16,5% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 2.154 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári 250 Heilsugæsla: Já Siglufirði og Ólafsfirði Fjöldi heimsókna á ári: 4.520 Skurðstofa: Nei, aðgerðastofa Minni aðg. á ári: 152 Fæðingarþjónusta: Nei Starfsmenn/stöðugildi: 80/50 Þar af 3 læknar í 3 stg., 11 hjúkrunar- fræðingar í 9,25 stg.,5 sjúkraliðar í 3,3 stg., 1 ljósmóðir í 0,7 stg. Komur til sérfræðinga: 194 Fjöldi sérfræðigreina: 2 Rekstrarkostn. á ári: 500 (áætl. ‘10) Þar af launakostn.: 365 (áætl. ‘10) Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Framlag á fjárlögum 2010: 925,9 Framlag í frumvarpi 2011: 557,4 Breyting milli ára: -39,8% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.784 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir 2008: 440 Heilsugæsla: Já á 6 stöðum (*5) Fjöldi heimsókna á ári: 19.528 Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 856 Fæðingarþj.: Nei, en mæðravernd Starfsmenn/stöðugildi: 143/97,4 Þar af8 læknar í 7,4 stg.,28 hjúkrunar- fræðingar í 20,5 stg.,19 sjúkraliðar í 13,5 stg., 3 ljósmæður í 2,3 stg. Komur til sérfræð.: 3.026 (2008) Fjöldi sérfræðigreina: 6 Rekstrarkostnaður á ári: 1.008,2 Þar af launakostnaður: 713,4 Heilbrigðisstofnun Austurlands Framlag á fjárlögum 2010: 2.029,2 Framlag í frumvarpi 2011: 1.581,5 Breyting milli ára: -22,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 10.370 Sjúkrahússtarfsemi: Já, 3 stöðum Innlagnir á ári: 800 Heilsugæsla: Já á 7 stöðum (*6) Fjöldi heimsókna á ári: 92.700* Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 500-700 Fæðingarþj.: Já (80-100 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 317/225 Þar af læknar: 15 stg., hjúkrunar- fræðingar: 44 stg., sjúkraliðar: 45 stg., ljósmæður: 5 stg. Komur til sérfræðinga: 3.500 Fjöldi sérfræðigreina: 10 + Rekstrarkostnaður á ári: 2.000,0 Þar af launakostnaður: 1.600,0 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn Framlag á fjárlögum 2010: 184,0 Framlag í frumvarpi 2011: 162,1 Breyting milli ára: -11,9% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 2.089 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 165 Heilsugæsla: Já á Höfn og sel í Öræfum Fjöldi heimsókna á ári: 18.834* Skurðstofa: Nei Fæðingarþjónusta: Já (8-12 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 74/48,4 Þar af2 læknar í 3 stg.,8 hjúkrunarfr. í 6,2 stg. (þar af 8 nemar),9 sjúkraliðar í 6,15 stg., 1 ljósmóðir í 1 stg. Komur til sérfræðinga: 658 Fjöldi sérfræðigreina: 3 Rekstrarkostnaður á ári: 423,2 Þar af launakostnaður: 291,4 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Framlag á fjárlögum 2010: 672,1 Framlag í frumvarpi 2011: 512,3 Breyting milli ára: -23,8% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.135 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 885 Heilsugæsla: Já Fjöldi heims. á ári: 12.922 (27.283*) Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 393 Fæðingarþjónusta: Já (45 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 100/70 Þar af7 læknar í 6,6 stg.,14 hjúkrunar- fræðingar í 10,35 stg.,22 sjúkraliðar í 14,33 stg.,2 ljósmæður í 1 stg. Komur til sérfræðinga: 1.987 Fjöldi sérfræðigreina: 14 Rekstrarkostnaður á ári: 725,5 Þar af launakostnaður: 514,0 Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi Framlag á fjárlögum 2010: 2.016,7 Framlag í frumvarpi 2011: 1.691,1 Breyting milli ára: -16,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 19.800 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 1.500 Heilsugæsla: Já á 8 stöðum (*7) Fjöldi heimsókna á ári: 90.800* Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 1.623 Fæðingarþjónusta: Já (162 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 336/225 Þar af26 læknar í 25,83 stg.,68 hjúkrunarfr. í 44,15 stg.,54 sjúkraliðar í 37,41 stg.,9 ljósmæður í 7 stg. Komur til sérfræðinga: 1.878 Fjöldi sérfræðigreina: 10 Rekstrarkostnaður á ári: 2.045 þar af launakostnaður: 1.812 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkra- liði og byggingaverkfræðingur, hef- ur kynnt sér sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni og Landspítalanum. Hún skilaði minnisblaði í sumar um Kragaskýrsluna svonefndu, sem heilbrigð- isráðuneytið lét gera á síð- asta ári um endur- skipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suð- vesturhorni landsins. Hún fór yfir útreikninga sem þar birtust og benti á að hagkvæmara gæti reynst að nýta betur skurðstofur Kragasjúkrahúsanna, þar sem ábat- inn af því væri meiri þegar upp væri staðið, heldur en að færa öll verk- efni til Landspítalans. Guðrún Bryndís segir í samtali við Morgunblaðið að hið sama gildi um boðaðan flutning verkefna frá minni sjúkrahúsum á landsbyggðinni til Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri. Það sé ekki endilega hag- kvæmasta leiðin að leggja þjónustu þar af og beina sjúklingunum annað. Mikill samrekstur „Þjónustan á þessum stöðum er einfaldlega að sinna eftirspurn á hverju svæði. Við þurfum að spyrja okkur hvaða þjónustu er hægt að veita fyrir peninginn sem er til ráð- stöfunar, með tilliti til þeirrar þjón- ustu sem landsmenn þurfa á að halda,“ segir Guðrún Bryndís og bendir á að farandsérfræðingar styðji við minni sjúkrahúsin. Sú þjónusta spari gífurlegan kostnað og hafi verið að byggjast upp á löngum tíma, í góðri samvinnu við heilbrigðisstofnanir á hverjum stað. Hún bendir jafnframt á þann mikla samrekstur sem fram fer und- ir einu þaki á þessum stofnunum; í heilsugæslu, á sjúkrasviði og öldr- unarsviði. Á þessum sviðum hafi stjórnendur verið að hagræða tölu- vert í samvinnu við starfsfólk. „Litlu sjúkrahúsin hafa verið að taka við sjúklingum frá Landspít- alanum til eftirmeðferðar. Þau eru ólík Landspítala og Akureyri að því leyti að þau eru ekki kennslusjúkra- hús og þar starfa útlærðir sérfræð- ingar,“ segir Guðrún Bryndís en tekur skýrt fram að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri gegni mjög mikilvægu hlutverki sem kennslusjúkrahús. Milli þessara stofnana og landsbyggðarinnar fari einnig fram margháttað samstarf sem hægt sé að efla enn frekar og auka þannig þjónustu sjúkrahús- anna. Þannig komi t.d. læknar frá Akureyri á Sauðárkrók og framkvæmi aðgerðir þar á Akureyringum. „Læknar á minni sjúkrahúsum taka ekki neina áhættu og fram- kvæma ekki aðgerðir nema aðstaðan leyfi það. Þegar starfsemin er á staðnum eru læknar til staðar til að veita fyrstu aðstoð þegar slys og bráð veikindi koma upp. Þeir meta al- varleikann og geta undirbúið sjúk- linga fyrir ferðalag á stærra sjúkrahús ef á þarf að halda. Þeir sinna líka langveikum sjúklingum í samvinnu við sérfræðinga stóru sjúkrahúsanna,“ segir Guðrún Bryndís. Hún bendir á að fyrirhugaður niðurskurður á smærri sjúkra- húsum um samtals 3,5 milljarða króna, þar sem skerða eigi þjónustu við um 45% þjóðarinnar, jafngildi um 10% af rekstrarkostnaði Land- spítalans. Meta þurfi hvort raun- verulegur ávinningur náist með þessu. Ekki landsbyggðarpólitík Spurð hvernig eigi að ná mark- miðum stjórnvalda um niðurskurð segir Guðrún Bryndís að byrja þurfi á verðkönnun og skoða hvaða þjónustu sé hægt að veita hvar. Horfa þurfi á heildarmyndina og taka tillit til ferðakostnaðar, auk- inna útgjalda Sjúkratrygginga Ís- lands, öryggis sjúklinga og áhrifa á búsetuskilyrði. Einnig hvaða áhrif niðurskurðurinn getur haft á skipu- lag heilsugæslu og öldrunarþjón- ustu. „Þetta á ekki að snúast um lands- byggðarpólitík heldur heilbrigðis- kerfið í heild sinni, að það sem vel er gert fái að halda sér. Í stað þess að einblína á niðurskurð ætti áherslan hjá stjórnvöldum að vera sú hvernig hægt er að veita þjón- ustu áfram. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og uppbyggingin ætti að taka mið af því. Kópasker verður aldrei úthverfi í Reykjavík. Þetta eru samhangandi kerfi sem eiga að styrkja hvert annað og létta álagi hvert af öðru. Um það snýst málið,“ segir Guðrún Bryndís. bjb@mbl.is Horfa þarf betur á heildarmyndina  Telur ábata af flutningi verkefna frá litlum sjúkrahúsum ekki alltaf til staðar Guðrún Bryndís Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.