Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 20.11.2010, Síða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Reykjavík Sverrir Kristinssonlögg. fasteignasali Húsið er að mestu leyti til- búið til innréttingar. Í hús- inu sem skiptist í 2 stiga- ganga eru 28 íbúðir, auk 32 stæða í bílakjallara. Allir milliveggir eru komnir og eru þeir hlaðnir og pússaðir og eru tilbúnir til spörtlunar og málunar. Loft eru slípuð og tilbúin til spörtlunar og málunar. Rafmagn er að mestu frágengið. Allar pípu- og vatnslagnir eru komnar, einnig ofnar. Sprinkler kerfi í bíla- geymslu. Húsið verður frá- gengið að utan. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA SÖLUMENN EIGNAMIÐLUNAR. Boðaþing - fjölbýlishús með 28 íbúðum (allt húsið) til sölu Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is WWW.N1.IS SÍMI 440 1000 Meira í leiðinni TILBOÐ Á OFFICE ONE FJÖLNOTAPAPPÍR 500 A4 BLÖÐ Á AÐEINS 490 KR. N1verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði, Ísafirði, Grindavík og Höfn. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam 16,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra nam tap fé- lagsins 11,3 milljörðum. Skýrist þetta af hækkun á gengi íslensku krónunnar og lægri fjármagns- kostnaði. Heildarskuldir nema 229 milljörðum kr. en hafa lækkað um 12,3 milljarða frá áramótum. Heildareignir eru 286 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 20,1%. Greiddir vextir fyrstu níu mánuði ársins námu 1,5 milljörðum króna. Samsvarandi fjárhæð 2009 var 4,1 milljarður króna. Vaxtakostnaður lækkar því á milli ára um tvo þriðju, eða 2,6 milljarða, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Þessi afkomu- bati er mjög já- kvæður og við vinnum að því að framhald verði á. Ennþá byggist hinn bókhalds- legi hagnaður að mestu leyti á hagstæðum ytri skil- yrðum eins og hækkuðu gengi krónunnar og hærra álverði,“ seg- ir Helgi Þór Ingason, forstjóri OR, í tilkynningunni. Helgi Þór Ingason Hagnaður hjá Orkuveit- unni um 16,8 milljarðar Ekki liggur fyrir hvenær Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, fær formlega skipaðan verj- anda vegna málshöfðunar fyrir landsdómi. Það getur skipt hann miklu vegna möguleika á gagnaöfl- un. Geir telur að óhæfilegur dráttur hafi orðið á þessu og hefur ritað Ingi- björgu Benediktsdóttur, forseta landsdóms, bréf þar sem hann óskar eftir því að Andri Árnason hrl. verði skipaður verjandi sinn og krefst þess að skipunin fari fram tafarlaust. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, segir það spurn- ingu um túlkun á 15. grein laga um landsdóm hvenær heimilt sé að skipa Geir verjanda. Í 15. grein segir að forseti landsdóms skipi ákærðum verjanda svo fljótt sem verða megi. Spurningin sé sú hvort líta beri svo á að Geir sé þegar ákærður eftir að Al- þingi samþykkti þingsályktunartil- löguna um málshöfðun á hendur honum eða hvort hann teljist ákærð- ur við útgáfu ákæruskjals saksókn- ara, eins og almennt tíðkist í saka- málum. „Erindinu verður svarað fljótlega,“ segir hann. Ráðuneyti metur kostnaðinn Dómsmálaráðherra kynnti í gær í ríkisstjórn minnisblað með yfirliti yfir áætlaðan kostnað vegna lands- dóms. Kostnaður vegna saksóknara er þar ekki meðtalinn, þar sem Al- þingi greiðir þann kostnað. Í mati ráðuneytisins er gert ráð fyrir að kostnaður við að kalla landsdóm saman verði 113 milljónir. Þá er mið- að við að málsmeðferð taki fjóra mánuði en dragist það í tvo mánuði til viðbótar eykst kostnaður um 43 milljónir. Hluti af kostnaðinum felst í leigu á sal í Þjóðmenningarhúsinu ef þinghaldið fer fram þar. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar er enn ekki frágengið í hvaða húsnæði lands- dómur verður. Í kostnaðarmati ráðuneytisins er ekki innifalinn viðbótarkostnaður sem fellur á Hæstarétt, við að fimm dómarar við réttinn sitja jafnfram í landsdómi. omfr@mbl.is Skipun verj- anda háð túlkun  Málsmeðferð landsdóms talin kosta 113 milljónir  Húsnæðismál ófrágengin Alþingi greiðir kostnað sak- sóknara Alþingis vegna máls- höfðunar á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Í bréfi forseta Alþingis til fjárlaga- nefndar er gert ráð fyrir því að kostnaðurinn verði 11 milljónir í ár og 24,4 milljónir á næsta ári eða alls 35,4 milljónir kr. Þessi áætlun tekur m.a. til launa sak- sóknara og aðstoðarmanna hans, húsnæðiskostnaðar o.fl. Saksóknari hefur fengið að- stöðu á Skúlagötu 17 í sama húsi og sérstakur saksóknari er með aðstöðu. 35,4 milljónir KOSTNAÐUR SAKSÓKNARA Morgunblaðið/Kristinn Landsdómur Komið hefur til tals að Landsdómur verði til húsa í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.