Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 27

Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Lögreglan í Nara-héraði í Japan ræður yfir sérstakri sveit sem send er á hamfarasvæði og nú hefur hún fengið nýjan liðsmann, chihuahua-tíkina Momo sem er sjö ára. Hún fékk á lokaprófinu það hlutverk að leita uppi á æfingu fólk sem lokast hafði undir braki og leysti það á fimm mínútum. Momo á að ganga til liðs við lögregluna í janúar og með tíkinni munu starfa schäfer-hundur og annar af retriever-kyni, að sögn lögreglunnar. Chihuahua er ein af minnstu hundtegundum í heimi. „Við erum líklega eina liðið í heimi sem notar chihuahua sem lögregluhund,“ sagði talskona lögreglunnar í Nara. „En við höldum að hún muni fá nóg að gera af því að hún er svo agnarlítil.“ Chihuahua í lögregluna Reuters Þúsundir manna komu saman í mið- borg Bangkok í gær til að minnast þess að hálft ár er liðið frá blóðs- úthellingunum þegar her Taílands kvað niður mótmæli svonefndra „rauðstakka“ sem styðja Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins. Yfir 90 manns biðu þá bana og nær 1.900 særðust. Taílendingar kveikja hér á kertum, sem mynda hjarta, til minningar um þá sem létu lífið. Reuters Blóðsúthellinganna minnst ins og Bandaríkin hafa þegið boðið og sendiherra Japans verður ekki eini fulltrúi landsins, heldur kemur hann með sendinefnd með sér. Geir Lunde- stad segir að verðlaunaat- höfnin eigi að fara fram þótt líklega verði verðlaunin ekki afhent að þessu sinni vegna þess að Liu Xiaobo er í fangelsi í Kína fyrir andóf og fjöl- skylda hans fær ekki að fara til Nor- egs til að taka við verðlaununum. Mjög glæsileg athöfn „Þetta verður mjög glæsileg og virðuleg athöfn fyrir fullu húsi,“ hef- ur fréttastofan AFP eftir Lundestad. „Ef enginn úr fjölskyldu Liu kemst þurfum við að sleppa þessum tveim- ur eða þremur mínútum þegar verð- launin eru afhent.“ Venja er að friðarverðlaunahafinn flytji langa ræðu en Lundestad segir að norska leikkonan Liv Ullman hafi samþykkt að lesa ræðu sem Liu Xiaobo samdi áður en hann var hnepptur í fangelsi. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fimm ríki, auk Kína, hafa afþakkað boð um að senda fulltrúa á verðlauna- athöfnina í ráðhúsi Óslóar 11. desem- ber vegna friðarverðlauna Nóbels. Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo varð fyrir valinu í ár og stjórnvöld í Kína vöruðu önnur lönd við því að senda fulltrúa á athöfnina. Frestur til að svara boðinu rann út á mánudaginn var. Geir Lundestad, ritari norsku Nóbelsnefndarinnar, segir að 36 ríki hafi þegið boð um að senda fulltrúa en svar hafi ekki enn borist frá sextán löndum. Sex ríki af- þökkuðu boðið: Kína, Rússland, Kas- akstan, Kúba, Íran og Marokkó. Fréttavefur norska dagblaðsins Aftenposten hefur eftir Lundestad að ekki sé óvenjulegt að mörg ríki svari ekki áður en fresturinn rennur út og biðji um meiri tíma. Hann tekur fram að þegar ríki afþakka boðið sé það ekki alltaf af pólitískum ástæðum. Tíu ríki hafi til að mynda ekki sent fulltrúa á verðlaunaathöfnina árið 2008 þótt verðlaunahafinn, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finn- lands, hafi ekki verið sérlega um- deildur. Öll aðildarlönd Evrópusambands- Sex ríki senda ekki fulltrúa til Óslóar  Liv Ullman á að lesa ræðu Liu Xiaobo Andófsmaðurinn Liu Xiaobo. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hörð valdabarátta er hafin í Jafn- aðarmannaflokknum í Svíþjóð eftir afsögn Monu Sahlin sem ákvað að víkja sem leiðtogi flokksins eftir þingkosningarnar í september þeg- ar flokkurinn fékk 30,6% at- kvæðanna, sem er minnsta fylgi hans eftir fyrri heimsstyrjöldina. Margir hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Sahlin en vandamálið er að enginn þeirra, sem þykja öflugastir, vill verða leið- togi flokksins. Wallström segir nei Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að rúmur helmingur Svía vilji að Margot Wallström verði leiðtogi jafnaðarmanna. Wallström sat í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins um árabil og starfar nú hjá Sameinuðu þjóðunum sem sér- legur fulltrúi þeirra í málum sem varða kynferðislegt ofbeldi á átaka- svæðum. Wallström hefur sagt að það sé „algerlega útilokað“ að hún taki við af Sahlin og Dagens Nyhet- er leiðir getum að því að hún stefni að því að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fyrst kvenna. Í könnuninni sögðust 28% vilja að þingkonan Veronica Palm yrði næsti leiðtogi flokksins og 27% nefndu Thomas Bodström, fyrrver- andi dómsmálaráðherra. Hermt er að Bodström ljái ekki máls á því að verða leiðtogi flokksins og Palm hefur farið undan í flæmingi þegar hún hefur verið spurð hvort hún hafi áhuga á embættinu. Sven-Erik Österberg, talsmaður þingflokks sænskra jafnaðar- manna, þykir einnig koma til greina í embættið en sænska dagblaðið Expressen bendir á að hann ber ábyrgð á atvinnumálastefnu flokks- ins sem er talin hafa stuðlað að fylgistapinu. Vilja ekki fara fyrir flokknum  Sterkustu leiðtogaefni sænskra jafn- aðarmanna vilja ekki taka við af Sahlin Reuters Vinsæl Wallström er sögð stefna að því að verða framkvæmdastjóri SÞ. Sænskum stjórnvöldum var skýrt frá eftirliti bandaríska sendiráðsins með mannaferðum við sendiráðs- bygginguna í Stokkhólmi árið 2002 þótt sænska stjórnin hefði neitað því að hún hefði vitað af eftirlitinu, að sögn Dagens Nyheter. Blaðið segir að fram komi í leynilegu skjali í sænska utanríkisráðuneytinu að fyrrverandi ríkisstjórn sænskra jafnaðarmanna hafi fengið upplýs- ingar um eftirlitið. Áður hafði Beatrice Ask, dóms- málaráðherra Svíþjóðar, neitað því að dómsmálaráðuneytið eða sænska öryggislögreglan hefði vitað af eftir- litinu. Sænskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á því hvort eftirlitið hafi verið ólöglegt. Yfirvöld í Danmörku og Noregi viðurkenndu fyrr í vikunni að lög- reglu hefði verið skýrt frá eftirliti á vegum bandarísku sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Ósló. Var sagt frá eftirliti sendiráðsins Hjón í Kali- forníu, Wayne og Laurie Hallquist, hafa hreppt tit- ilinn hæstu hjón heims í Heims- metabók Guin- ness. Þau eru samanlagt 4,074 metrar á hæð, en Wayne er 209,3 sentimetrar og Laurie um það bil 198 sentimetrar. Hjónin búa í Stockton í Kali- forníu og kynntust á samkomu ein- hleypra meðlima í kirkjusöfnuði ár- ið 2003. Wayne, sem er 57 ára, kvaðst hafa séð að þau væru sköpuð hvort fyrir annað og orðið ástfang- inn við fyrstu sýn. Öðru máli gegndi um Laurie sem er 46 ára. „Hann tal- aði um stærðina á höndunum og fót- unum á mér og ég heillast ekki af slíku tali,“ sagði hún en kvaðst hafa gefið honum annað tækifæri. Talin hæstu hjón heims Wayne og Laurie Hallquist kyssast. „Þetta er alger glundroði. Þetta hefur gengið fram af mörgum Sví- um,“ segir Stig-Björn Ljungren, vinstrisinnaður stjórnmálafræð- ingur og álitsgjafi, um leit sænskra jafnaðarmanna að nýjum leiðtoga. Sahlin var leiðtogi flokksins í fjögur ár, sem er mjög skammur tími þegar miðað er við forvera hennar. Tage Erlander var leiðtogi flokksins í 23 ár, 1946- 1969, Olof Palme frá 1969 og þar til hann var myrtur 1986 og Göran Persson fór fyrir flokknum í tíu ár. Nokkrir fréttaskýrendur telja að hörð valdabarátta sé hafin milli fylkinga í flokknum. Ekki sé nóg að skipta um leiðtoga, heldur þurfi að stokka upp í allri forystusveitinni og breyta áherslum flokksins. „Þetta er alger glundroði“ STEFNIR Í HARÐA VALDABARÁTTU MILLI FYLKINGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.