Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Eftir að fjöldi manns
hafði lagt líf sitt og limi
í hættu við að koma
okkur til aðstoðar í
snarvitlausu veðri og
koma okkur til frekari
aðhlynningar í Reykja-
vík mætti okkur ein-
kennileg þjónusta þar á
bæ. Ég skrifaði heil-
brigðisráðherra, sem
er mér að góðu kunnur,
um þennan atburð
skömmu síðar. Þar sem fjölmargir
hafa hvatt mig til að birta þessa sögu
opinberlega, ekki síst í ljósi umræðna
um skerta heilbrigðisþjónustu á
landsbyggðinni, birti ég hér bréfið
sem ég ritaði Guðbjarti Hannessyni.
Ég tek það fram að Guðbjartur svar-
aði bréfinu innan örfárra daga á þann
hátt sem mér hugnaðist og hafði þá
þegar komið viðeigandi ábendingum
á framfæri til réttra aðila. En óbreytt
er bréfið svona:
„Sæll kæri vinur.
Ég þykist vita að skammirnar
dynja á þér víða að þessa dagana, og
oft að ósekju.
Ég get þó ekki látið hjá líða að
segja farir mínar ekki sléttar eftir að
hafa lent í umferðaróhappi á mánu-
dagskvöld. Þannig var að við hjónin
vorum flutt með sjúkrabíl frá Skriðu-
landi í Dölum á Landspítalann í
Fossvogi. Þar gengumst við undir
skoðun og góðu heilli reyndist ég að-
eins vera marin hér og þar og stirð
og aum eftir bílbeltið en Alfreð, mað-
urinn minn, tognaður á
öxl og hálsi og með tals-
verða verki. Eftir um
tveggja tíma ferli
(myndatökur og ýmsar
athuganir) vorum við
útskrifuð. Við urðum nú
fremur hissa og vorum
þá spurð hvort við ætt-
um ekki ættingja í bæn-
um. Ég svaraði sem var
að við ættum enga mjög
nána ættingja, og viss-
um ekki um neinn sem
við kærðum okkur um
að vekja um miðja nótt.
Þá komu nú vöflur á hjúkrunarfólkið,
sem virtist ekki geta boðið okkur upp
á að vera lengur. Ég fór þá og fékk að
fara á netið til að athuga með orlofs-
íbúðir hjá Kennarasambandinu sem
hægt er að bóka á netinu. Starfs-
fólkið fylgdist með og ég sagðist ekki
alveg hafa tryggingu fyrir að þetta
gengi fyrr en ég kæmi á staðinn og
sæi hvort talnalás á útihurð virkaði.
Þá var okkkur sagt að við gætum
bara komið á slysadeildina aftur ef
við lentum í vandræðum! Síðan þeg-
ar kom að því að fara sagðist Alfreð
ekki almennilega treysta sér, enda
var hann ennþá með mikinn svima.
Var honum þá boðið að leggja sig í
klukkutíma og athuga hvort honum
liði betur eftir það. Mér var hins veg-
ar aldrei boðið að leggjast út af og
var ég orðin ansi þreytt og stirð eftir
að hanga fyrst út á hlið í bílbelti góða
stund, híma síðan í rútunni, sem
hafði lent á hliðinni, í tæpan klukku-
tíma meðan beðið var eftir sjúkrabíl,
sitja í sjúkrabíl í þrjá tíma í brjáluðu
veðri og síðan á óþægilegum stól inni
á slysadeild í tvo tíma – samtals um
sex tímar eftir að óhappið átti sér
stað. Við ákváðum því að komast
frekar í náttstað og fá að hvíla okkur.
Var mér þá boðinn hjólastóll til að
keyra Alfreð fram í anddyri að leigu-
bílnum, en ég taldi það nú lítið hafa
að segja þar sem ég þyrfti hvort sem
er að drösla honum upp tröppur þeg-
ar í náttstað kæmi. Þess má geta að
við vorum rukkuð um 32.000 krónur,
hann 27.000 fyrir myndatöku og ég
4.900 fyrir að láta skoða far eftir bíl-
belti á bringu og láta mig anda einu
sinni djúpt. Og jú, það má kannski
taka fram að við fengum hvort sitt
djúsglasið og tvær ristaðar brauð-
sneiðar með osti. Aldrei var okkur
boðin áfallahjálp, sem ég var svo illa
upplýst að halda að væri vinnuregla
þegar fólk lendir í svona, og ekki var
spjallað meira við okkur en þurfti.
Ég verð þó að taka fram að sjúkra-
flutningamennirnir, læknirinn í Búð-
ardal og fólkið sem kom á vettvang
var sérlega almennilegt og á miklar
þakkir skildar. Er þeim hér með
komið á framfæri.
Ég leyfi mér að fullyrða að þegar
okkur bar að var ekki mikill erill á
slysadeild því ég heyrði tvo starfs-
menn tala um það sín á milli að það
væri farið að róast mikið. Þar sem við
vorum nálægt vaktrýminu sá maður
líka að þar voru allt upp í átta starfs-
menn, að því er virtist í rólegheitum,
á hverjum tíma.
Þegar kom í kennaraíbúðina
reyndist svo talnalásinn ekki virka
svo við hringdum á annan leigubíl og
biðum úti á meðan, Alfreð á peysunni
í hörkufrosti þar sem yfirhöfnin hafði
orðið eftir í bílnum á slysstað. Við
hringdum síðan á hótel og fengum
inni á öðru hótelinu sem ég náði í
þarna um miðja nótt. Klukkan hálf-
fimm um nóttina vorum við því kom-
in í næturstað.
Ég spyr því: Var okkur ekki boðin
gisting í þessa fjóra tíma sem vantaði
til morguns, af því að þá hefðum við
verið lögð innn og ekki þurft að
borga?
Er virkilega svona illa fyrir okkur
komið að fólk sem lendir í svona
óhöppum lengst úti á landi geti ekki
fengið að leggja sig í sjúkrarúmi í
nokkra klukkutíma? Fegin hefði ég
greitt fyrir þvottinn á rúmfötunum
og skúringuna á stofunni ef það er
málið!
Með kveðju
Kristín Sigurrós.“
Sem fyrr segir svaraði Guðbjartur
þessu bréfi innan örfárra daga og tek
ég undir þau orð hans að svona lagað
hefði líklega hvergi gerst á lands-
byggðarsjúkrahúsi.
Hvað kostar að gista hálfa
nótt í Fossvoginum?
Eftir Kristínu Sig-
urrós Einarsdóttur » Fyrir um tveimur
vikum varð ég,
ásamt eiginmanni mín-
um, fyrir því óhappi að
lenda í bílveltu skammt
frá Skriðulandi í
Saurbæ í Dölum.
Kristín Sigurrós
Einarsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri og búsett
á Hólmavík.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
M.MBL.IS FÆRIR ÞÉR
INNLENDAR FRÉTTIR
Á FERÐINNI
Innlent
- V I L T U V I T A M E I R A ?
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
51
87
2
11
/1
0
Öryggisíbúðir í Eirborgum
Við Fróðengi 1 – 11 í Grafarvogi, 112 Reykjavík
hefur Hjúkrunarheimilið Eir byggt öryggisíbúðir
Íbúðirnar eru af ýmsum stærðum og gerðum
og eru með 24 stunda vöktun
Íbúðirnar sýnir Ragnheiður Gunnarsdóttir staðarhaldari sími: 560 1091
milli kl. 10 og 16 alla virka daga
Upplýsingar um verð og skilmála veitir Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
rekstrarstjóri sími: 522 5700 mill i kl. 8 og 14 alla virka daga
Eyjólf Ármannsson
á stjórnlagaþing
Framboð 8914
Lýðræði í stað flokksræðis.
Aðskilja framkvæmdavald og
löggjafarvald með beinni
kosningu æðsta handhafa
framkvæmdavalds (forseta) og
persónukjöri þingmanna.
Kynnið ykkur viðfangsefni þingsins
og mína skoðun á:
eyjolfurarmannsson.com