Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 41
MINNINGAR 41 Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Einar Valgeir Arason prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðþjónusta kl. 12. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Einar Valgeir Arason prédikar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja- nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðs- þjónusta kl. 12. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Stefán Rafn Stef- ánsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11. með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Eir Bolladóttir, félagar úr messuhópi aðstoða og félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kl. 11. Umsjón Sunna Dóra Möller og Heimir Bjarni Ingimarsson. Æðruleysismessa kl. 20. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar, Kristina Kalló Skclenár organisti og kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Fjóla Kristín Bragadóttir söng- nemi úr Söngskóla Reykjavíkur syngur. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimili kirkjunnar. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Börnin taka þátt í upphafi messunnar, en fara síðan í safnaðarheimili ásamt Ásdísi djákna og Ægi djáknanema. Sr. Hans Markús Hafsteinsson héraðsprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari og ferming- arbörn lesa ritningarlestra. Kór Áskirkju syngur, einsöngvari er Unnsteinn Árna- son, nemandi við Söngskólann í Reykja- vík, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffi og djús á eftir. Sjá www.askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, léttmessa. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds- dóttur tónlistarstjóra, prestur er sr. Kjart- an Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Heitt á könnunni eftir messu. Ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Um- sjón hafa sr. Hans Guðberg Alfreðsson og Bjartur Logi Guðnason kantor. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11, í Brekkuskógum 1. Umsjón Heiða Lind Sigurðardóttir ásamt yngri leiðtogum. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Fjöl- skylduguðsþjónusta í Brautarholtskirkju kl. 11. Kristín Þórunn og Rannveig Iðunn þjóna. Páll organisti og Brynhildur flautu- leikari leiða söng og tónlist. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, yngri barnakór syngur. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. Tómasarmessa kl. 20. Máltíð Drott- ins, fyrirbæn og tónlist. Kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. samvera með fræðslu og söng. Jónas Þór- ir við hljóðfærið ásamt ungum blást- urhljóðfæraleikurum. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngvari er Hulda Snorradóttir sópran, kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Zbigniew Zuchowicz, kór Digraneskirkju A-hópur. Hlynur Andri Elsuson nemandi í Söngskól- anum í Reykjavík syngur einsöng. Org- anisti leikur á hljóðfæri 15 fyrir messu. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Þórunn Arnardóttir og fleiri leiðtogar sjá um stundina. Sjá digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, sönghópur úr dómkórnum syngur, organisti er Kári Þormar. Barnastarf á kirkjuloftinu á meðan. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédik- ar, en einnig þjóna sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl V. Matthíasson. Bræðrabandið sér um tónlistina. Kvöldkirkja á fimmtu- dag. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son, kór Fella- og Hólakirkju leiðir almenn- an safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Una Dóra Þor- björnsdóttir söngskólanemi syngur ein- söng. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimili. M.a. verða málaðar piparkökur. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11, fyrir alla fjölskylduna. Kvöldmessa kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar, organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari Guðmundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Aldursskipt fræðsla og snarl í lokin. Almenn samkoma kl. 13 í umsjón Greg Aikins, kirkjugestum gefið orðið og boðið að gefa vitnisburð. Lofgjörð, barnastarf og brauðsbrotning. Kaffi í lokinni. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Barnastarf í safn- aðarheimili kl. 11, sameiginlegt upphaf. GRAFARVOGSKIRKJA | Dagur Orðsins. Dagskrá tileinkuð þjóðskáldinu sr. Matt- híasi Jochumssyni. Erindi um sr. Matthías í Grafarvogskirkju kl. 10, flutt af Guð- mundi Andra Thorssyni og Þórunni Valdi- marsdóttur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur á Akureyri prédikar og prestar safnaðarins þjóna. Einsöngvari er Björg Þórhallsdóttir, kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Á eftir verður boðið upp á veitingar. Sunnudagaskóli á sama tíma í kjallara kirkjunnar. Borgarholtsskóli Messa kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Erlu Rutar. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til langveikra barna. Messuhópur þjónar. Stúlknakór Reykjavíkur, yngri deild annast söng, stjórnandi er Guðrún Árný Guðmunds- dóttir og organisti er Ásta Haraldsdóttir, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa á fimmtu- dag með Þorvaldi Halldórssyni. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Messa kl. 14. Sr. Ingimar Ingimarsson messar og söngstjóri er Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Arndís Hauksdóttir guðfræðingur predikar, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar fyrir alt- ari. Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11. Morgunmessa kl. 8.15 á miðvikudaginn. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Ung- lingar úr Æskulýðsfélagi Hallgrímskirkju og hópur messuþjóna aðstoða. Félagar úr Mótettukór syngja og Íris Elíasdóttir nemi í söngskólanum í Reykjavík syngur, org- anisti er Kári Allansson. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna, organisti er Jón Bjarnason. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón með barnastarfi Páll Ágúst og Anna Bergljót. Salka Rún Sigurðardóttir söngnemi, syngur einsöng, organisti Douglas A. Brotchie, prestur er Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergsson guð- fræðingur predikar, sr Sigfús Kristjánsson þjónar, organisti Jón Ólafur Sigurðsson og Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir syng- ur einsöng. Sunnudagaskóli kl. 13. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Bæna- stund kl. 16.30. Samkoma kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 14. Ræðumaður Margaret Marti. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Ræðumaður er Sheila Fitz- gerald. Aldursskipt barnastarf. Kaffi á eft- ir. Samkoma á ensku kl. 11 hjá Alþjóðakirkjunni. Sonia Wahome prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11 í aldurskiptum hópum. Fræðsla á sama tíma. Kristleifur Kristjánsson kenn- ir. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyr- irbænir. Friðrik Schram predikar. KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Erla Guðmundsdóttir. Barnastarfið í höndum Systu, Jóns Árna og leiðtoganna. Félagar úr Kór Keflavík- urkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar. Messuþjónar taka þátt í at- höfninni. Súpa eftir messu. KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Sr. Ólafur Jóhannsson flytur ræðu og um tón- listarflutninginn sjá Páll Ágúst og félagar. Á eftir verður sælgætissala á vegum KSS og samvera. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11. Kór Kópavogskirkju flytur tónlist undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar og Berta Dröfn Ómarsdóttir nemi í Söng- skólanum í Reykjavík syngur einsöng. Dr Sigurjón Árni Eyjólfsson predikar og þjón- ar fyrir altari. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en fer síðan í safnaðarheimilið Borgir. Umsjón hafa Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Aradóttir. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á 4. hæð. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson og Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson messar, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir syngur einsöng og organisti er Jón Stef- ánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Kaffisopi. Tónleikar Kórs Langholtskirkju kl. 20. Sjá www.langholtskirkja.is. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Erla Björk Jónsdóttir guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Laugarneskirkju prédikar og þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni org- anista, kór Laugarneskirkju, sunnudaga- skólakennurum og hópi messuþjóna. Kaffi. LÁGAFELLSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson predikar og þjónar fyrir altari, Sönghópurinn Fjörðurnar syngja, undirleik annast Arnhildur Valgarðsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 13 í umsjá Arndísar Linn, Hreiðars Arnar og Arhildar. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudags- skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Ein- arssonar og Guðni Már Harðarson þjónar. LINDASÓKN | Sunnudagsskóli kl. 11 í Boðanum, Boðaþingi. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Há- skólakórnum leiða safnaðarsöng, Stúlknakórinn syngur, Nanna Halldóra Imsland syngur einsöng, stjórnandi og organisti er Steingrímur Þórhallsson. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar, sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfi: Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Á eftir mun Arnfríður og listakonan Æja kynna nýja bók, Út í birtuna. Veitingar. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Kristni- boðarnir Kristján Þór Sverrisson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir koma í heimsókn. Samfélag Aðventista Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. SELJAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng- inn, organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista, einsöng syngur Hrafnhildur Þórólfsdóttir, nemandi í Söngskólanum í Reykjavík. Sunnudaga- skólinn á sama tíma. Ritningarlesari er Ólafur Egilsson fv. sendiherra, prestur er sr. Halldór Reynisson. Kaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Samkoma í Færeyska sjómannaheimilinu kl. 17. Kaffisamsæti á eftir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur, ann- ast prestsþjónustuna og organisti er Jón Bjarnason. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Haukur A. Gíslason, sr. Sveinn Valgeirsson. Þátttöku fermingarbarna sér- staklega vænst. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, predikun og fyr- irbæn. Högni Valsson predikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skólinn kl. 11. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sönghópurinn Veirurnar syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sunnudagaskólinn í umsjón Tómasar Odds Eiríkssonar æskulýðsfulltrúa. Djús og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlist- arguðsþjónusta kl. 11. Kvennakór Hafn- arfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guð- mundsdóttur, prestur er. Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í norðursal kirkjunnar. ORÐ DAGSINS: Þegar mannssonurinn kemur. (Matt.25) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Núpskirkja í Dýrafirði. Elsku Bogga. Þegar ég var lítil bjóst þú á Akranesi og ég í sveitinni. Ég man hvað það var gott að koma til þín. Þú tókst alltaf svo vel á móti öllum. Sérstaklega man ég eftir að þú varst alltaf búin að smyrja brauð með alls konar áleggi þegar við komum. Eftir að þú fluttir til Reykjavíkur gisti ég hjá þér þegar ég fór þangað. Svo flutti ég sjálf til Borghildur Jakobsdóttir ✝ BorghildurJakobsdóttir fæddist að Hömr- um, Reykholtsdal í Borgarfirði 20. maí 1945 og ólst þar upp. Hún lést á Landsspítala við Hringbraut 3. nóv- ember 2010. Útför Borghildar fór fram frá Reyk- holtskirkju 12. nóv- ember 2010. Reykjavíkur, þá kom ég oft til þín. Áttum við margar góðar stundir saman og fífl- uðumst mikið eins og þú sagðir. Alltaf hugsaðir þú um aðra en sjálfa þig. Þegar þú lást bana- leguna varstu að hafa áhyggjur af því að geta ekki verið að kaupa jólagjafir. Elsku Bogga mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Þín frænka, Guðbjörg. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þeirrar góðu konu Borg- hildar Jakobsdóttur frá Hömrum í Reykholtsdal, sem var jarðsungin frá Reykholtskirkju föstudaginn 12. nóvember sl. enda var hún mér að góðu kunn og móðir hennar Að- albjörg, sem ættuð var frá Hellis- sandi, og tengdafaðir minn Elías Oddsson, sem þar bjó, voru þre- menningar. Borghildur, eða Bogga eins og hún var alltaf kölluð, er fjórða systirin frá Hömrum sem kveður þetta jarðlíf en eftir lifa af systk- inunum bróðirinn Magnús, og syst- urnar Guðrún og Katrín. Bogga ólst upp við mikið ástríki hjá foreldrum og systkinum á Hömrum. Þar var gestkvæmt og glaðværð oft ríkjandi og ósjaldan voru ættjarðarljóðin sungin við raust á góðum samverustundum. En þau Jakob faðir Boggu og Aðal- björg móðir hennar báru líka hag samferðamanna fyrir brjósti. Kom það m.a. fram í hjálpsemi við aðra, ekki síst þá sem minna máttu sín. Það var því bæði upplagið og upp- eldið er mótaði lífsviðhorf systk- inanna frá Hömrum en Borghildur heitin vann t.d. við umönnunarstörf sem sjúkraliði til margra ára. Hamrafólkið var og er vel metið víða en ég hef þekkt fjölskylduna allar götur frá 1963 er ég var kaupamaður að Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þar sem ég veit, að ljóð og söngur léku ósjaldan á vörum í bænum undir hamrinum á æskuheimili Boggu heitinnar og hafa verið förunautar ættarinnar gegnum tíðina finnst mér við hæfi að kveðja hana með litlu ljóði, sem er ætlað að lýsa hennar persónu, alla vega að hluta til. Það var sem brosið þitt Bogga mín bjartari gerði heiminn og óvenjuleg voru augun þín: Angurvær, glettin og dreymin. Heitt unnir þú Borgarfjarðarbyggð og bænum Hömrum, er hélstu við tryggð. Borghildur mjög varstu hláturmild með svo heillandi strengi. Vísurnar komu og fóru að vild og virkjuðu sönginn lengi. Þitt hjartalag var þín helsta dyggð, þér hugnaðist ekki vol og hryggð. (Ól. B. Ól.) Ég kveð Boggu frá Hömrum með þakklæti og virðingu. Hún hefur örugglega fengið hlýjar mót- tökur foreldra og systra fyrir handan og vel gæti ég trúað að glaðværð þeirra og glettni smiti út frá sér á himnum. Eftirlifandi systkinum, afkomendum, frænd- fólki og vinum sendi ég samúðar- kveðjur. Ólafur B. Ólafsson. HINSTA KVEÐJA Elsku amma, ég sakna þín, ég elska þig. Ég man þegar við förum á Dýrin í Hálsaskógi og svo man ég þegar við fórum á ættarmót. Ég sakna þín og Simba. Óska að þú eigir gott líf hjá guði. Kristófer Karl, ömmustrákur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.