Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010  Sunnudaginn 21. nóvember stíg- ur hljómsveitin Spottarnir á svið á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. Hjómsveitin hefur frá upphafi lagt megináherslu á tónlist og texta sænska söngvaskáldsins Cornelius Vreeswijks en hún hefur nú starfað í sex ár. Spottarnir spila á Kaffi Rósenberg Fólk Ómar Hauksson, grafískur hönnuður og stutt- myndaleikstjóri, mun standa fyrir mánaðar- legum síðkvöldssýningum í Bíó Paradís og er sú fyrsta haldin í kvöld. Þá mun hin gallsúra og stórskrítna japanska hrollvekja Hús (Hausu) eft- ir Nobuhiko Obayashi frá árinu 1977 verða sýnd. Aðspurður hvert verði þema kvöldanna sem Óm- ar hefur umsjón með segir hann að það verði margt skrítið í boði hjá sér. „Ég verð með svona raritís eða hvað kallar maður þetta á íslensku, svona kúríósa. Blöndu af einhverju furðulegu, sjaldséðar myndir, svona költ,“ segir Ómar. „Ég mun einbeita mér að japönskum skrímslamynd- um og bandarískum horror, en svo verð ég með eitt íslenskt hrollvekjukvöld.“ Ómar er ekki ókunnur hrollvekjum enda gerði hann stuttmyndina Örstutt jól sem var hroll- vekja byggð á hugmyndum um íslenska jóla- sveininn eins og hann birtist í upprunalegu sög- unum. Myndin var sýnd á Þorláksmessu fyrir jólin árið 2007 á undan finnskri hrollvekju um svipað efni. „Finnarnir eiga svipaðan jólasvein og við. Hann er að vísu bara einn en hann er með geitarhöfuð, horn og ekkert næs. Þegar ég fór með mína mynd á kvikmyndahátíð í Texas þurfti ég að útskýra jólasveinahefðina heima því hún er svo ólík því sem Bandaríkjamenn þekkja,“ segir Ómar. Myndin sem sýnd verður í kvöld fjallar um sjö stelpur sem fara í sumarfrí í sumarhús. Síðan fara óhugnanlegir atburðir að gerast og þær týna tölunni hver á fætur annarri. borkur@mbl.is Gallsúr japönsk hrollvekja í Bíó Paradís Súr Stilla úr hryllingsmyndinni Hús, eða Hausu.  Óhætt er að segja að þetta sé ár kvikmyndagerðarmannsins Árna Sveinssonar. Hann sýndi tvær vel heppnaðar heimildarmyndir í ár, Með hangandi hendi og Backyard, leikstýrði tónleikamyndinni sem fylgir nýjustu plötu Hjaltalín, Alp- anon, og hefur einnig yfirumsjón með þáttunum Rokk og Tjatjatja sem nú eru sýndir á ÍNN. Með hangandi hendi, sem fjallar um fer- il hins ástsæla Ragnars Bjarnason- ar söngvara, fer nú að fara úr sýn- ingum en síðustu sýningar verða í Bíó Paradís út næstu viku. Þá er einnig nýútkominn diskur með upp- tökum frá 75 ára afmælistónleikum Ragnars Síðustu sýningar á Með hangandi hendi  Sérstök aukasýning á heimild- armynd Ragnheiðar Gestsdóttur, Eins og við værum, fer fram í Bíó Paradís á morgun, laugardag kl. 20.30. Myndin er einslags hugleið- ing kvikmyndagerðarkonunnar um verk Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum, The End, sem sýnt var í fyrrasumar. Aukasýning á Eins og við værum Loksins er komin út safnplata með Gus Gus. Bandið sem var stofnað fyrir fimmtán árum hefur gefið út margar plötur og lög þeirra komist hátt á lista víða um heim en það er ekki fyrr en nú að safnplata kemur út með frægustu lögunum þeirra. Aðspurður hversvegna þeir hafi ekki gefið út safnplötu fyrr segir Bongo að þetta sé ekkert seint, þvert á móti finnist honum þessi útgáfa svona frekar í fyrra lagi. „Þegar ég var í ljósmyndaskólanum í París var talað um að menn ættu ekki að gefa út ljósmyndabók fyrr en menn hefðu verið í bransanum að lágmarki 20 ár. Þetta er öðruvísi hér, ég hef séð bönd gefa út safnplötu þótt þau hafi aðeins gefið út tvö stykki fram að því,“ segir Bongo. Hann bætir við að Daníel Ágúst hafi valið lögin á plöt- una með smá ábendingum frá Bigga Veiru og forsetanum. „Það er búið að klippa hárið á þessum lögum, þau eru nýkomin úr klippingu og komin í lengdir sem passa í gott partí. Þetta er viðhafnar-edit á plötunni. En það er ekki búið að spila saxófón yfir allt dæmið eða eitthvað svoleiðis. En við munum ekki geta haldið útgáfu- tónleika því við erum á fullu að taka upp nýja plötu í augnablikinu. Við stefnum aftur á móti að því að halda „Best of“ tónleika í mars, en höldum síðan útgáfutónleika fyrir nýju plöt- una í lok apríl,“ segir Bongo eða for- setinn. Bongo hefur gengið undir mörgum nöfnum. Fyrst var hann kallaður Dj Amore, svo Alfred More, síðan president, síðan president Bongo og loks Bongo. „Já, það er saga á bakvið öll þessi nöfn, en regl- an í Dj bransanum er að maður komi ekki með nöfnin sín sjálfur. En Dag- ur Kári byrjaði að kalla mig presi- dent Bongo þegar ég kom frá Afríku þarsem ég var í heimsókn hjá systur minni sem er búin að búa í Gabon í tólf ár. En fráfallinn forseti Gabon hét einmitt Bongo,“ segir Bongo. borkur@mbl.is Fyrsta safnplata Gus Gus lítur dagsins ljós Morgunblaðið/Eggert Hetjur Tríóið Gus Gus getur ekki haldið útgáfutónleika vegna nýju safn- plötunnar því að sem stendur eru meðlimirnir í upptökum á nýrri plötu. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Fyrir tveimur árum kom út platan Oft spurði ég mömmu, ánöfnuð Sigurði Guðmundssyni og Memfis- mafíunni. Á henni eru hlustendur leiddir ljúflega til horfinna tíma í íslenskri dægurtónlist; hljómurinn slíkur að það liggur við að maður heyri snarkið í fallega rispuðum vínylrákunum. Bernskudraumar „Við erum þannig séð að höggva í sama knérunninn á þessari plötu,“ útskýrir Sigurður hæversklega en platan ber titilinn Nú stendur mikið til. „Þeir sem voru hrifnir af fyrri plötunni hafa mikið verið að væla í manni um að gera jólaplötu. Það var hins vegar ekkert sérstaklega á dagskránni. Við tókum svo til starfa í sumar, helltum í eitt deig (brosir) og prófuðum en það var mjög gaman að gera litlu plötuna (fyrir jólin í fyrra kom út forláta sjötomma með lögunum „Það snjóar“ og „Þá komu jólin“).“ Heilu Disneymyndirnar og jóla- lög Bings Crosbys og Nats Kings Coles koma upp í hugann þegar á er hlýtt; lögin bera með sér for- kunnarfagra strengi en um útsetn- ingar og hljómsveitarstjórn sá Hrafnkell Orri Egilsson. „Ég hef verið að hlusta mikið á þessa kalla, Scott Walker, Bing Crosby og Tony Bennet,“ segir Sigurður hugsi. Bætir svo við með hálfbrosi og blik í augum: „Ég held að einn af bernskudraum- unum hafi verið að vera einn af þeim! En svo verður maður líka að halda sér gangandi, gera eitt- hvað. Það er hægt að vera enda- laust í reggíinu.“ Bögglar Af ellefu lögum plötunnar eru fjórar ábreiður en önnur lög eiga þeir Sigurður, Leifur Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason en hann semur auk þess alla texta. Þrátt fyrir þetta hljóma öll lögin eins og þau hafið verið tekin upp 1948. Sigurður hlær við. „Við erum greinilega orðnir svona naskir á þetta, vanir kóperingum. En þessi hljómur kemur óhjákvæmilega með hljómsveitinni sem við brúk- uðum. Ég er ánægður með þessi lög okkar. Ég reyndi nú að böggla saman textum líka en ráin er ansi hátt uppi þegar Bragi situr við hliðina á manni. Ég ákvað að láta hann bara sjá um þetta.“ Sigurður segir að lögin hans hafi komið fyrir í tíu sekúndna innslögum í Sumarlandinu, mynd Gríms Hákonarsonar. „Mig langaði til að gefa þessum lögum meira tækifæri og endur- hannaði þau fyrir þessa plötu.“ Trauðla skýrt með orðum Plötur sem þessar snúast mikið um að fanga ákveðinn anda, sem verður trauðla skýrður með orð- um. „Oftast tekur maður upp plötur með því að setja niður grunna; trommur, bassa o.s.frv. Svo klóra menn sér í hausnum yfir því hverju eigi nú að bæta við. En í þessu tilfelli (platan var tekin upp á þremur dögum) er fullt af fólki mætt saman til að klára ákveðið verkefni í sameiningu. Í kringum Oft spurði ég mömmu settum við upp ákveðinn ramma, við klædd- um okkur upp, gæddum okkur á bakkelsi og þetta kemur ákveðnum anda í gang, fólk fer í fílíng, verður jákvætt og stígur af afli inn í ramm- ann. Það er skemmtilegt að taka upp plötur svona, það mynd- ast ákveðið and- rúmsloft sem þú færð ekki með hefðbundnum vinnsluaðferðum.“ Jólin koma með Memfis- mafíunni  Sigurður Guðmundsson og Memfis- mafían gefa út notalega jólaplötu Jólin, jólin Sigurður Guðmundsson, krúnukall af nýja íslenska skólanum. „Hönnuðurinn, Hrafn Gunn- arsson, átti hugmyndina,“ út- skýrir Sigurður. „En við vissum hvað við vildum, málið var að fanga þennan klassíska jóla- anda. Þetta var hálfgert klúður í byrjun, við létum taka af okkur myndir en þær voru bara ekki að gera neitt, voru ekki að virka. Við leituðum því annarra leiða og Ing- ólfur Örn Björgvinsson stílfærði svo teikn- inguna eftir gamalli mynd, bætti inn andlit- inu á mér, aðventukransi og slíku.“ Klassík UMSLAG PLÖTUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.