Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 60

Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 60
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vala Grand í Ungfrú Ísland … 2. „Ég er númer eitt, Ásdís Rán er …“ 3. Gunnar Rúnar játaði fyrir dómi 4. Líðan Ólafs óbreytt  Á morgun kl. 14 verður opnuð sýn- ingin Budo: saga japanskra bardaga- lista í Norræna húsinu. Á sýningunni er varpað ljósi á þróun þeirra lista og áhrif þeirra á daglegt líf í Japan. Morgunblaðið/Eggert Japanskar bardaga- listir í Vatnsmýrinni  Á sunnudaginn, 21. nóvember, verða haldnir síðdegistónleikar kl. 17 í Selfosskirkju. Á tónleikunum flytja söngvararnir Maríanna Másdóttir (sem sést á meðfylgjandi mynd), Ragnheiður Blön- dal, Gísli Stefánsson og Gospelkór Suðurlands dægurlaga- og gosp- eltónlist. Á píanó leik- ur Óskar Einarsson. Miðasala fer fram í anddyri kirkjunnar. Dægurlög og gospel í Selfosskirkju  S.H. Draumur spilar meist- araverk sitt Goð á Græna hattinum, Akureyri, í kvöld. Er þetta gert til að kynna tveggja diska lúxuspakk- ann GOÐ+ sem Kimi Records hef- ur gefið út. Þar er safnað saman öll- um plötum tríósins, en áherslan lögð á LP-plötuna Goð sem kom út 1987 og hefur löngum verið talin til ís- lenskrar rokkklassíkur. S.H. Draumur á Græna hattinum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða 3-8 m/s, þurrt að mestu vestan- og norðanlands, annars rigning með köflum. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag Hæg breytileg átt, yfirleitt úrkomu- laust og bjart á köflum. Lengst af frostlaust við suður- og vesturströndina, en annars frost 0 til 7 stig og kaldast í innsveitum. Á fimmtudag Útlit fyrir norðanátt með éljum, en bjart sunnan til á landinu. Kalt í veðri. Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði bikarmeistara Hauka í körfuknattleik, segir að brotthvarf Heather Ezell skilji eftir sig risaskarð hjá Haukum. Ezell var langbesti leikmaður deild- arinnar á síðustu leiktíð en er nú hætt að leika körfuknattleik og Kat- hleen Snodgrass er komin á Ásvelli í hennar stað. Morgunblaðið kynnir lið Hauka til leiks í dag. »4 Risaskarð sem Heather Ezell skilur eftir sig Ragna Ingólfsdóttir féll í gær út í 16 manna úrslitum Norwegian International, al- þjóðlega badmintonmótsins í Noregi, þegar hún beið lægri hlut fyrir Chloe Magee frá Írlandi í oddalotu í gær- kvöldi. Magee var metin sjöunda sterkust á mótinu en Rögnu var ekki raðað fyrirfram á meðal átta sterkustu á styrkleikalista mótsins. »3 Ragna tapaði fyrir Íra í Noregi Stella Sigurðardóttir og samherjar hennar í handboltaliði Framara spila tvo mikilvæga leiki um helgina. Þær taka á móti Podatkova frá Úkraínu í Evrópukeppni bikarhafa og fer fyrri leikurinn fram klukkan 19 í kvöld og sá seinni á morgun, báðir í Framhúsinu. „Við erum ákveðnar í að fara í næstu umferð og ljúka árinu án taps,“ sagði Stella við Morg- unblaðið. »3 Framkonur ætla sér að slá út liðið frá Úkraínu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1930 og fagnar því 80 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sérstakir hátíðartónleikar verða í Neskirkju klukkan 17.00 í dag. Hljómsveit skólans flytur Sinfóníu nr. 9 eftir A. Dvorák og Fiðlukonsert nr. 3 eftir C. Saint-Saëns, en Sólveig Steinþórsdóttir, 14 ára nemandi í 10. bekk Hagaskóla, leikur einleik á fiðlu með hljómsveitinni. Það er eitthvað mjög heillandi við fiðlu og fiðluleik og því ekki að undra að Sólveig skuli hafa fallið fyrir hljóð- færinu. Foreldrar hennar, Valgerður Bragadóttir og Steinþór Sigurðsson, eru ekki í tónlistinni en vildu að dæt- urnar reyndu fyrir sér á því sviði. Sólveig byrjaði í Allegro Suzuki- skólanum og var þar nemandi Lilju Hjaltadóttur en núverandi kennari hennar er Guðný Guðmundsdóttir, fyrrverandi konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. „Þegar ég var þriggja ára var Ásgerður, systir mín, að æfa á píanó, ég sá fiðluhóp og vildi spila á fiðlu,“ segir Sólveig, en hún hefur æft stíft alla tíð síðan og tekur 7. stig í næsta mánuði. Hefur átt sjö fiðlur Fiðluleikarar leika á margar fiðlur og Sólveig hefur átt sjö mismun- andi fiðlur. „Þetta eru ýmsar stærðir og mismunandi hljómur,“ segir hún. „Það er aðeins minni hljómur í minni fiðlum.“ Sólveig segir tónlistarnámið vera mjög gefandi. „Námið veitir mörg tækifæri, ég læri að koma fram og spila fyrir marga,“ segir hún og bætir við að vissulega sé hún oft feimin, þegar hún á að stíga á svið. „En þá reyni ég bara að hugsa jákvætt.“ Í tengslum við fiðlunámið hefur Sólveig sótt námskeið erlendis og meðal annars farið til Englands, Slóveníu, Noregs og Póllands í þeim tilgangi. Hún segir þessar ferðir hafa víkkað mjög sjóndeildarhringinn auk þess sem hún hafi kynnst mörgum í tónlistinni. Hún segist hlusta mikið á klassíska tónlist og bandaríski fiðlu- snillingurinn Joshua Bell sé í miklu uppáhaldi hjá sér. Í fyrra spilaði Sólveig með Rann- veigu Mörtu Sarc, vinkonu sinni, á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Háskólabíói og segir hún það hafa verið mikla upplifun. Sólveig ætlar í Menntaskólann við Hamrahlíð að ári vegna þess að þar fær hún tónlistina metna og síðan stefnir hún á frekara fiðlunám. „Ég ætla að halda áfram að læra á fiðlu,“ segir hún. Fjórtán ára einleikari á fiðlu  Sólveig leikur á hátíðartónleikum í Neskirkju í dag Morgunblaðið/RAX Einleikari Sólveig Steinþórsdóttir byrjaði þriggja ára að leika á fiðlu, hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur einleik með hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík á hátíðartónleikum í Neskirkju í dag. Einleikari í dagskrá Tónlistarskól- ans í Reykjavík er valinn að lok- inni keppni nemenda og er Sól- veig Steinþórsdóttir annar nemandi Guðnýjar Guðmunds- dóttur í röð til að bera sigur úr býtum í keppninni. Guðný segir að hún kenni mjög efnilegum krökkum sem eigi það sammerkt að vera mjög duglegir og hafi ástríðu fyrir hljóðfæri sínu. Þeir æfi sig marga tíma á dag og það sé eina leiðin til þess að ná árangri. „Sólveig er af- skaplega vinnusöm og dugleg og efni í mjög góðan fiðluleikara,“ segir hún. Fiðlukonsertinn í dag er langur. „Það er afrek fyrir 14 ára barn að geta gert þessu svona skil,“ segir Guðný og leggur áherslu á að hún sé með marga afrekskrakka í höndunum, en Sólveig sé yngsti nemandi Tónlistarskólans í Reykjavík til þess að leika þennan konsert. Ástríða og efni í tónlistinni ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.